Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Side 16
... gamall maður, nánast dauður, alltaf blankur en þrátt fyrir það skil ég ekki yfir hverju gamla fólkið á Austurvelli er að kvarta. Ég hef alla tíð verið mikill óreglumaður, drukkið og djammað, sofið hjá alis konar kerlingum (mömmum ykkar og ömmum), eytt pening- unum í alls konar drasl eins og spilakassa Rauða krossins og Pokemon, ég hef pissað utan í opinberar stofnanir af því að það er svo fyndið og gengiö með við- bjóðslega ljóta hárkollu í tutt- En það hvarflar ekki að mér að vera með svona væl. Gamalt fólk á ekki betra skilið. Við, gamla fólkið, reynum alltaf að vera óþekk þegar við mögulega getum. Við eignum okkur heitu pottana í sundlaugunum, látum hárin standa út úr sundskýlunni, þvæl- umst fyrir alvöru fólki í matar- búðum, höldum Kristnitökuhá- tíðir á hverju ári, köllum alla fasista sem okkur sýnist og göngum í skræpóttum jogging- göllum, bara til að stríða. Við hrækjum á ungt fólk og gefum út endalausar endurminningar um eitthvað bull sem enginn nennir að lesa ... ... um. Það erum við sem stöndum fyrir því aö hafa dagskrána á RÚV svona hrikalega leiðinlega, mánudagsviðtalið er t.d. ein af okkar bestu og mest pirrandi hugmyndum. Við tökum fólk á taugum með því að tala hægt og þykjumst ekki heyra það sem aðrir eru að segja, við látum leggja okkur inn á elliheimili, borðum slátur og látum unga fólkið sjá um okkur að öllu leyti. Ég fullyrði að það vinnur ekki einn einasti gamall maður á ... ugu ár án þess að þvo hana ... Mikaeí Torfason er unqur rithöfundur sem nokkuð hefur kveðið að undanfar- ið. Hann er að senda frá sér ssna þriðju bók, Heimsins heimskasti pabbi. hef- k ^ ur fengist við vmislegt í % gegnum árin og ekk; hafa ■ 1 allir verið á eitt sáttir um : f verk hans og fullyrðingar. RwJfeí Ekki hafa þó aílir kvartað °9 naTa °r* nans °ð ann' mwS llfe* arra jafnvel verið túlkuð ÍÍiIP'm sem orc hlnnar nýtu oq :}fM framsæknu kvn- s Æm slóðar. Mikaeí er s :: á hreinu oc vandar ekki öil um kveðjurnar heimilinu ’r'-> IwÍÍÍsÍ / ... elliheimili. Það eru svo mikið forréttindi að vera gamali, þaö er svo mikið sæl- lífi að fólk keppist við að verða gamalt og hætta að þurfa að hafa fyrir hlutunum. Sjáið t.d. bara ungu verðbréfasalana og nýjasta bankastjóra íslandsbanka, þetta er . ekki nema þrettán, fjórtán ára t gamall gutti en hann greiðir sér eins og löggilt gamalmenni. Ég er viss um að hann reynir að svikja út afslátt í strætó út á þetta ... ... look. Þegar ég sá félaga mína, gamla fólkið á Austurvelii, standa eins og gamlar hænur og hrópa móðganir til virðulegra alþingismanna, „hoppið upp í rassgatið á ykkur, niður með Alþingi o.s.frv.,“ hugs- aði ég með mér: skammist ykkar gamalmenni! Það ætti að láta lögg- una taka ykkur öll og rassskella með gömlu bambuspriki. Ég skil ekki af hverju þetta lið er að æsa sig svona. Það vinnur ekki, hang- ir bara í Bónus allan daginn og fær svo senda peninga einu sinni í mánuði. Það er ekki svo ... ... slæmt. Ef ég væri ungur maður myndi ég ekki láta bjóða mér þetta. Ég myndi láta allt gamla fólkiö vinna, t.d. þrífa á skemmtistöðum eða pússa skó. Það væri líka mjög gam- an að láta gamla fólkið sópa göt- urnar, þá gæti unga og hressa fólk- ið keyrt um og hlegið að gamla lið- inu og ef það stendur sig ekki þá er bara að rétta hendurnar út um glugganan á bílnum og slá það niður með G-Shock-úrunum. Það myndi örugglega hrista upp í þessu vanþakkláta gamla ... liði. „Ég er búinn að vera að vinna að þessari bók allt of lengi því um leið og ég var búinn með fyrstu bókina mína þá byrjaði ég á þessari. Sumarið ‘97 skrifaði ég fyrsta uppkast en síðan eru þau orðin 14 og einhvers staðar í milli- tíðinni henti ég öllu sem ég var búinn að skrifa. Hitt var eiginlega notað sem æfmg fyrir þessa,“ segir Mikael þegar hann er spurður fyrst um nýju bókina. Brjálað í Scoresbysundi Fyrsta bók Mikaels var Falskur fugl sem kom út árið 1997. „Ég skrifaði hana á Hellu þar sem ég átti heima í níu mánuði. Þegar ég var búinn með hana fékk ég hálfs árs rithöfundarlaun og við fórum öll til Portúgals og vorum þar i háift ár og þar skrifaði ég Sögu af stúlku sem kom út 1998 hjá Forlaginu. Það voru vinir mínir hjá Plúton sem gáfu fyrstu bókina út og ég dreifði henni sjálfur." Hvernig er staöan í útgefendamálum núna? „Núna er ég með útgefanda sem heit- ir JPV svo að þetta er orðið eins og skólagangan mín sem var i nokkrum menntaskólum sem ég droppaði alltaf út úr. Þannig er þetta ekki failegur fer- iil. Þetta er bara eins og vinnumar sem maður hefur unnið. Þegar ég skrifaði Falskan fugl vann ég í kjúklingaslátur- húsi og prentsmiðju, ég vann í Plastos og hef verið á sjó, var blaðamaður og hef í raun unnið við allt.