Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 10
m íifið EFTIR VINNU Föstudagur 14/07 Popp ■ götupartí jafningjafræðsluwnaw Götupartý Jafningjafræðslunnar veröur haldiö á Astró viö Austurstræti frá 15 til 18 og koma þar fram plötusnúðarnir Dj Ýmir og Sweet Chilly ásamt því sem fönkhljómsveitin Jagúar heldur stuöinu gangandi. Svo verður Götuleik- Jm RCWELIS W Tíska* Gæði* Betra verð Siáumst hús með skemmtilega uppákomu. Mono grillar ofan í lýöinn og mun vera meö útsendingu frá staðnum og graffíti listamenn spreyja á staön- um. Það er víst aö skemmta sér edrú. Klúbbar ■ TECHHÚS Á THOMSEN Þaö verður svaka stuð á Nætur- klúbb íslands í kvöld. Já, Thomsen er málið og í kvöld er það Árni Eln- ar sem stjórnar dæminu á efri hæðinni á meðan Margeir og Bjössi stjórna Techhúsinu í kjallaranum. Skyldumæting ef þú ræður viö að vaka frameftir. ■ DROOPY Á SPOTUGHT DJ Droopy verður í góðum gír á Spotlight í kvöld og heldur uppi stuðinu eins og gestir staðarins ættu að þekkja. Þaö er því bókað stuð í kvöld og hver veit nema eitthvað óvænt komi upp. ■ CHILLOUT Á KLAUSTRINU Súkkulaðið DJ XQ mætir á Klaustriö hans Kidda Bigfoot í kvöld og þeytir R&B skífum fram eftir morgni. Það er hægt að finna viðtal við þennan gullfal- lega dreng hér í Lífinu eftir vinnu og kynnast honum nánar. Auk þess er að finna miða á her- legheitin í Lífinu. Þú getur sem sagt komist fritt inn á herlegheitin og hlustað á R&B og salsasmelli frá Svala af FM 957. Já, og ekki gleyma friu drykkjunum ef þú mætir nógu helvíti snemma. Húsiö opnar þó ekki fyrr en kl. 22 og það er 22 ára aldurstakmark. ■ STRIPP Á ASTRÓ Nú er Astró komið í rétta gírinn. Einar Bárðason er þúinn aö lappa upp á staðinn og hann er fullur allar helgar - sem hann var alsekki fyrir skemmstu. í kvöld mæta stæltir og sætir strákar frá Full Monty hópnum (þeir eru að undirþúa sýningu I Tjarnabíói sem frumsýnd verður á næstunni) og kenna gestum og gangandi, konum og körlum, stelpum og strákum og hvorukyns og öllum þar á milli að strippa. Þannig að ef þú vilt gleöja konuna eða karlinn ferðu á Astró og lærir réttu handtökin. •Krár ■ FJÖRUKRÁIN Víkingarnir safnast saman á Fjörukránni þar sem mjöður vellur út um eyru hvers sem inn stígur. Það á einnig við um Borg- nesingana í hljómsveitinni Bingó sem eru ný- komnir á mölina, grænir þakvið eyrun. Þeir vita varla út í hvað þeir eru að fara þarna í höfuðvígi víkinganna í Hafnarfirðinum. ■ GAUKUR Á STÖNG Það er ekki vitlaust fyrir hvern þann sem hefur áhuga á rafrænni tónlist aö leggja leiö sína á Gaukinn í kvöld kl.21. Þar halda félagarnir í Ampop upp á nýju breiöskíf- una sína sem þeir hafa nýlokiö við. Ekki nóg með þaö, heldur ætla þeir félagar einnig að varpa myndbandinu, sem þeir eru nýbúnir að skjóta við eitt af lögunum á plötunni, upp á risa- tjaldið á Gauknum. Kl.l taka poppararnir i Buttercup, með ektaparið írisi og Val I farar- broddi, við funheitum salnum og poppa allt til morguns.Sólarbjórinn er á tilboðsverði á Gauknum þannig að þeir sem kunna ekki vel við tónlist þessara listamanna geta allavega mætt á svæðið og hellt sig til Heljar. ■ ÁRNI & HRÖNN Á SÓLON Systkinin Áml og Hrönn Sveinsbörn hyggjast kveðja sér fönk- hljóðs á Sóloni íslandus i kvöld þannig enginn ætti að láta þann stað fram hjá sér fara. Þeir Þú nærö alltaf sambandi við okkur! 