Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 r>v Mál prófessors Gísla Guðjónssonar vekur mikla athygli ytra: Gísli endurvekur frægt Belfastmorö frá 1952 Miklar líkur eru á að skýrsla Gísla Guðjónssonar, prófessors og réttarsál- fræðings í London, leiöi til þess að þekkt morðmál á Norður-írlandi frá árinu 1952 verði endurupptekið. „Þetta er spennandi mál og mjög óvenjulegt vegna þess að þekktur dómari og frægur lögreglumaður hjá Scotland Yard komu þama við sögu. Þetta mál hefur vafist fyrir yfirvöld- um á Norður-írlandi á síðustu árum. Nú virðast línur vera að skýrast með skýrslu minni,“ sagði Gísli í samtali við DV. Málið varðar Skota, Iain Hay Gor- don, sem átti yfir höfði sér dauðadóm fyrir morð á 19 ára dóttur hæstarétt- ardómara á Norður-írlandi árið 1952. Gordon, sem þá var tvítugur og starf- aði á vegum breska flughersins I Belfast, var hins vegar úrskurðaður ósakhæfur vegna geöveiki og var dæmdur til vistar á hæli fyrir geð- sjúka. Þar kom á hinn bóginn ekkert fram um að hann væri andlega van- heill. Gordon var sleppt árið 1960 og hefir í mörg ár barist fyrir því að fá mannorð sitt hreinsaö. Gísli segir að lögreglan hafi haldið því fram að Gordon hafl framið morð- ið og var honum talin trú um að hann myndi ekki eftir því. Ástæðan fyrir því að Gordon var sakfelldur var játning án nokkurs stuðnings við önn- ur sönnunargögn. Um játninguna sagði Gordon ný- lega í viðtali við breska blaðið The Independent: „Ég var í litlu herbergi með fimm eða sex lögreglumönnum sem öskr- uðu á mig. Ég var undir miklu and- legu álagi. í lok yfirheyrslnanna hefði ég skrifað undir hvað sem var.“ VIII mannorð sitt hreinsað „Ég var í meira en 7 ár á hæli fyr- ir geðsjúka fyrir morð sem ég framdi ekki. í dag hef ég trú á að loksins verði nafn mitt hreinsað," sagði Gor- don við The Independent um mála- rekstur Gisla og lögmanns síns sem breskur blaðamaður hefur stutt á síð- ustu árum. 13. nóvember 1952 fann Desmond Curran lík systur sinnar með 37 stungusárum við stíg sem lá aö heim- ili þeirra norðan Belfast. Faðirinn, Prófessor Gísli Guðjónsson rétt- arsálfræóingur. Eg var í 7 ár á geðveikrahæli fyrir morð sem ég framdi ekki lain Gordon, 68 ára, var tvítugur áriö 1952 þegar hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt 19 ára stúlku á heimili kunningja síns. Það bjargaði lífi hans að hann var úrskuröaöur geðsjúkur sem hann hefur reyndar aldrei verið. Nú er sakamálið á hendur honum greinilega talið byggt á falskri játningu. hæstaréttardómarinn Lancelot, hringdi um kvöldið í lögreglu og spurðist fyrir um hvort einhver slys hefðu orðið. Lögreglan bauðst til að koma á heimilið en maðurinn afþakk- aði. Móðirin hringdi 5 mínútum síðar og bað þá lögreglu um að koma á stað- inn. Klukkustund síðar kom fyrsti lögreglumaðurinn á vettvang. Hann gerði engar athugasemdir við að faðir- inn, sonurinn og lögmaður fjölskyld- unnar voru að bera „nýfundið" lík dótturinnar út í bíl sem átti að aka til læknis. Á staðn- um, sem líkið fannst, var lítið blóð þrátt fyrir 37 stungur. Líkið virtist hafa verið hreyft. Lögreglan hefur verið gagn- rýnd fyrir að rannsaka ekki húsið eftir morðið - húsráðandinn, dómarinn, bann- aði lögreglunni að rannsaka heimili sitt í heila viku eftir morðið! Lögreglumaður skrifaði hjá sér á sínum tíma að svo kynni að vera að Curran-fjölskyldan hefði spunnið upp lygavef - en það væri ótrúlegt - fjölskyldan var ein sú mik- ilsvirtasta á Norður-írlandi. 