Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 DV Fréttir Hörð samkeppni sláturhúsanna hafin: Slegist um sláturlömbin - bændur taka besta verðinu - sláturfé flutt landshornanna á milli Mismunandi verð Hluti þess fjár sem slátraö er í haust veröur sendur landshlutanna á milli því sláturhúsin bjóöa mjög mismunandi verö fyrir kjötiö. Hörð samkeppni er nú hafln milli sláturhúsanna í landinu enda haust- sláturtíð á næsta leiti. Sum þeirra bjóða mun hærra verð en önnur fyrir kílóið af lambakjöti. Þá er i boði mis- munandi verð fyrir flutninga á slátur- fé. Það sem vekur sérstaka athygli nú er að fjárbændur í Eyjafirði eru ekki samtaka um að senda til slátrunar í sláturhús KEA og KÞ á Húsavík. Margir þeirra senda til slátrunar á Blönduósi og aðrir til Hvammstanga. Þá senda Borgfirðingar og Dalamenn í talsverðum mæli fé til slátrunar á Hvammstanga þótt sláturhús sé í Borgamesi. Nokkrir eyfirskir bænd- ur senda einnig sláturfé sitt til Hvammstanga. En niðurstaða sam- keppni sláturhúsanna er í heildina sú að verið er að senda fé landshlutanna á milli. Bændur vilja að sjálfsögðu fá sem mest fyrir afurðir sínar og því kjósa margir að breyta til og versla við þann sem býður best. Landssamband sauðfjárbænda hef- ur gefið úr sérstakt viðmiðunarverð fyrir sláturafurðir. Nýja verðið nem- ur um 260-271 krónu á kílóið af iambakjöti í tveimur algengustu verð- flokkunum. Meðaltalshækkun frá við- miðunarverðinu, sem sambandið gaf út á síðasta ári, er tæp 6 prósent. Mlsjafnt verö Gísli Garðarsson, sláturhússtjóri sláturhúss Sölufélags Austur-Hún- vetninga á Blönduósi, sagöi, að þar væri slátrað fé af svæðinu allt frá Vestfjörðum og norður í Eyjafjörð. Hann sagði að þegar hefðu um 12 bændur úr Eyjafirði pantað slátnm. „Við borgum viðmiðunarverð Lands- sambands sauðfjárbænda á sjö flokka lambakjöts," sagði Gísli. „Fullnaðar- uppgjör fyrir innlenda markaðinn fer fram 25. október. Þá bjóðum við upp á hagstæðan flutning og erum með jafn- aðarflutningsgjald á því svæði sem við þjónum.“ Áætlað er aö slátra 48-49.000 fjár á Blönduósi í haust. Það er aukning um 10.000 fjár frá því í fyrra. Þar af eru um 4.000 fjár úr Eyjafirði. Einnig er um að ræða aukningu á Vestíjörðum, Skagafirði og heimavæðinu. Gísli sagði að enn streymdu inn slát- urpantanir frá bændum enda væri mönnum frjálst að velja sláturleyfis- hafa. Hjalti Jósefsson, sláturhússtjóri hjá Ferskum afurðum á Hvamms- tanga, sagði að um 20.000 fjár yrði slátrað hjá fyrirtækinu nú í haust. Stærstur hluti fiárins kæmi úr Borg- arfirði, Dalasýslu og af Hvamms- tangasvæðinu. Þá hefðu sex eða sjö bændur úr Eyjafirði pantað slátrun í haust. „Við borgum 4 prósent ofan á við- miðunarverðiö sem gefið var út í haust,“ sagði Hjalti. „Það munar 20 krónum á kíló sem gerir 200 þúsund á 500 lömb, að meðtöldu slátri og gær- um sem við borgum einnig betur fyr- ir. Við teljum okkur vera með ódýrt sláturhús og geta boðið betur. Flutn- ingskostnaður er lítillega niður- greiddur á lengri leiðunum. Við greiðum bændum 75 prósent af verð- inu 25. október." Eigandi Ferskra afurða er Hjalti í félagi við Erik Jensen á Akureyri. Fara milli svæða Steinbjörn Tryggvason, sláturhús- stjóri sláturhúss Goða á Hvamms- tanga, sagðist áætla að siátrað yrði um 40.000 fiár