550 5000 alla virka daga kl. 9-22 sunnudaga kl. 16-22 dvaugl@ff.is hvenær sólarhringsins sem er VISA 550 5000 Ylfcan..1 ft ... ÍJÚ.l. L ,.t L L,.. 2.SL,- i.ú.LL Ifókus eru farnir aö spyrja um skilríki aö nýju og þeg- ar svona tónlist er i boði getur litið klikkað. ■ ÝMIR Á PRIKINU Það þarf engan að undra að kaffihúsiö Prikiö verður fullt út úr dyrum i kvöld sem aðrar helgar enda verður tónlistin ekki af verri endanum. Snillingurinn Ýmir hyggst mæta á svæðið og trylla lýðinn í ein- stakri sveiflu. Þó þröngt verði á þingi sem endranær má vist telja að enginn yfirgefi stað- inn án þess að stíga nokkur vel valin dansspor. ■ m ái fiibii i uiii Hvernig einn maöur getur titlað sig diskótek er ofar skilningi flestra. SkuggaBaldur kærir sig hinsvegar kollóttan um þaö og heldur ótrauður áfram að spila allar helgar. í kvöld er hann staddur á staðnum sem kallar sig karaokebar en er því miður ekki meö nógu góöa aðstööu, Bláa englinum. ■ GAMMEL DANSK Á CATALINA Hljómsveitin Gammel Dansk sér um fjörið á Catalina i Kópa- vogi um helgina. Þar munu menn og konur kneyfa ölið og taka sporin. Enginn staður fyrir börn. ■ SKUGGABARINN Áki Pain verður T búrinu á Skuggabarnum alla helgina og þar er hann best geymdur. Drykkur helgarinnar er Gin & Tonic meö miklum klaka og lime. Húsiö opnar kl. 23 en eftir kl. 24 kostar 500 kall inn og eft- ir kl. 2 kostar 1000 kall inn þannig að það borgar sig að mæta snemma.22 ára aldurstak- mark. ■ SVASIL Á ORANPROKK Hljómsveitin Svasli spilar á Grandrokk, Smiðjustíg 6. Svasil er fjöl- mennasta og fjörugasta hljómsveit landsins og spilar á margt undarlegt hljóðfærið en er einnig skipuð 3 söngkonum. Hljomsveitin spilar eins- konar afró-fönk, með alla áherslu á skemmti- lega sveiflu og stemmningu. Ókeypis aögang- ■ VEGAMÓT Viökunnanlegi staðurinn við Vegamótatorg kynnir: Alfred Moore og Herb Legowitz Gus Gussar loksins saman á nýl Herb og Moore eru eitt besta D.j.-teymi sem komið hefur saman og er víst að þeir munu gera allt vit- laust. Eins og vanalega er fritt inn á Vegamöt og 22 ára aldurstakmark. ■ NJÁLSSTOFA Hvað er meira viö hæfi en að maöurinn Njáll spili tónlist á Njálsstofu. Ætli þetta sé eigandinn? Allavega ætlar hann að spila tónlist af gamla skólanum. Já, gömul, létt tónlist er það sem blívar á Njálsstofu, Smiöju- vegi 6, T kvöld. •B ö 11 ■ HARMONIKUBALL í ÁSGARPI Það fer ekki milli mála að þetta er da place 2 B! Nú um helgina stendur menningarplássið fýrir harm- onnikkuhátíð. í kvöld er hinsvegar svona boot- leg útgáfa af henni, sem er ekki styrkt