Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 6
Grátbreslegur einmanal e i I „Ég byrjaði að skrifa verkið í vor en hugmyndin fæddist þó fyrir tveim- ur árum,“ segir Vala um einleikinn sinn, Háaloft. Ágústa Skúladóttir var valin til að leikstýra mér en þar sem hún býr úti í Bretlandi áttum við til að byrja með öll okkar samskipti á Netinu. Þar skiptumst við á hugmynd- um því viö bjuggumst við mjög stutt- um æfingatíma. Það reyndist rétt því við fengum aðeins 3 vikur til að vinna leikritið saman.“ Meðan Vala skrifaði verkið tók hún viðtöl við fólk sem þjáðst hefur af geð- hvarfasýki, aðstandendur þess, geð- hjúkrunarfólk og aðra sem að þessu málefni koma og segir hún að allir hafi verið mjög hjálplegir. Einnig las hún sér til um sjúkdóminn. „Að því loknu bjó ég til 14 brot sem við Ágústa röðuðum saman í fyrstu æfingavikunni. Síðan varð ég að ákveða hvemig ég tæki á þessu því þetta er mjög flókið og viðkvæmt efni. Venjulega era verkin mín frekar grát- brosleg, svartar komedíur, þar sem ég er fyrst og fremst gamanleikari. Ég ákvað því að halda mínu striki og vinna þetta verk í þeim anda, ekki síst vegna þess að húmorinn hefur í gegn- um tíðina verið mikið notaður sem baráttuform í mannréttindabaráttu." Fallhlífarstökk og flugnám Vala segir verkið íjalla um unga konu sem heitir Karítas. „Hún er bók- menntafræðingur og, eins og margir maníusjúklingar, þá hefur hún sem dæmi prófað hluti eins og fallhlífar- stökk og flugnám. Hún hefur stofnað fyrirtæki, rekið gistiheimili í útlönd- um og margt, margt fleira. Hún er eld- klár, jákvæð og dugleg kona sem þarf að kljást við sjúkdóm sem gerir það að verkum að stundum fer ALLT úr böndunum. Þá missir hún algjörlega tökin á lífi sinu og situr svo eftir í skuldasúpu, atvinnulaus og á endur- hæfingarlífeyri frá stofnunum. Þrátt fyrir að vera á lyfjum og oft í þokka- legu ástandi er hún alltaf jafnhrædd um að hún sé að verða veik.“ Þetta segir Vala vera nokkuö sem flest fóm- arlömb þessa sjúkdóms lenda mjög gjaman í. Fólk geti verið heilbrigt í mörg ár en nái aldrei að slaka al- mennilega á. „Þess vegna fer fólk í feluleik og margir tala um að þegar þeir hafa náð sér upp úr þessu þá „díli“ þeir við samfélagið með eins konar jafnaðargeði. Þeir eru stimpiað- ir svo miklir sjúklingar að ef þeir segja skoðanir sínar þá eru þeir orðn- ir veikir. Það er því erfitt fyrir alla að- ila að ekki skuli vera samþykkt að fólk skipti skapi.“ Þrátt fyrir þennan alvarlega undirtón tekur Vala fram að verkið sé samt kómedía. Hún segir sýningar hafa gengið vel og uppselt á flestar þeirra. Þekkti sjúkdóminn Vala segist hafa þekkt sjúkdóminn nokkuð vel áður en hún skrifaði Háa- loft. „Ég missti vinkonu mína úr þess- um sjúkdómi fyrir mörgum árum og svo kom hann upp í fjölskyldunni minn, þannig að ég þekki þennan sjúkdóm mjög vel.“ Vala segir að í rauninni hafi fátt komið henni á óvart varðandi sjúk- dóminn þegar hún fór að leita upplýs- inga fyrir leikritið. „Það sem kom mér frekar á óvart var hve margt sjúklingarnir eiga sam- eiginlegt þó að það séu auðvitað alltaf persónuleg afbrigði. I verkinu sér Karítas ofsýnir en það er í raun mjög lítil prósenta geðhvarfasjúklinga sem verða svo langt leiddir í veikindum sínum. Hins vegar eru fleiri sem til dæmis missa vinnuna og eyða mikl- um peningum. Margir verða líka oft mjög sexí, geta „manipulerað" annað fólk og sannfært það um hvað sem er á vissu stigi maníunnar. Flestir eiga þá sögu að hafa eignast marga „partnera" því kynorkan verður svo mögnuð. Einnig einkennir líka marga ofboðslegur dugnaður og hrundið er af staö fjölmörgum verkefnum sem gjaman komast ekki í höfn.