Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Blaðsíða 3
Ifókus Vikan 13. október til 19. október 11 f Í ð E F x I R V J„N N^U„ Stærsta nafn Airwaves-tónlistarhátíðarinnar í ár er án efa breska hljómsveitin Suede. Á fimmtudagskvöldið næsta hefst hátíðin sem standa mun í fjóra daga. Allir helstu skemmtistaðir borgarinnar verða undirlagðir af tónleikum og útsendurum amerískra hljómplötufyrirtækja í leit að bitastæðri og jafnvel ætri tónlist. Leggja Reykjavík að fótum sér viö maelum með Stórum loðhúfum. Það ættu allir að fá sér stóra loðhúfu fyrir veturinn. Þær henta vel til að skýla manni fyrir vetrakuldanum á íslandi og svo eru þær þannig gerðar að maður heyrir ekkert þegar maður er með eina slíka á höfðinu og losnar þannig við leið- inleg hljóð og hávaða. gera um helgina **ao ci cins og iRCUKUi lai uinui oiuuiuri og blautari varir með aldrinum. í fyrra var Airwaves-tónlistar- hátíðin haldin í fyrsta sinn og þótti takast helvíti vel. Þar spiluðu allar efnilegustu hljómsveitir landsins ásamt þekktari böndum á borð við Gus Gus og Thievery Cor- poration. Hátíðin í fyrra sem og í ár var ekki eingöngu haldin til að skemmta landanum heldur einnig og enn frekar til að kynna þann fjársjóð sem hér er að finna af álit- legu músíkfólki. Þetta tókst nokk- uð vel i fyrra því hingað kom fjöld- inn allur af áhrifafólki úr amerísku tónlistarlífi til að sjá og heyra í tón- listarfólkinu okkar. Svipaður fjöldi áhrifamanna er víst væntanlegur til landsins í næstu viku. Einhvem árangur bar þetta því sem dæmi má nefna er Quarashi komin med plötusamning i Amerikunni, hef- ur verió boóió aö hita upp fyrir Offspring og einnig stendur til að þeir félagar taki þátt i risatónleik- um næsta sumar sem kallast Family Values. Kátt í höllinni í ár byrjar hátíðin á fimmtudegi og stendur til sunnudags. MikOl fjöldi íslenskra og erlendra hljóm- sveita munu troða upp en hápunkt- ur hátíðarinnar verður á laugar- dagskvöldinu þegar haldnir verða stórtónleikar í Laugardalshöll- inni þar sem stærsta nafnið verður engin önnur en breska hljómsveit- in Suede. Auk þess munu koma fram íslensku hljómsveitirnar Mínus, Súrefni og Egill Sæ- björnsson. Thievery Corporation mun endurtaka leikinn frá því í fyrra en einnig mun Flaming Lips æra lýðinn. Bræðurnir leysa vandann - plötusnúðar, popparar, roKkarar, dansnunaar... Airwaves hefjast formlega um tíuleytið á flmmtudagskvöldið og verður tónleikunum dreift mjög skipulega um miðbæinn. Ókeypis verður á alla tónlistarviðburði kvöldsins nema á Café 22 og mis- munandi tónlistaráherslur verða eftir stöðum. Á hinum nýja og betrumbætta Suede-geisladiskum. Nú er um að gera að drífa sig út í næstu hljómplötu- verslun og fá sér einn disk með hljóm- sveitinni Suede til að hita upp fyrir tónleikana f næstu viku. Svo verður mað- ur líka að kunna lögin til að geta sungið með. Leikhúsferð. Allir í leikhús. Leikhúsin hvert stór- verkið á fætur öðru og því er ekkert annað að gera en að lyfta upp sím- tólinu og tryggja sér miða á einhverja leik- v sýninguna í leik- N húsum borgarinnar. Gönguferð um Elliðaárdal- inn. Það er um að gera að skella sér í gönguferð um Elliðaárdalinn þegar sólin skin á góðum haustdegi. Þar er hægt að skoöa haustlitina og anda að sér fersku lofti I miðri borginni. 'Trdysiw 'rnCt'.éa, yíf/ur' „Ég er að fara vestur á ísafjörð á föstudaginn til að spila á balli hjá Menntaskólanum á ísafirði með hljómsveitinni minni sem heitir Kalk. Á laugardeginum reynum við síðan örugglega að rúnta yfir í næstu sveitarfélög og kíkja á lífið þar. Um kvöldið förum við síðan á djammið í Sjallanum og spilum líklega eitt- hvað þar. Á sunnudaginn er stefnan tekin aftur til Reykjavfk- ur og dagurinn fer að öllum lík- indum í afslöppun og skipulagn- ingu á næsta Pensúmþætti en hann er á dagskrá á mánudög- um. Trúlega verður líka einhver lærdómur á sunnudeginum." Jón Geir Jóhannsson, háskólanemi og annar umsjónarmaður Pensúm á Skjá Einum Gauk á Stöng verður rokkað með Stjörnukisa, Botnleðju, Maus, Ensími og Baba Nation. Á Spotlight ræður danstónlistin ríkj- um með Ampop, Delphi, Bang Gang og Jagúar. Á KafE Reykja- vík verður boðið upp á „altemati- ve“ tónlist og þar spilar orgelband- ið Apparat, Magga Stína, Trakt- or og Úlpa. Á Thomsen verður Bravokvöld með tilraunakenndu ívafi. Þar prófa sig áfram Bræð- urnir leysa vandann (brothers gona work it out) og Múm dj set. Á Rex verður svokallaður „grúv improvasjón“ með Margeiri og Hjörleifl. Á Café 22 verður kvöld- ið skýjum ofar með drum&bass stemningu. Þar munu ráða ríkjum dj Majik og dj Reynir. Á Vegamótum verður dj og slagverkskvöld í höndum Ýmis. Á Prikinu mun svo dj sub kafa með gestum inn í nóttina. Það þarf því enginn að kvíða komu Airwaves hátfðarinnar sem ætti að festast endanlega f sessi í tónlistar- lífi landans - og auðvitað útlend- inganna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.