Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2000, Qupperneq 7
i Ifókus Vikan 5. maí til 11. maí iifiaF,T.. V T M N II Eiríkur Hauksson lenti á Fróni á fimmtudag til að syngja með hljómsveitinni Gildrunni á Akureyri og í Mosfellsbæ. Á sunnudagskvöldið verður hann þó kominn aftur til Óslóar svo það er um að gera að skelia sér í tónagleðina og berja kempuna augum. Fókus bjallaði í Eirík - og spjallaði. b Bíóborgin Any Given Sunday Nýjasta mynd Oliver Sto- ne. Hann ræöst hér á bandaríska fótbolta- menningu og sirkúsinn sem umlykur hana. Sýnd kl.: 5.15, 8, 10.45 Story of us ★ The Story of Us er misheppn- uð kvikmynd.-HK Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 Eiríkur Hauksson syngur nánast hverja helgi í Noregi og er meölimur í nokkrum hljómsveitum. Þar á meö- al Soltrain, bítlabandinu Sgt. Peppers og hljómsveitinni Aunt Mary þar sem hann er yngstur meðlima. Eiríkur álítur þann heiður skemmtilegan og imprar kátur á „gömlu karlaband- inu“ sem hann syngur og leikur á bassa með. Hann var ekki vanur bassaleiknum svo það var svolítið mál fyrst í stað ekki sist þar sem hann þurfti einnig að syngja. Eiríkur náði samt tökum á þessum fjórum strengjum og vonandi leyfir hann landanum að heyra smá bassaleik um helgina. Allt vitlaust í Mosfellsbænum Eiríkur tók lagið með Gildrunni fyrir nokknun mánuðum í Mosfells- bænum og því vaknar spumingin hvort Gildrumeðlimir hafi trallað með honum í Noregi. Söngvarinn hváir: „Nei, bölvaðir dónamir, það fer að koma timi á það að þeir endur- gjaldi heimsóknina." Það var roknarinnar gleöi í Mos- fellsbœnum þegar þió spiluðuð síðast helduróu aó þaö sé hugur í fólki fyrir helgim? „Mér skilst á heimamönnum að það verði allt jafn vitlaust og síðast og jafnvel verra. Viö spilum náttúr- lega Gildruiög og síðan emm við með nokkur af þessum lögum sem vom þekktust eftir mig, Sykur, Gaggó Vest og fleiri. Svo slengjum við fram stuð- lögum,“ svarar Eiríkur hæglega. íslenska iúróvisjónlaginu spáð verðlaunasæti Fyrsti fulltrúi þjóðarinnar í Júró- visjón er vitanlega spurður hvemig Eiríkur Hauksson í góðri sveiflu með hijómsveitinni Gildrunni. næsta keppni leggist í hann. „Ég hef nú ekki náð að fylgjast mikið með, ég hef heyrt norska lagið og mér leist nú ekki vel á það, en ég hef ekki heyrt þetta íslenska. Hins veg- ar segja blöðin hérna að það verði í einu af þremur efstu sætunum. Ég horfi á þetta ef maður er laus og þótt músíkin sé ekki alltaf upp á marga fiska þá hef ég gaman af stigagjöf- inni,“ útskýrir Eiríkur sem tilheyr- ir greinilega ekki hörðustu Júró- visjónaðdáendunum. Gildran og Eiríkur spila fyrir Ak- ureyringa í Pollinum á fostudags- kvöldið og á kránni Álafossfot bezt á laugardagskvöldið en þar verður tjaldað risatjaldi við staðinn til að stækka stuðsvæðið. Auk þess verð- ur flóamarkaður í tjaldinu allan daginn sem foreldrafélagið Þrumur og eldingar stendur fyrir en yfir- skrift tónagleðinnar