Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Page 4
Vikan 13. október til 19. október Ifókus H 1 1 f Íð F F T T R V T N N I) „Hátíðin var alveg meiri háttar og vel heppnuð í alla staði og ég er yfir mig ánægður með hvernig til tókst. Þaö gekk allt eins og í sögu og allir gerðu sitt besta og stóðu sig frábærlega vel. Öll íslensku at- riðin voru mjög góð, og þá sérstak- lega atriðið hjá Jóhamar og Diddu þegar hún söng Ó, Reykjavík í sinni útgáfu. Sigurrós og Steinar Andersen voru með eitt sterkasta atriðið og það var mjög flott. Það kæmi mér ekki á óvart þó að Sig- urrós kæmist einn daginn á for- síöu Rolling Stone-timaritsins. Á eftir fóru síðan allir af hátíðinni og skemmtu sér á Næstabar." Andri Snœr Magnason rithöfundur Lost Souls er spennandi kvikmynd um baráttu góð og ills, í ætt við Omen og Exorcist eins og sést berlega á þessari mynd. Myndband, vinna og rólegheit „Þetta var voðalega notaleg helgi hjá mér. Á fostudagskvöldið horfði ég á Hurricane sem er geð- veik mynd sem ég mæli með að allir horfi á. Á laugardag- inn var ég að vinna við tökur fyrir Mótor og ætlaði síðan að fara út að djamma um kvöldiö. Líkam- inn sagði hins vegar nei þannig að það ' varð ekkert úr neinu djammi þetta kvöldið. Sunnudagurinn fór siöan að mestu leyti í að laga til og gera hreint hjá mér þannig að helgin var mjög róleg í alla staði." Sigríöur Lára Einarsdóttir, í Mótor á SkjáEinum Lér konungur „Á fostudagskvöldið fór ég á frumsýninguna á leikritinu Lér konungur á stóra sviðinu í Borg- arleikhúsinu. Leik- ritið er alveg frá- bært og þótt þetta sé harmleikur er að finna fyndin atriði inni á milli. Fíflið í sýningunni var mjög gott og lyfti henni alveg upp og var oft fyndið. Það sem ég gerði annars um helgina var að vinna í búðinni minni. Það var mjög gaman og stemningin í bænum var mjög skemmtileg. Þeg- ar ég var búin að vinna fór ég síð- an beint heim að sofa.“ Dýrleif Ýr Örlygsdóttir verslunareigandi John Malkovich og Girl, Inter- rupted. Því má bæta við að þótt ótrú- legt sé þá kom Winona í fyrsta sinn fram í spjallþætti í fyrra í tengslum við Girl, Interrupted en hún var einn framleiðenda þeirrar kvikmyndar. Til fróðleiks er skemmtilegt að benda á að ímynd hennar sem dökkhærð strákastelpa með stutt hár er ekki alls kostar rétt. Winona er nefnilega í raun og veru ljóshærð. Fílamenn, kettir og hund- ar Ben Chaplin er annar aðalleikari Lost Souls. Hann leikur unga glæpa- sagnarithöfundinn Peter Kelson sem á kroppinn sem Kölski hefur augastað á. Ben Chaplin er fæddur 31. júlí 1070 í London. Tekið skal fram að hann er ekkert skyldur kvikmyndagoðinu Charlie Chaplin þrátt fyrir þrálátar sögusagnir um slíkt. Ben Chaplin vakti fyrst athygli í kvikmyndinni The Truth About Cats and Dogs árið 1996 en þar lék hann á móti Janeane Garofalo og Umu Thur- man. Einnig sást aðeins til hans í bresku myndinni The Remains of the Day frá 1993. Þar lék hann lítið hlutverk, þjón sem stingur af með þjónustustúlku. Árið 1997 lék hann svo í Washington Square sem byggð er á samnefndri skáldsögu Henrys James. Nýjasta mynd hans (fyrir utan Lost Souls) er hins vegar The Thin Red Line frá árinu 1998. Hinn gamalreyndi leikari, John Hurt, leikur einnig eitt aðallhlutverk- anna. Hann er fæddur á Englandi árið 1940 og hefur leikið í tæplega 100 kvikmyndum á ferlinum. Hurt lék í sinni fyrstu mynd árið 1962 og heitir hún The Wild and the