Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Side 18
2
>
í f ó k u s
Hjátrú er eitthvað sem allir Islendingar ættu
að tileinka sér að nýju eftir að hafa vanrækt
þá ágætu hefð um langt skeið. í dag er föstu-
dagurinn 13. október sem gerist víst ekki á
hverjum degi. Dagurinn í dag er sem sagt til-
valinn til að krydda aðeins tilveruna og gerast
dálítið frík. Og það er alveg á hreinu að í fram-
tfðinni gengur þú ekki undir stiga, þú passar
þig á svörtum köttum og svona til að krydda
þetta aðeins færðu þér eitt stykki héraloppu
til að þú sért algerlega seif. Þar með er þó
ekki allt talið. Ef þú ætlar algerlega að gull-
tryggja þig skaltu passa þig á því að kveikja
ekki í sígarettunni með kertisloga því þá drep-
urðu sjómann, ekki máttu brjóta spegil því þá
hvílir ógæfan á þér í sjö ár og svo verðurðu að
passa þig á að snúa skeifunni þinni rétt, ann-
ars fer allt i hönk. Sem betur fer er þó að
koma vetur þvi annars þyrftirðu að passa þig
sérstaklega á þvi að drepa ekki járnsmið, Is-
lendingum hefur aldrei vegnað vel ef þeir
verða fyrir því óhappi. Þetta ætti að duga. dag-
urinn í dag og þeir næstu eru ekki vel til falln-
ir til að þrjóta þessar gullnu reglur.
ú r f ó k u s
Útvarpsþátturinn Ding Dong er giörsamlega bú-
inn að vera og stjórnendur hans líka, fyndnasti
maður íslands og hinn ágæti útvarpsmaður
Doddi litli. Frá því að Radíó fór í loftið fyrr á árinu
höfum við þurft að sitja undir þeim félögum á
þesta tíma i útvarpinu og þó þeir reyni og reyni
eru þeir hreinlega ekki neitt fyndnir. Á íslandi höf-
um við einn útvarpsþátt á þessum nótum sem
gengur upp og sá ber heitið Tvíhöfði. Aðrir kom-
ast ekki í hálfkvisti við þá og, eins og gefur að
skilja, hljóta þeir að lenda í því að taka upp sömu
dagskrárliðina eða að minnsta kosti svipaða.
Þetta einkennir Ding Dong og er alveg hreint
sorglegt að heyra hvernig þeir þæði lepja allt upp
eftir Tvíhöfða og eins hversu illa það er gert. Þar
sem þeir félagar eru ekki fyndnir er alveg furðu-
legt hvers vegna þeim var fengið þetta verkefni
þegar þeir geta ekki komist sómasamlega frá
hlutum eins og það sem þeir kalla Mál dagsins
eða símaöt sem snúast öll um kúk og piss. Ef
stefna stöðvarinnar er á annað borð að halda úti
spjallþætti á daginn væri þá ekki máliö að fá
menn sem hafa um eitthvað að spjalla? Mætti
þá heldur biðja um að stöðvunum væri skipt aft-
ur upp svo maöur geti að minnsta kosti skipt á
milli þegar þeir fara að tala.
Nú er komið haust og tekið að kólna all svakalega í veðri. Sandalarnir og stuttu
pilsin komin lengst inn í skáp og vetrarfötin frá því í fyrra komin fremst í hillurnar. En
hverju skal klæðast? Verða fórnarlömb tískunnar með blöðrubólgu og kalbletti á
óþægilegum stöðum fram á vor eða leyfir tískan í vetur klæðnað sem hæfir veðrátt
unni? Eru það úlpur eða kápur, pils eða buxur, háir hælar eða lágir? Afgreiðsludöm
urnar í tískuvöruverslununum vita líklega manna best hvað verður í tísku í vetur
og hér á eftir eru þær spurðar spjörunum úr um það auk þess hvað þær eru sjálfar
hrifnar af.
Nafn/búö?
Adda í Dýrinu.
/ hvernig fötum ertu?
Ég er I fötum úr þúðinni, síðum Humanoid
buxum og ullarpeysu frá Laundry Industry.
Strigaskórnir eru mfnir eigin.
Hver eru uppáhaldsfötin þín dg/eöa merki?
Það eru svo mörg merki. Hér í búðinni er það
til dæmis Isabella Marant. Annars eru þaö
Antonio Berardi, Alberta Ferretti og Chloe
hönnunin frá McCartney. Restir eru að gera
góða hluti. Ég er buxnakona alveg frá a til ö.
Hvaö er í tísku í vetur?
Litirnir sem eru í tísku í vetur eru grænn,
rauður, appelsínugulur og beislitaður, svo er
það alltaf svartur. I vetur á fólk að klæða sig
vel, dúða sig I peysu, húfu, vettlinga og trefil.
Stíllinn f vetur er sem sagt að klæða sig vel
og skynsamlega.
