Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Page 6
Halldór Gylfason og Friðrik Friðriksson hafa brallað ýmislegt saman síðan þeir voru í Leiklistar skólanum. Þeir hafa verið hallæriskarakterarnir Frissi og Dissi, leikið saman í fjölmörgum sýningum Borg- arleikhússins og líka í hinu vinsæla stykki Sjeikspír eins og hann leggur sig. Nú leika þeir tveir einir saman trúðana Skúla og Spæla í nýju leikriti Hallgríms H. Helgasonar, Trúðleik. Þorgerður Agla Magn- úsdóttir hitti þá félaga í Iðnó snemma morguns og tók þá tali. vera fyndnari hjá okkur en Bret- unum. Það sem við gerum líka er að finna tengsl Sjeikspírs við ísland, sem er náttúrlega ekki í sýningunni úti. Það er nokkuð sem við gerðum líka sjálf.“ Hamborgari með grænu gumsi En hvað felst í því að vera trúð- ur? Halldór: „Trúðar eru klassísk- ir, engin „perióda" út af fyrir sig. Trúðar eru með stórt hjarta og stórar tilfinningar. Þeir eru einlægir.og meina það sem þeir segja. Og þeir segja alltaf satt. Eins og einhver sagði: trúðar segja ekki brandara, þeir eru brandarinn. Þeir koma algjör- lega til dyranna eins og þeir eru klæddir." Halldór hefur verið að pára í pínulitla skrifbók annað slagið á meðan á viðtalinu stendur. Hvað er hann að skrifa? „Þetta er dagbókin hans Skúla, trúðsins sem ég leik. Ég er að skrifa fyrir leikskrána." Skúli les: „Vaknaði klukkan sjö. Horfði á ógeðslega fyndna videó- spólu. Borðaði morgunmat. Kakómalt, brauð með osti og einn sleikjó i eftirmat. Fór í ræktina og æfði rass, maga og læri. Hafði harðsperrur í 12 mín- útur (voða, voða sárt). Drakk mikið vatn.“ Spæli hefur lagt sína dagbók á minnið: „Vaknaði klukkan snemma. Las morgunblaðið. Sá þar fullt af fréttum. Borðaði hamborgara með grænu gumsi í morgunmat og sleikjó." Spæli er ekki kominn lengra með sína dagbók. Skúli bætir við: „Hékk fyrir utan Dingluna og horfði á fólkið kaupa skrítin rafmagnstæki. Vá, klukkan er næstum orðin. Fer að hitta Spæla en hann er sof- andi. Vek hann. Borðum saman morgunmat, aftur. Hamborgara með grænu gumsi. Mikið gott veður, mér líður voða, voða vel. Fer á bókasafnið. Tala við gamla konu sem er að fá lánaðar ævi- sögur. Sumar eru með fyndnum myndum. Fólkið í gamla daga var mjög sætt. Vá, klukkan er næstum orðin.“ trúi því líka að fólk sé að koma í leikhús til að verða fyrir ein- hverjum áhrifum. Ekki bara til að hlæja þó að það sé auðvitað mjög göfugt og ekkert að því. Mér finnst til dæmis ekki bara gaman að fara á gamanleik í leikhúsi. Mér finnst gaman að verða fyrir áhrifum, alls konar áhrifum, hvort sem þau eru skemmtileg eða sorgleg. Eða bara merkileg." En eru ekki margir sem fara bara í bíó og „meika“ ekki leik- húsin? Halldór: „Það eru nú margir sem „meika“ leikhúsin, það er svo mikil aðsókn í þau. Aðsókn- in hefur verið almennt mikil undanfarin ár. Það eru mörg hundruð þúsund manns sem fara í leikhús á hverju ári.“ Friðrik: „Aðsóknin í Borgar- leikhúsið og Þjóðleikhúsið sam- anlagt er um 180 þúsund. Svo eru sjálfstæðu leikhúsin með álíka fjölda." Slátur og skoska Þið leikið saman í Sjeikspír eins og hann leggur sig, er ekki búið að vera troðið út úr dyrum á öllum sýningum? Halldór: „Jú, það er búið að ganga mjög vel. Það er líka svo gaman að leika í þeirri sýningu, rosaleg orka sem fer í það. Mað- ur er svolítið hátt uppi eftir sýn- ingar.“ Aðspurðir hvort þeir hafi séð verkið erlendis segist Halldór hafa séð það úti í London en ekki Friðrik. Er sýningin sem þú sást lík ykkar? Halldór: „Okkar er svipuð en þó alls ekki eins. Það er ýmislegt sem gengur ekki upp hérna á ís- landi sem Bretarnir gera. Eins og til dæmis þegar þeir leika Macbeth þá tala þeir með skosk- um hreim og eru með slátur út um allt. Þeir gera líka mikið grín að því að ekki megi segja Macbeth, það detta niður kastar- ar og þeir gera mistök og svo- leiðis. Við sárnn að þetta gengi ekki hér og ákváðum því að gera eitthvað allt annað. Við lögð- umst því yfir leikritið og fund- um aðra leið, sem mér finnst Félagamir Halldór Gylfason og Friðrik Friðriksson leika um þess- ar mundir saman í þremur leikrit- um, Sjeikspír eins og hann leggur sig, Lé konungi og nú síðast í hin- um nýja Trúðleik Hallgríms H. Helgasonar, sem frumsýndur verð- ur í Iðnó næsta miðvikudag. Sofið undir borði Um hvaó er leikritiö? Halldór segir Trúðleik vera mjög skemmtilegan, „Þetta er fjöl- skyldusýning. Leikritið fjallar um tvo trúða sem heita Skúli og Spæli. Ég er Skúli en Friðrik er Spæli. Þeir hafa unnið lengi saman en eru þó ekki gamlir, eru á óræðum aldri eins og allir trúðar. Spæli vill ekki vera trúður lengur vegna þess að hann heldur að grasið sé grænna hinum megin við lækinn. Hann vill verða venjulegur maður og vinna á skrifstofu. Hann hefur fengið ranghugmyndir úr blöðum og sjónvarpi um að skrifstofustarf- ið sé miklu skemmtilegra en að vera trúður. Svo eru þeir að búa til atriði og ég (Skúli) er að reyna að uppfylla þar drauma Spæla. Af því að hann vill verða skrifstofumaður búum við til dæmis til þannig at- riði saman.