Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Side 8
24 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 25 Gott að búa umhverfi í fallegu Gu&mundur Gubbjartsson ásamt dóttur sinni, Ger&i, fyrir framan hús fjölskyldunnar sem byggt var árib 1907 og skartar gar&i sem eryfir 50 ára gamall. í hon- um vex eitt af hæstu grenitrjám bæjarins. Viö verblaunagötuna Jó- fríöarsta&aveg í Hafnar- firöi búa Guömundur Guö- bjartsson smiöur og Ingi- björg Óskarsdóttir ieik- skólakennari. Guömundur segir aö ekki hafi tilviljun ráöiö þegar gatan var val- in verölaunagata í fyrra. „Ég hitti Þórarin, formann fegr- unamefndar, á götu fyrir tveimur árum. Hann var eitthvað að kvarta um þreytu í fótum svo ég sagði hon- um að vera ekkert að eyða tíma í að skoða allar götumar, heldur koma beint til okkar. Það hefur svo greinilega skilað sér því Jófríðar- staðavegurinn fékk viðurkenning- una í fyrra. Ég segi þetta nú í grini því auðvitað lá meira að baki. Við þessa götu býr fólk sem hefur lagt gífurlega vinnu í bæði garða og hús. Við tókum við grónum garði, höfum aöeins búið hér í þrjú ár. Húsið keyptum við að vetrarlagi og gerð- um okkur því ekki fulla grein fyrir því hve garðurinn er skemmtilegur. Ég hef aldrei átt garð áður, bara verið með einhverja grasbletti sem ég þurfti að slá. Ég hafði ekki mik- inn áhuga á því, leit alltaf á garð- vinnu sem kvöð. En nú er þetta aö verða að bakteríu hjá mér, sérstak- lega á vorin þegar allt er að breytast og lifna við. Það er líka skemmtilegt þegar nágrannamir eru sama sinn- is. Yngvi, sem býr hér fyrir neðan, er annálaður snyrtipinni og við ræðum oft málin yfir girðinguna og gefum hvor öðrum góð ráð. Gömlu trén skýla vel Garðurinn er 50 ára gamall og var verðlaunagarður hér á árum áður. Konan sem gerði þennan garð að því sem hann er var mjög framsýn því á þeim tíma var ekki mjög al- gengt að fólk væri með garða sem þennan. Flestir voru með rolluskját- ur í kringum húsin og þær átu allt sem óx. En henni hefur tekist að verja trén og annan gróður því þetta hefur dafnað vel hjá henni. Við vilj- um ekki snerta mikið við garðinum, hann er svo vel gróinn. Hér er t.d. eitt af hæstu grenitrjánum í bæn- um. Það er orðið helmingi hærra en húsið. Þetta tré skýlir okkur vel fyr- ir norðaustanáttinni og við njótum þess á sólpallinum. Það er bæði hvetjandi og uppörvandi að búa við verðlaunagötu þrátt fyrir að við eig- um ekki stóran þátt í vinnunni sem liggur að baki. Fólkið sem var hér á undan okkur gerði þetta svona fal- legt. Við höfum bara reynt að halda hlutunum vel við, t.d. máluðum við húsið og svo ætlum við að hellu- leggja hluta garðsins i sumar.“ -ÓSB Jófríbarstabavegur í Hafnarfirbi sem valinn var verblaunagata árib 1999. Ibúar götunnar vita ab smánostur getur skipt miklu máli. Hér hafa grenitrén verib snyrt og er árangurinn einkar skemmtilegur. IH,. b ÍT'v1 Trfr n • Sf Beittu hamrinum rétt Það þarf að beita hamrinum rétt til þess að njóta verksins. Haltu alltaf um skaftend- ann, það gefur þrótt- mest högg. Horfðu á naglann en ekki á hamarinn. Þá hæfir hamar- inn naglann en ekki þumalfingur- inn. Hreyfðu allan framhandlegginn þegar þú beitir hamrinum. Úlnlið- urinn á einungis að fjaðra lítið eitt. Réttu beygöan bor Grannir borar bogna oft en það er hægt að rétta þá aftur til fulls ef þeim er velt fram og aftur milli tveggja kubba úr sléttu og hörðu tré. H O l L R Á Ð Ryklaus borun Rykið fer um allt þegar borað er í vegg. Rektu borinn gegnum tóma eld- spýtuskúffu og þrýstu henni að veggn- um áður en borun hefst. Ryk og mylsna safnast nú í skúffuna í stað þess að þyrlast út um allt herbergið. Vökvun gegnum stút Þegar gróðursett er í svalakassa eða potta með heilum botni, þarf aö láta 2-3 cm malarlag á botninn áður en moldin er sett á sinn stað. Best er að vökva gegnum plastpípu eða flöskustút sem nær niður í malar- lagið. Vatnið dreifist vel og moldin súmar ekki. Vökvunarsvampur Ef vikuferð stendur fyrir dyrum getur þú vökvað innijurtir með svampi (ef gat er á pottbotninum). Fylltu stórt fat af vatni og settu pott- ana á svamp í fatinu. Góöur stuöningur