Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2000, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Haraldur svaf ekki í nótt og hélt áfram - 48-50 km með reki Vegna gríðarlegs ísreks í miklum vindi (7-8 gömul vindstig) og ***skafrennings ákvað Haraldur Örn Ólafsson að sofa ekkert í nótt og ganga hvíldarlítið áleiðis að norður- pólnum sem hann vonast til að ná í kvöld. Þegar DV fór í prentun í morg- un hafði Haraldur ekkert sofið, var búinn að ganga um 20 kílómetra frá því í gærmorgun en hafði auk þess rekið um 6 kílómetra! Hann haföi því á 13-14 klukkutímum gengið samtals 26 kílómetra í 9 lotum. Haraldur átti í morgun eftir um 20 kílómetra á pól- inn. I ræðustól í nótt þegar ... „Haraldur hringdi fyrst i mig klukkan þrjú í nótt. Þá var ég í ræöu- stóli á Alþingi og var að ljúka máli 'mf mínu vegna frumvarps um mat á um- hverfisáhrifum," sagði Ólafur Öm, faðir Haraldar í morgun. Þegar ræð- unni lauk létu þingverðirnir mig vita um að síminn minn væri að hringja frammi og það var Haraldur. Hann sagði mér þá m.a. „mig rekur svo hratt aftur á bak - það er allt á fleygi- ferð“. Hann sagði að þetta væri nán- ast eins og að vera á göngubretti. Har- aldur var á þessum tíma frá því í gær- morgtrn búinn að ganga 17 kilómetra og var enn að. Hann kvaðst ætla að ganga áfram um nóttina. Síðan (■ hringdi hann klukkan hálf sjö í morg- un. Þá átti hann 20 km eftir af þeim 40 sem eftir stóðu þegar hann lagði af stað í gær,“ sagði Ólafur Öm. Haraldur Örn gat ekki hugsað sér að fara að sofa í morgun með hliðsjón af þessu gríðarlega reki. Hann sló upp tjaldinu í snarhasti í morgun, borðaði, hringdi og tók áttir. Við svo búið hélt hann áfram og ætlaði ekkert að sofa í dag. -Ótt íslandsbanki FBA: Einn fær ekki Frestur til framboðs í bankaráði hins sameinaða íslandsbanka og Fjár- ^tfestingarbanka atvinnulifsins rann út síðdegis í gær. Kosið verður á milli sjö aðalmanna og sjö varamanna. Alls sóttu átta menn um þau sjö sæti aðalmanna í stjórn sem i boði eru. Þetta eru Einar Sveinsson, Eyjólf- ur Sveinsson, Finnbogi Jónsson, Guð- mundur H. Garðarsson, Helgi Magn- ússon, Jón Ásgeir Jóhannesson, Krist- ján Ragnarsson og Orri Vigfússon. Nokkur spenna ríkir um það hver þessara átta umsækjenda muni sitji utangarðs. Þá munu níu manns hafa sótt um sjö sæti í varastjórn en það era Bjami Finnsson, Friðrik Jóhannsson, Guð- mundur B. Ólafsson, Gunnar Felix- son, Hjörleifur Jakobsson, Jón Ólafs- ^son, Rannveig Rist, Sigurður Bessa- ’ son og Öm Friðriksson. -HKr. Bakvaröasveitln kom til Ottawa í nótt „Ég reikna meö aö ef Haraldur nær pólnum í kvöld þá veröi hann búinn aö leggja aö baki 48-50 kílómetra á tveimur dögum í einni lotu án svefns. Það var feiknakraftur í honum í morgun, “ sagöi Ólafur Örn Haraldsson sem heyröi einnig í bakvarðasveitinni og Unu Ómarsdóttur, konu Haralds, í nótt. Sveitin var þá búin að fjlúga til Boston og síöan tii Ottawa þaöan sem haldiö er til Resolute nyrst í Kanada. Meö Unu á myndinni eru Ingþór Bjarnason til vinstri og Skúli Björnsson. Vegagerðin undirbýr kristnihátíð og lagði veg í Gjábakkahrauni: Stórskemmdi þekktan helli - hellarannsóknarmenn æfir. Vegagerðin kemur af fjöllum „Mér fmnst alveg óafsakanlegt þeg- ar menn eru að vinna að vegagerð og farga í leiðinni helli sem er búinn að vera þekktur í áratugi eða hundruð ára,“ sagði Sigurður Sveinn Jónsson, formaður Hellarannsóknarfélags ís- lands, vegna framkvæmda Vegagerð- arinnar í Gjábakkahrauni. Við