“ Hvað segir þú Friörik, heldurðu aö það sé skemmtilegra aó vera skrifstofumaöur en trúður? mikið saman. Við leikum saman í Sjeikspír eins og hann leggur sig og Lé Konungi. Svo errnn við að fara að æfa fjórða leikritið saman, Móglí, uppi í Borgarleik- húsi. Við höfum líka áður leikið saman i nokkrum stykkjum.“ Friðrik: „Við byrjuðum að leika saman í Grease, svo í Pétur Pan, Vorið vaknar og Djöflun- um.“ Halldór: „Við höfum líka unn- ið saman tveir. Við sömdum tvö barnaleikrit sem við lékum i Húsdýragarðinmn.“ Friðrik: „Svo höfum við skemmt saman sem dúóið Frissi og Dissi á Hrísum ‘96“. „Það var um verslunarmannahelgi", segir Halldór og hlær. Hverjir eru Frissi og Dissi, eru þeir trúðar? Halldór: „Þeir eru hálfgerðir trúðar en þó frekar bara tveir h allæriskarakterar sem halda að þeir séu rosalega fyndnir en eru það ekki. Þetta var þegar við vorum í skólanum.“ Voru þið á sama ári í skólan- um? Halldór: „Hann (Friðrik) út- skrifaðist ári á eftir mér. Við vorum saman í inntökuprófun- um en ég komst inn en ekki hann, því er ég betri en hann,“ Halldór hlær dátt. Friðrik bætir við einlægur á svip: „Hann er betri en ég. En ég get sagt þér að Halldór Gylfason kemur aldrei fram í leikriti nema...“ Friðrik hlær og lítur á Halldór, blaða- maður er forvitinn og spyr: „Nema hvað?“ Halldór hikar, en svo: „Sko, ég borða mjög oft í leikritum, spila á gítar eða sýni á mér rassinn.“ Friðriki er mikið í mun að koma því á framfæri að Halldór sé frábær. Halldór svarar fyrir sig og segir Friðrik vera snilling, einstakan leikara og náunga. Gaman að verða fyrir áhrifum En hvernig er með aðsóknina i leikhúsin, er hún mikil, til dœmis á verk eins og Lé konung? Halldór: „Maður vonar það. Ég „Ég hef unnið sem skrifstofu- maður og það er ekki svo slæmt. Maður getiir bara sest niður eða jafnvel legíð/Ég fann stellingu sem ég gat spfnað i með hendina á músin|fí Jn með eðlilega kippi. Það vaú ajjveg eins og ég væri að gera aravað. í hádeginu skreið ég ujjföu* skrifborðið og sofnaði. Þar/g§t maður sofið í einn og hájfatf tíma, en samt verið í vjngjunni. /ftessir trúðar eru i rauninni A#ítið eins og við Dóri, ég var #nmitt að kvarta við Dóra að Jnig langaði til að fara að gera ' eitthvað annað, en Dóri segir bara: Nei, nei, nei.“ Umræður spinnast um að leik- arastarfið sé oft erfitt. Það er víst ekki hægt að sofna undir skrif- borði uppi á sviði. Friðrik klykk- ir út með fáum en hnitmiðuðum orðum: „Þetta er ekki alltaf þægileg innivinna." Tónlistin í Trúðleiknum er í höndum Geirfuglanna, en Hall- dór er einn meðlima hljómsveit- arinnar. Tekur þú þátt í að semja tón- listina? Halldór: „Ég hef verið svolítið stikkfrí frá tónlistinni því ég hef verið að leika í verkinu. En ég á þó einhvem smáhluta." Sýnir á sér rassinn Þið leikið saman í tveimur öðr- um stykkjum, ekki satt? Halldór svarar: „Við vinnum Baltasar Kormákur, „leikarastjóri“ Sigurður Kaiser, Ijósamaður Tvífaramir eru líkari sem kókaín og hveiti. Baltasar Kormákur Samper, leikstjóri og leikari, á sér „lítinn skrýtinn skugga“ og sá heitir Sigurður Kaiser. Baltasar hefur útlit bóhema og höfðar til kvenpeningsins með suðrænu yfir- bragði og eftimafni. Sigurður Kaiser er fær ljósamaður í leikhúsi og hefur unn- ið á hinum ýmsu stöðum, meðal annars hjá Loftkastalanum, með Baltasar. Við fyrstu sýn eru þeir kannski ekkert voðalega líkir. Sigurður verður líklega seint talinn jafn snoppufríður og Baltasar en hann virðist ganga ansi langt í tilraun- um sínum til að líkjast honum og verður hálfkjánalegur fyrir vikið. Útgeislun- in og framkoman er einhvern veginn ekki sú sama. Það kemst jú enginn í vímu af hveiti. Engu að síður tekst Sigurði furðu vel upp þegar kemur að þvi að apa eftir töktunum og fatastilnum og ef hann stigi skreflð til fuils og kíkti í einhvers konar lýtalækningaaðgerð, væri ekki gott að sjá hvor væri hvað. 6 f Ó k U S 13. október 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.