Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Síða 2
20 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2000 Sport DV Guöjón Valur Sigurösson í garöinum heima hjá sér á Seltjarnarnesinu. Aöeins tvítugur aö aldri var Guöjón Valur kosinn besti leikmaöur Nissandeildarinnar sl. vetur. Besti handknattleiksmaður Nissandeildarinnar, Guðjón Valur Sigurðsson, KA: Glataður í golfi - stefnir á atvinnumennsku í framtíðinni í handboltanum en ætlar fyrst að verða enn betri Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður KA á Akureyri, er besti handknattleiksmaður landsins um þessar mundir. Þetta var staðfest í kjöri á lokahófi handknattleiksmanna á dögunum. Útnefning Guðjóns Vals kom þeim alls ekki á óvart sem fylgdust með nýafstaðinni leiktið. Leikmaðurinn er gríðarlega öflugur þráttfyrir að vera aðeins tvitugur að aldri. Hans bíða gull og grœnir skógar. Félög erlendis hafa þegar komið auga á pilt en hann bíður rólegur, vill þroskast enn frekar sem leikmaður og ná að verða enn betri áður en hann freistar þess að láta drauminn um atvinnumennsku verða að veruleika. „Ég held að mér hafi farið nokkuð mikið fram á síðustu leiktíð. Ég æfði mjög vel og var svo heppinn að fá að spila mikið hjá KA og í hinum ýmsu stöðum. Við þessar aðstæður þroskast maður sem leikmaður. Við lentum í hreint ótrúlegum meiðslum, nánast allir leikmenn liðsins, og því var ég mikið notaður annars staðar en í minni stöðu í horninu." - KA-liðið virtist eflast við hvert áfallið varðandi meiðslin? „Við þjöppuðum okkur saman. Við vorum ungir leikmennimir þama fyrir utan og reyndum bara að gera okkar besta og hafa gaman af því sem við vorum að gera. Útkoman var sú að við komumst í undanúrslitin. Auðvitað hefðum við vOjað fara lengra en það gengur bara betur næst.“ - Kom það þér á óvart að vera kosinn besti leikmaður Nissandeildarinnar á loka- hófinu? „Það kom mér ofsalega mikið á óvart. Það að vera kosinn besti leikmaðurinn var ekki til í mínum villtustu draumum. Ég bjóst ekki við að svo ungur leikmaður sem ég er myndi fá þessa viður- kenningu. Þetta kom mér líka á óvart í ljósi þess að mjög reyndir leikmenn og snjallir voru að spila vel í þeim liðum sem fóru alla leið í úrslit- in. Þar má nefna leikmenn eins og Sebastian Alex- anderson, Petr Baumruk og Hall- dór Ingólfsson. Ég átti von á að einhver þessara leikmanna yrði fyrir valinu. Það var mikill og skemmtilegiu- heiður fyrir mig að fá þessa miklu viðurkenningu." - Náðir þú öllu því besta út úr þér sem leikmanni sl. vetur? „Nei, það held ég ekki. Mér finnst sjálfum að ég hafi ekki verið að spila neina stjömu- leiki en ég átti hins vegar mjög jafna leiki og jafnt tíma- bil. Þá var ég með heppnari mönnum í liðinu með meiðsli og missti aðeins úr einn leik er ég meiddist á auga.“ - Þú telur þig þá eiga mikið inni? „Ég er að vona það. Von- andi á ég eftir að þroskast sem leikmaður næstu árin. Ég vona að ég sé ekki orðinn fullmótaður sem leikmaður." - Hvenœr byrjaðir þú í handbolta? „Ég mætti á mína fyrstu æfmgu hjá Gróttu þegar ég var 7 eða 8 ára gamall. Síðan byrjaði ég að æfa með KR þegar ég var 10 ára og skipti síðan aftur yfir í Gróttu þeg- ar ég var 12 ára. Ég spilaði með Gróttu þar til ég varð 18 ára og lék síðan eitt tímabil með Gróttu/KR áður en ég fór noröur til KA,“ segir Guð- jón Valur sem á að baki 13 landsleiki með A-lið- inu og 30-35 leiki með ung- lingalands- liöi. - Hverjir voru þín- ar fyrirmyndir þegar þú varst að byrja áfullu i bolt- anum? „Það voru leikmenn á borð við Alfreð Gíslason, Kristján Arason að ógleymdum „gorminum" fyrir norðan, Atla Hilmarssyni. Þetta voru allt frábærir leikmenn. Eftir að ég fór að spila nær ein- göngu í hominu fór ég að fylgjast vel með þeim Guð- mundi Guðmundssyni og Jakobi Sigurðssyni. - Hvað með framtíðina? Hve lengi œtlar þú aó leika með KA? „Það veit ég ekki. Það eina sem er öruggt er að ég leik með KA á næsta tímabili. Ég hef ekki skrifað ennþá undir samning en þetta er engu að síöur ákveðið.“ - Hafa erlend félög verið að narta i þig undanfariö? „Ég hef fengið fyrirspurnir en það er ekki á dagskránni ennþá að fara til liðs erlend- is. Ég ætla að geyma allar slíkar bollaleggingar í nokk- ur ár. Ég á ennþá eftir að þroskast og bæta mig sem leikmaður áður en ég get far- ið að leika með erlendum lið- um í atvinnumennsku. Draumurinn er hins vegar sá að geta haft aðaláhugamálið að atvinnu. Það verður síðan að koma í ljós hvort þessi draumur rætist. Ég mun leggja hart að mér og reyna að komast utan.“ - Hver eru helstu áhuga- mál þin þegar handboltan- um sleppir? „Ég held að fjölskyldan sé númer eitt. Ég og unnusta mín erum mjög mikið saman ásamt dóttur okkar. Aðrar íþróttagreinar eru ofarlega á baugi. Ég fylgist með öllum íþróttum og er nánast alæta á iþróttaefni. Að vera í góðra vina hópi er líka áhugamál sem ég hef gaman af. Ég fór í golf í fyrsta skipti í fyrra og það er stórkostleg íþrótt. Ég er að vísu glataður golfari en mig langar mjög mikið tU að læra golf og verða betri en ég er. Það eru nokkrir góðir kylfingar fyrir norðan og ég fæ stundum að flækjast aftan í þeim og týna kúlurn," sagði Guðjón Valur Sigurðsson. -SK „Þaö voru leikmenn á borö viö Alfreö Gíslason, Kristján Arason aö ógleymdum „gorminum" fyrir noröan, Atla Hilmarssyni. Þetta voru allt frá- bœrir leikmenn. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.