Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2000, Qupperneq 4
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2000 Búið er að gera tvær meiri háttar breytingar á Monza-brautinni til að bæta öryggi á henni en ekki eru all- ir á eitt sáttir um að breytingarnar séu til hins betra. Einnig hafa tveir ökumenn, Salo og Fisichella, lent í því að keyra út af við Ascari. Breytingarnar voru gerðar á fyrstu tveimur beygjunum, Prima Variante og Seconda Variante, og er það sérstaklega fyrri beygjan sem menn deila um. Hún var upphaflega hlykkur sem ökumennirnir gátu skorið með þvi að keyra yfir kant- ana. Til að gera beygjuna öruggari voru báðar beygjumar þrengdar til Bland í poka Leeds Vnited er á höttunum eftir Ali Daei hjá Hertha Berlín. Liðiö hefur í alllangan tíma haft augastað á íranska landsliðsmanninum. Ef af kaupunum veröur er talið að Leeds þurfi að greiða um 300 milljónir fyrir sóknarmanninn sem enn á eftir tvö ár af samningi sínum við þýska liðið. Merlene Ottey sigraði í 100 m hlaupi á móti í Grikklandi í gærkvöld. Hún hljóp á 10.99 sekúndum. Dennis Mitchell vann sömu vegalengd hjá körlunum, hljóp á 10,29 sekúndum Peter Reid, knattspyrnustjóri Sund- erland, hefur mikinn hug á þvi að kaupa Ugo Ehiogu hjá Aston Villa. Leikmaðurinn er metinn á 8 milljón- ir punda. Skoska liðið Celtic er á leikmanna- markaðnum eins og nágrannar þeirra i Glasgow Rangers. Celtic er aö íhuga kaup á Alan Thompson hjá Aston Villa sem verðlagður er á 2,5 mitljónir punda. Svo gcetifarið að fyrirliði Barcelona, Pep Guardiola, þurfi að gangast undir aðgerð á öxl í kjölfar meiðsla sem hann hlaut á æfingu með spænska landsliðinu í fyrrakvöld. í versta falli verður Guardiola frá t fimm mánuði og ef það yröi niður- staðan er þaö gífurlegt áfall fyrir Barcelona og spænska landsliðið. -JKS De Boer til Rangers Hollenski landsliðsmaður- inn Ronald De Boer skrifaði í gær undir fjög- urra ára samning við skosku meist- arana í Glasgow Rangers. De Boer var í síðustu viku orðaður við Manchester United en skoska liðið gerði Barcelona 600 milljóna króna tilboð í Hollend- inginn sem það samþykkti. De Boer var í 18 mánuði hjá spænska liðinu en þangað kom hann frá Ajax. Rangers hefur ekki hætt leik- mannakaupum en í gær voru sögusagnir á kreiki að liðið ætlaði einnig að krækja í John Hartson frá Wimbledon. -JKS Viggó keppir í Bretlandi Keppnislið KTM Ísland/Coca- Cola mun halda tii keppni í Bret- landi um komandi helgi. Viggó Viggósson, íslandsmeist- ari í Moto-Cross 2000, mun keppa á KTM 300 EXC i flokki áhuga- manna í „Fast Eddy“- keppninni á Hawkstone Park á sunnudag. Keppt verður í tveimur flokkum, flokki áhugamanna, u.þ.b. 300 keppendur, og flokki atvinnu- manna, u.þ.b. 200 keppendur. Viggó á góða möguleika á topp 10 sæti í keppninni og mun KTM- liðið taka með KTM 300 hjólið sem hann notaði tii þess að vinna íslandsmeistaratitilinn í Moto- Cross 2000. Hjörtur Jónsson, sem hefur verið keppnisstjóri undanfarin ár i Enduro-keppnunum, mun einnig verða með í fór ásamt Guðmundi Bjamasyni en þeir munu fylgjast með brautarlagn- ingu 4-falds heimsmeistara í End- uro, Paul Edmundson. Keppni þessi er sú síðasta á árinu af 3 og er líklegt að Paul Edmundson komi til með að sjá um Breska meistaramótið á næsta ári. Karl Gunnlaugsson er liðsstjóri liðsins en með í för verða Jón Magnússon og Skúli Ingason. Rangárnar langefstar Laxveiðitíminn er farinn að styttast í annan endann, fyrstu laxveiðiánum verður lokað á morgun fyrir veiði- mönnum. Miklu færri laxar gengu í veiðiámar en margir áttu von á. Laxa- göngurnar era orðnar kraftminni en fyrir nokkrum árum. Líklega hafa veiðst um 23-24 þúsund laxar á móti 34 þúsund löxum fyrir ári. Þó var það alls ekki gott veiðisumar, en sumarið er reyndar ekki búið enn. Það koma engar kröftugar laxagöngur úr þessu, kannski þar sem laxveiðiár hafa verið vatnslitlar eins og vestur í Dölum. Laxá í Dölum er fræg fyrir góð- ar göngur í september þegar laxinn hef- ur verið í þaranum fyrir framan ósinn og lætur sig hafa það að ganga í ána þegar rigna tekur á haustin. Laxá á Ásum stendur sig vel Við skulum aðeins kíkja á stöðuna núna. Rangárnar hafa gefið 3000 laxa og era langefstar, siðan kemur Norðurá í Borgarfirði með 1660 laxa, svo Þverá í Borgarfirði með 1250 laxa, þá Selá í Vopnafirði með 1050 laxa og Laxá í Kjós með 900 laxa og hefur veiðin geng- ið vel þar. Sjóbirtingurinn er að hellast inn þessa dagana og það virðist einnig vera mikil lax í Laxá