Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2000, Side 12
28 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2000 Skipulagning garða og hellulagnir: Tími og vand- virkni það sem til þarf Hvort sem verib er að endurhanna gamlan garö eöa skapa nýjan frá grunni er aö mörgu aö hyggja og fengum viö Kára Lúthersson hjá BM Vallá til aö fara yfir nokkra mikilvæga þætti sem snúa aö skipulagn- ingu og frágangi fallegs garös. Sérstök áhersla veröur lögö á hellulagnir og frágang steinlagðra Áður en farið er út í framkvæmd- ir er nauðsynlegt að byija á að ákveða hvaða not á að hafa af garð- inum og umhverfí hússins. Þarf aö gera ráð fyrir svæði fyrir grillað- stöðu, sandkassa fyrir bömin og sól- baðsaðstöðu? Hvað þarf að koma mörgum bílum fyrir í innkeyrsl- unni? Er hægt að sameina inn- keyrslu og gangstíg að húsinu? Næst þarf að taka ákvörðun um hvernig garðurinn á að líta út. Á hann að vera viðhaldsfrír með stóra hellu- eða steinflísalagða verönd eða á hann að innihalda timburpalla og skjólgirðingar sem þarfnast reglu- bundins viðhalds? Annar möguleiki er að blanda þessum efnum saman og fá þannig fallegan garð sem þarf lítið viðhald. Hafa þarf hugfast að nauðsynlegt er að líta á hús og garð sem eina heild. Á aö nýta sér þjón- ustu fagmanna7 Flestir geta skipulagt sinn eigin GARÐEIGENDUR Höfum til sölu trjáplöntur, sígrænar plöntur og runna . Opið fr 8-2 í, sunnud.10-18. SKULD GRÓÐRARSTÖÐ, 220 HAFNARFIRÐI. LYNGHVAA/IMI4, Sími 565 1242. Tvöfalt Sólarplast fyrir grodurhus og solskala Dreymir þig um notalega sólstofu í garðinum eða sólríkar svalir með stórum rennihurðum. Háborg býður tvöfalt sólarplast og vandaðar festingar, einnig ódýrar rennihurðir úr áli fyrir allar tegundir af svölum Háborg ál og plast Skúfvvogi 6 - Sími 568-7898 - Fax 568-0380 Einstaklega vel heppnub hönnun þar sem efni og gróbur skapa skemmtilega heild. Útlit sem þetta er tiltölulega sjald- gæft hér á landi en þetta hús stendur í ja&ri höfubborgarsvæbisins. Mikilvægt er ab búib sé ab taka ákvörbun um þab hvernig garburinn á ab líta út ábur en hafist er handa. Velja þarf efni í samræmi vib þab hversu miklum tíma á ab eyba í vibhald. Hafa þarf hugfast ab líta þarf á hús og garb sem eina heild. Heiburinn af hönnun garbanna á myndunum á Björn Jóhannsson landslagsarkitek. garð en það teknr tíma og oft er einfaldara að fá fagmann til að að- stoða við verkið. Landslagsarki- tektar hafa menntað sig sérstak- lega í hönnun og skipulagningu garða og gott er að leita til þeirra um ráðleggingar. Fyrirtæki bjóða í auknum mæli þjónustu landslagsarkitekta tO að aðstoða viðskiptavini sína. BM Vallá reið á vaðið og hefur boðið ókeypis þjónustu landslagsarki- tekts við val á hellum og steinum í yfir sex ár. Fleiri fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið, s.s. BYKO og Húsa- smiðjan þannig að nú er hægt að fá þjónustu við ýmsa hönnun, allt frá hellu- og steinlögnum til girðinga og gróðurkera. Það er rétt að benda á að þessi þjónusta miðast almennt eingöngu við framleiðslu- vörur þess fyrirtækis sem býður þjónustuna. Hvernig á ab leggja? Það er einfalt að helluleggja og flestir geta gert það. Allt sem þarf er tími og vandvirkni. Mikilvægt er að frágangur sé góður því ef hellulögn- in