Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2000, Blaðsíða 19
19 FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2000 I>V Tónlist h' " ,V' :■ Sá sanni íslenski tónn Fjórir ungir ein- söngvarar, Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Ásgerður Júníusdóttir messósópran, Garðar Thor Cortes tenór og Ágúst Ólafsson bari- tón, komu fram á tón- leikum í Salnum á þriðjudagskvöld. Tón- leikarnir báru yfir- skriftina Drauma- landið og voru liður í tónleikahátíð Tón- skáldafélags íslands og Listahátíð. Á efnis- skrá voru hvori færri né fleiri en 60 íslensk einsöngslög frá öld- inni sem er að líða og var ekki laust við að gagnrýnandi hugsaði aðstandendum þegj- andi þörfina heföi til- búna „að kunna sér hóf ‘ ræðuna. Þegar leið á tón- leikana var ljóst að ekki var þörf á slíkri ræðu. Söngvararnir fjórir, með Jónas Ingimundarson við píanóið, héldu manni vel við efniö svo nærri þijár klukkustundir liðu undurfljótt og í lok tónleika virtist fyllilega stemning fyrir nokkrum lögum í viðbót. Söngvararnir stóðu sig í stuttu máli allir frábærlega vel, músíkölsk öll með eindæmum, og var gaman að fylgjast með þessum ólíku hljóðfærum og nálgun þeirra á viðfangsefnum sínum. Músíkölsk ungmenni Valgerður hefur bjarta og fallega rödd með góðri hæð, mikla útgeislun og hrífandi sviðs- framkomu; stundum bar þó á óþarflega miklu lofti í rödd hennar og hún hafði þann leiða vana að syngja svolítið ofan í flygilinn á stund- um í stað þess að beina röddinni út í salinn. Margt söng hún þó afar vel og má nefna Sól- skríkju Jóns Laxdals sem var einstaklega ljúf, Biðilsdans Lofts Guðmundssonar var skemmti- lega útfærður, Hvert örstutt spor var fallega sungið, Litla barn Fjölnis Stefánssonar, sem heyrist ekki oft, og svo lokanúmer hennar, DVWYND HILMAR POR Söngvararnir ungu og meistarinn Nærri þrjár klukkustundir liðu undurfljótt og í lok tónleika virtist fyllilega stemning fyrir nokkrum lögum í viðbót. “ Maður hefur nú, eftir Gunnar Reyni Sveinsson sem var glæsilega útfært. Það sem er svo heillandi við Ásgerði fyrir utan faliega og sérstæða rödd hennar, sem hún hefur skólað vel til, er hvemig henni tekst að gera öli lög að sínum með persónulegri og sjálf- sprottinni túlkun. Hún fór ekki troðnar slóðir í túlkun sinni á þeim lögum sem hún söng og þótt ég væri ekki aUtaf sammála henni gat maður ekki annað en beöið spenntur eftir hverju lagi. Hún má þó passa sig svolítið á nef- hljóöum og á of miklum höfuðhreyfingum sem urðu dálítið þreytandi i hraðari lögunum. Glansnúmerin hennar voru mörg og ber þar að telja Vöggukvæði Emils Thoroddsens, Karl sat undir kletti eftir Jórunni Viðar, Krumma eftir Tryggva Baldvinsson við unaðslegt ljóð Daviðs Stefánssonar og Yfirlýsingu Magneu J. Matthí- asdóttur við lag Hjálmars H. Ragnarssonar sem var með því besta sem heyrst hefur. Garðar Thor hefur einstaklega ljúfa og hljómfagra rödd og einkenndist flutningur hans af mikiUi hlýju og sterkri tilfmningu fyrir tónlistinni. Þannig hljómuðu t.d. Ég lít í anda liðna tíð eftir Sigvalda Kalda- lóns og Kveðja Þórar- ins Guðmundssonar ægifögur i meðforinn hans og sömuleiðis Vögguvísa Leifs Þór- arinssonar sem var einstaklega kyrrlát og faUeg. Ágúst hefur fengið í vöggugjöf djúpa, kraft- mikla og hljómfagra rödd sem hann hefur náð ágætu valdi á og heiUaði áheyrendur með einlægri túlkun sinni þar sem einbeit- ingin skein í gegn og skilaði sér í fagmann- legum flutningi, og er óþarfi að telja nokkuð upp því tU staðfesting- ar. Einstaka sinnum bar þó á nokkuð óskýrum sérhljóðum, i í stað í og a í stað æ o.s.rv., sem hann ætti ekki að eiga í vand- ræðum með að laga. Það verður virkUega gam- an að fylgjast með honum, sem og hinum söngvurunum þremur í framtiðinni. Jónas Ingimundarson var sem klettur í gegn- um aUa tónleikana og fylgdi hinum ungu söngvurum eins og skugginn. Það er