Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Blaðsíða 9
Ifókus
Vikan 20. október til 26. október
lífið.
Aldrei að vita nema
Smekkvísir menn hafa löngum hampað hinum sérvitra gler-
augnaglámi Jimi Tenor sem undri nútímatónlistar en að sama
skapi átt bágt með að staðsetja hann í litrófi tónlistarstefna.
Allt á þetta sér vafalítið rætur í skíðastökksferli Finnans en nú
hefur hann sagt skilið við Warp-útgáfuna og ætlar að taka
það rólega á Thomsen á sunnudagskvöldið kemur.
ég troði upp í búningi
„Ég hef leikið á tónleikum með stór-
um hljómsveitum, í London, Brussel
og Barcelona, meðal annarra staða.
Bæði hafa þetta verið sinfóníuhljóm-
sveitir og sveitir sem leika á vindhljóð-
færi nokkurs konar. Mér var nýlega
sparkað af Warp-útgáfunni þannig að
ég er að leita mér að nýju útgáfufyrir-
tæki um þessar mundir," svarar Jimi
Tenor við spumingunni um hvað á
daga hans hafi drifið síðan hann sótti
ísland heim síðasta vor.
Huernig stendur á því aö þú ert á
leiðinni hingaö aftur?
„Þetta kom skyndilega upp. Steph
úr Gus Gus hringdi í mig og bauð mér
að koma og þar sem ég er í hálfgjöru
millibilsástandi, í sambandi við út-
gáfumálin og þetta, ákvað ég bara að
skella mér. Kannski að nýta þetta sem
frí lika. Síðast hafði ég litinn tíma til
að skoða mig um. Ég fór á Þingvelli, en
þar var alveg brjálaður kuldi og við
óðum snjó upp að klofi,“ segir tenor-
inn og spyr um veðrið á íslandi nú.
Honum léttir við tíðindin af snjóleysi.
Maöur skyldi cetla að þú værir van-
ur snjókomu þar sem þú kemur frá
Finnlandi?
„Jú, jú, ég er það. Ég er bæði gam-
all hokkíleikari og skíðastökkvari,
innan gæsalappa,“ segir Jimi og
hlær. „Það eru nokkrar gerðir af
skíðastökkspöllum. Ég stökk nú bara
á þeim minnsta og var þar að auki
blindfullur þegar ég gerði það fyrst.
Það var varla annað hægt að aðhaf-
ast þar sem ég bjó, en að drekka sig
fullan og stunda skíðastökk. Bærinn
sem ég kem frá, Latte, er frægur fyr-
ir skíðastökk, enda hefur fátt annaö
komið frá honum en skíðastökkvar-
ar,“ segir hann.
En hann hefur þá öölast eilitla tón-
listarlega upphefð, meöfrœgö þinni?
„Það er nú voða lítil frægð sem
hefur fylgt mér en sinfóníuhljóm-
sveit bæjarins er líka ansi góð. Ég
lék nú sddrei með henni en mig
minnir að ég hafi fengið að vera með
á einni æfingu þegar ég var lítill."
Viö hverju megum viö svo búast af
þér á sunnudag, kemuröu með sinfón-
íuhljómsveit meö þér?
Nei, þetta verðum bara við konan
mín og tónleikamir verða bara litlir
og góðir klúbbatónleikar. Ég veit nú
ekki upp á hár hvað ég geri en ég
ætla að flytja efhi af öllum plötunum
minum. Auðvitað verða það allt bara
svona einsmannsútgáfur af lögunum.
Ég kem með saxann og orgelið mitt
og nokkur heimatilbúin hljóðfæri
með mér, að minnsta kosti „Noise-
boxið“ mitt. „Noise-boxið“ er brjálað-
ur kassi sem inniheldur meðal ann-
ars segulbandstæki. Ég tek upp ösk-
ur í sjálfum mér og þegar ég spila
þau í kassanum kemur það mjög
skemmtilega út, eins og folsk öskur,"
útskýrir Tenor við nánari eftir-
grennslan. „Svo er aldrei að vita
nema ég troði upp í góðum búningi.
Vinur minn í París saumar á mig
búninga fyrir stærri tónleikaferðir,
og ég á ágætis safh þeirra núorðið,"
segir Jimi og kveður með ósk um að
sjá sem flesta á tónleikunum.
Reykjavíkin mín
Frosti Logason, útvarpsmaður á Radio-X og gítarleikari í Mínusi
ÚT I1E» VINUN-
un
■ BLÁI BARINN Ég er per-
sónulega mjög óánægður
með úrvalið af djammstöð-
um I Reykjavík þessa dag-
ana og það er búið aö loka
staðnum sem ég fór mikið á.
