Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Side 4
20
MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 2000
Plantað í plastpoka, körfur og turna:
Fallegar skreytingar með lítilli fyrirhöfn
Hallbjörg Þórarinsdóttir,
garbyrkjufræ&ingur í
gróbrarstöðinni Birkihlíð í
Kópavogi, segir ab hvers
kyns hangandi bióma-
skreytingar verbi sífellt
vinsælli og ab möguleik-
arnir á útfærslum séu fjöl-
margir.
„Við höfum undanfarin ár boðið
upp á skemmtilega nýjung fyrir þá
sem langar að hengja upp hjá sér
sumarblóm en hafa af einhverjum
ástæðum ekki tækifæri til að gera
fallegar hengiblómaskreytingar
sjálfir. Hægt er að velja á milli
þriggja tegunda af ílátum. Fyrst
skal nefna plastpokana. Þetta eru
níðsterkir pokar sem hengdir eru á
veggi. Pokinn er fylltur með sér-
stakri moldarblöndu og síðan er
blómunum plantað i göt sem eru á
framhlið hans. Þegar plöntumar
eru í blóma sést ekkert í pokann og
úr verður hin fallegasta
veggskreyting. Helsti kosturinn
sem þessir pokar hafa fram yílr
aðra potta er að þeir eru léttari og
fara mjög vel með vegginn sem
þeir eru hengdir á. Fyrir þá sem
vilja frihangandi skreytingu eru
svokallaðir tumar athyglisverð
nýjung. Þeir byggjast á sömu
grunnhugmynd og pokamir en í
turnana er plantað allan hringinn.
Neðan á þeim hangir svo bakki
sem tekur við umframvatni sem
plöntumar soga til sín. Við erum
einnig með bastkörfur sem við
plöntum í. Við höfum raunar verið
að gróðursetja í alls kyns Uát fyrir
fólk, s.s. blómaker og svalakassa.
Mjög auðvelt er að hirða þessar
hangandi skreytingar. Aðeins þarf
að sjá tU þess að plöntumar fái
nægt vatn. HeUt er u.þ.b. hálfum
lítra af vatni ofan í pokann daglega
en sjaldnar ef rignir.
Skilab til áfyllingar
Á haustin er pokinn, tuminn
eða karfan sett i geymslu. Um
mánaðamótin mars/apríl er farið
með ílátið í Birkihlíð þar sem
Hér bíba blómapokarnir í röbum eftir eigendum sínum sem vitja þeirra þeg-
ar ræktunarhlutverki Birkihlíbar er lokib sem ver&ur í byrjun júní.
Hallbjörg Þórarinsdóttir garbyrkjufræöingur.
Svona lítur turninn út. í byrjun vors var plantaö í hann og eftir nokkrar vikur
mun hann standa í fullum blóma.
Hér er blómakarfa. Fyrri myndin er tekin síöastliöiö sumar þegar hún var í
bióma. Seinni myndin sýnir körfuna eins og hún lítur út í dag, skömmu eftir
aö starfsfólk Birkihliöar tók hana í fóstur. Þaö mun sjá um hana þar til hún
veröur tilbúin í gar&inn.
starfsmenn sjá um að fylla þau af
blómum og hlúa að þeim þar til í
byrjun júni. Þá getur eigandinn
nálgast þessar skemmtilegu sum-
arblómaskreytingar i fullum
blóma. Þannig er hægt að fá vel
heppnaða skreytingu ár eftir ár
með litlum tilkostnaði. Lóbelía,
meyjarblóm og brúðarslör eru vin-
sælustu plöntumar en annars
henta flest öll hengiblóm í þessi
ílát. Einnig höfum við plantaö
kryddplöntum í þessa poka og er
það tilvalin leið til að eignast sinn
eiginn kryddjurtagarð á svölunum
eða þar sem pláss er lítið.“ ÓSB
• NUDDPOTTAR
v í MIKLU ÚRVALl
% 4
Sea Coral,
4ra manna,
kr. 99.400
Viðarkynntir ofnar
til uppííitunar á
setlaugum
sundlaugum ofl.
Arizona, skel, 5-7 manna,
kr. 169.400
Flotbakkar fyrir drykki
kr. 1890
Hrísmóum 4, Garðatorgi
210 Garðabæ
Sími 565 9242
861 6167
Fax 565 9241
Veffang: www.centrum.is/abctec
Netfang: abaech@centrum.is
Lítil hús fyrir lítil börn
Mikið hefur verið rætt og
ritað um húsnæðisstefnu ís-
lendinga undanfarið. Sjálfeign-
arstefnan hefur ráðið hér ríkj-
um og framboð á húsnæði, sem
byggist á öðrum viðmiðum, s.s.
leiguhúsnæði, hefur verið
mjög takmarkað og verð hefur
verið allt of hátt. Börnin læra
það sem fyrir þeim er haft eins
og gjörla má sjá á farsímaeign
krakka hér á landi. Og nú má
greina mikinn áhuga hjá
yngstu kynslóðinni að eignast
sitt eigið húsnæði. Bömin eru
þó ekki eins stórtæk og foreldr-
amir því draumur þeirra er að
eignast lítið hús sem hægt er
að setja í garðinn, á sólpallinn
eða bara við sumarbústaðinn
(þegar foreldrarnir eiga orðið
tvö hús flnnst börnum sann-
gjamt að þau fái eitt lítið!).
Fyrirtækið Vörubretti í Hafn-
arfirði hefur á boðstólum litil
„dúkkuhús" sem henta vel til
ýmissa nota. Húsin eru inn-
flutt frá Eistlandi og koma
ósamsett. Það er þó leikur einn
að setja þau saman og geta all-
ir í fjölskyldunni komið nálægt
þvi verki og gert úr því skemmtileg-
an ljölskyldudag í garðinum eða við
sumarbústaðinn, allt eftir því hvar
setja á húsið. Einnig er hægt að fá
húsin samsett gegn vægu gjaldi.
Með þessum sniðugu húsum kemur
nánast allt sem til þarf, s.s. naglar,
góðar leiðbeiningar og jafnvel hurö-
arhúnn. Þó þarf að útvega plast til
að setja í glugga- og dyraop og
pappa til að þétta þakið og gera það
vatnshelt. Hér áður fylgdi þessum
húsum rúðugler í gluggann en í dag
þykir ekki við hæfi að setja gler í
glugga á húsum sem einkum era
ætluð börnum sökum hættunnar ef
glerið brotnar.
-ÓSB