meira en að segja það að leika 60 lög í einum rykk og þar að auki með glans. Þessir tónleikar voru óöur tU íslenska einsöngslagsins - ef svo má að orði komast - og fróðlegt og skemmtUegt að heyra þarna þann eina sanna islenska tón í lögum, hvort sem var frá byrjun eða lokum 20. aldar. Einhvem veginn virðist nostalgían og treginn verða gleðinni yfirsterkari þó sannarlega væru glaðleg lög inn á miUi. Það ljúfsára virðist hafa verið og vera höfundum enn í dag hjartfólgið og spurningin er hvort það er ekki bara endur- speglun á íslensku hugarfari sem vonandi þok- ar ekki fyrir kaldlyndi og efnishyggju nútím- ans. Amdís Björk Ásgeirsdóttir Leikiist Á vitlausum stað...í lífinu? ' ■ Bannað að blóta í brúðarkjól, eftir Gerði Kristnýju, er fyrsta verkið í röö einleikja, sem Kaffileikhúsið hyggst setja upp á næstunni. Varla hefur það farið fram hjá neinum að síðustu daga hefur verið togast á um höfundarrétt að verkinu og hvers er hvað formlega séð. Sú deUa sýnir fyrst og fremst að á dög- um hvers konar samvinnuverkefna, grúppuvinnu og hópeflis af ýmsu tagi er nauðsynlegt og raunar sjálfsagt að búa þannig um hnúta fyrirfram að tU slíkr- ar togstreitu þurfi ekki aö koma. Rithöfundurinn og skáldið Gerður Kristný reynir hér fyrir sér á nýjum vettvangi og tekst að byggja upp lauf- létta en um leið athyglisverða fléttu. Þar er á gamansaman hátt blandað sam- an ótrúlega vandræðalegri uppákomu og persónulýsingu, sem sýnir að þessi atvik eiga sér þráðbeina samsvörun í öUu lífi Elsu, brúðarinnar ungu. Hún fer húsavUlt í eigin brúðkaupi og tU að breiða yflr fumið, sem kemur á hana þegar hún þekkir ekki neinn í „veisl- unni“ lætur hún dæluna ganga. En þar sem hún hefur vUlst inn í Kaffileikhús- ið lætur ekki nokkur maður sér bregða, þar eru jú aUir mættir tU að horfa á fyrsta verkið í einleikjaröðinni og þetta passar aUt ágætlega inn í þá mynd. Grunnhugmyndin er sniðug, en það er auðvitað úrvinnslan og persónulýs- ingin sem gefa verkinu líf og lit. ÁUt vesenið í kringum brúökaupin nú á dögum gerir það að verkum að hin helgu heit liggja vel viö höggi og er skemmst að minnast leikrits Áma Ib- sen „Að eUífu" í Hafnarfjarðarleikhús- inu. En það hangir fleira á spýtunni og verkið vekur upp spumingar um tU- ÐV-MYND TEITUR Nanna Kristín Magnúsdóttir sem týnda brúðurin ,Allt vesenið í kringum brúðkaupin nú á dögum gerir það að verkum að hin helgu heit iiggja vel við höggi...“ gang þess að reyna að faUa inn í staðl- aða kvenímynd dagsins. Elsa veit hvað hún viU, en hún fómar draumunum og er aUtaf að reyna að gera öðrum tU geðs, þó að uppskeran sé harla rýr. Á sjálfan brúðkaupsdaginn læðast henni ónotalegar hugsanir sem hún reynir eftir bestu getu að bægja frá sér: Hvað nú, ef hún hefur ekki aðeins farið húsaviUt heldur líka valið sér rangan lífsfömnaut? Hún sem er svo þæg og góð segir þetta auðvitað ekki upphátt, en spumingin liggur í loftinu. Ingunn Ásdísardóttir leikstjóri peppar verkið upp með miklum hreyf- anleika þessarar einu persónu. Rými KafiUeikhússins nýtist vel og þó að textinn haldi ekki aUtaf sama dampi, heldur Nanna Kristín Magnúsdóttir vel á spöðunum og er mikið augna- yndi i brúðardressinu. Hún leikur hlutverkið áreynslulaust að mestu og með undirliggjandi kímni sem hentar því vel. Svipbrigði hennar og látbragð sögðu oft meira en mörg orð og þó að smáóstyrkur gerði vart við sig er það ofur eðlUegt á fmmsýningu í þessu ná- vígi. Umgjörð verksins er smekkleg og í það heUa tekið er sýningin prýðUega heppnuð kvöldskemmtun sem skfiur eftir smááminningu eins og öU góð verk eiga að gera. Auður Eydal Kaffileikhúsiö í Hlaövarpanum sýnir: Bann- aö aö blóta í brúöarkjól, einleik eftir Geröi Kristnýju. Leikmynd og búningar: Rannveig Gylfadóttir. Föröun og hárgreiösla: Fríöa M. Haröardóttir. Lýslng: Stefán Hallur Stefáns- son og Kolbrún Ósk