Willing. Frægastur er hann þó fyrir myndir á borð við Midnight Express ('78), Alien ('79), The Elephant Man ('80), Love and Death on Long Island ('97) og Contact ('97). Þetta er spennandi kvikmynd um baráttu góð og ills, í ætt við Omen og Exorcist. Því er viðeigandi að skella sér á hana í kvöld, fóstudaginn þrett- ánda. Fókus býður 300 heppnum les- endum sínum á frumsýningu kvik- myndarinnar í Laugarásbíói í kvöld. Ástríkur, fondue og smjöriíkistunnur „Á föstudagskvöldið fór ég í hóp- ferð með Röskvu á stórmyndina „Ástríkur og Steinríkur gegn Sesari“. Á laugar- dagskvöldið hittist sið- an matarklúbbur sem ég er í og snæddi fondue langt fram eftir kvöldi. Að öðru leyti fór mestur hluti helg- arinnar í undirbúning mótmæla stúdenta við aðstöðuleysi í Háskóla íslands. Eftirminnilegast frá helginni verð- ur án efa óhemju subbulegur þrifn- aður á notuðum smjörlíkistunnum sem síðan voru settar út í skóla til að safna saman póstkortum með áskorun á menntamálaráðherra." Eiríkur Jónsson, formaöur stúdentaráös Maya hefur sjálf komist í tæri við hin illu öfl og litlu munaöi að illa færi. Henni er því mikiö í mun að hið illa fái ekki yfirhöndina í heiminum. vegna góðrar persónusköpunar sem byði upp á innsýn í eðli trúarinnar í nútímasamfélagi og léti auk þess hár- in rísa á áhorfendum. Því má bæta við að hin vinsæla Meg Ryan er titl- uð ein af aðalframleiðendum mynd- arinnar. Noni Winona Ryder (sem fer með hlut- verk Mayu Larkin) heitir réttu nafni Winona Laura Horowitz en er þó oft- ast kölluð Noni. Hún fæddist 29. októ- ber 1971 í borginni Winona í Minnesota í Bandaríkjunum og var skírð nafni fæðingarstaðar síns. Hún ólst upp í kommúnu uppi í sveit í Noröur-Kalifomíu þar sem ekki var einu sinni rafmagn. Hún á eina syst- ur og tvo bræður. Winona fór snemma inn á leiklistarbrautina og lærði leiklist frá tíu ára aldri í Amer- ican Conservatory Theater í San Francisco. Árið 1986 lék hún í sinni fyrstu kvikmynd, Lucas, og sló strax í gegn. Síðan hefur hún leikið í fjöl- mörgum myndum sem allar hafa not- ið mikillar hylli. Af nýlegum mynd- um má hefna: Celebrity, Being Kvikmyndin Lost Souls fjcdlar um hina ungu Mayu Larkin sem fengið hefur það vandasama verkefni að koma í veg fyrir að Satan sjálfur taki sér bólfestu í líkama ungs glæpa- sagnarithöfundar. Ætlunarverk Djöfsa er hvorki meira né minna en að ná völdum á jörðinni með líkama unga mannsins sem verkfæri sitt. Ef það tekst er sál unga mannsins glöt- uð að eilífu. í upphafi myndarinnar eru ýmis teikn á lofti um hvað gerst gæti en Maya virðist vera ein um að lesa rétt úr þeim. Einhverjum árum áður en myndin gerist komst Maya sjálf í tæri við hin illu öfl og litlu munaði að illa færi. Henni er því mikið í mun að hið illa fái ekki yfír- höndina í heiminum. Maya hefur því erfiða baráttu eiri síns liðs gegn Djöfl- inum. Aöalhlutverk myndarinnar eru í höndum Winonu Ryder, Ben Chaplin og John Hurt. Leikstjóm er hins vegar í höndum Janusz Kam- inskis sem þekktur er fyrir myndir eins og Saving Private Ryan, Lost World og Jerry Maguire. Kaminski segist hafa hrifist af handritinu Kölski vi kroppinn Lost Souls feta í fótspor kvik- mynda á borö við Omen og Exorcist í um- fjöllunarefni sínu - baráttunni gegn Kölska og fylgdarliði hans á jörðinni. í kvöld verður al- heimsfrumsýn- ing á myndinni í Laugarásbíói og Háskólabíói.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.