Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 24
28
______FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000
Tilvera I>V
lí f iö
Stormur og
Ormur í Kaff i-
leikhúsinu
Eins og kunnugt er stendur
Kafiileikhúsið fyrir Einleikjaröð
árið 2000, undir yfirskriftinni í
öðrum heimi. Fyrsti einleikur-
inn var Bannað að blóta í brúð-
arkjól eftir Gerði Kristnýju. í
dag er syo komíð að einiéik
númer 2 sem er sænski bama-
einleikurinn Stormur og Ormur.
Einleikari er Halla Margrét Jó-
hannesdóttir og leikstjóri Thom-
as Ahrens. Frumsýnt í dag kl.
17.00. önnur sýning er sunnu-
dag 3. september kl. 15.00. Sýn-
ingin tekur um það bil 1 klukku-
stund f flutningi.
Krár
■ GUNNAR PALL Gunnar Páll leik-
ur og syngur í kvöld frá kl. 19.15-
23 og er þarna öll fimmtudags-,
föstudags- og laugadagskvöld.
Klassík
■ OBO OG ORGEL I HALLGRIMS-
KIRKJU I dag leika þau Knútur Orn
BJarnason á óbó og Katalln Lörlncz
á orgel á næstsíöustu hádegistón-
leikum í Hallgrímskirkju aö þessu
sinni.
Síðustu forvöð
1 HLYNÚR I ÁSH OAUUEWI SýnFngu
Hlyns Hallsonar, sem staöið hefur í
ash Galerílnu, Lundl, Varmahlíð og
opin var opin alla daga frá
11.00-18.00 lýkur í dag.
■ STÓRBROTIN MYNDLIST Í
SKAFTAFELLI Nú fer hver að verða
síöastur til aö sjá sýningu Frosta
Frlðrikssonar í Þjónustumiðstööinni
í Skaftafelli. Sýninguna kýs hann að
kalla Stórbrotin myndlist 2000. Á
sýningunni eru verk sem Frosti hefur
unniö í sumar.
■ HANDRITASÝNING í ÁRNA-
STOFNUN Ný lönd, nýr siöur er
handritasýning í Stofnun Árna Magn-
ússonar sem lýkur i dag. Sýningin er
opin frá 13-17.
■ UÓSMYND-NÁTTÚRAIVIENNING
Marisa Navarro Arason og Roberto
Legnani hafa staöiö fýrir samsýn-
ingu í Safnahúsinu, Tryggvagötu
15. Marisa hefur tekiö fyrir Oratorlu
hafsins, en Roberto hreyfingu og
drauma..
■ NORSKA HÚSHD. STYKKIS-
HOLMI Kristín Hauksdóttir sýnir
myndaseríur meö portrettum af ýms-
um auökennum landsins. Sýning-
unni lýkur í dag.
■ SAMSÍÐA/AÐÍSMAS Úlfur
Chaka og Elín Hansdóttir á Lauga-
vegi 48b. Sýningin var opnuð þann
19. þessa mánaöar og henni lýkur í
dag.
■ SJÓMENNSKA í SJÓMINJA-
SAFNINU Svipmyndir frá sjávarsíö-
unni er heitið á málverkasýningu í
Sjóminjasafninu sem lýkur í dag.
Þetta er sýning á verkum Jóns Gunn-
arssonar listmálara þar sem viö-
fangsefniö er sjómennska og lífiö
viö sjávarsíöuna. Sýningin verður
alla daga frá kl. 13-17.
Fiindir
■ RÁPSTEFNAÚMGÆÐIHÚG-
BUNAÐAR Alþjóöleg ráöstefna um
gæði hugbúnaöar og hugbúnaöar-
þróun veröur haldin í dag í Háskóla
Islands. Alls flytja tuttugu erlendir og
innlendir sérfræöingar tölur. Vefsíða
ráðstefnunnar er
http://www.espice.hi.is/rvk en þar
má finna allar upplýsingar um skrán-
ingu og dagskrá m.a.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
í Hallgrímskirkju stendur sýning Sigrúnar Jónsdóttur á kirkjulist:
Listsköpun með
nál og garni
í ljósi dýrðar nefnist sýning Sig-
rúnar Jónsdóttur á kirkjulistmun-
um sem haldin er í Hallgrímskirkju
um þessar mundir. Þegar blaðamað-
ur kom í Hallgrímskirkju á mánu-
dag var Sigrún að sýna þýskri konu
verk sín en sú var að leita aö lista-
verki i þýska kirkju og sýndi áhuga
á verkum Sigrúnar. Þegar Sigrún
hafði lokið við aö ræöa við þá býsku.
snerí hún'sér aö blaöamanni og
gekk með henni um sýninguna. Þar
er að finna hökla, íslenskan búning
Sigrúnar, altarisklæði, altaristöflur
og margt fleira.
Kirkjullstln
Sigrún er fædd í Vík i Mýrdal
árið 1921. Hún lauk sérnámi 1
kirkjulegri textíllist í Gautaborg en
þar stundaði hún listnám á árunum
1947 til 1957. Sigrún hefur hefur
haldiö fjölda einkasýninga bæöi
hérlendis og erlendis og fengið við-
urkenningar fyrir hökla sína og trú-
arleg batikverk.