af apparatinu. Þetta er almennilegt Harmoniku- ball og verður T Ásgarði, Glæsibæ viö Álfheima í kvöld kl.22. Þar leika félagar í Harmonikufé- lagi Reykjavikur á móti vinafélagi stnu, Harm- onikuspælarafélagi Færeyja. Ekki nóg með það, Ragnheiður Hauksdóttir og fleiri ætla að syngja. Allir velkomnir á alvöru dansiball. ■ STUP Á NÆTURGALANUM Það verður ein- stök stemning á Næturgalanum í kvöld sem aðrar helgar enda staðurinn annálaður ballstaö- ur. Galabandiö mætir á svæðið og með þeim leikur hin margfræga Anna Vilhjálmsdéttlr. Fritt inn til 23:30 og frábær stemmning. ■ CAFÉ CATALÍNA „Hvar er Café Catalina aft- ur?“ spyr rótarinn sem er allt of seinn meö magnarana handa hljómsveitinni Gammel Dansk sem spilar þar í kvöld. •K1 a s s í k ■ HARMONIKUMÓT í REYKJAVÍK Opnunar tónleikar alþjóðlegs harmonikumóts í Reykjavík verða haldnir klukkan 16 í dag. Þetta er „harm- onikumót af áður óþekktri stærðargráðu" hér á landi og verður eflaust mikiö harmonikudjamm í Grafarvogskirkju sem er stærsta kirkja lands- ins aö flatarmáli, þótt sumir vilji ekki viður- kenna það. 30 manna dönsk harmonikuhljóm- sveit sem skipuð er börnum og unglingum spil- ar, ásamt kvintett og einleikurum frá tónlistar- skólum Borgundarhólms undir stjórn Gregors Siegler. Meðal annarra T þessari margverðlaun- uðu hljómsveit er Danmerkurmeistarinn í ein- leik Þess ber að geta að hið geysivinsæla Harmonikuspælarafélag Færeyja mun spila á mótinu. ■ HARMONIKUSPÆLARAFÉLAG FÆREYJA Harmonikufélag Reykjavíkur og Harmoniku- spælarafélag Færeyja munu leiöa saman hesta sína í Ásgarði í Glæsibæ við Álfheima klukkan 22 á almennum dansleik. Færeyski dansinn seiðmagnaði verður stiginn um miö- nættiö við forsöng sögumanns og undirtektir dansfólksins. Þá gefst íslendingum þá kostur á að upplifa með frændum sínum þessa fornu danshefð þjóðanna sem Færeyingar hafa hald- ið svo vel við. •S veitin ■ ECILSBÚÐ. NESKAUPSTAP Það er hætt viö aö það eigi eftir aö hltna ansi mikið í kolunum í Egilsbúð T Neskaupstað þegar skallarokkar- arnir i Utangarðsmönnum stíga á sviöiö á sín- um fýrstu tónleikum of da BIG kommbakk. Það er á hreinu að það fara fáir út af tónleikunum með ólaskaðar hljóðhimnur þar sem bandið býr yflr „fítonskrafti á við Tyson" aö sögn Hr. Morthens sjálfs. Pakkinn er það þjappaður að Óli Palli hinn Ríkisstyrkti ætlar aö vera með Rokkótek og svo er þarna líka einhver hljóm- sveit sem heitir Vent. Aldurstakmark á tónleik- ana, sem standa frá kl.22 til kl.3, eru 18 ár og miðaverð 2500 kall (100% þess virði). ■ SKÍMÓ í KEFLAVÍK Stórsveitin Skítamórall mætir í Bítlabæinn Keflavík í kvöld og leikur fyr- ir alla þá stuðbolta sem náð hafa 18 ára aldri. Vettvangur þessa hörkudjamms er Skothúsið og ætti enginn heilvita maður á stór-Keflavíkur- svæðinu að láta þetta fram hjá sér fara. ■ SKÍMÓ í KEFLAVÍK Það verður gleði gleöi gleði í Keflavík í kvöld. Stórpoppararnir í Skita- móral eru mættir T bæinn og hefur