Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 15 Þrjú norsk lið ræða við Fýlki Topplið úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Fylkir, hef- ur á síðustu dögum átt í viðræðum við þrjú norsk félög en öll hafa þau lýst yfir áhuga á að fá Gylfa Einarsson, leikmann Fylkis, til liðs við sig en hann hefur leikið mjög vel með félagi sínu í sumar. Norsku liðin sem hér um ræðir eru Viking, Válerenga og Lilleström. Kjartan Danielsson, framkvæmdastjóri Fylkis, stað- festi í gærkvöld að Fylkir hefði átt í viðræðum við um- rædd félög. „Eins og við höfum áður sagt erum við bara rólegir yfir áhuga erlendra liða á leikmönnum okkar. Við ætlum að leyfa tímabilinu hér að klárast áður en nokkuð verður Gy,fi Einarsson. ákveðið. Við höfum ekki fengið formlegt tilboð en það á eflaust eftir að koma,“ sagði Kjartan. Grindvíkingar uröu í gærkvöld deildarbikarmeist- arar i knattspyrnu þegar þeir sigr- uöu Vai. 4-0, í úr- slitaleik á Laugar- dalsvelli. Hér sjást þeir íagna unnum áfanga aö lokinni verðlaunaafhend- ingu. DV-mynd E.ól. Körfuknattleikur: Tveir Rússar á leið í Borgarnes Úrvalsdeildarlið Skallagrims í körfuknattleik úr Borgamesi hefur samið við tvo Rússa um að þeir leiki með liðinu í vetur. Von er á þeim félögum til Borgarness eftir tíu daga. SkEillagrímsmenn eiga auk þess í viðræðum við Warren Peop- les sem lék hér á landi fyrir tveim- ur árum síðan, þá með Grindavík en árið þar á undan með Val. Að sögn Alexanders Ermo- linskijs, þjálfara Skallagríms, hafa átt sér stað viðræður við Peoples og niðurstaðna úr þeim er að vænta á næstu dögum. Ermolinskij vonaði það besta í þeim efnum og sagðist viss um að hann myndi styrkja lið- ið fyrir átökin í vetur. Rússamir sem um ræðir heita Andrei Krioni, 26 ára og 1,99 m á hæð, og Yevgeni Domivolski, 34 ára og 1,96 m, og hafa þeir leikið með liði frá norðurhluta landsins. Brynjar Karl í Val Nýliðar Vals hafa einnig styrkst en þeir hafa fengið Brynjar Karl Sigurðsson frá ÍA en um helgina gekk Herbert Amarson til félagsins eins og greint var frá í gær. -JKS Hrafn og Oskar til Coventry Tveir 16 ára gamlir leikmenn, Hrafn Davíðsson og Óskar Öm Hauksson, báðir úr drengja- landsliði íslands, fóru utan í morgun en næstu sjö daga verða þeir til reynslu hjá enska úrvals- deildarliðinu Coventry City. Hrafn Davíðsson úr Fylki er stór markvörður og þykir mikið efni en hann leikur með 3. flokki. Óskar Örn kemur úr Njarðvík en auk þess að leika með 3. flokki hefur hann fengið að spreyta sig með meistaraflokki sem leikur í 3. deild. öm skoraði þrjú mörk með félaginu í 3. deildinni í sum- ar. -JKS Fylkismenn gistu Eyjar í nótt Fylkismenn fóru til Eyja í gær- kvöld en þeir mæta Eyjamönn- um í undanúrslitum bikarkeppn- innar í knattspymu i kvöld. Veð- urútlit var ekki of gott fyrir dag- inn í dag og því tóku Fylkismenn enga áhættu og gistu Eyjar í nótt. Hinn undanúrslitaleikur- inn milli ÍA og FH verður háður annað kvöld á Skaganum. -JKS Hvalreki á íjörur Njarðvíkinga í körfuboltanum: Brenton kemur - fá auk þess sterkan danskan miðherja Brenton Birmingham kemur til Njarövíkur á föstudag. Úrvalsdeildarlið Njarðvíkinga í körfuknattleik fékk í gærkvöld gríð- arlegan liðsstyrk þegar Bandaríkja- maðurinn Brenton Birmingham ákvað að koma til íslands og leika með liðinu á komandi tímabili. Brenton er einn besti erlendi leikmaðurinn sem leikið hefur hér á landi. Hann lék með Njarðvíkingum timabilið 1998-99 við góðan orðstír en á síðasta tímabili lék hann með Grindvíkingum. Samið við danskan miðherja Njarðvíkingar hafa aúk þess samið við danska landsliðsmanninn Jes W. Hansen um að leika með lið- inu í vetur. Hansen, sem er 2,05 metra hár miðherji, lék með danska landsliðinu á Norðurlandamótinu í Reykjanesbæ í ágúst sl. og stóð sig þar vel og skoraði m.a. 23 stig gegn Finnum. Með tilkomu þessara leikmanna verða Njarðvíkingar ekki árennileg- ir i vetur en nú stendur sem hæst undirbúningur þeirra fyrir keppn- ina i úrvalsdeildinni sem hefst í lok þessa mánaðar. Þeir Brenton og Hansen koma báðir til landsins á fóstudag og fara beint með Njarð- víkingum í æfingabúðir á Flúðum en þar ætlar leikmannahópurinn að dvelja yfir helgina. Teitur Örlygsson var í sjöunda himni með að fá Brenton Birming- ham en þeir voru burðarásar Njarð- víkinga á sínum tíma. Við vitum nákvæmlega hvaö við erum að fá „Ég er geysilega ánægður með að fá Brenton. Við þekkjum hann vel og vitum nákvæmlega hvað við erum að fá. Hann þekkir einnig að- stæður vel héma og sömuleiðis langflesta leikmennina sem er ekki lítið atriði. Brenton gaf okkur end- anlegt svar um það sidegis í gær að hann kæmi til okkar. Hann er bú- inn að bíða eftir svari frá liði í Lí- banon í Beirút en gaf það upp á bát- inn um helgina. Ég er líka viss um að Hansen á eftir að nýtast okkur vel. Við sáum til hans á Norður- landamótinu en hann var í hópi sterkustu leikmanna í dönsku deild- inni sem er svipuð af styrkleika og deildin hér heima.“ Stefnum að sjálfsögöu á titilinn „Það vom einhveijir famir að spá okkur 5.-6. sætinu í vetur en ég held að sú spá eigi nú eitthvað eftir að breytast eftir þennan liðsstyrk. Við stefnum að sjálfsögðu á titilinn eins og við reyndar gerum á hverju ári hér i Njarðvík. Það er gott and- rúmsloft í leikmannahópnum og menn eru staðráðnir í þvi að standa sig vel í vetur,“ sagði Teitur Örlygs- son, þjálfari Njarðvíkinga, en hann leikur auk þess með liðinu en þetta verður síðasta tímabil hans sem leikmanns. Með honum við þjálfun liðsins í vetm- verður Friðrik Ragn- arsson. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.