Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 16
sem var tekin niður af því að það tók mig enginn alvarlega og allir reyndu bara að stela mér tii þess að nota í partíum. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir mig vegna þess að mig hefur alltaf dreymt um að fá að sitja svona fyrir og láta gera styttu af mér. Ég var meira að segja farinn að gera mér vonir um að það væri hægt að selja svona pappalöggur til útlanda og gera mig þannig frægan. Ég keypti mér meira að segja svona typpamót til að gera frostpinna og ... ... sleikjó. Núna er ég kominn í hóp þeirra fjölmörgu sem hefur verið hent upp á stjömuhimininn en eru svo skotnir niður eins og gæsir þegar eitthvað fer að blása á móti. Við sem höfum lent illa í þessu höfum nú stofnað með okkur samtök og hittumst einu sinni 1 viku. Sam- * tök fyrrverandi fjölmiðlastjarna. Ég mætti á fyrsta fundinn minn á föstudaginn, mjög neikvæður og ákveðinn í því að opna mig ekki um mín ... ... mál. Fundarstjóri var Sigursteinn, fréttastjóri á Skjá einum, sem var rekinn af því að hann vildi ekki vera afslappaður. Hann er frábær náungi og stjómaði fundinum af miklum skörungsskap. Þarna var líka Páll Magnússon sem Sigur- steinn sagði að hefði verið rekinn af því að hann var orðinn svo feit- ur að hann passaði ekki lengur í fréttasettið. Páll Magnússon sagði að Sigursteinn væri bara með ógeðslegan móral út í sig. Það er ekkert smá gaman að hlusta á tvo svona gáfaða frétta- menn eins og ... En svo voru auðvitað miklu fleiri fyrrverandi stjömur. Axel úr Axel og félagar var þama, sagði reyndar ekki mikið en blikkaði augunum eins og honum væri borgað fyrir það. Gunni úr < Gunni og félagar var þama og lét eins og vitleysingur og svo var Bjami Haukur þama líka sem kom mér dálítið á óvart af þvi að hann er enn þá með þátt í sjón- varpinu. Mér er hins vegar sagt að hann sé rekinn mjög reglu- lega þannig að hann fær að fljóta ... ... nft&ð. Stelpumar úr Djúpu lauginni voru í ógeðslega góðu stuði og rökk- uðu Dóru Takefúsa og dóttur hennar (hina stelpuna) niður í skítinn. Svo var Rósa lesbía með rosakjaft og talaði um að hún hefði verið rekin af því að hún er lesbía en það er víst reyndar líka ástæðan fyr- ir því að hún þarf að greiða staðgreiðslu, stöðumælasektir og kirkju- garðsgjald. Ég var eiginlega farinn að fmna til með öllu þessu ógæfu- fólki sem er... ... lesbíur. Hildur Helga var brjáluð yfir því að fá ekki að vera Hemmi Gunn á laugardögum en Hemmi Gunn var hins vegar í mjög góðum gír og minnti dálítið á Ómar Ragnarsson á góðum lyfjum. Radíusbræður voru mjög fegnir að hafa verið reknir og tóku fundarmenn undir það með þeim. Þeir náðu aldrei að vera jafnfyndnir og þeir em. Mér leið miklu betur eftir þennan fund og langar bara að þakka öllum fyrrverandi stjörnum íslands fyr- ir stuðninginn. Svo væri ég mjög þakklátur ef þeir sem skrúfuðu mig af ljósastaurunum og stálu mér skiluðu mér aftur til lögreglunnar í Garðabæ. Höfuðstaðurinn verður svoleiðis útataður í tónlist næstu daga því Airwaves-tónlistarhátíðin hófst í gær, með blaðamanna- fundi og tónlistarviðburðum af ýmsum toga. Hátíðin er haldin í annað sinn og er henni ætlað að kveikja neista í brjóstum sérlegra útsendara plötuútgáfufyrirtækja og popppressunnar erlendu en skemmta landanum í leiðinni með rjómanum af því sem er á sevði í íslensku tónlistarlífi. í kvöld verður nóg um að vera á hátíðinni. Tónlistarmenn og bransakallar hittast á Rex fyrri- part dags og þreifa hver á öðrum, skoða tilboð og tala um það hver þekkir hvem og vann með honum í London - æðislegur gaur. Klukk- an 18 ríða hæfileikamennirnir sár- þjáðu í Sigur rós á vaðið með tón- leikum í Fríkirkjunni. Því miður rúmar Fríkirkjan ekki nógu marga syndaseli og ekki var gert ráð fyrir að tónar þeirra félaga væru mun vinsælli en stólræður síra Frímanns. Sökum þessa er ógjörningur að fá inni í guðshúsi á þeim tima sem tónleikarnir eru. Það er uppselt. Fjölbreytt föstudagskvöld Á Listasafni Reykjavíkur verða Sayag Jazz Machine, Ursula 1000 og Icelandic Elfs í annar- legu danstónlistarástandi klukkan 20. Klukkan 22 gefst öreigum kost- ur á að berja nokkrar af bestu rokksveitum landsins augum á Gauki á Stöng. Heilalögreglukór- inn Brain Police, Dead Sea Apple, Suð og 200.000 naglbítar munu glamra á hljóðfæri sín og lokka með sér áheyrendur í tryllt- an fans, eins og sírenur. Á sama tíma á Spotlight geta þeir sem eru Jm+A y rn JM (k * 4 Pw -ar- Æ. ■Jvmm 16 f Ó k U S 20. október 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.