í Kjós. Síðan kemur Grímsá í Borgarfirði með 880 laxa og svo nokkrar veiðiár í hnapp, Laxá á Ásum, Laxá í Leirársveit, Haffjarðará og Blanda. Laxá á Ásum með sínar tvær stangir er búin að gefa yfir 700 laxa og ber höf- uð og herðar yfir aðrar veiðiár landsins að teknu tiiliti til stangafjölda. Ef við tökum 10 stanga laxveiðiá sem dæmi, þyrfti hún að gefa um 4000 laxa, til að standast henni snúning. Fleiri laxar en í fyrra úr Fnjóská „Við erum komnir með 190 laxa á land úr Fnjóksá og það er meira en allt sumarið í fyrra, samt eru eftir 11 dag- ar,“ sagði Sigurður Ringsted í gærdag, er við spurðum um stöðuna í Fnjóska- dalnum. „Bleikjuveiðin hefur verið fin og ég var þama við veiðar fyrr í sumar og fékk 21 bleikju, þær stærstu vora fjögur pund,“ sagði Sigurður. - Síðan er mikið að gerast um helg- ina, Sigurður, er það ekki veiðidagur fjölskyldunnar í Fnjóksá? „Jú, það er rétt. Við ætlum að halda veiðidaginn um helgina og við geram þetta í samvinnu við veiðifélag Fnjóskár. Við ætlum að bjóða börnum og bamabörnum, svo og öðrum nánum ættingjum til veiða á laugardaginn og sunnudaginn. Það á að mæta í veiðihús- ið Flúðasel klukkan 9 árdegis hvom dag. Þar era veittar allar upplýsingar og veiðimenn úr Flúðum verða til að leiðbeina og sýna réttu handtökin til að ná þeim stóra,“ sagði Sigurður enn fremur. -G. Bender Ekki er nóg meö aö fáir laxar veiöist í íslenskum ám þessa dagana heldur eru sumir þeirra Ijótir. Hér er Vigfús Orrason meö hnúölax sem hann veiddi í Hvammsá, hliðará Selár f Vopnafirði, á dögunum. ^ Formúlu 1 keppnin í Monza: Ahyggjur af öryggi að hægja á bílunum. Mun þrengra er nú á milli horna og þegar keyrt er út úr seinni beygjunni er staðan á bílnum allt önnur en þegar fyrst var komið inn í beygjuna. Jean Alesi prófaði brautina áður en æfingar hófust á þriðjudag og var ánægður með breytingamar. „Áður varðst þú að bremsa fyrir fyrstu beygjuna og gefa svo í yfir kantana. Núna er þetta þannig að þú bremsar þangað til 80 metrar eru í homið og þá beygir þú til hægri og svo vinstri í stað vinstri og hægri áður. Þú gerir þetta í fyrsta gír og ferð lítils háttar upp á kantana en ekki yfir eins og áður. Ef þú lendir svo í vandræðum er hægt að keyra út af á gömlu brautina. Breytingin er fullkomnlega örugg.“ Ekki er víst að Alesi hafi tekið það inn í myndina að hann var einn og yfirgefinn við þessar prófanir en ekki 21 bíll á fullu gasi í kringum hann. Hinir ökumennirnir hófu prófanir á þriðjudag og eru ekki eins sáttir. Prima Variante er fyrsta beygjan eftir ræsingu og henni er náð nákvæmlega 10 sekúndum eftir að bOamir yfirgefa ráslínuna. Þess vegna hafa margir áhyggjur af þvi hvað muni gerast á fyrsta hring og að einhverjir bílar muni örugglega ekki komast óskemmdir út úr fyrstu beygjunni. Olivier Panis sagðist hafa miklar áhyggjur af þessu. „Það verða nokkrir sem fara þarna út af þar sem hún er of þröng. Ég held ekki að hún sé örugg.“ Sumir hafa líka áhyggjur af því að margir geti feng- ið refsingu á þessum stað. Coult- hard sagðist ekki geta ímyndað sér hvað margir fengju refsingu þama. Hugsanlega munu þó fjögurra daga æfingar, sem núna standa yfir, gera ökumönnunum kleift að læra inn á beygjuna en ef ekki eru líkur á því að keppnin á Monza verði söguleg. -NG íslandsmeistarar Víkings í borðtennis taka þátt í Evr- ópukeppni meistaraliða þetta áriö og í fyrstu umferð dróg- ust þeir gegn austurríska lið- inu Linz. Viðureignin fer fram í íþróttahúsi TBR í október næstkomandi. Frá vinstri: Sigurður Jóns- son, Guömundur Stephen- sen, Adam Haröarson og Markús Árnason. Frakkar verða fyrir blóðtöku: Deschamps hættir meö landsliöinu Didier Deschamps hefur ákveðið að hætta að leika með frönsku heims- og Evrópumeisturunum í knattspymu. Kveðjuleikur hans verður gegn Englendingum á Stade de France-leikvanginum á laugar- daginn kemur. Það er franska íþróttablaðið I’Equipe sem greindi frá þessu í gær en Deschamps mun tilkynna þessa ákvörðun sjálfur fyr- ir leikinn gegn Englendingum. Deschamps á að baki 102 lands- leiki með Frökkum en fyrirliði hef- ur hann verið í 55 leikjum. Hann hóf atvinnumannaferilinn hjá Nantes 1985 en fjórum árum síðar lá leiðin til Marseille og Evrópumeist- ari varð hann með liðinu 1993. Hann lék síðan með ítalska liðinu Juventus í fimm ár en síðasta tima- bili eyddi hann hjá Chelsea. I sum- ar keypti Valencia hann fyrir 450 milljónir. -JKS 18 . - - ----. Sport dvsport@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.