Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 10
Flaming Lips-Soft Bulletin
Bandaríska rokksveitin The Flaming Lips mun halda tónleika hér á landi í
Laugardalshöllinni 21. okt. „The Soft Bulletin“ var valin besta plata ársins 1999 af
breska tónlistartímaritinu NME.
David Gray-White Ladder
Platan hans David Gray var á topp 10 breska breiðskífulistans í allt sumar og er
þar enn. Lagið Babylon sló rækilega í gegn og næsta smáskífulag heitir Please
Forgive Me.
Everciear - Songs From An American Movie Vol. 1
Lagiö „Wonderful“ hefur fengið mjög góöa spilun undanfarið, næsta smáskífa er
,A.M. Radio“
Taproot-Gift
Þetta massaöa rokkband hefur veriö að fá mikla athygli vestanhafs fyrir
smáskífulagiö Again & Again og plötuna „Gift“ og undanfarið hafa þeir verið
að túra með böndum á borö viö Papa Roach og Deftones.
Topioader-Onka's Big Moka
Breska tónlistarpressan heldur ekki vatni yfir þessu skemmtilega bandi.
Inniheldur m.a. lögin Dancing In The Moonlight og Achilles Heel.
Travis-The Man Who
Vinsælasta hljómsveitin í Bretlandi í fyrra. Platan inniheldur m.a. lögin
Writing to Reach You, Why Does It Always Rain On Me, Driftwood og
Turn. Þess má geta aö platan er „pródúseruð“ af Nigel Godrich (REM,
Radiohead, Pavement.Beck o.fl.)
Loud Rocks
Safnplata frá rappútgáfufyrirtækinu Loud Records þar sem leiða
saman hesta sína fjölmörg rapp og rokkbönd, m.a. Incubus og Big
Pun, Sick Of It All og Mobb Deep, Sugar Ray og The Alkaholiks,
Endo og Xzibit, og Wu Tang Clan gengið kemur við sögu í 3 lögum.
Finley Quaye-Vanguard
Finley Quaye hampaði Brit verölaunum árið 1998 fyrir frumburðinn
„Maverick A Strike". Á nýju plötunni „Vanguard“ heldur hann áfram að
hræra saman tónlistarstraumum úr ýmsum áttum s.s. reggí, poppi,
fönki og gítarrokki í magnaða blöndu.
Coldplay - Parchutes
Eitt athyglisveröasta bandið í bransanum í dag, inniheldur lagiö
frábæra „Yellow" og næstu smáskífu „Trouble“.
St. Germain-Tourist"
Þaö allra heitasta í dag, inniheldur m.a. lögin „Rose Rouge“ og „Sure
Thing“.
A Perfect Circle - Mer de Noms
Nýja bandið meö söngvara „Tool“, inniheldur hiö frábæra lag „Judith“
Gomez - Abonded Shopping Trolly Hotline
Ný plata sem inniheldur B hliöa lög.
JJ72-JJ72
Tónlistin Dublin tríósins JJ72 er ekki langt frá því sem Travis og Coldplay
hafa verið aö slá í gegn meö undanfarið og textum sveitarinnar hefur
verið líkt við skáldskap gáfumannsins Morrissey.
LL Cool J - G.O.A.T.
Ný plata frá rapparanum LL Cool J. G.O.A.T. fór beint á topp bandaríska
breiðskífulistans.
Papa Roach - Infest
Heitasta rokkbandiö í dag. Inniheldur smellinn Last Resort.
3 Doors Down - The Better Life
Þetta ameríska rokkband hefur slegiö í gegn með laginu
Kryptonite og hefur selt í yfir 2 milljónir eintaka af þessari
plötu í bandaríkjunum. Loser er nýja lagið.
Queens of the Stone Age - Rated R
The Art of Keeping a Secret er mikið spilaö í útvarpi þessi
misserin. Lagiö er af þessarri plötu og er hún að fá
feikigóða dóma hvarvetna.
Black Eyed Peas - Bridging The Gaps
Hipp Hopp tríóiö bandaríska sló í gegn með fyrstu plötu
sinni Behind The Front. Þetta er plata númer 2.
Apocalyptica - Cult
Finnski sellókvartettinn sem kom fram á sjónarsviðið meö
stæl þegar þeir tóku Metallica lög á sellóin sín. Cult er
þriöja plata þeirra og enn koma þeir við í Metallica
lagasafninu.
Ragga - Baby
Hér kveöur við nýjan tón hjá þessari frábæru tónlistarkonu
sem er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í tónlistarsköpun sinni.