verður einmitt Þrumur og eldingar. Toy Story 2 ★★★ Þetta er framhald fýrstu Leikfangasögunnar. -ÁS Sýnd kl.: 3.50 Man on the Moon ★★★ Milos Forman held- ur þétt og örugglega utan um frásögnina og virðist vera á góðri siglingu þessi. -ÁS Sýnd kl.: 5.45, 8,10.10 Bíóhöl1in Any Given Sunday (Sjá Bióborgin) Sýnd kl.: 3.45, 6, 8,10 Mission to Mars ★★ Miðaö við að um geim- óperu er að ræða fá góðir leikarar óvenju mik- inn texta sem er ekki alltaf alltaf gáfulegur. -HK Sýnd kl.: 5.50, 8, 10.10 Stuart little ★★ Þótt Stúart litli sé ekki teiknimynd gengur hún fýrir sömu lögmálum. -BÆN Sýnd kl.: 4, 6 Man on the Moon ★★★ (sjá Bíóborgin) -ÁS Sýnd kl.: 8, 10.10 Toy Story 2 ★★★ (Sjá Bíóborgin) -ÁS Sýnd kl.: 4 Mystery, Alaska Burt Reynolds og Russel Crowe leika í þessarri mynd sem fjallar um smábæ þar sem allir lifa fyrir íshokkí. Sýnd kl.: 3.40, 5.50, 8, 10.15 Deuce Bigelow ★★ Ærslafull gamanmynd með Rob Scneider í aðalhlutverki. Sýnd kl.: 4, 6, 8,10 Háskólabíó For Love of the Game íslandsvinurinn Kevin Costner er kominn í hafnarboltagalla og mikla lífskrisu. Sýnd kl.: 5.30, 8,10.40 Snow falling on cedars ★★★ Þar sem Scott Hicks er svo upptekinn af möguleikum í úr- vinnslu efnisins þá hefur hann vanrækt leik- arana. -HK Sýnd kl.: 8 Angela's Ashes Byggð á sjálfsævisögu Frank McCourt. Leikstjórinn Alan Parker leiö- ir leikarana Emily Watson og Robert Carlyle. Sýnd kl.: 5.20, 8 Being John Malkovitch ★★★★ Innblásin mynd þar sem ímyndunaraflinu er gefinn al- gerlega laus taumurinn. Ekki missa af. -ÁS Sýnd kl.: 8,10.15 American Beauty ★★★ Grái fiðringurinn tekinn fyrir á einstaklega góðan hátt. -ÁS Sýnd kl.: 10.50 The Green Mlle ★★★ Mjög vel gerð og spennandi kvikmynd með áhugaverðum söguþræði. -Hvs Sýnd kl.: 10.30 Microcosmos Hreint út sagt ótrúleg mynd. Sýnd kl.: 6 Englar alheimslns ★★★ Friðriki Þór Friöriks- syni hefur tekist að gera áhrifarika mynd upp nýtt í bíó í kvöld frumsýnir Regnboginn kvikmyndina Boys Don’t Cry sem fjallar um unglinginn Brandon Teena. Þetta er sönn saga sem sjokkeraði Bandarikjamenn og vakti upp margar spumingar fyr- ir um áratug. Nú er þessi verð- launamynd loksins komin hingað til lands. í Falls City í Nebraska bjó Brandon Teena, leikin af Hilary Swank (fékk óskarinn fyrir hlut- verkið en hafði áöur leikið auka- hlutverk í The Next Karade Kid og 90210 Beverly Hills þáttumun), og þar var honum kálað. Hann var að vísu nýfluttur í bæinn en var einn eftirsóttasti piparsveinninn og óð í kvenfólki. En í hundrað og fimm- tíu kílómetra fjarlægð, í bænum Lincoln, bjó hann einnig en þar hafði hann alist upp sem stelpa og flúið bæinn til að geta feikað sig sem strák i nýjum bæ. Og eins og vitlaus ungmenni gera stundum gerði hann hræðileg mistök. Hann flæktist óafvitandi inn í geðveikis- legt samband ástarinnar sinnar, Lönu (hún er leikin af Chloé Sevigni sem var tilnefnd til ósk- arsverðlaima fyrir frammistöðu sína en lék áður stelpuna