Addi Fannar lofað að sýna kambinn gljáfægðan og Einar Ágúst verður í hlýrabolnum svo tattúin sjáist vel. Ekki hefur fengist staðfest hvort Einar Ágúst verði í pilsinu en víst er að öll góðu lögin fá að hljóma í Skothúsinu í kvöld. Stanslaust stuð eins og sá hýri sagði einhvern tíma. ■ PENTA Á LUNPANUM Hljómsveitin Penta mun skemmta Vestmanneyingum á Lundanum í kvöld. Hljómsveitina skipa þeir Daníel V. Elías- son, Ingi Valur Grétarsson og Kristinn J. Gallag- her. Vestmannaeyingar kunna að sletta úr klaufunum og það er seriously fucked up jam yf- irvofandi. ■ SJALUNN AKUREYRI írafár veröur í Sjallan- um, Akureyri í kvöld og tryllir Norðanmenn sem aldrei fyrr. Norðlendingar eru landsþekktir fýrir óheflaða danshæfileika og því er gild ástæða fýrir alla að flykkjast norður og taka þátt í íra- fári. ■ STBD í STÖP Konur rífa af sér fötin og karl- ar naga eyru sTn þegar St0ð í Stöð hefst á ný eftir árshlé. Dagskráin er sniðin fýrir alla fjöl- skylduna. Jón Gnarr sýnir fram á að hann var einu sinni nörd, Skriðjöklarnir spila fýrir tryllt- um dansi ásamt Agli Ólafssyni, slegið veröur upp harmönikkubaili, þrjár stöðfirskar unglinga- hljómsveitir koma fram, haldin dvergveiði- keppni, leiktæki sett upp fýrir börnin, grillað og sungið á Græna bala, gönguferðir farnar um ná- læg fjöll og dali, útimarkaður starfræktur, spil- uð knattspyrna o.fl. Tryggt er að veðrið verður gott þessa helgi enda er alltaf blíða á Stöðvar- firði, líka þegar hann rignir.Stóð í Stöð var fýrst haldin árið 1996 til að fagna hundrað áraversl- unarafmæli staðarins og hefur hátíðin öðlast fastan sess í lífi Stöðfirðinga. Nafnið er valið til heiðurs og varnar þeim vanmetna framburði Austfirðinga, flámælinu. ■ VH) POLUNN, AKUREYRI Við Pollinn á Ak- ureyri stendur við Pollinn á Akureyri. Þar spilar í kvöld hljómsveitin Einn og sjötíu sem er skip- uð meðlimum yfir einn og sjötíu. Merkilegt það. ■ KIRKJUBÆJARKLAUSTUR Og þú sem hélst aö þaö yrði ömurlegt á Kirkjubæjarklaustri um helgina. Aldeilis ekki, gamli rokkarinn Rúnar Þór heiðrar gesti á Hótelinu á Kirkjubæjar- klaustri með gömlum slögurum og viskírödd djöfulslns. •Leikhús ■ HAMAR ÞÓRS j Hafnarfjarðarleikhúsinu er sýnt verkið The Hammer of Thor en undir- titill þess er A Mythological Action Comedy (Goösagnakennt spennu-gamanleikrit). Hér er um aö ræöa söguna Þrymskviðu sem hvert mannsbarn á Isiandi þekkir þar sem sagan sú hefur löngum þótt hin aðgengileg- asta af Eddukvæöum. Kraftar Þórs eru mikl- ir á kostnað vitsmunanna og það er undir- strikað í sýningunni. Hommafóbían - hræðsl- an við ergi, kemst þar líka á nýtt stig. Freyja er tálkvendi sem þó er vönd aö viröingu sinni, girnist Þór, en ekki Þrym. Heimdallurer grobbinn Oxfordari og Þrymur ókennilegur andskoti. Loki, sem þó var þekktur fyrir aö bregöa sér T misskemmtilegra kvikinda líki er þarna einna viökunnanlegastur af liðinu. Leikritið er flutt á ensku og gefur það marga möguleika