Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Side 2
bílar LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 I>v Kia Shuma: Meö sportbílahjarta Nú er komið nýtt umboð fyrir Kia á íslandi og er það Kia-umboð- ið, Flatahrauni 31 í Hafnarfirði. DV-bílar höfðu Kia Shuma til reynsluaksturs á dögunum og var honum ekið nokkur hundruð kíló- metra af ísleifi Karlssyni en hann sér einnig um prófanir fyrir þátt- inn Mótor á Skjá einum. Shuma er sportlegasti Kia-bíllinn og verð- ur bara að teljast nokkuð lagleg- ur, allavega fyrir mína parta. Góð vinnsla þrátt fyrir sjálfskiptingu Það sem ég var ánægðastur með er vinnsla vélarinnar en þótt það sé ekki eini kostur bílsins kom það mér mest á óvart. Hann er með fjögurra þrepa sjáifskiptingu en margir af fjögurra strokka bíl- um í dag líða fyrir hestaflatap með sjálfskiptingunni. Vélin er 1,8 lítra, með tveimur yfirliggjandi knastásum, og skilar 110 hestöfl- unum bara vel, en billinn er einnig fáanlegur með fimm gira beinskiptingu. Hjólbarðastærð er 185/65R 14 á álfelgum og er varahjól- ið einnig á álfelgu. Þar sem felgurn- ar eru ekki stærri en þetta eru bremsudiskamir í minna lagi fyrir þennan spræka bíl en duga þó vel í alla venjulega keyrslu. Diskabrems- ur eru á öllum hjólum með hemla- læsivörn en ég var ekki ánægður með ástig á bremsupedalann sem var frekar þungt þótt það stöðvaði bílinn vel. Bíllinn er framdrifinn og hefur tekist að fá jafnt grip á fram- hjól i akstri sem gerir hann lipran í Vindlínustuöull Shuma er mjög lítill, eða 0,29 Cd. Frá 1. mars eru allir notaðir bílar Irá hjá Aðalbílasölunni v/Nlihlatorg Mikið úrval góðra bíla á góðu verði! Komið og lílið á úrvalið stýri og ekki skemmir fyrir hraða- næmt vökvastýri. Vel búinn en vantar aukabúnað Kia Shuma er meðalstór fjöl- skyldubíll og fer vel um ökumann og framsætisfarþega en svolítið þröngt fyrir þá að komast inn og út. Aftur í er gott pláss fyrir þrjá með- alstóra karlmenn. Rúðuvindur eru rafknúnar bæði frammi og aftur í, speglar rafstilltir og gaflhurð og bensínlúga opnanleg innan frá. Hljómflutningstæki eru mjög veg- leg, með sex hátölurum, kassettu- tæki og geislaspilara, en loftnetið verður maður að draga upp sjálfur. Farangursrýmið er 328 lítra en hægt er að stækka það með því að leggja niður aftursæti 40/60 í 528 lítra þannig að plássið er gott í Shuma til flestra hluta. Fjarstýrðar samlæs- ingar og hreyfitengd þjófavöm er einnig staðalbúnaður og löngu orðið nauðsynlegt í alla bíla. Ekki er mik- ið af aukabúnaði á boðstólum fyrir Shuma, allavega ekki enn þá. Það eina sem hægt er að fá er dráttar- krókur, topplúga og vindskeið og þá er það upptalið. Á móti kemur að bíllinn er ríkulega búinn staðalbún- Pláss fyrir ökumann og farþega er ágætt miöaö við stærð. Til dæmis er Shuma aöeins 15 mm styttri en Toyota Avensis. Kia Shuma er nokkuð fallegur og stilhreinn bíll með einföldum en samt sportlegum línum. Kia Shuma Vél: Bensín, með tveimur yfirliggjandi knastásum Strokkafjöldi: 4. Þjöppun: 9,5:1 Rúmtak: 1793 rúmsentímetrar. Hestöfl: 110 v. 5000 sn. Snúningsvægi: 152 Nm./4500 sn. Eyðsla í blönduðmn akstri: 9,5 lítrar. Bensíntankur: 50 lítrar. Gírar: 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa sjálfskipting. Hemlar: Læsivarðir diskar. Fjöðrun framan: Sjálfstæð MacPherson. Fjöðrun aftan: Sjálfstæð gormafjöðrun með jafnvægisstöng. Beygjuradíus: 4,9 metrar. Lengd: 4475 mm. Breidd: 1711 mm. Hæð: 1415 mm. Hjólahaf: 2560 mm. Eigin þyngd: 1131 kíló. Fjöldi hurða: 5. Fjöldi sæta: 5. Hjólastærð: 185/65 14. Farangursrými: 328/528 lítrar. Verð: 1.335.000 kr. Verð sjálfskiptur: 1.390.000 kr. Umboð: Kia-umboðið aði. Öll stjómtæki fyrir ökumann eru vel aðgengileg og útsýni úr bíln- um gott. Stíf en góð fjöðrun Við akstur fannst mér bíllinn vera frekar sprækur og sjálfskipt- ingin skemmtilega gíruð. Við 90 km/klst. er snúningur vélarinnar í tæpum 2000 á mínútu og er yfirgír sjálfskiptingarinnar 0,700. Við þannig aðstæður er bensíneyðslan 7 lítrar á hundraðið samkvæmt tölum frá umboði. Fjöðrun á malbikuðum vegi er frekar stinn og gerir það bíl- inn nokkuð skemmtilegan í beygj- um og þegar hraðinn er aukinn. Þó er hann frekar stífur fyrir mal- arakstur og vildi hann losna að aft- an. Það getur hins vegar breyst við aðra hleðslu í bílnum og alltaf spil- ar loftþrýstingur dekkja inn í. Fjöðrunin er sjálfstæð á öllum hjól- um, MacPherson að framan og þriggja stýfu með jafnvægisstöngum að aftan. Ailir demparamir eru gas- demparar sem er ótvíræður kostur. Á malbikuðum vegi er veghljóð ekki áberandi en of mikið á malarvegi og hvort sem um er að kenna grófleika dekkjanna eða ekki myndu aurhlíf- ar að framan gera gæfumuninn að mínu mati. -ÍK Plúsar: Afl, sjálfskipting, búnaður. Mínusar: Bremsur, aukabúnaður. Mælaborðiö er tiltölulega einfalt en smekklegt og þar er allt sem til þarf. Til hægðarauka er miðjustokkurinn opnanlegur að ofan og aftan. Það er fallegt og sportlegt lag á aft- urljósunum. Skottiö opnast vel á Shuma og plássiö er allgott. Þó taka stór afturljósin dálftiö pláss til hliðanna. Vélin er 1,8 lítra, með tveimur yfir- liggjandi knastásum, og skilar bíln- um vel áfram, einnig með sjálfskipt- ingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.