40 þús- und vitnisburðir voru teknir - loks féll grunur á hr. Gordon, taugatrekkt- an einfara, sem var kunningi bróður hinnar látnu. Hinn þekkti rannsókn- arlögreglumaður, John Capstick, yfir- lögregluþjónn frá Scotland Yard, og aðstoðarmenn hans yfirheyrðu Gor- 37 stungusár Dóttir hæstarétt- ardómarans, Pat- ricia Curran, 19 ára. don í 3 daga án þess að hinn grunaði fengi lögmann. Hr. Gordon skrifaði undir skýrslu þar sem hann lýsir því hvemig hann stakk hina látnu. Cap- stick viðurkenndi síðar í bók að ruddalegar aðferðir hefðu verið notað- ar „til að ná fram sannleikanum". Var forðað frá dauðadómi í réttarhöldunum úrskurðaði dóm- arinn, sem var vinur Curran-fjöl- skyldunnar, að játningar Gordons væru gildar þó svo að þær væru ekki studdar öðrum sönnunum. Dauða- dómur var fram undan. En til að bjarga lífi Gordons dró verjandi hans fram gögn sem áttu að sýna fram á geðveilu Gordons. Kviðdómur úr- skurðaði síðan manninn sekan en taldi hann ósakhæfan. Dómarinn dæmdi hann þvi til vistunar á geð- veikrahæli. Þar var hann til ársins 1960 þangað til honum var sleppt. Gísli Guðjónsson segir ekkert fram komið um geðveilu Gordons. Á hæl- inu hefði hann heldur aldrei fengið lyf eða hlotið meðferð við slíku. Desmond Curran, bróðir hinnar látnu, er sá eini sem er á lifi úr fjöl- skyldunni. Hann hætti lögfræðistörf- um strax á 6. áratugnum, snerist til kaþólskrar trúar, varð prestur og flutti til Suður-Afríku þar sem hann býr enn þá. Á vegum bresku ríkisstjórnarinnar starfar endurupptökunefnd í sakamál- um. Samkvæmt frétt The Independent er haft eftir talsmanni nefndarinnar að líkur séu yfírgnæfandi á að mál Gordons verði tekið upp. Þá verður Gisli Guðjónsson aðalvitnið í endur- upptökumálinu. -Ótt Einfarinn lain dæmdur árið 1952 5 til 6 öskrandi lögreglumenn yfirheyrðu hann - hann gafst upp. Vtíðrið i kvold Suðlægar áttir Síödegis og í kvöld er gert ráð fýrir fremur hægri sunnanátt vestan til en suövestlægari austan til. Á vestanveröu landinu má búast við súld eöa dálítilli rigningu meö köflum en bjartviöri veröur á Austurlandi. 22.24 03.57 16.04 04.34 Solargíin^ur og sjiivarfoll Sólarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Síódogisflóð Árdegisflóö á morgun Skýringar á veöurtákmmi _HfTI HtTKJAVIK 22.22 04.25 00.01 00.01 Í^vindátt 10® -10° '^SVINDSTYRKUR ’ Vpro<;t I metrum á sckímdu 'vrnuai 4í> 43 tÉTOKÝiAD HÁLF- SKÝJAÐ RIGNING SKÚRIR ÉUAGANGUR PRUMU- VEDUR 43 O SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SIYDDA SNJÓKOMA = SKAF ÞOKA RENNINGUR Aurbleyta víða Allir helstu þjóövegir landsins eru færir. Þó er krap og hálka á Holtavöröuheiði og á Dynjandisheiöi á Vestfjöröum. Aöeins er jeppafært um Hrafnseyrarheiði og vegna aurbleytu eru öxulþungatakmarkanir víöast á Vestfjöröum og á útvegum á Noröurlandi, Austurlandi og Suöurlandi. . GREIÐFÆRT MÞUNGFÆRT HÁLT ; ÓFÆRT •vreaym j j irawraii 1 í -.ivrw, a-iti-i i w c-rre Vt'ðrið .i mqrgVin Bjartviðri víðast hvar Gert er ráö fyrir suölægri átt og súld með köflum sunnan- og vestanlands á fimmtudag og föstudag en björtu veöri annars staöar. Hiti veröur á bilinu 15 til 20 stig, hlýjast norðan- og austanlands. Á föstudag veröur suöaustlæg átt og súld meö köftum fyrir sunnan og vestan en bjart veöur annars staöar. Hltl 8 tll 18 stlg, hlýjast noröanlands. Vindur fcr 5-10 m/s Hiti 8° tii 18° Sunnan og suöaustan 5-10 m/s. Viöa bjart veöur en skýjaö sunnanlands og Jiokuloft meö ströndlnnl. HttJ 8 tll 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Siiiiiuut.-isiií, Vindur: > cO O Hiti 10° til HlL Búlst er viö fremur hægrl suölægri átt. Súld eöa rignlngu sunnan- og vestanlands en björtu veðri og áfram hlýju noröaustan tll. BmSEBSm-r AKUREYRI skýjaö BERGSSTAÐIR úrkoma BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. skýjað KEFLAVÍK skúrir RAUFARHÖFN alskýjaö REYKJAVÍK rigning STÓRHÖFÐI þokumóöa BERGEN þokumóöa HELSINKi léttskýjaö KAUPMANNAHÖFN léttskýjað ÓSLÓ léttskýjaö STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN skýjaö ÞRÁNDHEIMUR rigning ALGARVE skýjaö AMSTERDAM þokumóöa BARCELONA þokumóöa BERLÍN skýjaö CHICAGO alskýjaö DUBUN þokumóöa HALIFAX alskýjað FRANKFURT skýjaö HAMBORG léttskýjaö JAN MAYEN skýjaö LONDON mistur LÚXEMBORG skýjaö MALLORCA þokumóöa MONTREAL NARSSARSSUAQ alskýjaö NEW YORK léttskýjaö ORLANDO heiöskírt PARÍS skýjaö VÍN léttskýjaö WASHINGTON hálfskýjaö WINNIPEG þoka M P P M fO R R M I M P p p p P ja p. p. p. 01U1N>0)0)00 0)00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.