Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 Birgir til Keflavíkur Birgir Örn Birgisson. Birgir Öm Birgisson, landsliðs- maður í körfuknattleik, hefur ákveð- ið að ganga til liðs við úrvalsdeildar- lið Keflavikur. Hann skrifaði undir samning við félagið til eins árs í gær- kvöld. Birgir spilaði í Þýskalandi á síð- asta vetri en þar áður með Keflavík og Þór á Akureyri. Birgir er Keflavíkurliðinu mikill styrkur, sérstaklega ef litið er til þess að Fannar Ólafsson hyggur á nám í Bandaríkjunum i vetur. Birgir er baráttujaxl, sterkur undir körfunni og, ánægjuleg staðreynd fyrir Kefl- víkinga - þeir urðu íslandsmeistar- ara síðast þegar hann spilaði með lið- inu. -ÓK Márel Baldvfnsson (9) og Sviinn Warcus Lindberg eru hér í baráttu boltann i U-2Í tándsleik íslands og Svíþjóöar í gær. DV-mynd € U-21 landsleikur íslendinga og Svía: Glæsimark - Jóhannesar Karls tryggði sigurinn íslenska U-21 landsliðið vann fræk- inn sigur á liði Svía á Keflavíkurvefli í gær. Eina mark leiksins kom beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi og var þar að verki Jóhannes Karl Guðjóns- son. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyr- ir augað enda leikmenn að venjast þeim erfiðu leikaðstæðum sem voru á vellinum vegna veðurs. Framherji Svíanna, Rade Prica, komst þó í ákjós- anlegt færi á 25. mínútu eftir mis- heppnaða sendingu í íslensku vörn- inni. Skot hans fór þó yfir markið. Nokkrum mínútum síðar tók Helgi Valur Daníelsson aukaspyrnu sem Marel Baldvinsson skallaði nokkrum sentímetrum fram hjá marki Svíanna. I síðari hálfleik færðist meira líf í leikinn. Á fyrstu tveimur mínútum leiksins áttu gestirnir tvö hættuleg skot að marki og voru þeir Prica og Kim Kállstrom þar að verki en sá síð- amefndi þykir stórefnilegur og er ekki minna félag en Manchester United að fylgjast með honum. Fyrsta dauðafæri íslands kom á 55. mínútu þegar sending Jóhannesar Karls var örlítið of fóst fyrir Guðmund Steinars- son að skalla í markið. Á 64. mínútu kom þó hættulegasta færi Svía þegar Christian Wilhelms- son fékk stungusendingu inn fyrir ís- lensku vörninna en skot hans hafnaði i stönginni. Á 70. mínútu var brotið á Marel Baldvinssyni ekki langt frá markteig Svíanna og kom úr því eina mark leiksins. Jóhannes Karl Guðjónsson átti einstaklega vel heppnaða spyrnu og rataði knötturinn efst í fjærhornið í markinu, óverjandi fyrir hinn há- vaxna markvörð Svia, Ándreas Isaks- son. Bæði liðin fengu nokkur færi eftir markið en ekki litu önnur mörk dags- ins ljós og er niðurstaðan því góður sigur á Svíum. Sigurður Grétarsson er þjálfari U- 21 landsliðsins og var hann að vonum ánægður með menn sina að leik lokn- um. „Það sem ég er fyrst og fremst ánægður með er að leikmenn lögðu sig vel fram og gerðu hlutina eins og fyrir þá voru lagðir. Þetta small mjög vel saman miðað við að við höfum að- eins æft saman i þrjá daga. Það sýnir hversu samheldnin er góð í íslenskum landsliðum þrátt fyrir að það gangi ekki alltaf allt upp hjá okkur. En það gekk í dag.“ -esá Langá á Mýrum: Við erum að komast í 600 laxa Þingvallavatn: Hrygningin að hefjast fyrir alvöru „Við erum að komast í 600 laxa núna. Það mættu þó kannski vera komnir aðeins fleiri laxar á land, en við kvörtum ekki,“ sagði Ingvi Hafn Jónsson við Langá á Mýrum í gærkvöld er við spurðum um stöðuna á Langárbökkum. „Það eru laxar víða um ána, mismikið eftir stöðum. Við erum að fá einn og einn lúsugan lax. Þann stærsta veiddi breskur lord um daginn og var fiskurinn 18 pund. Hann tók flugu númer 16 og veiðimaðurinn var i skýjunum yfir fengnum," sagði Ingvi Hrafn enn fremur. Laxi sleppt í Vatnsdalsá í Húnvatnssýslu en laxveiöin hefur verið róleg þar um slóðir en þar bara fiuguveiði. DV-mynd G. Bender Laxveiðin: Maðkahollin að byrja Þessa dagana eru maðkahollin af byrja hvert af öðru í laxveiði- ánum mörgum hverjum, eins og í Miðfjarðaránni, en þar byrja þau á morgun. „Við reynum auðvitað maðkinn eitthvað fyrst en síðan bara fluguna," sagði veiðimaður sem var að fara í hollið, „maður gerir sig ánægðan með nokkra fiska,“ sagði hann í lokin. Slátrun i stórum stíl í laxveiðiánum