Uppáhaldsbúðin þín fyrir utan búöina sem þú
vinnur í?
Spúútnik, þar sem maður getur gramsað, og
Urban Outfitters í London.
Hvaö er þaö mesta sem einn kúnni hefur eytt
í búðinni þinni?
Líklega um sextíu þúsund krónur. íslendingar
eru ekki mikið fýrir að versla f stórum upp-
hæðum. Þeir eru meira fyrir að geyma og
skipta greiðslum. Við erum öll á lánum,
brjóstin, fötin, jeppinn og málsverðurinn á Rex
er á Visa.
Nafn/búö?
Heiðdís Anna í Smash.
/ hvernig fötum ertu?
Ég er í bol og peysu frá Extra.is, sem er fs-
lensk hönnun, og buxum frá Deres.
Hver eru uppáhaldsfötin þín og/eöa
merki?
Mér finnst fötin frá Extra.is mjög flott en
ég er samt engin merkjamanneskja. Ég
hef gaman af öllum fötum en klæðist mest
buxum þessa dagana. Uppáhaldsflfkin er
kápa sem ég var að kaupa mér frá
Extra.is.
Hvaö er í tísku í vetur?
Að vera maður sjálfur. Tískan fer mikið eft-
ir smekk hvers og eins. Kamellitur og bux-
ur svipaðar frá því sem var á hippatímabil-
inu er áberandi í vetur en í bland við nýtt.
Hver er uppáhaldsbúöin þín fyrir utan búö-
ina sem þú vinnur i?
Morgan f Kringlunni.
Hvaö er þaö mesta sem einn kúnni hefur
eytt í búöinni þinni?
Einhvern tímann kom sjómaður sem keypti
föt fyrir fjörutíu eða fimmtfu þúsund krón-
ur.
Nafn/búö?
Inga í Spútnik.
/ hvernig fötum ertu?
Ég er f kjól, netsokkabuxum og bol úr búð-
inni.
Hver eru uppáhaldsfötin þín og/eöa merki?
Ég er mikil kjólakona og er mikið fyrir litrík
föt og glimmer og glans.
Hvaö er í tísku í vetur?
Það er mikið um föt eins og voru áberandi
á áttunda áratugnum, bolir með pönkútliti.
leðurpils og notuð gallapils sem eru saum-
uð úr buxum. Kjólar eru ekki mikið í tfsku
nema helst skyrtukjólar. Gróf belti og gling-
ur eru Ifka mjög vinsæl og f okkar búð eru
það allavega litir og mynstur sem eru ráð-
andi. Svo er það gullið; nælur, armbönd og
sfðir eyrnalokkar.
Hver er uppáhaldsbúöin þín fyrir utan búö-
ina sem þú vinnur í?
Karen Millen er búðin sem mig langar til
að versla í þegar ég verð rík.
Hvaö er þaö mesta sem einn kúnni hefur
eytt í búöinni þinni?
Mesta sem ég veit um eru þrjátíu þúsund
krónur.
Nafn/búö?
Kolbrún f Top Shop.
í hvernig fötum ertu?
Ég er f svörtum Top Shop rúllukragabol,
gallabuxum og með belti. Ég á skóna sjálf
og það eru bara þægilegir vinnuskór.
Hver eru uppáhaldsfötin þín og/eöa merki?
Ég er mest í Top Shop fötunum og er yfir-
leitt í gallabuxum eða pilsum yfir buxur.
Hvaö er í tísku í vetur?
Kamellitur er mjög ríkjandi og einnig er
mikið um beisaða og brúna liti. Rúllukraga-
peysur og tweedbuxur eru líka inni f vetur.
Stígvél sem eru ekki með háum hæl held-
ur frekar f laginu eins og venjuleg stfgvél,
bara fínni, eru vinsæl, sem og önnur stíg-
vél.
Uppáhaldsbúöin þín fyrir utan búöina sem
þú vinnur i?
Búðir með öðruvfsi föt og notuð föt eins og
Spútnik og Dýrið.
Hvaö er þaö mesta sem einn kúnni hefur
eytt í búöinni þinni
Ég hef afgreitt mest fyrir fimmtfu þúsund
krónur.
hverjir voru hvar
Klaustrið heldur sinu striki með nýjum skemmt-
anastjórum (Gústa og Örvari) og nýju dansgólfi.
