Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2000, Side 2
ao bílar LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 DV Kynningarakstur Alfa 147: Vel búinn bíll Alfa-svipurinn leynir sér heldur ekki þegar litiö er inn í Aifa 147 - kringlóttir mælar og fremur ábúöar- mikili miöjustokkur. Hljóölátur Tveggja lítra vélin er 150 hö. og svar- aði vel á bröttum vegum í fjalilendi Augljóst er við íyrstu sýn að hönn- uðir Aifa 147 hafa að vissu marki gert út á tregahyggjuna, einkum að framan. Skjaldarlaga grillið á Alfa-bílunum hef- ur löngum verið einkenni þeirra og út- litslegt haldreipi; hér er það með nokk- urri tilvísun til vinsælla Alfa-bfla frá miðri öldinni eða svo. Sjálflr nefna þeir Alfa Romeo 6C 2500 Vflla d’Este, árgerð 1949, og hefur skrifari nVorki kunnáttu tfl áð rengja það né staðfésta. Eins og vísað er til í annarri grein hér til hliðar fær Alfa 147 flest það besta frá Alfa 156, að viðbættu ýmsu því besta sem bæst hefur við síðan sá bfll var nýr. íslensku blaðamennimir sem lögðust í langferð suður að Mið- jarðarhafinu bláa í síðustu viku til að skoða þennan nýja bfl náðu sér í prufu- bfl með tveggja lítra vél og Selespeed- skiptingu. Selespeed er hefðbundinn gírkassi með sjálfvirkri skiptingu sem hægt er að láta vinna sjálfan ef vill eða stjóma raðskipt ef það hentar betur. Þessi skipting er einkabflsútfærsla af skiptingu Formúlubflanna og er stýrt hvort heldur vifl með tökkum á stýri eða með skiptistönginni. Sams konar skipting er fáanleg í 156 bflnum en hér er takkaskiptingin á stýrinu mun betur útfærð að mati skrifara; takkarnir em neðan á þver- álmum stýrisins, nákvæmlega á réttum stað þegar haldið er um stýrishjólið mitt, fjóröung-fyrir-þrjú-takið eins og kennt var fyrir fáum vikum í ökuskóla Porsche á íslandi. Þar að auki em takk- amir mun stærri en var á 156-bttnum sem undirritaður prófaði og þægilegra að hitta á þá. 'sreiir Aftan frá séö hefur Alfa 147 sterkan svip af Alfa 156 Sportwagon. Monte Carlo. Hún er gefin upp með hröðun 0-100 á 9,3 sekúndum og há- markshraða 208. Ekki gafst kostur á að fara hærra en í svo sem 160 á þeim stutta hraðbrautarkafla sem gafst á þessari leið en augljóst var að Alfa 147 átti mikið eftir og lá einkar vel. Fjöðr- unin er sportfjöðrun með tvöfóldum klofaspymum framan og ósamhverfa MacPherson aftan. Hún gefur afbragðs- veggrip og gott tak í kröppum beygjum Reynsluakstursbílarnir standa á planinu framan viö syningarhóllina Grimaldi Forum í Monte Carlo og bíöa eftir ökuglööum blaöamönnum. Á sama tíma fór fram heimsmeistarakeppni í kaffiuppáhellingum í þessari sömu höll þar sem Erla Kristjánsdóttir kaffibarþjónn hreppti silfriö, eina og þó hún sé stif er bíllinn þægflegur i að vera. Að þvi stuðla líka þægilegir stólamir sem styðja vel við og halda utan um mann. Það hefur lika sitt að segja hve hljóðlátur bfllinn var. Að vísu heyrist nokkuð í vélinni en veg- hljóð er varla merkjanlegt og vindhijóð hverfandi. Nú framan af era aðeins tveggja hurða hlaðbakar í boði; fjögurra hurða verða fáanlegir þegar kemur fram á næsta vor. Aifa 147 er fáanleg í tveim- ur útfærslum sem mismunandi mikið er borið í, Progression og Distinctive. Hvorar tveggja státa af góðu hljóm- kerfí, svokölluðu BoseÆ Sound System í 2,0 bflnum, en allir Distinctive-bflar em með geislaspflara og „7-band grap- hic equaliser" þegar Progression er „bara“ með segulband. Hátalarar era 8. í heild má segja að Alfa 147 sé álitleg- ur bfll. Hann er ótrúlega vel búixm í hvívetna og hefur fyrirtaks aksturseig- inleika. í þessari stuttu viðkynningu kom ekkert fram sem aðfinnsluvert má teljast. Einna helst að hægt væri að óska sér að stýringin fyrir hraðafestinn væri á betri stað. Hún er á sprota vinstra megin út frá stýrislegg, undir stefnuljósarofanum, og vont að sjá á hana þar. Auk þess er auðvelt að mis- grípa sig á hraðafestinum og stefnuljós- unum. En um tflurð og búnað bílsins að öðra leyti vísast tfl annarrar grein- ar um bflinn hér tfl hliðar. Verð liggur enn ekki fyrir á þessum btt, en miðað við frágang og búnað er ljóst að það verður ekki langt undir verði 