Eitthvaö alveg nýtt sem þú hefur aldrei heyrt
Lucy Pearl - „Lucy Pearl“
Söngkona bandsins er fyrrum meðlimur En Vogue. Fyrsta smáskífan
af plötunni „Dance Tonighr fékk þokkalegar viðtökur hér á landi en
nýja lagiö „Don't Mess With My Man“ er algert heilalím og er þegar
komiö í „power flokkinn á FM 95,7 og Popptíví.
Roni Size/Reprazent - In The Mode
Drum'N'Bass eins og þaö gerist best. og fylgir verölaunaplötunni „New Forms“
fyllilega eftir. Meöal gesta eru Method Man, Rahzel úr Roots og Zach de la
Rocha úr Rage Agains The Machine.
Anastacia-Not That Kind
Anastacia hefur rokiö upp vinsældarlista meö lagiö l'm Outta Love og hér er svo
fyrsta breiðskífan, „Not That Kind", þar sem hún spreytir sig jafnt á poppi, rokki, soul
og danstónlist. Söngrödd stúlkunnar hefur mikiö veriö hampað af popppressunni sem
m.a. hefur líkt henni viö hetjur á borö viö Arethu Franklin, Janis Joplin, Chaka Khan og
Tinu Turner.
HEITT!
cso
MllSIK & MVNOIR
2=1.000 kr.
afsláttur
Ifókus
S'K'I'F'A' N
Ifókus
Sunnudagur '
22/10
Popp
■ ART 2000 Á GAUKNUM Art 2000 raftónlist-
arhátíöin er haldin á Gauki á Stöng sunnu-
dags- til þriójudagskvölds. Dagskráin er á
www.gaukurinn.is.
•Klúbbar
■ JIMITENOR Á THOMSEN Tenorinn ætlar að
loka Airwaves-festivalinu þetta árið með lifandi
tónlistarflutningi og söng ásamt Nicole Willis
á Thomsen í kvöld. Ásamt honum koma fram
Margeir, Árni E og Guðný. Allt á rólegu nótun-
um til aö ná sér niður eftir erfiða helgi. Húsið
opnar kl. 20, 1000 kr. við hurð - neðri hæðin
og fatahengiö opið.
D j ass
■ PÍANÓTRÍÓIÐ Ftís Á KAFFl REYKJAVÍK
Píanótríóið FLÍS leikur í Múlanum i Betri stof-
unni á Kaffi Reykjavik kl. 21.00. Trióið skipa
Davíð Þór Jónsson, píanó, Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson. kontrabassi, og Helgi Svavar
Helgason, trommur.
•Klassík
■ ART-2000 Alþjóðleg raf- og tölvutónlistar-
hátið í fýrsta skipti á Islandi í Salnum í Kópa-
vogi.
ELeikhús
■ LANGAFl PRAKKARI Möguleikhúsið (viö
Hlemm) sýnir Langafa prakkara eftir Sigrúnu
Eldjárn í dag kl. 16.00. Hjá Möguleikhúsinu-
fást nú svokölluð VINAKORT sem er 10 miða
leikhúskort á sýningar að eigin vali. Verð að-
eins kr. 8.000.
■ LÓMA Möguleikhúsið (við Hlemm) sýnir Lómu
- mér er alveg sama þótt einhver sé að hlæja að
mér eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur i dag, kl.
14.00. Hjá Möguleikhúsinufást nú svokölluð
VINAKORT sem er 10 miða leikhúskort á sýning-
ar að eigin vali. Verð aðeins kr. 8.000.
■ SEX í SVEIT Sex í sveit í kvöld, kl. 19, í
Borgarleikhúsinu. Aukasýning.
■ SJÁLFSTÆTT FÓLK í dag verður langur leik-
húsdagur i Þjóðleikhúsinu þar sem sýningarn-
ar b>BJARTUR og ÁSTA SÓLLILJA verða sýnd-
ar. Fyrri hluti kl. 15-17.45, síðari hluti kl. 20-
23, nokkur sæti laus. Allra síðasta sýning.
■ STORMUR flfl ORMUR í dag verður sýndur
í Kaffileikhúsinu hinn stórskemmtilegi barna-
einleikur Stormur og Ormur sem hefur hlotið
einróma lof gagnrýnenda. Sýningin hefst kl.
15.00.
■ STÚLKAN í VITANUM Barnaðperan Stúlkan
í vitanum eftir Þorkel Sigurbjörnsson við texta
Böðvars Guðmundssonar verður sýnd í dag kl.
14.00.
