Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2000, Side 3
MÁNUDAGUR 15. MAl 2000
21
Sport
Keppni í Landssímadeildinni í knatt-
spymu karla hefst annaö kvöld og verður
fyrsti leikur mótsins að þessu sinni við-
ureign Stjörnunnar og Grindavíkur í
Garðabæ. 1. umferð mótsins lýkur síðan
með flórum leikjum á fimmtudagskvöld-
ið. Ástand vallanna er misjafnt eins og
gengur og gerist og koma þeir misvel
undan vetri. í yfirferð blaðsins bendir þó
flest til þess að allar leikirnir í 1. umferð
fari fram á grasi.
Fram og KR mætast á aðalleikvangi
Laugardalsvallar á fimmtudaginn og
sagði Jóhann Kristinsson vallarstjóri að
völlm'inn ætti eftir að verða góður.
„Það eru sum svæði sem mættu vera
betri. Það ber svolítið á kali sem er meira
en áður en við höfum enga skýringu á því
af hverju svo er,“ sagði Jóhann.
Góöur á Skaganum
„Völlurinn hjá okkur hér á Skaganum
kemur vel undan vetri og bendir ekkert
til annars en að við getum leikið á aðal-
leikvangi okkar á fimmtudag þegar við
tökum á móti Leiftri. Mér sýnist grasið
líta betur út en á sama tíma í fyrra og
völlurinn virðist í góðu meðallagi," sagði
Alexander Högnason, vallarstjóri á Akra-
nesi.
„Ég held að segja megi að ástand vall-
arins í Ólafsfírði sé mjög gott. Á sama
tíma í fyrra vorum að ryðja snjó af vell-
inum og fyrsta leikinn þá gátum við ekki
leikið fyrr en 10. júní. Vorið er búið að
vera sérlega gott hér um slóðir og snjór-
inn fór snemma af vellinum.
Við eigum fyrsta heimaleik-
inn gegn Breiðabliki og
hann fer að sjálfsögðu fram
á grasi,“ sagði Þorsteinn Ás-
geirsson, framkvæmdastjóri
knattspyrnudeildar Leift-
urs.
Jóhann Kristinsson, vallarstjóri í Laugardal, segir völlinn allan vera aö koma til i hlýindunum og rigningunni sem
hefur veriö síöustu daga hér sunnanlands. DV-mynd Hilmar Þór
KR-völlurinn ekki tilbúinn í
fyrsta leik
„KR-völlm-inn er ekki til-
búinn. Við settum nýtt torf á
hann sl. haust og hann þarf bara sinn tíma.
Völlurinn er á góðri leið en við sjáum daga-
mun á honum. Það er þvi ljóst að við verð-
um að leika einn heimaleik í Laugardaln-
um en þaö verður gegn Keflavíkingum. Við
sjáum fram á það ef allt gengur eftir að geta
leikið okkar fyrsta heimaleik á þessu tíma-
bili þegar við tökum á móti Leiftri þann 31.
maí,“ sagði Lúðvik Jónsson, vallarstjóri á
KR-vellinum.
Hásteinsvöllurinn f Eyjum oft veriö betri
„Hásteinsvöllur hefur oft áður litið bet-
ur út en hann gerir í dag. Völlurinn er
seinni til en aðrir grasvellir okkar hér í
Eyjum. Það eru ýmsar tilgátur í gangi
hvað veldur því en líklega er þetta vegna
frostakaflans sem kom í mars. Ástand
vallarins er svipað og 1998 en þá kom
kaldur kafli undir vorið. Okkar fyrsti
heimaleikur gegn Fylki fer samt líklega
fram á Hásteinsvellinum, “ sagði Þor-
steinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri
knattspyrnudeildar ÍBV.
„Við erum bara ánægðir með ástand
vallarins og hann kemur vel undan vetri.
Ég held að við getum sagt að ástand hans
sé svipað og undanfarin ár. Við sjáum því
ekkert til fyrirstöðu að fyrsti heimaleikur-
inn á móti Blikum á fimmtudag fari fram
á vellinum," sagði Steinbjöm Logason í
stjóm knattspymudeildar Keflavíkur.
„Völlurinn hér í Grindavík verður góð-
ur. Hann er í góðu standi og ekkert því til
fyrirstöðu að leika á honum fyrsta heima-
leikinn gegn Fram 21. maí. Við erum ekk-
ert farnir að fara inn á völlinn en æfinga-
svæðið er svolítið illa farið,“ sagði Ingvar
Guðjónsson, framkvæmdastjóri knatt-
spymudeildar Grindavíkur.
Ástandiö f Garöabæ er gott, verra f
Árbænum
„Völlurinn er góður, aldrei slíku vant á
þessum tíma. Það var snjór yfir vellinum
I allan vetur og hann hefur varið grasið.
Síðan snjórinn fór hefur ekkert fryst
þannig að aðstæður hafa verið góðar fyr-
ir grasið. Það er þegar orðið grænt og
fallegt og tilbúið fyrir fyrsta leikinn gegn
Grindavík á þriðjudag.
„Völlurinn er slæmur en hann var
tyrfður að hluta til á sl. hausti. Þessi völl-
ur stendur hærra en aðrir vellir í Reykja-
vík og það munar um það. Við liggjum
bara á bæn og vonum það besta en fyrsti
leikurinn á Fylkisvelli verður 21. maí
gegn Leiftri," sagði Kjartan Daníelsson,
starfsmaður knattspyrnudeildar Fylkis.
Breiöabliksvöllurinn fór illa f sföustu
leikjum tfmabilsins
„Völlurinn hefur oft áður litið betur út.
Hann er upphitaður og er í sjálfu sér í
þokkalegu ástandi, getum við sagt, en
hann fór illa í síðustu leikjunum í fyrra,“
sagði Halldór Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Breiðabliks. -JKS
Boltinn byrjar að rúlla í Landssímadeildinni
í knattspyrnu í Garðabænum á morgun:
Astand
valla
ergott
- vellirnir hjá KR-ingum
og Fylki eru þó seinir til
Jói útherji
Kiiattspyrnuversltiii
Árnuila 36, Kcykjavík, sími SS8 1560
lan Thorpe fagnar heimsmeti sínu f 400 metra skriösundi.
Reuter
Tvö heimsmet Thorpes
Ástralski sundmaðurinn Ian Thorpe var í sviðsljósinu um helgina. Fyrst
bætti hann eigið heimsmet í 400 metra skriðsundi á úrtökumóti ástralska
sundsambandsins fyrir ólympíuleikana sem fram fór i Sydney. Thorpe, sem er
17 ára gamall, synti á 3:41,33 mínútum en gamla metið var 3:41,83 mínútur.
Hann setti síðan annað heimsmet í 200 metra skriðsundi, synti á 1:45,69
mínútum en gamla metið hans var 1:46,00 mínútur.
Thorpe, eins og flestir aðrir sundmenn á mótinu, klæddist sundgalla sem
nær frá ökkla upp í háls og út á olnboga. Þessi búningur hefur verið
gagnrýndur af sumum en sundmenn eiga að renna hraðar fyrir vikið og ná um
leið betri tíma.