Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 11
Badly Drawn Boy hlaut nafn sitt að sögn vegna þess að hann lítur út eins og deigkúla sem hefur verið rúllað upp úr loðskinnum. Síðan er hann líka kallaður eitthvað á borð við hinn breska Beck. Krístján MárÓlafsson skoðaði þetta nýja stirni. Badly Drawn Boy var skírður Damon Gough á sínum tíma og hef- ur verið að vekja á sér athygli jafnt og þétt í gegnum seríu afskaplega furðulegra EP-platna sem hann hóf að tína inn á markaðinn síðla árs 1997. Þær fyrstu tvær komu út á Twisted Nerve-merkinu sem strákurinn rekur ásamt DJ’num Andy Votel. Síðan þá hafa bæst við fjórar EP-plötur og nú nýverið breiðskífan The Hour of the Bewilderbeast sem einnig hefur komið út á Twisted Nerve en í sam- starfi við XL-útgáfuna. Breiðskíf- unnar var beðið með mikilli eftir- væntingu og svo virðist sem hún uppfylli væntingar, allavega hvað Bretann varðar. Undirritaður hef- ur ekki komið höndum á gripinn enn sem komið er. Nýr hljómur að koma upp í Manchester-borg Talað er um Badly Drawn Boy, hina ágætu hljómsveit Doves, og hljómsveitina Sirconial, sem ný- verið gekk til liðs við Twisted Ner- ve, sem boðbera nýrra tíma í Manchester-flórunni. Um leið tákna þeir brotthvarf frá egópoppi sveita á borð við Oasis og Happy Mondays og þar vill Gough reynd- ar meina að styrkur hans liggi. Hann einbeiti sér að músfkinni en hafl einmitt fylgst með vinsælda- poppurunum missa sjónar á því grunnatriði. „Á meðan baggy-dæm- ið gekk yfir heyrði ég engan söngv- ara syngja fyrir alvöru,“ segir hann en bendir þó á að hann flokki sjáifan sig ekki sem söngvara held- ur meira í flokki með Lou Reed og Dylan sem komi hlutunum yfir þrátt fyrir takmarkanir hvað radd- svið varðar. Mörgum þykir hann taka helst til djúpt í árinni hvað varðar eigin rödd og vilja meina að stór hluti af sjarma nýju plötunnar liggi einmitt í einlægri og einfaldri túlkun á ljúfsárum kassagítarlögum. Hvað áhrif varðar segist hann örugglega hafa byrjað á þvi að stela og stíl- færa efni frá öðrum án þess að ræða það frekar. Nema þá að það fyrsta sem hann lærði var lag sem Billy Bragg gaf út og Johnny Marr spilaði í. „Ég hitti hann og spilaði mína útgáfu fyrir hann og hann sagði að hún væri betri en sín, það felst mikil hógværð í þeim ummælum." Vildí læra að búa til hljóðin Þegar drengurinn var 18 ára var æðsti draumurinn að veröa upp- tökumaður, hann var svo heillaður Manchester- flórunni. af hljóðunum sem urðu til í hljóð- verinu. „Ég man að þegar ég heyrði Golden Brown með Stranglers heillaðist ég gjörsamlega af söngs- ándinu og gat ekki ímyndaö mér annað en þetta hlyti að vera besta starf í heimi; að búa til þessa hljóð- heima handa fólki að hlusta á.