“ Samið eitt Ijóð Háaloft er ekki eina höfundarverk Völu. Hún átti til dæmis ljóð í Bók í mannshafið, ljóðabók sem kom út 1. janúar síðastliðinn. „Ég hef samið eitt ljóð um ævina og það var gefíð út í þeirri bók. Nú er alltaf verið að minna mig á þetta ljóð, segir Vala og skellihlær. „Þarna voru líka tvær örsögur eftir mig. Þær voru reyndar upphaflega mjög löng saga sem ég stytti niður í tvær örsögur." Vala lærði leiklist í listaháskólan- um Breton Hall Collage í Leeds í Bretlandi. Eftir námið stofnaði hún ásamt Önnu Hildi Hildibrandsdótt- ur og Ágústu Skúladóttur The Icelandic Take Away Theatre. Ágústa og Vala sömdu þar meðal ann- tvífarar £--9 Jörg Haider, lelðtogi Frelsisflokks- ins í Austurríki Tvífararnir að þessu sinni eru afskaplega líkir menn en eiga þó ekki margt sameiginlegt. Valur Heiðar Sævarsson er söngvari hljómsveitarinn- ar Buttercup sem hefur sent frá sér lög eins og Endalausar nætur og Hvenær. Jörg Haider hefur aftur á móti haslað sér völl í pólitíkinni í Aust- urríki sem leiðtogi Frelsisflokksins sem komst inn í ríkisstjómina síðast þrátt fyrir umdeilda stefnu flokksins. Valur er um þessar mundir að senda frá sér plötuna Buttercup.is (næstum því eins frumlegt og Stjómin@2000) og hefur farið sigurfór um landið i sumar en Jörg Haider stjómar Austurríki á bak við tjöldin. Þótt það sé harla ólíklegt er allavega gaman að imynda sér Haider blindfullan á sveitaballi, dansandi við Endalausar nætur. Valur Heiðar Sævarsson, söngvari Buttercup Vala Þórsdóttirsr a:nafnasöm ung !elkkcna sem eikur um þessar mond ■' : e n'eiknum Háalofti í ir Kaffileikhúsinu Háaloft er ■ . ncfjndar ;erk Völu sjálfrar og ';a ar um jjngu konuná Kar- Agla Magnúsdóttir r. :ti Völu snémma mérguþs í Kaffi- éikhúsinu ogjf forvitnaöist um, efni éinleiksíns og ýmislegt annað sem Vala heíur ars saman tvö leikrit sem heita Lemon Sisters 1 og 2. „1 þessu leikhúsi riðum við á vaðið með því að sýna tvo einleiki eftir mig. Sá fyrri heitir Eða þannig... og var frumsýndur hér heima árið 1996 og sýndur um það bil 200 sinnum. Hann er svart-hvít kómedía og fjallar um fráskilda konu sem mótmælir fordóm- um og leiðindum og klæðir sig upp sem hugmyndalistaverk." Vala fór meðal annars með hann í leikför um ísland og Bretland og sýndi hann auk þess í Lettlandi, Finnlandi, Danmörku og á Ítalíu. „Hinn heitir Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl. Sá fjallar um ofsa- lega feita konu og rosalega mjóan mann sem hittast eftir að hann hefur unnið kiki í bingó. Manninum fer að þykja vænt um þessa konu sem gerir ekki neitt nema reykja og borða súkkulaði. Það verk er, eins og í raun- inni ÖU verk sem ég skrifa, um ein- manaleika." Af hverju ertu upptekin af einman- leika, ertu einmana? „Ég held að það sé alveg rosalega mikiU einmanaleiki í heiminum. Mér var nú aUtaf sagt að ég hefði fæðst með tárin í augunum. Ég byrjaði held- ur ekki að tala fyrr en ég varð sex ára og var víst voðalega „lónlí“ þó ég eigi fimm systkini," segir Vala og skeUir upp úr. Passa ekki inn í sjónvarpið Vala segist í fyrstu aUs ekki hafa ætlað sér að verða gamanleikkona. „Ég varð i rauninni gamanleikari af því að ég varð svo fúl þegar mér var sagt að ég myndi aldrei geta komið fólki tU að hlæja. Ég myndi bara aUtaf vera í dramanu og fá alla tU að gráta. Þannig að þegar ég fór í skólann úti í Bretlandi þá ákvaö ég hreinlega að leika með öUum kroppnum og fá fólk tU að hlæja. Eftir skólann var mér svo sagt að ég gæti aldrei unnið í sjón- varpi svo nú er þaö næsta mál aö fá rosalega alvarlegt hlutverk í sjón- varpi,“ segir Vala og hlær dátt. Af hverju var þér sagt aö þú gœtir ekki unniö í sjónvarpi? „Af því að aUar mínar hreyfmgar em svo rosalega stórar og miklar. Ég passa því ekki inn í sjónvarpið." Vala hefur, auk þess sem áður er talið, samið einleik um Dario Fo og verkin hans og annan, sem nefnist Hafrún, upp úr þremur þjóðsögum í samstarfí við Möguleikhúsiö. „Sá er hálfgerður látbragösleikur á móti gít- ar.“ Hvaö er á döftnni hjá þér á nœst- unni? „Ég er með eitt sjónvarpshandrit í vinnslu, sem er briUjant, og stuttmynd sem er líka brUljant," segir hún og glottir. Vala ætlar auk þessa að skrifa bamabók sem upphaflega var þó hugs- uö sem bamabíómynd. „Mér frnnst svo mikið um að bömum sé vantreyst þó þaö hafi verið aö breytast mikið síöastliðin ár. Mig langar að gera bamabók þar sem er svolítið spreU í gangi og þar sem krakkamir sjálflr takast á við lífið en ekki bók, uppfuUa af endalausum siðferðislegum móraliseringum." Á næstunni mun Vala taka þátt í sýningu um íslenskar konur f 100 ár sem frumsýnd verður 1 Kaffileikhúsinu 24. október, á 25 ára f Ó k U S 20. október 2000 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.