þær urðu miklar skemmdir á háum og löngum helli, sem liggur um 200 metra fyrir neðan hraunstrýtuna Tin- tron á Gjábakkaheiði. Sl. haust hófst Vegagerðin handa um að laga veginn á þessum slóðum fyrir kristnihátíð á Þingvöllum. Veg- urinn var færður nær hellismunnan- um og suður yfir hann. Við þær að- gerðir hrundi grjót niður í hellinn, auk þess sem munninn lokaðist að hluta. „Ég lýsti ofan í hann með vasaljósi og sá hvað hafði gerst,“ sagði Sigurð- ur Sveinn við DV. „Þeir hafa verið að ýta og skakast með vélum yfir og á hellinum þannig að heilmikið grjót hefur hrunið ofan í hann. Litlu má muna að hann yrði færður á kaf en það hefur sennilega verið einhver við- leitni ýtumannsins sem hefur bjargað honum. Við erum afar ósáttir ef menn eru að skemma þekkta hella sem era í vegstæði eða nálægt mannvirkjum." Félagar úr HeUarannsóknarfélag- inu hafa farið allmargar ferðir í hell- inn á undanfórnum árum. „Við munum hafa samband við Vegagerðina og heyra hvað þeir hafa að segja. Ef ætti að bjarga hellinum úr þvi sem komið er þyrfti að steypa stút á hann og hreinsa úr honum það grjót sem komið er í hann. Við munum beina því til Vegagerðarinnar að fuil þörf sé á að ganga frá hellinum þannig að hann verði í sama horfi og hann var áður en þeir fóru í þessa vafasömu framkvæmd." Steingrímur Ingvarsson, umdæm- isstjóri Vegagerðarinnar á Suður- landi, kannaðist ekkert við mál þetta þegar DV ræddi við hann í morgun. „Ég kem af fjöllum og kannast ekkert við þetta," sagði Steingrímur og bætti við að verktaki hafi annast framkvæmdir fyrir hönd Vegagerð- arinnar auk þess að eftirlitsmaður hafi verið með verkinu. Ekkert hafi heyrst frá þeim aðilum um skemmdir á helli. „Ég mun strax fara í að kanna DV-MYND SIGUROUR SVEINN JÖNSSON Þekktur hellir í uppnámi Opiö sjálft er óvariö fyrir grjóti sem hrynur viðstööulaust úr vegkantinum og ofan í hellinn. málið og athuga hvað er þarna á ferðinni," segir hann. -JSS/-rt Símastúlkan sem tjáði ást sína í DV: Rekin á staðnum - boðin vinna á BSR Ástfangna símastúlkan á Nýju sendibílastöðinni var rekin á staðnum þegar hún mætti til vinnu sinnar skömmu eftir hádegi í gær. Gerðist það í kjölfar útkomu DV í gær en þar tjáði símastúlkan ást sína á einum af bílstjórum stöðvarinnar en reglur Nýju sendibílastöðvarinnar kveða svo á um að náið samband starfsfólks í af- greiðslu og bílstjóra sé bannað. „Það var allt vitlaust þegar ég mætti í vinnuna. Þar afhenti fram- kvæmdastjórinn mér laun út mánuð- inn og sagði að ég þyrfti ekki að mæta framar. Þegar ég innti eftir ástæðum sagði framkvæmdastjórinn að ég hefði átt að þegja en ekki vera að ræða þessi mál við fjölmiðla," sagði Anna Lóa Aradóttir, fyrrverandi síma- stúlka, sem vissi ekki sitt rjúkandi ráð í gær. Mörg fordæmi eru fyrir því að símastúlkur á bílastöðum á höfuð- borgarsvæðinu eigi vingott við bíl- stjóra og samstarfsmenn sína án þess að til brottrekstrar komi: „Hér er símastúlka sem er ástfang- in af bílstjóra og við gleðjumst fyrir þeirra hönd,“ sagði Guðmundur Börk- ur Thorarensen, framkvæmdastjóri hjá BSR, en þar starfaði Anna Lóa á símanum áður en hún hóf störf á Nýju sendibílastöðinni og varð ástfangin af sendibílstjóranum. „Anna Lóa var framúrskarandi starfsmaður og við bjóðum hana velkomna til starfa á ný, kjósi hún að koma aftur,“ sagði Guð- mundur Börkur í gær. „Hér á BSR skiptum við okkur ekki af kynlífi starfsmannanna." -EIR SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.