Gott er aö nota pípuhreinsara til að binda upp vafningsjurtir. Þeir halda vel við en eru þó mjúkir og fara vel með gróðurinn. Vökvaö vægilega Oft eru blómin þyrst eftir sólheit- an dag. Settu slönguna niður i garð- könnuna til þess að bunan falli sem létt regn fram úr dreifaranum. Þér ötendur tií boða ráðgjöf sérfræðinga um garða- og gróðurrækt L*' Jurtalyf gegn plöntusjúkdómum, skordýrum og óþrifum á trjám. xV/ 60 ÁRA FAGLEG REYNSLA Á ÖLLUM SVIÐUM RÆKTUNAR GARÐHEIMAR GRÆN VERSLUNAJRMIÐSTÖÐ STEKKJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK • SlMI 540 3300 Hvar og hvernig á að nota áourð og fræ? O □ ú C •D Verðbunagata valin: Ganga um allar götur bæjarins „Fólk sem starfar í fegrun- arnefnd bæjarfélagsins veröuraö hafa brennandi áhuga á garörækt og eiga góöa gönguskó," segir Þórarinn Þórhallsson, ostameistari og formaöur fegrunarnefndar Hafnar- fjaröar en hjá honum gengur brátt í garö anna- samasti tími ársins viö garöa- og götuskoöun. „Starfstími fegrunamefndainn- ar er einkum í júní, júlí og ágúst. Seinnipartinn í júní byrjum við að labba um bæinn og skoða göt- ur og garða en það tekur okkur megnið af sumrinu að komast yfir allan bæinn. Þetta verður samt auðveldara eftir því sem maður hefur verið lengur í nefndinni. Þá þekkir maður bæinn betur og er fljótari með yflrferðina. Eftir sem áður verður að ganga nánast um allar götumar á hverju ári því alltaf er eitthvað um að garðar séu teknir í gegn og svo geta garð- ar auðvitað farið fram hjá okk- ur. Á þeim langa tíma síð- I an fegrunarnefndin tók fyrst til starfa hafa mjög margir garðar feng- ið verðlaun, sumir jafnvel oftar en « Éðf^ t ‘J /V Þórarinn Þórhallsson, formabur fegrunarnefndar Hafnarfjarbar, segir ab oft þurfi ekki mikib ab gera til ab bæta um- hverfib töluvert. hverju ári finnum við fallega garða í nýju hverfunum og falleg mynd er komin á margar af göt- unum þar. Heildarsvipur ræöur mestu Það sem við tökum helst mið af er að einhvers konar heildar- mynd sé á garðinum og hann verður að vera snyrtilegur. Það hefur oft komið fyrir að við sjáum garða með mjög fallegri aðkomu en bak við húsið er ekkert búið að gera. Þegar um parhús, raðhús eða fjölbýli er að ræða þá skiptir mestu máli að á milli íbúanna sé góð samvinna og að allt svæðið sé vel frágengið. Þegar verðlauna- gata er valin þá er það heildar- svipur götunnar sem ræður mestu. Það er líka skilyrði að snyrtimennska ráði ríkjum við hvert hús. Sem dæmi má nefna að fyrir tveimur árum vorum við búin að flnna fallega götu sem okkur leist mjög vel á. Einn íbúi hennar stóð þó í vegi fyrir því að við gætum veitt henni verðlaun- in. Hann tók sig svo saman í and- litinu og lagaöi til. Hálfum mán- uði seinna var kominn aRt annar og skemmtilegri svipur á götuna og fékk hún verðlaunin það ár. Ganga á undan meö góöu fordæmi Ákvarðanir bæjaryfirvalda hafa oft heilmikið að segja. Þegar þau ganga á undan með góðu for- dæmi og leggja gangstéttir og klára allan frágang hvetur það bæði fólk og fyrirtæki til að ganga frá lóðum sínum. Við höfum líka verið að veita fyrirtækjum viður- kenningar fyrir góðan frágang í kringum hús sín. Hjá mörgum vantar ekki mikið upp á til að koma til greina í þessu vali. En sé ekki heildarmynd á frágangi þeirra og imihverfinu koma þau ekki til greina. Auðvitað gerum við samt ekki sömu kröfur um gróður og fjölbreytni í gróðri og við gerum við íbúðarhús. Það er fullur hugur í okkur i nefndinni og bæjaryflrvöldum að gera átak í þessum málum hjá fyrirtækjum. Samstarflð innan nefndarinnar er gott þótt við séum ekki alltaf sammála." -ÓSB j Hellur og steinar Gottúrval afhellum ogsteinum. Margbreytilegir samsetningar- og mynsturmöguleikar. Fjölbreyttir notkunarmöguleikar Innkeyrslur* Stéttir • Garðstígar • Sólpallar* Bílastæði •Götur-Hringtorg* Umferðareyjur • o.m.fl. Skrúðgarðyrkjumeistarinn Jón Hákon Bjarnason aðstoðar við val á efni og útfærslur hugmynda. Gerið verðsamanburð | www.heilusteypa.is HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 • 110 Reykjavík • Sími 587 2222 • Fax 587 2223

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.