Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 10
i
>
vikuna
19.8-26.8 2000
33. vika
Loksins hefur meðal-íslendingurínn fengiö nóg af
mannvonsku-ég-ætia-berja-þig-hjali Fred Durst í Limp
Bizkit og hafa ákveðið að snúa sér að mun Ijúfarí
tónum og hugmyndafræði. Aðnjótandi þess er enginn
annar en snillingurínn Moby sem syngur svo snilldar-
lega um hið nátturlega þunglyndi sem okkur öllum er
tamt á einn eða annan hátt sama hversu mikið við
brosum framan i lífið og svoleiðis bull. Ætli útskýringin
á þessu sé ekki sú að nú dregur að hausti og skam-
mdegið vofir yfir okkur enn einu sinni. Liðið er sumar
sætt, svartnætti næst á dagskrá.
Topp 20 Vikur
(01) Natural Blues Moby á lista t 3
(02) Life is a ... Ronan Keating / 2
(03!) Take a look...(MI2) Limp Bizkit 'l’ 5
04) Magga, Magga Þorvaldur Kristjáns. 'f 4
(05) Try Again Aaliyah l' 9
(06) Rock Dj Robbie William t 2
(07) Stopp nr. 7 200.000 Naglbítar 4- 4
08) Californication Red Hot Chili Peppers 4. 5
(09) Generator Foo Fighters t 3
(10) Þær tvær Land & synir t 6
(iT) The Real Slim Shady Eminem 4* 7
(12) Öll sem eitt Sálin hans Jóns míns X 1
(73j í Vestmanneyjum Magni og félagar t 4
74 ; l'm outta love Anastacia 4' 7
(75) Good Stuff Kelis feat. Terrar 4c 5
(76) Spinning Around Kylie Minogue t 2
(77) 1 think l’m in... Jessica Simpson t 8
78) 1 will love again Lara Fabian t 6
(79) Hvar er ég? írafár 4, 12
(20) lf 1 told you that Whitney/George M. 4 12
Sætin 21 til 40
Q topplag vikunnar J hástðkkvari 9 vikunnar 21. Endalausar nætur Buttercup 4, 10
22. 23. Hvort sem er Sóldögg Jammin’ Bob Marley & MC Lyte ^ 12 4 13
nýtt á listanum 24. Why didn't you ... Macy Gray X 1
X 25. Mambo Italiano Shaft ; 4 l Ú
M stcndur 1 stað 26. Outro Lugar Salomé de Bahia t 3 , 4 O
hækkar sig frá 27. Sól... Sálin hans Jóns míns 7 12
T siðistu viku 28. Shackles Mary Mary ^ 15
4 lækkar sig frá 29. Doesn't really... JanetJackson m 3
siflistu viku 30. We will rock you Five & Queen X 1
? fall vikunnar 31. Ennþá Skítamórall 4 10
32. My bitch Tvíhöfði X 1
33. Eina nótt með þér Greifarnir 4 10
34. The one Backstreet Boys 4 9
35. Crazy Love MJ Cole 4 6
36. Buggin’ True Stepper feat 4 9
37. Seven Days Craig David 1? 2
38. Respect Yourself Selma 4 10
39. Easy Love Lady 5
40. Sour Girl Stone Temple Pilots 4 7
Ifókus
f Ó k U S 18. ágúst 2000
Hljómsveitin Morcheeba var að
senda frá sér þriðju plötu sína. Þær
tvær fyrri, „Who Do You Trust“,
sem kom út 1996, og „Big Calm“,
sem kom út 1998, voru báðar á
meðal þess besta sem gefið hefur
verið út í trip hoppinu.
Tónlistin var róleg og seiðmögn-
uð stemning, framkölluð með hrá-
efnum eins og rokki, dub, soul,
þjóðlagatónlist og hip hoppi.
Morcheeba var á þessum plötum í
flokki með hljómsveitum eins og
Massive Attack og Portishead en
á nýju plötunni virðast þau vera að
þróast út i aðra hluti.
Hittust í vöruhússpartíi
Morcheeba er skipuð þeim Skye
sem syngur og bræðrunum Paul
og Ross Godfrey sem semja lögin
og textana. Þau hittust í vöru-
hússpartíi í London fyrir sex árum.
Hún var þá fyrrum boxari og nem-
andi í fatahönnun en þeir bræður
verkefnalitlir tónlistarmenn. Þau
stofnuðu band og hlutirnir fóru að
gerast og áður en öldin var á enda
höfðu þau gefið út tvær mikilsvirt-
ar plötur, Who Do You Trust, sem
m.a. innihélt lagið frábæra Trigger
Hippie, og Big Calm sem fór rólega
af stað í sölu en hefur selst jafnt og
þétt síðan og er komin vel yfir
milljón eintökin i dag. í kjölfar út-
komu Big Calm fóru þau í mikið
tónleikaferðcdag en hafa eftir að
þvi lauk árið 1998 verið að jafha sig
og taka upp nýju plötuna, „Frag-
ments of Freedom“, í Morcheeba-
höfuðstöðvunum i Clapham í Suð-
ur-London.
Stormasamt en horfur
fara batnandi
Fragments of Freedom er tölu-
vert öðruvísi en fyrri plötumar. í
staðinn fyrir allt valírnn-stemning-
arpoppið eru komin hraðari lög
sem sækja áhrif i fonk og diskó og
hreint gleðipopp. Það er kannski
eðlilegt þegar einkalíf meðlimanna
er skoðað. Þeir Godfrey-bræður
eru af mikilli drykkjusvolaætt og
lýsa foður sínum, sem þeir hafa
ekki séð i mörg ár, sem „ástlaus-
um, afbrýðisömum og ofbeldisfull-
um alkóhólista" sem braut allt og
bramlaði á fjölskylduheimilinu
með reglulegu miilibili og reyndi
að drepa móður þeirra þegar Paul
var 10 ára. Hann fyrirleit ailtaf
Paul og þreyttist seint á að segja
honum að hann væri vonlaus en
dáði Ross. Þeir bræður hafa ailtaf
stefnt að því að losna úr viðjum
ættarbölsins en Paul hefúr gengið
frekar iila. Hann er mikiil vimu-
efnafíkiU en hefur síðastliðna 18
mánuði verið í stífu afvötnunar-
prógrammi með einkaráðgjafa og
er farinn að sjá ljósglætu. Svo er
hann líka nýbúinn að gifta sig og
eignast son. Glaður, sem sagt, en
ekki tregafullur eins og á fyrri plöt-
unum.
Hvað Skye varðar þá hefur hún
svo sem haft það ágætt. Fyrir utan
kannski að hún og systur hennar
tvær flæktust á milli munaðarleys-
ingjastofnana og fósturforeldra eft-
ir að mamma þeirra, sem var geð-
klofí, var sett á geðveikraspítala
þegar ástandi hennar hrakaði.
Skye er í dag nýfráskilin, tveggja
bama móðir en hún er búin að
hitta nýjan gæja þannig að þetta er
allt á réttri leið.
Þegar maður hlustar á nýju plöt-
una saknar maður vissulega tón-
listarinnar á fyrstu tveimur plöt-
unum en þegar maður er búinn að
jafha sig á þvi og fer að hlusta al-
mennilega á hana er hún svo sem
ekki svo slæm. Það eru mörg ágæt
popplög á henni og maður getur
skilið að þau vilji breyta til en á
sama tíma hefur tónlistin ekki
þessa sérstöku stemningu sem hún
hafði áður...