Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 13
Ifókus Yikan 14. iúlí til 29. I h ! I. 1 1 f j f!LiÁ.E-T—L-B. fS Nýjasta hljómsveitin sem rekið hefur á fjörur tónlistargeirans hér á landi er alter-indí-bandið Ampop. Sveitin er skipuð þeim Kjartani Ólafssyni og Birgi Hilmarssyni. Drengirnir hafa nýlokið við sína fyrstu breiðskífu, Nature Is not a Virgin. í tilefni af út komu hennar halda þeir tónleika á Gauknum í kvöld þar sem þeir sýna einnig fyrsta myndbandið við lag af plötunni. „Myndbandið er ótrúlega fiott og íburðarmikið. Það er bara vonandi að sem flestir mæti á Gaukinn í kvöld,“ segja Birg- ir og Kjartan í Ampop. Ampopparar ánægðir meo útkomuna „Þetta hefst svona upp úr kl. 21,“ segir Birgir Hilmarsson í Ampop. „Við tökum nokkur lög af plötunni auk þess að sýna mynd- bandið sem við voriun að ljúka við að gera. Þetta verður brjálað fjör og allir eiga að mæta.“ Tjaldið togað niður Ampop er ekki gömul grúppa. Þeir félagar hafa setið og grúskað upp á síðkastið og er afraksturinn loks kominn á fast form á breið- skífunni Nature Is Not A Virgin. „Allir textarnir eru á ensku. Við erum eiginlega svona „international" band,“ segir Birg- ir í gríni. „Nei, en án gríns þá gæti þetta alveg eins verið bresk tónlist. Hún er mjög vönduð og við lögðum mikinn metnað og vinnu í þetta allt saman.“ Á tónleikunum í kvöld verður Birgir á bassanum og syngur á meðan Kjartan hamrar á hljóm- borð og synthesizer. En auk þess að fá þetta ufsaferska band beint í æð fá tónleikagestir einnig að berja hið nýja myndband augum. „Það er ótrúlega flott. Við feng- um nokkra gaura til að gera það fyrir okkur og tókum það upp í St. Jósepsspítalanum í Hafnar- firði. Við fengum fullt af stadist- irni og svona, þannig að þetta er nokkuð íburðarmikið," segir Birgir og það leynir sér ekki á honum að hann er ánægður með útkomuna. Gaukur á Stöng býr vel fyrir svona sýningar þar sem niðri er risastórt tjald sem hægt er að toga úr loftinu. Því ráðleggjum við fólki að koma sér vel fyrir rétt fyrir framan tjaldið til öryggis því það er aldrei að vita nema það verði troðið út úr dyrum. Allir á Ampop! Unnendur elektrónískar tónlistar, örvæntið eigi! Á morgun og sunnudag halda Undirtónar Stefnumót á Gauki á Stöng. Þeim til halds og trausts er Steindór Kristjánsson og er hann búinn að hóa í nokkra vini frá Warp-plötufyrirtækinu. Loksins Warp Tónlistarmennirnir frá Warp- plötufyrirtækinu eru sýruhausinn Richard Devine og hljómsveitin Phoenica. Þeir koma fram á Stefnu- mótum nú um helgina ásamt ís- lensku tónlistarmönnunum Plast- ik, Delphi, RAF, HeadPlug, Von Mir, Áma Val, Þórhalli Skúla- syni og Steindóri. Josh Kay og Romolu Del Castiilo skipa Phoenicia. Þeir gáfu út el- ektró í ætt við Kraftwerk hjá Astralwerks undir nafninu Soul Oddity en vegna lítils svigsrúms stofnuðu þeir sitt eigið útgáfufyrir- tæki, Schematic, og náðu sér í ýmsa tónlistarmenn, þ.