Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 3
19 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2000 Hestaleiga á LM 2000 Nokkur undanfarin ár hefur hestaleigan Þyrill verið starfrækt í Viðidalnum (A-tröð) en framkvæmdastjóri hennar er Bjami Sig- urðsson. Bjami hefiir áratuga reynslu af slíkum rekstri en hann stofnaði hestaleiguna Eldhesta á Völlum í Ölfusi og hefur leitt margan knapann um ókunnar gmndir Is- lands. Starfsemi Þyrils er ekki eingöngu fólgin í beinni hestaleigu heldur em haldin reiðnámskeið jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Bjarni hefur haldið og þróað athygl- isverð námskeið fyrir fatlaða með mjög góðum árangri. En hann segir að árangurinn geti verið undraverður hjá fólki sem þurfi ákveðna styrkingu á vöðvum sem erfitt er að þjálfa á annan hátt. Síðan er það svo and- lega uppörvandi að vera með og á hestum fyrir alla. Hestaleigan Þyrill býður upp á þjónustu yfir landsmótsdagana fyrir þá sem viija fá sér reiðtúr um allar þær fjölbreiyttu reiðleiðir sem em í kringum Fákssvæðið. Reiðleiðir úr Víðidal Það em fá hesthúsasvæði á landinu sem hafa yfir að ráða jafnmörgum og fjölbreytt- um reiðleiðum og svæðið í kringum Fáks- hverfið. Þar nægir að nefna Heiðmörkina sem er stórkostlegt útreiðarsvæði. Reiðleið- in í kringum Elliðavatn er hluti af þvi svæði og mjög vinsæl leið. Þaðan má fara inn að félagssvæði Andvara og halda þaðan áfram inn að Vífilsstaðavatni og áfram að félags- svæði Sörla í Hafnarfirði. Frá Sörla er svo hægt að velja Heiðmerkurleiðina til baka inn í Fák. Rauðvatnshringurinn er einnig vinsæl útreiðarleið, norðan við Fákssvæðið. Þegar komið er að Rauðavatni er hægt að halda eins og leið liggur með vatninu og velja veginn áfram austur úr og inn i Rauð- hóla, sem bjóða upp á mikla litfegurð, og inn á Fákssvæðið, með viðkomu, og yfir Hólmsá. Frá Rauðavatni er hægt að halda upp á heiðina og velja sér hina ýmsu mold- arstíga og koma niður hjá Fjárborgum og þaðan í gegnum Rauðhóla. Frá heiðinni er einnig hægt að fara að Reynisvatni og þiggja veitingar eða kasta fyrir einn silung eða lax. Hér er fátt eitt talið en úr nógu er að velja fyrir mótsgesti. A öllum þessum leiðum sem upp eru taldar eru reiðvegir og hvergi þarf að fara yfir umferðargötu. Einhver hélt því fram að hægt væri að fara í 5 daga hesta- ferðalag um reiðleiðasvæðið í kringum Víðidalinn og aldrei vera á sömu götu. Bjarni Sigurðsson, framkvœmdastjóri reiðskólans Þyrils. og vagn Á meðan LM 2000 stendur yfir mun DV gefa út sérblað alla daga mótsins með fféttum af úrslitum og öðru því er gerist á mótssvæð- inu. Sérstakur dálkur verður í blaðinu á ensku með því helsta. Einnig verður DV með sér- stakan bás og vagn þar sem mótsgestir geta nálgast blaðið og aðrar nytsamar upplýsingar. -bás Litasýning Eitt það merkilegasta við islenska hestinn eru litaafbrigðin og er talið að ekkert annað hestakyn hafi jafn mörg afbrigði af litum og sá islenski. Páll Imsland hefúr verið sérstak- ur hvatamaður að því að halda vörð um þetta sérstaka fyrirbrigði og hefúr m.a. stofnað fé- lag í kringum litforótta litinn sem virðist vera í mikilli útrýmingarhættu ásamt ýmsum öðrum litaafbrigðum. Páll hefúr að undan- fömu safnað saman hestum sem eiga að vera til sýnis alla mótsdagana á LM 2000 og hafa þeir að geyma flesta þá liti sem íslenski hest- urinn hefúr. Þetta em um 70 hross og er þetta í fyrsta skipti sem slíkt er gert. Tjaldvagnar og hjólýsi Aðstaða fyrir tjaldvagna og hjólhýsi verð- ur á keppnisvelli Fylkis í Árbænum en það- an er 5 mín. gangur inn á mótssvæðið. Þar rétt við hliðina er einhver rómaðasta sund- laug Iandsins, Árbæjarlaug, og er hún opin frá kl. 06.50-22.30 virka daga og um helgar 08-22.00. Önnur tjaldaðstaða verður við Norðlingabraut sem er austan megin við mótssvæðið og i 5 mín. gangfæri við móts- svæðið. Miðaverð á LM 2000 Þriðjudagur 4. júlí frítt Miðvikudagur 5. júlí fritt Fimmtudagur ó.júlí frítt Föstudagur 7. júlí 1000 kr. Laugardagur 8. júlí 1500 kr. Sunnudagur 9. júli r Hes taflutningar ^ Kristjáns ^ Sími 892 7557 y Islenskur landbúnaður við aldahvörf - stórsýningin Bú 2000 í Laugardalnum 6.-9. júlí Landbúnaðarsýningin BÚ 2000 - Land- búnaður er lifsnauðsyn verður haldin í Laugardalnum í Reykjavík 6.- 9. júlí 2000. Sýningin verður vöm- og þjónustusýning sem ætlað er að kynna landbúnað við alda- hvörf. Markmið sýningarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi landbúnaðar í nútímaþjóðfé- lagi, glæða skilning þéttbýlisbúa á hlut- verki hans í vexti og velferð íslensks sam- félags og kynna bændum nýjungar á þeirra sviði. I ljósi þess að íslenskur landbúnaður er nútímaleg, tæknivædd atvinnugrein sem horfir til framtíðar verður sérstök áhersla lögð á að kynna nýjar búgreinar, vekja at- hygli á hollustu og hreinleika afúrða ís- lensks landbúnaðar og sýna nýja tækni sem landbúnaðurinn hefur tekið í þjónustu sína. Sýningunni Bú 2000 er ætlað að höföa til alls almennings jafnt sem bænda og ann- arra sem starfa við íslenskan landbúnað eða í þjónustu- og úrvinnslugreinum hans. Jafnframt má búast við fjölda erlendra sýn- ingargesta í tengslum við Landsmót hesta- manna sem haldið verður í Reykjavík á sama tíma og Bú 2000. Rétti staðurinn Allfr þeir sem starfa í landbúnaði, selja vörur og þjónustu til landbúnaðar eða vinna úr eða selja landbúnaðarafúrðir eiga heima á sýningunni Bú 2000. Þar gefst þeim tækifæri til að taka þátt í glæsilegri sýningu og ná til þeirra sem máli skipta, treysta gömul viðskiptasambönd og afla Stórsýningin Bú 2000 verður sömu vikuna og LM nýrra. 2000. NÝ BÓNSTÖÐ er lokin til siaríci aö Fjölnisijöui 4R Alþrif • Bón • Djúphreinsun N\ t >t | f ullkomin 1. úki sa>k|um t>(j stvuium .-»11«-» bil.-i Opið ÍIÚ kl 0B:00 10:00 Stmi -101 -H)0í Urmimgar. Œtomk é Qanlá ©SGQQ ©P K. JENSEN Fjölnisgötu 4B • 600 Akureyri S: 461 4099 • 852 0761

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.