Þegar ég er að vinna seint á
kvöldin finnst mér voða gott aö
fara á Bláa barinn og og fá mér
einn kaldan þegar ég er búinn að
vinna. Það er þægilegur og nettur
staður.
■ NQRÐURKJALLARINN í
MH Norðurkjallarinn í
Menntaskólanum í Hamrahlíð er líklega
besti
NORGUNHATUR
■ HEIMA HJÁ MÉR Morgunmatinn borða
ég alltaf heima hjá mér og mér finnst lang-
best að byrja daginn á því að fá mér einn
disk af Cheerios.
HÁDEGISHATUR
■ PRIKIÐ Oftast borða ég hádegismat
heima en ef ég
fer eitthvað út
að borða T há-
deginu finnst
mér oft gott að
koma við á Prik-
inu og fá mér
góða samloku.
■ NÚÐLUHÚSIÐ Núðluhúsið getur líka
verðið góður kostur í hádeginu og
þangað hef ég kíkt stundum. Þar
mæli ég með rétti dagsins hverju
sinni.
tónleikastaðurinn í Reykjavík og er í miklu
uppáhaldi hjá mér. Það er fátt betra en að
fara á tónleika þar sem og að spila þar á
tónleikum. Það mættu alveg vera oftar tón-
leikar í Norðurkjallaranum.
RÓHANTÍK í REVKJAVÍK
Ég veit ekki um neinn stað í Reykjavík sem
mér finnst rómantískari en aðrir þar sem ég
hef ekki verið mikið fyrir rómantíkina enn
sem komiö. Ég er því mjög lítið að hugsa
um rómantíska staði.
HEILSAN
■ LAUGARDAGSLAUGIN Það er gott að
fara í sund í Laugar-
dagslaugina. Laug-
in er stór og þar
er nóg pláss
og svo get-
ur maður
synt langar
leiðir.
KVÖLDHATUR
■ SUBWAY Ég er alltaf að vinna
vegna staðsetningar vinnustaðar-
ins borða ég mjög oft kvöld-
mat á
Subway í
Austur-
stræti
o g
reyn
þá aö
f á
m é r
eitt-
hvað hoilt og gott og
eitthvað annað en
franskar kartöflur og
kokkteilsósu.
■ HORNIÐ Hornið er
fínn veitingastaður, mat-
urinn er góður og and-
rúmsloftið rólegt.
SUNDHQLLIN Það er gifurlegt að
fíflast á stóra stökkbrettinu og
hendast þar í loftköstum.
VERSLANIR
■ BRIM Á LAUGA-
VEGINUM í versl-
uninni Brim á
Laugaveginum er
hægt að fá þægi-
leg og flott föt á
góðu verði.
■ LEVIS BUD-
1N Það eru ITka
alitaf flott föt í
Levis búðinni og
ég fæ aldrei nóg
af góðum Levis
gallabuxum.
Ofurtöffari sjöunda áratugarins, Shaft, hefur verið
lífgaður við af engum öðrum en Samuel L. Jackson.
Shaft lifir
Á fimmtudagskvöldið verður
forsýning á nýrri kvikmynd um
ofurtöffarann Shaft i Laugarás-
bíói. Fókus og FM957 munu
bjóða 100 heppnum lesendum
Fókuss á sýninguna og verður
hægt að nálgast miöana á Fóku-
svefnum á mánudaginn. Að sýn-
ingunni lokinni verður villt partí
i Kjallaranum þar sem hljóm-
sveitin Jagúar mun trylla lýðinn.
Einnig verða í boði léttar veiting-
ar og veigar.
Árið 1971 var hin upprunalega
kvikmynd um Shaft frumsýnd
með „seventís“-töffaranum Ric-
hard Roundtree í aðalhlutverki.
Myndin, sem byggð er á skáld-
sögu Emest Tidymans, varð gíf-
urlega vinsæl um allan heim. Nú
í ár var frumsýnd ný kvikmynd
um Shaft með hinum ofursvala
Samuel L. Jackson í aðalhlut-
verki. Ekki er leikstjómin heldur
af verri endanum því hún er í
höndum hins þekkta Johns
Singletons, þess sama og gerði
myndirnar Boys in the Hood og
Higher Leaming. Hann á víst
einnig stóran þátt í handriti nýju
myndarinnar. í þessari nýju
mynd má sjá hinum upprunalega
Shaft, Richard Roundtree,
bregða fyrir í gervi frænda Johns
Shaft. Vanessa nokkur Williams
leikur þar einnig annað aðalhlut-
verkið og ekki ófrægari maður en
Busta Rhymes fetar nokkur fót-
spor á leiklistarbrautinni. Þá er
bara að setja sig í ískaldar
töffarastellingar og storma í bíó á
fimmtudagskvöldið.