nú. Það kæmi víða að, af Vestfiörðum, Snæfellsnesi, Strönd- um og Dalasýslu. Goði rekur sláturhús á Hvamms- tanga, Egilsstöðum, Höfn, Selfossi, í Borgarnesi, Búðardal og á Hólmavík, „Menn bjóða auðvitað misjafnlega en ég held að samkeppnin sé ekki mikil," sagði Steinbjörn sem kvaðst ekki hafa orðið var við að þeir væru að missa viðskipti yfir til Ferskra af- urða á Hvammstanga. Hins bæri að geta að sláturtíð væri rétt um það bil að hefiast þannig að dæmið lægi ekki endanlega fyrir. Forstjóri Goða, Valdimar Leifsson, sagði viö DV að fyrirtækið treysti sér ekki til að greiða samkvæmt viðmið- unarverði Landssambands sauðfiár- bænda. „Við erum með 4 prósent jafn- aðarhækkun frá verðinu í fyrra. Svo kemur inn 1-11/2 prósent skerðing á geymslu- og vaxtagjöldum til okkar, sem við þurfum einnig að mæta. Síð- an ákváðum við að fara þá leið að hækka greiðslur fyrir vistvænt kjöt um 4 krónur á kíló. Þar er um viðbót- arhækkun að ræða.“ Leitt aö missa viðskiptavini Jón H. Björnsson, sláturhússtjóri KEA og KÞ á Húsavík, sagðist gera ráð fyrir að þar yrði slátrað 65-70.000 fiár. Það væri svipað og verið hefði hjá Kaupfélagi Þingeyinga og KEA. „En menn hafa val í þessu og það er gott,“ sagði Jón og bætti við að tals- vert væri um að menn færu milli svæða enda væri það hluti af frjálsum viðskiptum. Hann sagði eitthvað um að nýir viðskiptavinir sneru sér til Húsavíkur en vildi ekki tjá sig um hvaðan þeir kæmu Um verð sagði Jón að gert væri ráð fyrir að hækkun á dilkakjöti frá því í fyrra væri 4,7 prósent á stærstan hluta afurða. „Við höfum ekki talið skynsamlegt að hækka verðið á aðal- söluílokkunum eins mikið og Lands- samband sauðfiárbænda lagði til. Á móti erum við að greiða mjög sam- keppnishæft útflutningsverð, miðað við það sem gerist annars staðar. Við teljum að við séum að bjóða sam- keppnishæf kjör og þjónustu. En auð- vitað þykir okkur leitt að missa þessa viðskiptavini sem leita til Blönduóss og Hvammstanga.“ -JSS Brotist inn á Bifröst DV, BIFRQST:______________ Brotist var inn í hús Viðskiptahá- skólans á Bifröst aðfaranótt miðviku- dags. Þjófamir höfðu, eftir því sem best er vitað, lítið upp úr krafsinu nema eitthvað af tóbaki og krydd úr eldhúsi nemenda. Aðallega virðast þeir hafa varið tíma sínum í að bijóta upp ræstikompur og önnur slík rými sem litil verðmæti hafa að geyma. Lík- legt má telja að mikil umfiöllun um Viðskiptaháskólann á Bifröst síðustu daga hafi dregið umrædda „gesti“ að enda munu fartölvur um þessar mund- ir njóta mikilia vinsælda „á markaðn- um“. -DVÓ Brennuvargar Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú tvö ikveikjumál sem komu upp með stuttu millibili í fyrrinótt. Hið fyrra kom upp rétt fyrir mið- nætti, þegar slökkviliðið og lögreglan voru kölluð að logandi ruslatunnu við leikskólann Grandaborg við Boða- granda. Greiðlega gekk að slökkva log- ana og litlar skemmdir urðu vegna eldsins. Skömmu eftir miðnættið var kveikt í leiktækjum á leikvelli við Ála- granda. Rólan sem kveikt var í er tals- vert skemmd en engar aðrar skemmd- ir voru unnar þar. Lögreglan hefúr bæði málin til rannsóknar. -SMK Á ofsahraða í Vest- fjarðagöngunum Á undanfómum dögum hefur mikið borið á ökumönnum sem flýta sér ein- um of mikið í gegnum Vestfiarðagöng- in. I