Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.2000, Page 1
15 Þriðjudagur 18. júlí 2000 Hollendingur kemur til KR íslands- og bikarmeistarar KR leita nú leiða til þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir átök komandi mánaða. Á morgun kemur til þeirra Hollendingur- inn Arthuro ten Heuvel. Hann er 21 árs gamall með fortíð í hollensku liðunum Ajax, Haarlem og Volendam. Samkvæmt umboðsmanninum Ólafi Garðarssyni sem fer með hans mál er hér á ferðinni fljótur og leikinn leikmaður sem hefur aðallega spilað sem vinstri bakvörður eða miðjumaður. Hann verður til reynslu hjá KR í nokkra daga áður en forráðamenn félagsins taka ákvörðun um framhaldið. Nicolic rekinn frá Selfossi C-deildarlið Selfoss hefur rekið þjálf- ara sinn, Goran Nikolic, eftir að liðið hefur tapað fimm leikjum í röð og er komið niður í sjöunda sæti í deildinni. Mestar líkur eru á að Kristinn Bjöms- son taki við Selfossliðinu af Nicolic sem lék einnig með Selfossi en hættir því jafnframt í framhaldi af brottrekstrin- um. Nicolic þjálfaði lið KVA á undan Selfossliðinu en hann er fyrsti þjáifarinn í efstu þremur deildunum til að missa starf sitt í sumar. Mattháus hættir hjá MetroStars Þýski knattspyrnumaðurinn Lothar Mattháus mun ekki spila fleiri leiki fyrir bandaríska liðið New York MetroStars. Matthaus, sem gekk til liðs við félagið í lok mars, mætti ekki í æfingaferð hjá félaginu í síðustu viku og voru for- ráðamenn og þjálfari MetroStars afar ósáttir við framkomu Þjóð- verjans og vilja ekki hafa hann lengur. Þar með er ljóst að farsæll knatt- spyrnuferill Lothars Matthaus, sem orðinn er 39 ára gamall, er að kveldi kominn og verður sjóna- sviptir af þessum frábæra knatt- Lothar Mattháus er farinn frá spymumanni. -ÓHÞ MetroStars. Reuters Blind á ÓL Bandaríski 1500 m hlauparinn Marla Runyan tryggði sér sæti í ólympíuliði Bandaríkjamanna á sunnudag þegar hún lenti í þriðja sæti í greininni, á 4:06,44 mín., á úrtökumóti fyrir ÓL í Sydney. Þetta væri kannski ekki í frá- sögur færandi nema hvað Runyan er nánast blind og er nýstigin upp úr erfið- um meiðslum. Það sem meira er, Runy- an trúði því ekki að hún hefði náð svona langt, ekki vegna blindunnar, heldur meiðslanna. Hún er fyrsti löglega blindi íþróttamaðurinn sem nær sæti í banda- rísku ólympíuliði. -ÓHÞ/ÓÓJ/ÓK C-dómarar í meirihluta í efstu deild kvenna en í minnihluta í C-deild karla: Osamræmi i domaramalum - A-dómarinn Gylfi Þór Orrason brýtur A-deild kvenna Dómgæsla í Landssíma- deild karla hefur verið mjög góð í sumar og flestir eflaust sammála um aö íslenska dómararstéttin sé vel mönn- uð þessa dagana. En það eru ekki allir knattspymuleik- menn landsins sem fá að njóta dómgæslu okkar bestu dómara. Nú er svo komið fyrir Landssímadeild kvenna, sem hefur sjaldan verið skemmti- legri en i sumar, að C-dómar- ar eru þar i meirihluta og að enginn A-dómari dæmdi fyrstu 34 leiki sumarsins. Það má líta svo á að fyrstu tvær deildir karla hafi for- gang á okkar bestu dómara en það er komið út í mikið misrétti miili kynjanna þegar A- og B-dómarar em í mikl- um meirihluta í C-deild karla á sama tíma og þeir eru í minnihluta hjá stelpunum. DV-Sport skoðaði tölfræðina yfir hvaða dómarar hafa blað í stórleik KR og Breiðabliks í kvöld dæmt í þessum tveimur deildum í sumar og má sjá niðurstöður þeirrar athugun- ar í skífuritum hér til hliðar. Til skýringar má nefha að A-dómari dæmir í efstu deild og neðar, B-dómari hefur rétt til þess að dæma í B-deiId og neðar og C-dómari hefur rétt til þess að dæma i C-deild og neðar. Allir þessir dómarar hafa hins vegar rétt til þess að dæma í efstu deild kvenna. karla Tímamót á KR-velli í kvöld Það verða reyndar tíma- mót í kvöld í Landssímadeild kvenna í stórleik KR og Breiðabliks í Frostaskjólinu. Leikinn mun dæma Gylfi Þór Orrason, einn okkar bestu dómari, og er hann fyrsti A-dómarinn til að dæma í deildinni í sumar á meðan sjö leikir í C-deild karla hafa verið dæmdir af A- dómurum í sumar. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.