■ TRÚÐLEIKUR i kvöld frumsýnir Leikféiag (s-
lands i Iðnó nýtt íslenskt flölskylduleikriti sem
nefnist Trúðleikur og er eftir Hallgrim H. Helga-
son. Trúðana tvo í sýningunni leika þeir Friðrik
Friðriksson og Halldór Gylfason. Leikstjóri sýn-
ingarinnar er María Reyndal. Þórunn María
Jónsdóttir gerir leikmynd og búninga. Hljóm-
sveitin Geirfuglarnir semur og flytur tónlist við
sýninguna. Lýsing er i höndum Halldórs Arnar
Óskarssonar. Sýningin er hluti af leiklistarhá-
tíðinni Á mörkunum, sem er samvinnuverkefni
Bandalags sjálfstæðu Eeikhúsanna og Reykja-
víkur, menningarborgar 2000.
■ Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI Á sama tíma að ári
hefur verið sýnt nokkrum sinnum sem upphit-
un fyrir framhaldið, Á sama tíma síðar sem
frumsýnt verður á næstunni. Sýningin í kvöld er
sú síðasta og hefst kl. 20 í Loftkastalanum.
•Kabarett
■ HRATT OG BÍTANPI Skemmtidagskrá í kvöld
í Kaffileikhúsinu I tengslum við útkomu mat-
reiðslubókarinnar Hratt og brtandi eftir Jó-
hönnu Sveinsdóttur. Sýningin hefst kl. 19.30.
■ CAFE9.NET Sunnudaginn 22. október verð-
ur Haraldur Karlsson i síðasta skipti meö IVCP
búnað sinn á cafe9.net, en nú fer að síga á
seinni hlutann á tveggja mánaða dagskrá net-
kaffisins. Frekari upplýsingar er að finna á síð-
unni www.cafe9.net
■ SÓNGFÉLAG ÞORLÁKSHAFNAR 40 ÁRA í
tilefni af 40 ára afmæli Söngfélags Þorláks-
hafnar heldur félagið afmælistónleika i Þorláks-
kirkju sunnudaginn 22. október kl. 16.00. Auk
kórsins koma fram sérstakir heiðursgestir tón-
leikanna, þau Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)
sópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
■ HELGIHALD FYRIR NÚTÍMAFÓLK í HALL-
GRÍMSKIRKJU Á fræðslumorgni í Hallgríms-
kirkju sunnudaginn 22. október kl. 10.00 mun
séra Kristján Valur Ingólfsson, lektor i lit-
úrgískum fræðum, flytja erindi sem hann nefn-
ir “Helgihald fýrir nútímafólk”.Að erindinu ioknu
gefst tækifæri til umræðna og fýrirspurna áður
en gengið er til guðsþjónustu kl. 11.00 þar
sem séra Kristján Valur mun prédika og þjóna
fýrir altari ásamt séra Sigurði Pálssyni.
■ ÞJÓÐBÚNINGAKYNNING HJÁ HEIMIUS-
IÐNAÐARFÉLAGINU Um helgina er þjóðbún-
ingakynning hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Opið
verður kl. 13-17 laugardag og sunnudag í Horn-
stofu Heimilisiðnaðarfélagsins að Laufásvegi
2. Aögangur er ókeypis.
iSíöustu forvöö
■ @ Á AKUREYRI í dag lýkur tveimur ólíkum
margmiölunarsýningum í Listasafninu á
Akureyri. Tölvusýningin @ er unnin í samvinnu
ART.IS, OZ.COM og Reykjavíkur
menningarborgar Evrópu árið 2000, en í
Vestursal getur að líta nýlegt verk eftir Steinu
Vasulku, Hraun og mosi, ásamt yfirliti
myndbandsverka hennar. Listamennirnir sem
komu aö gerð ©-sýningarinnar eru: Ásmundur
Ásmundsson, Hnnbogi Pétursson, Gjörninga-
klúbburinn (Dóra ísleifsdóttir, Eirún Sigurðar-
dóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir),
Haraldur Jónsson, M.Y. Studio (Katrin Péturs-
dóttir og Michael Young), Ómar Stefánsson og
Þorvaldur Þorsteinsson. Tæknistjórar eru
Tómas Gíslason hjá OZ.COM og Torfi Frans
Ólafsson hjá tölvuleikjafýrirtækinu CCP. Sýning-
arstjóri er Hannes Sigurðsson listfræðingur. Sjö
íslenskir listamenn/hópar úr fremstu röð taka
hér höndum saman við færustu tölvuspekúlant-
ana - forritara og hugmyndasmiði OZ - til að
þaulkanna þá möguleika sem tölvu- og nettækn-
in býður. Hér birtist sköpunargáfa framtiðarinn-
ar: Listin og tölvuöldin verða eitt. Nánari upplýs-
ingar um sýningarnar er að finna á vefsíðu Lista-
safnsins á Akureyri: http://artak.art.is/. Aco
og Bræðurnir Ormsson lánuðu tölvubúnað og
skjávarpa til ©-sýningarinnar.