“ Þótt hann blygðist sín fyrir það i dag (og það með réttu) þá var það Bruce Springsteen sem varð hon- um hvatning til að hefjast handa við að skapa sjálfur. Hann keypti sér eins 4 rása tæki og Brúsinn not- aði til aö hljóðrita plötuna Nebr- aska og eyddi miklum tíma í að leita að söngvara áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti gert þetta sjálfur. Þaðan í frá hefur öll hans vinna og útgáfa ver- ið þáttur í mótunarferli sem hann segir hafa leitt til breiðskífunnar, hann hafi náð þeim aldri og byggt upp nógu mikið sjáifstraust til að hella hjarta og sál í pott og bera á borð fyrir almúgann. Og útkoman er... John Martyn, Nick Drake, Belle & Sebastian og Elliott Smith eru allt nöfn sem nefnd hafa verið í sömu andrá og áhrifavalda ber á góma, auk Becksins sem minnst var á í upphafi. Þar er ekki leiðum að líkjast, svo mikið er víst, en þegar öllu er á botninn hvolft eru menn sammála um að á plöt- unni sé einfaldlega að finna breskt popp eins og það gerist best. Furðu- legt, fallegt og jafnvel frekt á köfl- um en allt af góðum gæðum. Eins og staðan er í dag þá virðist sem sagt ný stjama vera að marka sér skika á himinhvolflnu. Hvað mig varðar þá er meiningin að fara að greina afkvæmið á eigin forsend- um og ég reikna með að greina frá niðurstöðum hér á síðum blaðsins innan skamms. plötudómar hvaðf E ★★★ Fiytjandi: Six by Seven piatan: The Closer You Get Útgefandi: Playground/Japis Lengd: 44:24 mfn. Önnur plata bresku rokkaranna f Six by Seven. Þessi er unnin með upp- tökustjóranum John Leckie sem er hvað þekktastur fyrir störf sfn viö Bends-plötu Radiohead-manna. Platan fellur Ifka f þann geira tónlistar en er þó ögn „svfraðri" en það sem gengur og gerist innan hans. Ja, fyrsta lagið bætir nokkrum slögum í „Tomorrow never knows“-munstur Ringos og þróast í kringum það, ann- aö lagið gæti veriö með Sonic Youth og Deus-áhrif leyna sér ekki í „My life is an accident" (ef menn eru á annað borð eitthvað fyrir að horfa f svoleiðis). Þetta er sem sagt rokk sem fer um víðan völl. ★★★★ Fiytjandi: Barry White piatan: The Ultimate Collection Útgefandi: Mercury/Skífan Lengd: 78:08 mfn. Þetta er safnplata meö gamla of- ursjarmörnum Barry White. Ferill hans náöi hámarki um miöjan áttunda ára- tuginn þegar hann átti hvert metsölu- lagið á fætur ööru. Síðan minnkuðu vinsæidirnar en eftir að hann kom fram sem gestur í Ally McBeal-þáttun- um hefur stjarna hans risið á ný. Tónlist Barry White er flauelsmjúkt soul og diskópopp og einkennist af óaöfinnanlegu sándi og svo röddinni hans sem er djúp og vfbrandi og svo kynþokkafull aö þrátt fyrir að vera feit- ur eins og uxi þá er hann með þeim allra vinsælustu hjá kvenþjóðinni. ★ Flytjandi: D A D piatan: Everything Glows Útgefandi: EMI/Skífan Lengd: 45:02 mín. Maður getur víst ekki hváð þó dönsku rokkararnir í D A D séu mönnum ekki í fersku minni en sú var nú tiðin aö þetta var markverðasta útflutningsafurð Dana í tónlist. Ég er löngu búinn að missa áhug- ann á fyrirbærinu og dirfist þvf ekki aö fullyrða um fjölda platna sem liggur eftir þá en samkvæmt þessari plötu eru þeir löngu búnir að missa þaö. Stórt er spurt. Þessi plata er svo fá- ránlegur samtfningur að erfrtt er að henda reiður á hvað hún vill vera, ann- aö en asnaleg. Lagatitlar á borð við „A Kiss between the Legs" og „Evil Twin“ hjálpa ekki. Bitlaust rokkabilly hentar líklega hvað best sem skilgreining en er þó engan veginn fullnægjandi. ★★★★ Flytjandl: Plaid piatan: Trainer Útgefandi: Warp/Japis Lengd: 146:13 mín. (2 diskar) Meðlimir