Skaftadóttir. Leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir. ______________________Menning Umsjón: Silja Aðalsieinsdóttir Listaháskólaslit Hátlðarsamkoma verður haldin á morgun kl. 13 í Salnum í Kópavogi í tUefni af fyrstu skólaslitum Lista- háskóla íslands. Auk afhend- ingar prófskírteina verður tónlistardagskrá í höndum Gunnars Kvarans, Peters Maté og Martials Nardeau, Hjálmar H. Ragn- arsson rektor flytur ávarp, Þórhildur Elín El- ínardóttir, nemandi í grafiskri hönnun, flytur ávarp og loks flytur Guðbergur Bergsson aðal- ræðu dagsins. Brúöuleikhús fyrir alla Aðalnúmerið á Listahátíð í Reykja- vík um helgina verð- ur víðfræg brúðu- leiksýning frá Prag á Don Giovanni eftir Mozart. Auður Eydal, leiklistargagnrýnandi DV, hefur séö þessa sýningu og gefur henni sín bestu meðmæli en viU líka taka fram að hún sé ekki sérstaklega œtluö börnum eins og margir hafa gert ráð fyrir vegna listformsins. Þetta er fyrst og fremst sýning fyrir fuUorðna en þroskuð börn hafa áreiðanlega stórgaman af henni líka. Jón Leifs og bókmenning A mánudaginn hefjast nám- skeið á vegum Opins háskóla bæði um tónhst Jóns Leifs og bókmenningu og þjóðmenn- ingu, og má ítreka það sem áður hefur komið fram að þessi námskeið eru alveg ókeypis en skarta þó finum fyrirlesurum og eru skemmtilega uppbyggð. Námskeiöið um tónlist Jóns Leifs og nor- ræna goðafræði er haldið í tilefni af heims- frmnsýningu á verki hans Baldri og verður í hátíðasalnum í aðalbyggingunni. Þar verður m.a. fjallað um efnivið, sögusvið og bakgrunn verksins sem verður frumflutt í Laugardals- höll á afmælisdegi Reykjavíkur, 18. ágúst í sumar, og því næst sett upp í Helsinki og Bergen. Verkið byggist á goðsögunni um dauða Baldurs hins hvíta áss og verður einn af hápunktum menningarársins 2000. Þátttak- endur fá m.a. innsýn í æfingaferlið og hitta að- standendur sýningarinnar. Þátttakendum námskeiðsins Bókmenning og þjóðmenning mun standa til boða að skoða handritasýningu Ámastofnunar sem var opn- uð í gær og ber yfirskriftina Kristnitaka og yínlandsferðir í elstu heimildum. Stofnun Áma Magnússonar á íslandi varðveitir allar mikilvægustu ritaðar frumheimildir sem til era um kristnitökuna á íslandi og ferðir nor- rænna manna til Vesturheims og verða sum þau handrit á sýningunni. Þátttakendur skulu skrá sig hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands í síma 525- 4923. Hægan, Elektra á förum Núna um helgina em síð- ustu sýningar á leikriti Hrafn- hildar Hagalín, Hægan Elektra, sem hefur vakið mikla athygli. Viðar Eggertsson er leikstjóri en Edda Heiðrún Backman og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fara með hlutverk mæðgna sem báðar eru leikkonur. Þær eru staddar á óræðum stað, á óræðri stund og endurlifa leiksýningu sem þær léku eitt sinn saman, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. I sýningunni er blandað saman tjáningar- formi leikhússins og kvikmyndarinnar og verkið gerist bæði á sviðinu og á hvíta tjald- inu. „Hvert smáatriði í þessari sýningu er út- hugsað," sagði Halldóra Friðjónsdóttir hér í DV, „og gildir þá einu hvort um er að ræða leik, sviðsmynd, ljós eða tónlist. Allt fellur saman af ótrúlegu listfengi og Viðar hefur aug- ljóslega gefið sér góðan tíma til að skapa þetta flókna en magnaða listaverk." Fyrirlestrar í LÍ Á morgun kl. 15 ræöir Torfi Frans Ólafsson, tæknistjóri sýningarinnar @ eða Atið, um sýninguna á Listasafni íslands, og á sunnudaginn kl 15 ijallar Margrét Elísabet Ólafsdóttir listheimspekingur um sýningamar íslensk og erlend veflist og Islensk og erlend myndbönd. Listin á tímum tækninnar. Þar verður reynt að gera grein fyrir áhrifum stafrænnar tækni á sjónlistir og fjallað um sjónræna skynjun á tímum gagnvirkrar myndgerðar. Veflistin og verk Steinu Vasulka, Myndhvörf, verða m.a. tekin sem dæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.