“ JPV er klofningurinn frá Máli og menningu. Hvernig kann Mikael viö sig þar? „Já, ég elti Jóhann Pái af Forlaginu. Hann er ágætur, fínn náungi. Þetta Mál og menningar-lið er samt voðalega gelt þannig að maður er hálffeginn að losna við að vera hjá dótturfyrirtæki þess af því að þetta er liklegast það fyrirtæki sem manni líkar verst við. Þetta er svona eldhússtemning. Þó að Jóhann Páll sé svolitið big-cor- porated ferðu samt á fund með honum í eldhúsinu hjá honum. Hann er ótrú- lega mikill bisnessmaður en nær samt að halda þessum hluta bransans á voðalega persónulegu leveli.“ Allar þessar þrjár bœkur virðast hafa veriö skrifaóar í afskaplega ólíku umhverfi, fyrst í slorinu, svo í sólinni og loks í borginni. Svo ertu kominn til Kaupmannahafnar núna. „Já, ég er náttúrlega bara að fínisera þessa bók hérna. Ég skrifaði mest af henni i Reykjavík en ég var líka á Grænlandi í fyrravetur og þar var ég líka að hjakkast í þessari bók allan tím- ann.“ Mikael dvaldi á Grænlandi um sex vikur en auk þess að fást við skriftir vann hann líka aö þáttagerð fyrir sjón- varp. „Jú, ég gerði heimildamynd sem enginn virðist vilja kaupa,“ segir hann og hlær. „Þetta var alveg brjálaður bær í Scoresbysundi þar sem var endalaust af fyllibyttum og morðingjum. Maður hitti þama blindfulla ólétta konu reykj- andi á sokkunum úti í snjóskafli eftir að kallinn hafði hent henni út. Sjáifur gekk maður um með riffíl út af ís- bjarnahættu þannig að þetta var alveg ótrúlega þunglyndislegur bær. Maður fór ekkert þarna ógrátandi yfir þvi hvað fólk getur verið miklir fávitar." Hvern þarf maður að sjúga? Svo hafa borist fregnir af því undan- fariö ár aó þú hafir verió aó taka bíó- mynd, hvenœr kemur hún eiginlega? „Ég veit þetta ekki, hún kemur von- andi fyrir næsta sumar. Þetta er svo mikill bransi, maður,“ segir hann um myndina sem ber heitið Gemsar. „Hún gengur vel en hún fékk óvænta peninga. Fyrst var þetta bara low- budget-geðveiki en svo fékk hún styrk frá Kvikmyndasjóði og þá breyttist auðvitað allt rekstrarumhverfið og pönkblærinn fór af þessu og þá var óþarfi að berja hana í gegn eins og við vorum að gera. Það var frekar að reyna að gera hana skikkanlega fyrir þann pening sem við fengum." Myndin verður þá engu aó síöur góó þráttfyrir þessa stefnubreytingu? „Hún verður betri ef eitthvað er þvi að nú eigum við allavega pening til að gera hana. Annars hefðum við ábyggi- lega þurft að skuldsetja okkur til að klára þetta og hefðum þá kannski setið uppi með lélegt hljóð eða eitthvað, en nú getum við gert þetta almennilega." Þú hefur fengist aö mestu viö kreativa hluti, er ekki bölvaö hark aö lifa á þessu? „Jú, þetta er náttúrlega óþolandi hark. En núna er ég heppinn þvt ég er að skrifa fyrir Snorra Þórisson, sem á Pegasus Pictures, er að skrifa tvö kvik- myndahandrit fyrir hann sem eru styrkt af Media. Annað er upp úr Fölskum fugli og hitt er upp úr bók sem heitir Min bror og hans bror eftir Hakon Lindquist. Þetta er sænsk bók sem hefur komið út í íslenskri þýð- ingu. Á þessum peningum er ég náttúr- lega að lifa en annars er þetta bölvað hark, sérstaklega ef maður er ekki fæddur 1950 og tilheyrir þessari sklta ‘68-kynslóð sem fær öll rithöfundalaun- in. Kannski kemur að því að ég fái þau en þá verður örugglega búið að leggja þau niður,“ segir hann og hlær. „Ég hef samt fengið einu sinni en á meðan maður fær ekki rithöfundalaun fær maður soddan skítapening fyrir eina bók. Nú hef ég samt selt báðar mínar bækur yfir meðallagi, selt þokkalega vel, en bækur eru náttúrlega ódýrar miðað við að maöur þarf að borga 5000 kall fyrir tölvuleik handa syni sinum, maður. Bækur eru skítbillegar en ef maður gefur út bók á ársfresti er mað- ur kominn á sömu laun og Jón Ólafs- son, sem er ekki hægt að lifa á.“ Þú hefur nú veriö duglegur að gagn- rýna þessar úthlutanir í gegnum tíöina — ertu algjörlega á móti þessu kerfi? „Fyrst og fremst er svona kerfi of- boðslega asnalegt þar sem það er fullt af virkum höfundum sem standa kannski fyrir utan það eða fá bara sex mánaða laun og svo framvegis. En það er líka fólk þarna á ellilaunum sem er að fá rithöfundalaun ofan á þaö og ég i 16 f Ó k U S 13. október 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.