hljómsveitiarinnar Plaid eru'á meöal virtustu raftónlistarmanna samtimans. Þetta er safn af óútgefnu og illfáanlegu efni sem þeir Ed Handley og Andy Turner hafa gefið út undir nöfnum eins og Plaid, Balil, Tura og Atypic. Plaid er kannski ekki á topp tíu listum yfir mest seldu plöturnar en hún á sér samt ógrynni af áköfum aðdáendum úti um allan heim. Þetta er plata fyrir alla raftónlistaráhugamenn, Warpfíkla og þá sem vilja skoða þróunina I þess- ari tónlist undanfarin ár. Nafn sveitarinnar er dregiö af einhverri Hubble-pælingu en þeir piltarnir segj- ast vera búnir að segja þá sögu svo oft að þeir séu þúnir að gleyma henni. Ef rýnt er í nöfn laganna á plötunni má alveg gera sér í hugarlund að þarna fari einhverjir sem ekki eigi enskuna að móðurmáli, sbr. samsuöu á borö við .Sawn off Metallica T-shirt“. Sagan segir að Barry, sem var í smá- krimmagengi, hafi fengiö köllun þegar hann sat einn í fangaklefa eftir mis- heppnað hjólbarðarán og heyrði Elvis Presley syngja „It's Now or Never". Þá tók hann ákvörðun um að hætta rugli og ráni og gerast skemmtikraftur. Þegar ég var ungur og vitlaus spilaði bassaleikarinn á tveggja strengja bassa, eða spilaði reyndar á flögurra strengja bassa en hafði bara tvo strengi í. Að- standendur Walts gamla Disney föru lika í mál við þá um svipaö leyti því upphaflega hétu þeir Disneyland after dark. Þessi stórkostlega stytting sem þeir notast við í dag er einmitt afleiðing þeirra málaferla. Þeir Handley og Turner voru ásamt Ken Downie f hljómsveitinni Black Dog áður en þeir slitu samstarfinu við hann og stofnuðu Plaid. Björk er mikill aðdáandi. Þeir spiluöu meö henni á Post-tónleikaferðalaginu og þá sagði hún einmitt: „Uppáhaldshljómsveitin mín er í hljómsveitinni minnil" I heildina á litiö er þetta ágætis plata, engin blöð brotin en flest prýðisvel leyst af hendi og ég hefði haldið að þarna væri nokkur lög að finna sem passa ágætlega inn f útvarpslandslagið. Andrúmsloftiö er þunglyndislegt en hæfir og hljómar vel. Ég er þess fullviss að þessi vex við hlust- un en ég þori ekki að segja fýrir um hvað hún veröur stór. kristján már ólafsson Það er löngu kominn tími til þess að Barry White hljóti uppreisn æru. Þetta svefnherbergis-soul hans er óviðjafn- anlegt og lög eins og „Can't Get Enough of Your Love Baby“, „Let the Music Play“ og „You're the First, the Last, My Everything" eru hrein unun. traustl júlíusson Þessi plata er líklega samin i Suður- ríkjum Danmörku, ef þau eru á annað borð til, glöggir skilja líklega hvað ég er að fara. Þetta er skárra en Aqua en þó verð ég að segja aö þessir drengir eru álíka týndir f músfkinni og restin af þjóðinni. Sumir virðast hreinlega ekki vita hvenær á að hætta. kristján már ólafsson Þetta er frábær plata. Þaö kemur á óvart hvað hún er fjölbreytt. Þó að stór hluti laganna sé f þessum notalega Plaid-stil sem maður þekkir, t.d. frá „Rest Proof Clockwork", þá eru Ifka haröari og skrýtnari hlutir inni á milli. 2 1/2 tfmi með Plaid: Gaman, gaman. traustl júlíusson BARin WIIIH iiií itíimaíi a'*rí£Cf(úsr 18. ágúst 2000 f ókUS 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.