sem Casper nauðgaði i Kids), og vinar hennar Johns (Peter Sarsgaard Þaö eru þær Hilary Swank og Chloé Sevigni sem leika kærustupariö eöa vinkonurnar eöa vinina, hvernig sem á þaö er litiö. leikur kauða en hann lék einmitt í Another Day in Paradise sem leik- stjóri Kids sendi frá sér fyrir þremur ánim). Og þessi flækja endar I kaótísku ofbeldi sem óþarft er að fara nánar út í því sjón er sögu ríkari. Það sem meira er að þessi mynd tengist íslandi og má í kaldhæðni líta á hana sem íslandsvin þar sem Gréta Ólafsdóttir og Susan Muska gerðu heimildamynd um Brandon Teena sem sýnd var hér á landi fyrir nokkrum misserum. Þetta er því ræma sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. úr skáldsögu og úr verður vel heppnuð kvik- mynd. -HK Sýnd kl.: 10.30 Fíaskó ★★★ Þrjár ástarsögur úr sömu fjöl- skyldunni sögð á skemmtilegan og galsafull- an en vitrænan hátt. -HK Sýnd kl.: 6 Kringlubíó Reindeer Games ★ Með Ronin gat mann grunað að líf væri aö fæðast I feril Franken- heimers en ætli það hafi ekki frekar verið dauðakippir. Pínlegt í alla staði. -BÆN Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 The Limey ★★★ Nálgun, þar sem fortíð, nú- tíö og framtíð renna saman I eitt, fellur vel að efninu og þeirri hugsun sem er þungamiöja sögunnar. -ÁS Sýnd kl.: 4, 6, 8, 10 Hawless ★★ Rawless er í könnunarleiö- angri um sálarlíf persóna sinna. . -HK Sýnd kl.: 5.45 Deuce Bigelow ★★ (sjá Blóhöllin) Sýnd kl.: 4, 8, 10 Laugarásbíó Erin Brockovitch ★★ Hér er róið á frekar gamalkunnug mið, baráttu litla fólksins gegn vondum iðnaðarrisa. -ÁS Sýnd kl.: 5.15, 8, 10.30 Flnal Destination ★★ Rnal Destination er best þegar hún fer á fjörurnar viö klassískar formúlur eins og sýnir Alex og verst þegar hún reynir aö fara nýjar leiðir. -HK Sýnd kl.: 6, 8, 10 The Whole Nine Yards ★★★ Galsi og leik- gleði einkenna gamanmyndina The Whole Nine Yards þar sem hver persónan af annarri er skrautlegri. -HK Sýnd kl.: 8,10 Stuart little ★★ (Sjá Bíóhöllin) -BÆN Sýnd kl.: 6 Regnboginn Boys Don't Cry Margverðlaunuð mynd um stelpuna Teena sem varð strákurinn Brandon. Hillary Swank fékk m.a. Óskarinn fýrir aðalhlutverkið. Sýnd kl.: 5.30, 8,10.30 Dogma ★★★ Dogma er saga sem hreyfir viö áhorfandanum og fær hann til að spá í hinstu rök tilverunnar, svona inn á milli hláturs- rokanna. -ÁS Sýnd kl.: 5.30, 8,10.30 Down to you ★ Down to You gerir ýmsar tilraunir til að brjóta upp form gelgjumynda en ekki mikið meira. BÆN Sýnd kl.: 6, 8,10 Scream 3 ★ Persónusköpun er sem fýrr á lágu plani og stefnuleysi einkennir myndina. - HK Sýnd kl.: 5.30, 8, 10.15 Stjörnubíó Erln Brockovitch ★★ (Sjá Laugarásbíó)-ÁS Sýnd kl.: 5.30, 8,10.30 Girl, Interrupted ★★ Þaö er freistandi að bera saman Girl, Interrupted saman við One Rew Over The Cookoo's Nest. Þá sést best hvað vantar. -HK Sýnd kl.: 8,10.15 Stuart llttle ★★ (Sjá Bíóhöllin) -BÆN Sýnd kl.: 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.