á skemmtilegheitum sem allir eru vel nýttir. Skemmtilegur þáttur í verkinu er líka sá aö goöin eru meðvituö um að þau veröa aö tala ensku þó að þeim sé þaö ekki eiginlegt og t.d. gleymir Þór í geöshræring- unni að tala annað en uþprunalegan texta Eddukvæöanna. Leikhópurinn Æsir, sem hef- ur sennilega verið myndaöur sérstaklega fýr- ir þessa uppfærslu, er skipaður ungu fólki sem stundar nám í Leiklistarskóla íslands. Þetta eru þau Ólafur Egill Egilsson, ívar Sverrisson, GTsli Pétur Hinriksson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Þau standa sig meö prýöi og ekki hægt að segja annað en það veröi gaman að fýlgjast meö þeim eftir aö námi lýk- ur. Handritiö er samvinnuverkefni leikhóps og leikstjórans Gunnars Helgasonar og geislar af krafti og leikgleði. Leikmynd og búningar er unnið af einum meölimi leikhópsins, Ólafi Agli Egilssyni og er hugvitssamlega hannaö, auk þess sem hrátt sviöiö í húsnæöi Hafnar- fjaröarleikhússins gefur verkinu goðsagna- kenndan og allt aö því ógnvekjandi blæ. i kvöld er siðasta sýnlng á Da Hammer og þvf ekki vitlaust að drífa sig upp í Hafnarfjörð. Þaö eru nokkur sæti laus en síminn í miða- sölunni er 555 2222. ■ thrilleb Á NÝ Verslingarnir knáu, sem gerðu allt vitlaust í vetur með heimatilbúna söngleiknum sínum Thriller, eru mættir aftur. Já, stykkið sem Gunnar Helgason sauð saman T kringum öll lögin hans Michael Jackson og leikstýröi flýgur aftur í Loftkastalanum í kvöld. Loftkastalinn, fýrirgefið, Leikfélag íslands var svo ánægt með frammistöðu krakkanna að það ákvaö að gefa þeim sem fengu ekki tækifæri til að berja söngvarana, leikarana og síðast en ekki síst alla hina föngulegu og íturvöxnu dans- ara augum. Thriller hefst kl. 20.30 í kvöld, örfá sæti eru laus og síminn hjá Leikfélagi íslands er 552 3000. ■ BJÖRNINN Hádegisleikhúsiö ! Iðnó hefur nú skapaö sér sess T borgarlffi ReykvTkinga. Verkið sem nú prýðir fjalirnar er eftir Anton Tsjekhov og nefnist Björninn. Þetta er fyndinn og skemmtilegur farsi og segir leiklistargagnrýnandi DV þaö vera „fullkomiö í forminu". í þvf leika Júlíus Brjánsson, Ólafur Darri Ólafsson og Maria Pálsdóttir. Þetta er fýrsta leikstjórnarverkefni Stefáns Jónssonar og þykir vera vel heppnað. Hádegisverður hefst kl. 12, sýningin kl. 12.15 og þú ert mætt(ur) aftur í vinnuna kl. 13. Sfminn hjá Leikfélagi Is- lands er 530 3030. •K abarett ■ CIRKUS AGORA Athugiðl Athugiðl Austfirð- ingar athugiö! í dag er enginn annar en Jan Ket- il kominn til Egilsstaöa meö sinn frækna Cirkus Agora. Því miöur höfum viö ekki hug- mynd um hver Jan Ketil er, hvað þá sirkusinn hans. Kannski lumar Jan á ijónum, dvergum, skeggjuöum konum og töframönnum. Kannski er hann bara bóndi af Vestfjöröum sem mætir meö börnin sín fjögur og lætur þau standa á hestbaki og fjárhundinn sinn Leppa rúlla sér fyrir sykurmola. Kannski heldur hann aö Aust- firöingar séu svo vitlausir aö þeir sjá ekki í gegnum svindliö