á.m. Richard Devine. Stuttu seinna kynntust þeir Sean í Autechre og eftir að þeir og Devine höfðu remixað fyrir þá, Squ- arepusher og Aphex Twin voru þeir komnir alla leið inn á teppi hjá Warp. „Þeir koma hingað á morgun frá Miami. Annað kvöld munu Phoen- icia stíga á sviðið og Richard Devine spiia plötur. Á sunnudaginn spilar Devine en hann ku vera með frábæra sviðsframkomu. Þeir hjá Warp líta á hann sem einskonar arf- taka Aphex Twin. Hann er eigin- lega sýrðari en Aphex, hvemig sem það er hægt, og gerir frábæra tón- list. Fyrsta platan hans kemur út á næstunni og mun hann spila lög af henni,“ segir Steindór en hann mun einnig koma fram, bæði sem plötu- snúður og í hljómsveitinni Von Mir. Auk hennar spila Thule-menn- imir Plastik (garanteruð skemmt- un), Ámi Valur og Þórhailur. Þeir munu að vísu bara plötusnúðast. Það kemur þó ekki að sök því Head- Plug og RAF spila fyrir áheyrendur auk drengjanna í Delphi en þeir eru víst með breiöskífu á leiðinni þannig að þeir valda áheyrendum ekki vonbrigðum. Guðmundur Oddur Magnússon, myndllstarmaður og kennari við Llsthá- skólann, er sannur smekkmaður og dellir hér með okkur sínum uppá- haldsstöðum í Reykjavík. VERSLUN: ■ TÓLF TÓNAR Þetta er mjög flott búð. Þarna er tónlist sem er frekar öðruvísi en öll önnur tónlist og margt skemmtilegt sem kemur á óvart. ÚT VINUN: ■ 3 FRAKKAR Ef ég þarf að geta verið al- mennilega með vinum mínum þá fer ég einna helst á Þrjá frakka. Þar er hægt að fá almennilega fiskrétti og þangað fer ég gjarn- an ef ég vil bjóöa útlendingum upp á ís- lenskan mat. ■ MÁL OG MENNING Fg er svolítiö þar, fyrst og fremst til að kaupa fagtímarit sem þar eru seld. sögu að segja um þann stað og Þrjá frakka, góður stað- ur til að bjóða útlending- um Islenskan mat. HEILSAN: ■ SUNPLAUe SELTJARNANESS Laugin úti á Nesi er vægast sagt frábær. Þar er salt vatn sem þýöir að á meðan maður myndi synda 300 metra annars staðar syndir maður 500 úti á Nesi... ■ SUNDHÓLLIN Önnur góð sund- laug er Sundhöll- in og ég fer þangaö stundum á leiöinni upp I skóla. Þar er llka mjög sérstakur arkitektúr. Ég er undantekninga- litið mættur á Gráa köttinn klukkan sjö á morgnana og hef ver- ið fastagestur þar al- veg frá opnun. Þar fæ ég mér ýmist egg og beikon eöa pönnukökur. HÁDEGISNATUR ■ KRYDDKOFINN Það er svolltinn munur á þvl hvert ég fer I hádegls- mat eftir því hvort það er vetur eða sumar. Þegar ég er að kenna er fljótlegt að skjótast niður I Kryddkofa og þeir eru með mjög ódýran mat I hádeg- inu, það er hægt að fá þar ýmsa austur- lenska rétti og fullur skammtur kostar oft innan við 600 kall, sem kemur sér vel. ■ GRÆNN KOSTUR Á sumrin hentar mér betur að bregða mér á Grænan kost og þar fæ ég mér bara það sem hangir á töflunni I hvert skipti. Ég kann mjög vel við mig á Grænum kosti. KVðLDNATUR ■ NÚÐLUHÚSIÐ Á Núðluhúsinu er maður ■'S®' Wfil_____ nokkum veginn alltaf skothelt ánægður með . mat'nn. Ég f® mér InBi venjulega annaö hvort kjúkling I karrí eða karrirækjur en ég er minna fyrir súrsætt. ■ REX Ef ég fer eitt- hvað út utan vinnu á annað borð þá er það oftast með útlending- um. Þegar að þvl kem- ur að sýna útlending- um Reykjavík sem trendstað er Rex al- veg tilvalinn staður. ■ MEK0NG_Ef ég er . keyrandi fer ég gjarnan á Mekong I Sóltúni. ! Þangað fara vörubll- I stjórar til að matast og þar er einnig hægt að fá mjög gott að borða fyrir lítinn pening. Steindór hóaði í félaga sína hjá Warp en hann hefur áður boðið upp á Autechre, Jega, Bola og flelrf. T/AFFi R E Y H]AVIK U I S T A U R A N T B A R DJ Montana sér um tónlistina: funk, groove, salsa og diskó. Frítt inn til 24. 500 kr. eftir það. Snyrtilegur klæðnaður. 25 óra aldurstakmark. T/AFFl R E Y !\| A\: k

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.