fyrradag var einn ökumaður tek- inn á 101 km/klst. hraða þar en leyfi- legur hraði í göngunum er 60 km/klst. Lögreglan á ísafirði viil biðja ökumenn um að virða hámarkshraðann og hægja á sér. -SMK 70 ára sönnun landrekskenningar DV, GARPABÆ: Bæjarráð Garðabæjar hefúr sam- þykkt að varðveita stöpul eða merkja- stein á Amarnesi og gera lítinn garð umhverfis hann. Hér er um að ræða stöpul er Þjóðveijinn Alfred Wegener (1880-1930) reisti í aprílmánuði 1930 ásamt fleiri stöplum með það fyrir aug- um að sanna landrekskenninguna sem hann setti fram á árunum 1908-1912. Á þessum ámm var landrekskenn- ingunni tekið fálega af vísindamönn- um enda var það ekki fyrr en um 1960 að mælitæki vora orðin nógu þróuð til þess að sanna kenninguna með óyggj- andi hætti. Nú nýtur landrekskenning Wegeners almennrar viðurkenningar. Alfred Wegener varð úti í rannsóknar- leiðangri á Grænlandi árið 1930. -DVÓ Veðriö í kvöld r Minnkandi noröaustanátt Minnkandi NA-átt, 5 til 8 m/s veröa allra austast en annars hæg síödegis. Léttskýjaö vestan til en léttir til um landiö austanvert. Léttskýjaö um allt land og sums staöar hætt viö næturfrosti í nótt. . Sólargangur o Sólariag i kvöld Sólarupprás á morgun Síódegisflóó Árdegisflóó á morgun IJ REYKJAVÍK AKUREYRI 20.46 20.40 06.08 04.53 19.51 00.24 08.16 12.49 Sk/ífLrigsií é veöurtáknum ^vindatt 10V.hiti ■io: I nietrum á sekúndu HEIOSKÍRT O LErrsKÝjAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ w <Wi?> W © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Cn w I » ÉUAGANQUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA 10° 3L©° 6° :i’L° 14° rs ll°vj/ isr Agætis færð Allir helstu þjóövegir eru greiöfærir. Hálendisvegir eru flestir færir stærri bílum og jeppum. Vegurinn í Hrafntinnusker er enn lokaöur. Þá er vegur F88 í Heröubreiöarlindir lokaöur vegna vatnavaxta viö Lindaá. Hæg breytileg átt Á morgun veröur hæg breytileg átt, léttskýjaö og hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Suöausturlandi. Laugar Vindur: /S ' Sunnud Mánuda 5—8 nv's ■ • Hiti 10° tii 17* Vindur: 10-15 m/s ’ Hiti 11* til 18° m Vindun 5-8 Hiti 11° til 18° SA 5 tll 8 m/s og skýjaó allra vestast á landlnu en annars hæg breytlleg átt oc léttskvlaö. SA 10 tll 15 m/s og rignlng vcstan tll en hæg suólæg átt og skýjaö austan tll. Hltl 11 til 18 stig, hlýjast noröaustanlands. SA-átt og rigning sunnan og vestan tll en skýjaö á Noröausturtandl. AKUREYRI léttskýjaö 6 BERGSTAÐIR skýjaö 5 BOLUNGARVÍK heiöskfrt 2 EGILSSTAÐIR 7 KIRKJUBÆJARKL. þokuruöningur 9 KEFLAVÍK léttskýjaö 8 RAUFARHÖFN alskýjað 7 REYKJAVÍK léttskýjaö 9 STÓRHÖFÐI skýjaö 9 BERGEN alskýjaö HELSINKI skýjaö KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö OSLÖ skýjaö STOKKHÓLMUR súld ÞÓRSHÖFN skúrir ÞRÁNOHEIMUR skýjaö ALGARVE heiöskírt AMSTERDAM þoka BARCELONA léttskýjaö BERLÍN rigning CHICAGO heiöskfrt DUBLIN rigning HAUFAX léttskýjaö FRANKFURT skýjaö HAMBORG léttskýjaö JAN MAYEN léttskýjaö LONDON skýjaö LÚXEMBORG skýjaö MALLORCA skýjaö MONTREAL skýjaö NARSSARSSUAQ heiöskírt NEWYORK skýjaö ORLANDO léttskýjaö PARÍS léttskýjaö VÍN alskýjaö WASHINGTON rigning WINNIPEG 11 15 13 12 11 10 9 17 9 19 15 24 15 15 15 10 5 11 13 24 22 6 23 23 13 16 23 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.