■ ANTÍKMESSA í dag lýkur antíkmessu í
Perlunni. Til sýnis eru alls kyns munir frá
ýmsum tímum. Opið 11-18.
■ DOMINIOUE AMBROISE í dag lýkur sýningu
Dominique Ambroise á olíumálverkum í
Baksalnum í Gallerí Fold. Sýningin nefnist
Tilveruland. Dominique hefur áður haldið ellefu
einkasýningar, en þetta er þriðja einkasýning
hennar hér á landi. Opið í dag frá 14-17.
■ DOUWE JAN BAKKER í 18 í dag lýkur
sýningu á verkum hollenska listamannsins
Douwe Jan Bakker i i8. Áriö 1997 kom Douwe
hingað til lands til að undirbúa verk sem hann
hugðist sýna í i8. Hann tók Ijósmyndir í
náttúrunni, aðallega af rennandi vatni, sem
hann ætlaði að nota sem skissur fyrir
teikningar. Honum entist ekki aldur til að Ijúka
þvi verki, en hann lést þetta sama ár.Sýningin
nú í i8 samanstendur af þessum Ijósmyndum
sem eru i formi litskyggna og eldri verk sem
fengin hafa verið að láni frá fslenskum vinum
hans, Nýlistasafninu og Listasafni íslands.
Auk jtess gefur að líta ýmis minningarbrot úr
ævi hans, bréf og Ijósmyndir. Sýningin er opin
fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.
■ FB 25 ÁRA ( dag lýkur sýningu sem haldin
var í tilefni af 25 ára afmæli Fjölbrautaskólans
í Breiðholti. Þetta er sýning á verkum
myndlistarmanna sem stigu sfn lýrstu spor á
myndlistarbrautinni í FB. Á meðal sýnenda eru
Sigrún Hrólfsdóttir og Georg Guðni.
■ GALLERÍ GANGUR 20 ÁRA Helgi Þorgils
Friðjónsson myndlistarmaður hefur starfrækt
sýningarrými, Gallerí Gangur, samfleytt um
tuttugu ára skeiö á heimili sfnu og eiginkonu,
Margrétar Lisu Steingrímsdóttur. í tilefni
þessa stendur yfir yfirlitssýning yfir verk þeirra
listamanna sem sýnt hafa hjá Helga sfðastliðin
20 ár. Þeir liðlega 40 listamenn sem sýna verk
sín á afmælissýningu Gangsins eru ekki einu
sinni helmingurinn af þeim listamönnum sem
hafa sýnt þar i gegnum tíðina, en þeir eru • •• 1
Ifklega f kringum eitt hundrað, og eru þá ótaldir
flölmargir islenskir listamenn sem einnig hafa
sýnt þar verk sfn. í tilefni af sýningunni er
stödd hér á landi einn listamannanna, Karin
Kneffel. Sýningin er í Listasafni Reykjavfkur f
Hafnarhúsinu. Sýningunni lýkur f dag.
■ HUÓÐRÆNAR LOFTMYNDIR ( dag lýkur
sýningu á verki Grétu Mjallar Bjarnadóttur,
Grimsnes og Laugardalur, f Gryfju Listasafns
ASÍ, Freyjugötu 41. Sýningin nefnist Hljóðrænar
loftmyndir. Verkið er innsetning sem
samanstendur af loftmyndum unnum með
Ijósmyndagrafík og tölvu sem gerir það mögulegt
að hlusta á fólk segja ýmsar sögur og minningar
tengdar Grímsnesi og Laugardal. Þetta er 6.
einkasýning listamannsins. Sýningin er opin alla
daga nema mánudaga fra kl. 14.00-18.00.
■ JÓRGEN NASH Danski listamaðurinn
Jórgen Nash varð áttræður á þessu ári. í tilefni
af því efndi heimabær hans, Silkiborg, tii
afmælissýningar. Hluti þeirrar sýningar varð
svo valinn tii sýningar i Listasafni Reykjavikur
- Hafnarhúsi og mun þaðan fara til
Gautaborgar. Auk verka eftir Jörgen Nash,
eiginkonu hans Lis Zwick og börn eiga ýmsir
listamenn verk á sýningunni. Listamönnunum
er það öllum sameiginlegt að hafa komið með