er ekki kláruð getur möl og sand- ur borist inn í húsið og skemmt gól- fefni. Margir kjósa að fá fagmann í verkið og má reikna með að hann taki 5-8 þúsund krónur fyrir að leggja hvern fermetra, allt eftir því hversu mikið þarf að gera. Hér á eftir fara leiðbeiningar sem ættu að koma að góðum notum fyr- ir þá sem vilja helluleggja sjálfir en einnig er hægt að nálgast leiðbein- ingar um hellulögn á heimasíðu BM Vallá. Slóöin er http://www.bm- valla.is Sandurinn þarf ab vera rakur Mikilvægt er aö vanda undirvinn- una því hún er það sem allt hvílir á. Fjarlægja þarf allt frostvirkt efni 50-100 cm niður. í staðinn er sett ófrostvirk efni, þ.e. grús. Hana þarf að þjappa vel og er best að nota jarö- vegsþjöppu, sem fæst leigð á áhalda- leigum, til verksins. Gott er að hafa grúsina raka þegar hún er þjöppuð og bestur árangur næst ef hún er þjöppuð í tveimur til þremur lögum. Þegar hæð er ákvörðuð þarf að miða við grunnplötu húss og hæðir viö götur og gangstéttir. Ganga þarf úr skugga um að vatnshalli verði nægur (2% lágmark) þannig að vatn renni í niðurfóll eða út i gróðurbeð. Réttar hæðir eru fengnar með halla- máli og réttskeið eða hæðarkíki og síðan stilltcir af með hælum og snúr- um. Ofan á fyllinguna er lagt 3-5 cm þykkt lag af sandi. Best er að nota grófan holtasand sem þjappast vel og hafa sandlagið sem þynnst. Sand- inum er jafnað gróft yflr svæðið og hann síðan þjappaður. Útbúinn er leiðari sem dregið er eftir. Auðveldast er að nota tvö jám- rör, 3-5 cm í þvermál, sem lögð era samhliða ofan í sandinn. Efri brún röranna er stillt í sömu hæð og neðri brún efnisins sem ætlunin er að leggja. Síðan er sandurinn skaf- inn eftir rörunum (dreginn) með Hér eru hellur í abalhlutverki ásamt fallegum gróbri. Hafa þarf í huga vib hellulagningu ab mikilvægt er ab vanda frágang því annars getur möl og sandur borist inn í hús og eybi- lagt gólfefni. réttskeið í rétta hæð. Þegar búið er að draga fyrsta hlutann eru rörin fjarlægö með varúð, raufamar fyllt- ar með sandi og sléttað yfir. Mikil- vægt er að halda sandinum alltaf hæfilega rökum meðan á fram- kvæmdinni stendur. Svæðið er nú tilbúið fyrir hellu- lögn eða hleðslu. Vanda ber valib Gott er að strengja tvær snúrur í 90° horn hvor við aðra tii að fá rétt- ar línur sem síðan eru notaðar til að tryggja aö línur í hellulögninni verði beinar (t.d. í línu við hús- vegg). Afréttingarlagið þarf að vera það gott að ekki þurfi að jafna undir hverja hellu. Hellumar era lagðar með jafnri fúgu (2-4 mm). Þegar búið er að leggja hellumar er komið að því að sanda lögnina. Þá er dreift yfir hana finum pússningarsandi eða fúguleir eftir því hvaöa steina á að nota. Honum er sópað fram og aft- ur þannig að fúgumar milli stein- anna fyllist. Þetta þarf að endur- taka eftir nokkum tíma þegar sandurinn hefur sest. Þegar um steina er að ræða er ráðlegt að fara að lokum yfir lögnina 2-3 sinnum með jarðvegsþjöppu með gúmmí- klæddri plötu. Þegar ráðist er í hellulögn er mikilvægt að vanda allt sem við- kemur lögninni. Gott er að hafa í huga að hellumar, sem þú hefur fyrir augunum áratugum saman, eru ekki nema um helmingur til þriðjungur af heildarkostnaðinum við verkið. Vandaðu því valið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.