Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 1
15 Miövikudagur 2. ágúst 2000 Leikmenn Brondby æfðu á Laugardals- velli í gær þar sem leikur þeirra gegn KR fer fram í kvöld. DV-mynd E. Stefán Tap fyrir Dönum íslenska U-21 kvennalandsliðið í knattspymu tapaði í gær öðrum leik sínum á opna Norðurlandamótinu í Þýskalandi. Keppt var viö Dani og unnu dönsku stúlkumar leikinn, 3-1, eftir að hafa leitt 2-0 í háifleik. Rakel Logadóttir skoraöi mark íslands í leiknum. ísland spilar á fimmtudaginn um 5. sætið á mótinu við Svía. Sigur á Skotum Njarðvíkingurinn Óskar Hauksson tryggði 16 ára lands- liði íslands sigur á Skotum á Norðurlandamótinu í knatt- spymu sem fer fram í Færeyj- um þessa dagana. ísland tapaði fyrsta leiknum gegn Svíum en leikur þriðja leik sinn á mótinu á fimmtudag við Noreg. Skotar og Norðmenn gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð. Ólafur í bann Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, hefur verið dæmdur í 1 leiks baim af aganefnd KSÍ vegna fjög- urra áminninga sem hann hefur hlotið í sumar. Þorsteinn Sveinsson, Breiða- bliki, fékk tveggja leikja bann fyrir brottvísun sína i leik ÍA og Breiðabliks og Almir Mestovic, Sindra, fékk 3ja leikja bann. KR-Brondby íkvöld í kvöld mætast á Laugardals- vellinum lið KR og Brondby í seinni leik liðanna í annarri um- ferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn var háð- ur í Kaupmannahöfn í síðustu viku og báru heimamenn þar sigur úr býtum með þremur mörkum gegn einu marki KR- inga. Það er því á brattann að sækja fyrir íslands- og bikar- meistarana en þeir þurfa að skora minnst tvö mörk gegn Dönunum. 7-8 útsendarar á leiknum í kvöld Það verða þó nokkrir útsend- arar á leik KR og Brondby í kvöld til að fylgjast með leik- mönnum liðanna. Talið er að leikmenn eins og Andri Sigþórs- son, Þórhallur Hinriksson, Bjami Þorsteinsson og Sigþór Júliusson verði undir smásjánni í kvöld. Haukur Ingi í hóp KR Haukur Ingi Guðnason, sem gekk til liðs við Groningen í Hollandi fyrir skömmu, verður í hópi KR-inga í leiknum í kvöld. Haukur Ingi meiddist skömmu eftir að hann kom til Hollands og gekk þá samningurinn tíma- bundið aftur. Hann er aftur orð- inn góður og verður með í kvöld. Áge Hareide, þjálf- ari Brandby: Ætlum að sækja „Nei, við munum ekki breyta liðsuppstillingu okkar frá síð- asta leik. Við verðum að vera já- kvæðir ef við ætlum okkur að vinna leikinn. Þetta er mikil- vægur leikur fyrir okkur til að æfa leikaðferð okkar. Við munum ekki bíða aftar- lega á vellinum eftir að íslensku leikmennimir sæki að okkur. Við munum heldur reyna að vera i sóknarhlutverkinu í leikn- um þvi það er besta leiðin til að nálgast leikinn. Þeir þurfa hins vegar að sækja og munum við nýta okkur þaö til að skapa okk- ur færi. Þeir munu væntanlega ekki spila jafn þéttan varnarleik og þeir gerðu í Kaupmannahöfn og því skapast fleiri tækifæri fyrir okkur í leiknum. Það er mjög erfitt að spila gegn jafn skipulögðum varnar- leik og var í leik KR-inga fyrir viku. Núna þurfa þeir hins vegar að sækja og við munum reyna að opna leikinn og stjóma hon- um.“ -esá Friörik Stefánssson, landsliösmaö- ur íslands í körfu, sést hér í haröri baráttu viö tvo Norðmenn í 26 stiga sigri íslands á Noregi í gær. DV-mynd Hilmar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.