Þar var sjóðheitt Salsakvöld á föstudaginn í sam-
vinnu við FM 957 og Sauza þar sem Dj Carlos
spilaði salsatónlist og Jorge sýndi salsadansa,
Sumarstúlkur Bylgjunnar og Séð og heyrt héldu
veislu eftir krýninguna f fylgd með Ásgeiri Kol-
beins Bylgjukalli, Jóhanni Erni dansara, og
Gumma Gonzales. Bjarki Sig. og Hvati, útvarps-
menn á fm957, voru á sveimi og FM
trukkurinn stóð blikkandi fyrir utan -
hvers vegna, voru þeir að flýta sér? Heiða
Valmikistúlka glóði að vanda og Marinó
Sveins athafnamaður leit yfir heiðar og
hitti Árna Elliott plötusnúð og skemm't-
anastjóra frá Akureyri. Sumir sáu vfst til
Clark Kent???? Á laugardaginn mættu
svo Barði í Bang Gang og Maggi Jóns
Gus Gus gaur. Utandeildarliðið FC Kiddi
hélt uppskeruhátíð í kjallaranum og þar
gaf að líta Jóa Ara barþjón, Andrés á Prikinu og
Ófeig af Lindinni. Siggi John, eigandi hinnar um-
deildu verslunar Taboo, og Magga, konan hans,
voru ánægð með
nýja gólfið sem
og Bjöm Steph-
ensen módel og
herra Skandinav-
ía og Marín
Manda sem kom
Fjölnislaus í þetta skiptiö (ekki eru þau
hætt saman eina ferðina enn?).
Það var fullt út úr dyrum á Astró um
sfðustu helgi og segja kunnugir að það
sé greinilegt að fólk sé fegið að vera
komið „heim". Ingvar Guðmunds., eig-
andi Salatbarsins, hélt uppi fjörinu hjá
stórum hópi kvenna alla helgina, Play-
boy-stelpurnar Arna og
Díana Dúa voru glæsilegar
að vanda ásamt vinkonum sfnum,
Heiðar Austmann, Gassi-gír, Auður,
Pétur Árna, Kalli Lú, Jói Jó, Haraldur
Daði, Erling, Þór Bæring (sem hélt
steggjapartí fyrir bróðir sinn) og
Hulda Bjarna voru i rífandi stuði.
Stöðvar 2 liðið var ekki jafnglatt eftir
fjölmiðlamótið f
knattspyrnu
karla. Fremstur í flokki
stöðvarmanna hinn knái
og alltaf káti Valtýr Björn.
Simbi og Svavar Örn
snigluðust um staðinn og
voru að tískulöggast, Eva
flugfreyja og vinkonur
voru á staðnum eins og
Elva „Miss Teen", Hera
og vinkonur þeirra. Andri Már Heimsferðakóng-
ur, Þorsteinn og Gummi Ben voru á
kantinum, Nanna „Mbl.is" og Ya-
smine voru sjóðheitar á troðfullu
dansgólfi. Bjarni og Jói dansari
spjölluðu saman eins og kraftakarl-
arnir Magnús Ver, Sölvi Fannar,
Stjáni „Fittness", Hjalti Úrsus og
Andrés „stóri". Enginn þeirra var þó
víst jafnflottur og Bjössi „World
Class" meö vatn f glasi. Strákarnir
Valli og Siggl Hlö tóku sófann f beinni annað
kvöldið og fylgdu þeim Dóra, Sigga Halla, Dóri
Ijósmyndari og allt hitt liðið sem lyftir sér víst
aðeins upp eftir showið. Hlín Hawain Tropic
pæja og vinkonur voru brosandi út f eitt alla
helgina. Jón Gunnar Geirdal og Gummi Gonza-
les voru uppstrflaðir að vanda. Einnig sást til
Gunnu Inwear pæju og vinkvenna, GK-drottning-
anna, Brynju „Carter", Ingó (var hann ekki í
Rikshaw fýrir hundrað árum?), Magga, Kalla og
hins staffsins af Brasserí Borg. Þarna sást auk
þess til Önnu og Svabba ásamt einhverju eld-
hressu Planet-liöi, Ástu Björg Talstelpu og vin-
konum, Siggu, Mundu, Heiðu Valmiki-skutlu og
Jóns Kára athafnamanns. Á Astro sást líka
glitta í Árna Gunnar og Sunnu, Clinton-bræður,
Þór Jón háloftahetju, Hjalta í Betrunarhúsinu,
Hebba Skímóstrák, Röggu konu Eiðs Smára og
vinkonur og ívan Burkna stflista. Seinna sást til
Philippe Golden Eye og Láru, Luca Costic fót-
boltaþjálfara, Bryndísar Hölm, Gauja og Einars
Kristjáns, Rúnars Róberts og Sonju. Vinirnir
Unnar í Japis, Óli Kani, Óli f B.T-tölvum og Jón
Geir FM-kall voru pollró-
legir á efri hæðinni. Ingi,
Öggi Euróvisfonkall og
Helgi Björns voru í rífandi
stuði. Unnar úr hr. ísland-
keppninni var þarna og Ei-
ríkur f Sambfóunum, um-
vafinn stúlkum rétt eins
og venjulega, Ragna og
Halldór Bachmann lög-
fræðingur, Ingi I Sælunni
og vinkonur hans, hver annarri fríðari á snopp-
unni.
Tíska* Gæði* Betra verð
18
f Ó k U S 13. október 2000