er liðin tíð, allavega eins og staðan er núna. Það er líka ekkert boðið upp á það þessa dagana. Það þykir bara gott að fá einn og einn fisk. -G. Bender „Ég fór að veiða í Þingvallavatni i fyrrakvöld og ég veiddi lítið en varð vitni að atburði sem ég hef ekki séð áður við veiðivatn eða veiðiá," sagði Halldór Bragason í samtali við DV-Sport i gærkvöld. Svo virðist sem bleikjan sé byrjuð að hrygna í Þingvallavatni núna. „Ég reyndi aðeins að veiða en veiðiskapurinn gekk rólega og ég færði mig aðeins og varð þá var við bleikjur alveg við land, í einni víkinni. Þama voru þær nokkrar alveg við landið og voru greinilega í tilhugalifinu. Ein bleikjan var á milli steina og nokkrar voru að synda í kringum hana, greinilega hængar. Einn gerði nú ekkert nema reka hina burtu og síðan þegar bleikjan var búin kom hængurinn og sprautaði yfir hrognin. Ég hef aldrei séð þetta áður og þetta var merkileg athöfn. Ég pakkaði flugustönginni saman og hélt síðan heim, hrygningin er greinilega að byrja í Þingvallavatni hjá bleikjunni þessa dagana," sagði Halldór í lokin. Mikil murtuveiði hefur verið í vatninu og eru dæmi þess að veiðimenn hafi verið að fá um 100 fiska á stuttum tíma. Það er eins gott að taka dós með sér til að setja murtuna í. -G. Bender Yfirlýsingar frá knattspyrnudeild Vals í frétt á íþróttasíðu DV þriðju- daginn 15. ágúst síðastliðinn birtist frétt með fyrirsögninni „Veittust að Inga“. Þar er því haldið fram að í hálfleik í leik ÍBV og Vals í bikarkeppni KSÍ síðastliðinn sunnudag hafi þjálf- ari Vals, Ejub Purasevic, og leik- maður Vals, Fikrete Alomerovic, veist að Inga Sigurðssyni, leik- manni ÍBV, og eftir því sem best verður skilið flísaðist úr beini í þumalfíngri Inga af þeim sökum. Óhjákvæmlegt er að gera al- varlegar athugasemdir við þessa „frétt“ vegna þeirra rangfærslna sem þar koma fram. Eins og íþróttaunnendum er kunnugt mn gerðist afar umdeilt atvik í ofangreindum leik þegar Fikrete Alomerovic var vísað af leikvelli eftir brot á Inga Sig- urðssyni í fyrri hálfleik. í leik- hléi, þegar gengið var af leikvelli til búningsklefa, urðu snörp orðaskipti á milli Ejubs Pura- sevics, þjálfara Vals, og Inga Sig- urðssonar um leikaraskap Inga við leikbroti Fikrete. Þegar að búningsklefum kom var Ingi orðinn verulega æstur og hávær og fór munnsöfhuður hans ekki fram hjá neinum sem með fylgdist. Við innganginn ögraði Ingi síðan Ejub en menn gengu strax á milli þeirra og ekki varð meira úr. Sérfræðingar í fluguveiði Mælum stangir. splæsum línur og setjum upp. a Sportvörugerðin lif-, [Vfíivíililíö 4 1, s. 562 8383- Spurningar vakna i Ijósi alvar- legra ásakana Inga. í fyrsta lagi. Hver veittist að hverjum? Ingi var greinilega ekki í jafnvægi á leið til búnings- klefanna og með ögrandi fram- komu og mjög óíþróttamannslegt orðbragð í garð Ejubs og Fikrete. í öðru lagi. Hvar átti óhappið sér stað þar sem flísaðist úr beini í þumalfingri Inga? Ekki varð séð í atburðarásinni að Ingi yrði fyrir eða kveinkaði sér vegna þessa meinta áverka. Þó er ljóst að Ingi er ekki ónæmur fyrir sársauka ef dæma má af til- burðum hans eftir leikbrotið sem leiddi til brottrekstrar Fikrete. Útilokað er að Ejub eða Fikrete, sem einnig var nær- staddur, hafi verið valdir að þessum áverka. í þriðja lagi. Hver var með munnsöfnuð? Ingi var afar há- vær á leið til búningsklefanna, sparaði ekki fúkyrðin, og hélt áfram þegar inn var komið. Stjórn knattspyrnudeildar Vals og Ejub Purasevic þjálfari telja óhjákvæmilegt að gera op- inberlega athugasemdir við þess- ar ásakanir, þó að þær séu al- gerlega út í hött og vart svara- verðar. Það er leitt að Ingi Sig- urðsson hafi meiðst á fingri um sl. helgi en ummæli hans eru kjánaleg og honum sjálfum til minnkunar. Afsökunarbeiðni Kristinn Lárusson, fyrirliði meistaraflokks Vals i knatt- spymu, og stjóm knatt- spymudeildar Vals, harma óvið- eigandi orðaval Kristins um dómara í DV mánudaginn 14. ágúst sl. eftir leik ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum daginn áður. Beðist er velvirðingar á þessu. Knattspymudeild Vals I - J -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.