Sigrún var frumkvöðull í batik-
list hér á landi og ekki síður í
kirkjulegri list sem segja má að hafi
orðiö til á íslandi með hennar list.
Hugmyndaflugi henar eru engin
takmörk sett, t.d. fellir hún steina
inn i höklana sína handmálar á fín-
gerð efni o.s.frv. Hún segist þó síður
en svo gefa sig út fyrir að kunna allt
handverk. „Ég er sterkust með nál-
ina og í batík,“ segir Sigrún en hún
segist lika vera sterk i myndbygg-
ingu. Hún lætur því vefa fyrir sig,
t.d. höklana vegna þess að hún vill
ekki bjóða viðskiptavinum sínum
nema úrvalshandverk.
Yfir 200 trúarleg listaverk Sigrún-
ar prýða kirkjur og híbýli víðs veg-
ar um heim. „Áður en ég fór að iðka
mína kirkjulist stunduðu konur ein-
göngu handverk fyrir kirkjur. Öll
textílvinna var unnin eftir forskrift
karlkynsmálara eða sem er enn
verra að keypt er eitthvað fjölda-
framleitt erlendis frá.“
Sterk trúarleg sannfæring
Sigrún var spurð að því hvers
vegna hún hefði lagt fyrir sig
kirkjulist. „Ég vildi heiðra þessa
kvenlegu list, að halda á nál og
tvinna," segir Sigrún. „Ég vildi
sýna með menntun minni að nálin
og þráðurinn hefur jafnmikla mögu-
leika til að skapa list og penslillinn
og litirnir en ég hefði aldrei gert
þetta nema með minni sterku guðs-
trú,“ segir Sigrún sem segist leggja
Emblurnar
Sigrún Jónsdóttir ásamt Emblunum Ingibjörgu Gunnarsdóttur (til vinstri) og Stefaníu Davíösdóttur.
meiri áherslu á að sálin sé hrein en
hibýlin.
Þessa sterku trú hefur hún haft
frá því hún var lítið barn og hún
þakkar fyrir að hafa getað helgað
ævistarfið trúnni á þennan hátt.
„Ég hefði þó aldrei getað orðið
prestur," segir Sigrún. Að mati Sig-
rúnar sér þess ekki nægilega stað
innan kirkjunnar að konum hafi
fjölgað þar. „Mér flnnst þessar kon-
ur ekki halda nægilega kvenleika
sínum til haga innan kirkjunnar,
mér finnst þær vera of mikið i
karlaskorðunum."
Sigrún stundar enn sína list. Hún
segist vakna kl. 4 á morgnana og þá
vinnur hún hugmyndavinnuna.
„Hugmyndirnar streyma fram," seg-
ir hún, „og ég er viss um að mér er
stjómað af æðri máttarvöldum."
Emblurnar
Menningarklúbburinn Emhla
Reykjavík og Listvinafélag Hall-
grimskirkju stendur að sýningu Sig-
rúnar en þar eru verk sem unnin
eru á um 40 ára tímabili, frá því um
1960 og fram á þennan dag. „Ég hef
verið afar heppin í lífinu, ég hef hitt
svo gott fólk,“ segir Sigrún, „og
Emblurnar eru þar á meðal. Þær
hafa borið hitann og þungann af
þessari sýningu."
Emblumar vom fyrst stofnaðar í
Washington af íslenskum konum
sem þar bjuggu og starfa í nokkrum
borgum erlendis og einnig í Reykja-
vík en þar er klúbburinn skipaður
konum sem búsettar hafa verið er-
lendis. Þar sem klúbbamir starfa
erlendis hafa þeir það að markmiði
að stuðla að skapandi samveru
kvenna og barna á þjóðlegum ís-
lenskum nótum.
Þegar blaðamaður kveður Sig-
rúnu eru komnir fleiri gestir sem
vilja eiga orðastaö við hana og hún
er óðara farin að sýna og segja frá
höklunum sínum.
Hringiðn
WHHmM«8s8w
Listamaður frá Úrúgvæ opnar sýningu
í gær opnaði myndlistarmaðurinn
Javier Gil sýningu á málverkum í
Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16.
Javier Gil, sem kemur frá Úrúgvæ er
búsettur hér á landi og á íslenska
unnustu, sýnir á sýningu sinni mál-
verk, sem meðal annars eru af bygg-
ingum í Reykjavík. Fjöldi fólks lagði
leið sina á opnun sýningarinnar í gær
og þáði veitingar og skoðaði litrík
listaverk Gils. Sýningin stendur til 18.
september.
Þrjá áhugasamar
Eyrún Valsdóttir nemi, Hrund Þór-
hallsdóttir nemi og löunn Harpa
Gylfadóttir hárgreiöstumeistari voru
meöal gesta á sýningu Javier Gil.
Gestir á sýningu
Jón M. Guömundsson bóndi, Sigurö-
ur Kári Kristjánsson, formaöur SUS,
og Ásdís Sigfúsdóttir.
Verkin skoðuð
Gunnar M.
Hansson fram-
kvæmdastjóri
og Gunnhildur
Jónsdóttir
viröa fyrir sér
verk lista-
mannsins.
Listamaðurinn og unnusta hans dvmyndir eöj
Javier Gil og unnusta hans Ásdís Ýr Pétursdóttir nemi fyrir
framan eitt verka Gils.