hans. Þetta er allt saman æsispennandi. Hver svo sem útkoman er þá er miöasalan opin frá kl.12 (hvar svo sem hún er). •öpnanir ■ GALLERÍ FOLP í dag kl. 17 opnar Haraldur (eða Harry) Bilson málverkasýningu í baksal galleris Foldar, Rauöarárstíg 14. Sýninguna nefnir listamaðurinn Kannski. En Harry er fæddur í Reykjavík, sonur íslenskrar konu og Breta og því flutti hann ungur til Bretlands. Þetta er fjórða einkasýning Haraldar hér á landi og leggur hann mikiö uþþ úrTslenskum upþruna sínum hvar sem hann er staddur. ■ GALLERÍ NEMA HVAP Skólagalleriið Nema hvað er í stuði í sumar. Krakkarnir hafa breytt galleriinu T fiskabúr - eða svo segja þau - og boði ferskustu klíku bæjarins að sýna listir sín- ar í búrinu í allt sumar. Hver listamaður fær eina viku út af fýrir sig og það er enginn annar en tónlistarguðinn Músíkhvatur sem riður á vaðið. Hann mun artífartast fram til 16. júli og um að gera að hvetja þá sem eiga leið framhjá gallerí Nema hvað að droppa við. ■ HELGI ÞORGILS Óskabarn Tslenska mál- verksisn, Helgl Þorgils, hefur opnaö málverka- sýningu T verslun Reynissonar og Blöndals, Skipholti 25. Almenningur hefur enn ekki séð verkin, segir í fréttatiIkynníngu, en búast má við því að Silfur hafsins - sýningin heitir það - inni- haldi fullt af myndum af alsberum strákum eins og Helga er síður. En í fréttatilkynningunni seg- ir: „Helgi tvinnar hér saman mannskepnunni og sjávarfangi annars vegar, og mönnum og sjáv- arfuglum hins vegar." Sýningin er opin á opnun- artíma versluninnar, frá 11-18 á virkum dögum og frá 11-14 á laugardögum. ■ NÝLISTASAFNIÐ Gústav Geir Bollason, Peeter Maria Laurits og Herkki Erich Merila opna sýningar sTnar í Nýlistasafninu T kvöld kl. 20. Um er að ræða einkasýningu Gústavs en samsýningu Peeters og Herkki. Gústav sýnir teikningar/ljósmyndir, teikningar og málverk. Verkin sem hann velur saman (og eiga reyndar saman) eiga það helst sameiginlegt að leitast við að koma til skila tilfinningu um tímarás skoðunar og eins eru þau tilraunir til að sýna gangvirki myndar. Verkin eru frá árunum ‘96- '00. Hin sýningin er frá þessum eistlensku Ijós- myndum, Herkki Erich Merila (f.1964) og Peet- er Maria Laurits (f.1962), en þeir hafa unnið saman í meira en tTu ár. Árið 1992 hófu þeir starfrækslu á myndveri sem þeir kalla DeStudio. De er öfugt forskeyti úr latínu og táknar til dæmis Af eins og í afbyggingu eða af- vopnun. Þaö sem DeStudio leggur áherslu á er að vinna með Tmyndir úr auglýsinga- og afþrey- ingariðnaði samtímans, túlka þær og setja T óvenjulegt samhengi. Á sýningu þeirra T Nýlista- safninu er einnig sjálfstæð verk þeirra tveggja sem ekki eru gerð í nafni myndversins þannig að um er ræða sýningu þriggja mismunandi að- ila þeirra Peeter, Herkki og DeStudio. Sýningin er úrval síöastliöinna tiu ára. Báðum, eða öll- um þrem, sýningunum ITkur 6. ágúst en eru opnar á opnunartíma safnsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.