156 og í sumum tflvikum hærra. -SHH Notaðir bílar frá HONDA og PEUGE0T seldir á Aðalbílasölunni v/Nllklatorg Mihið úrval og gotl verð! Komlð og lítið á úrvalið Aðalbílasalan S. 551 7171 Gunnar Bernhard ehf. s.5201100 Alfa 147: Handa framakonum og fjörugu fólki Roberto Testore, forstjóri Fiat Auto, í ræöustól viö hliöina á splunkunýjum Alfa 147 í Grimaldi Forum, sýningarhöllinni í Monte Carlo. Mynd DV-bílar SHH „Kaupirðu góðan hlut þá mundu hvar þú fékkst hann“ yar slagorð ákveðins fyrirtækis á íslandi um miðja 20. öldina eða svo. Þessa sömu hugsun hafa forráðamenn Aifa Romeo í kollinum nú þegar þeir hleypa af stokkunum nýjum bfl í mfllistærðarflokki, Aifa 147, sem kemur i staðinn fyrir tví- hleypuna Alfa 145 (tveggja dyra) og 146 (fjögurra dyra). í nýju ölfunni er notað aflt það besta úr stóru systur, Ölfú 156, ásamt ýmsu því besta sem bilaiðn- aðinum hefur lagst tfl síðan Alfa 156 kom á markaðinn. Og þetta er ekki tflvfljun því Alfa 156 varð svo vinsæl að það kom gjörsamlega flatt upp á afla, meira að segja framleiðandann, sem lengi vel framan af hafði hvergi nærri við að ffamleiða. Og kaupendur vora svo spenntir fyrir Ölfu 156 að þeir létu sig hafa það að bíða nokkra mánuði eftir að fá bfl og sumir reyndu að fara bak- dyramegin með því að hlaupa á milli landa og fá Ölfu 156 afgreidda í landi þar sem biðin var óggulítið styttri en heima hjá þeim sjálfum. Affa 147 er að koma á markaðinn á meginlandinu um þessar mundir og var kynnt i Mónakó fyrir bflablaða- mönnum hirma ýmsu landa nú um miðjan mánuðinn. Þar héldu nokkrir forráðamenn Fiat Aifa tölur þar sem m.a. kom fram að Alfa 156 selst enn eins og heit lumma á meginlandinu, eins og reyndar var ljóst fyrir. Nýlega var þýska bflablaðið auto motor und sport með samanburð lið fyrir lið á Aifa 156 og þijú-línu BMW, en mörgum hefur þótt við hæfi að bera þá btta saman. Niðurstaðan varð að visu bimmanum í hag en þar var ekki hægt að tala um yfirburði. Allt að 450 bilar á dag í máli Giuseppe Perlo, ffamleiðslu- stjóra Fiat Auto, kom ffam að áætlað er að framleiða tfl að byija með 200 bfla á dag en auka framleiðsluna upp í 250 bfla eftir áramótin. Framleiðsluget- an verður allt upp í 450 bíla á dag ef eftirspumin kallar á það. Roberto Testore, aðalforstjóri Fiat Auto, sagði að markmiðið væri að selja hundrað þúsund eintök af Alfa 147 á næsta ári og 110 þúsund árið 2002. Juan Jose Diaz-Ruiz, markaðsstjóri Fiat Auto, sagði að framan af yrðu að- eins framleiddir tveggja dyra bflar, sem reyndar era kallaðir þriggja dyra af því Alfa 147 er af hlaðbaksgerð, en þar tíðkast hjá framleiðendum að telja afturhlerann til dyra. í þessum fyrstu bflum er hægt að velja mflli þriggja bensinvéla og tveggja gírkassa en frá og með næsta aprfl bætast tvær dísil- vélar við ffamboðið og þá koma einnig Ijögurra dyra (fnnm dyra skv. mál- venju framleiðenda) bílamir á mark- aðinn. Giuseppe Perlo benti líka á hve Alfa 147 er vel búinn bfll í hvívetna. Ekki þarf lengur að taka fram að bflar séu með læsivarðar bremsur, hæðarstfll- anleg kippibelti með átaksjafhara, krumpusvæði aftan og framan og sérstaklega styrkt farþegarými. Hins vegar er ástæða tfl að taka það sérstaklega ffam, þegar bílar í þessum stærðarflokki era komnir með sex liknarbelgi sem staðalbún- að, þegar ökumaður og ffamsætis- farþegi geta stillt hita miðstöðvar- innar hvor fyrir sig, þegar hraða- festir er orðinn staðalbúnaður á dýrari útfærslu hverrar undirgerð- ar, þegar spólvöm er orðin staðar- búnaður á ódýrastu grunngerð og upp úr. Og er þó ekki nærri allt upptalið. Bíll handa framakonum Hverjum er þessi bfll einkum ætiaður? Dias-Ruiz sagði að Alfa 147 ætti að verða fyrirmynd (“trendsetter“) í sínum flokki og menn vonuðust eftir sem víðtækustum vinsældum hans. En sennttega myndi hann þó best falla ffamakonum í geð, einnig ungu fólki og ástríðufullu, svo og hjónum sem væra orðin tvö ein eft- ir í hreiðrinu. Áætlað er að þessi álitlegi bfll komi hingað til lands um miðjan vetur en verðið liggur ekki fyrir. Búast má við að það verði í hærri kantinum, miðað við það sem í þennan bfl er lagt. En allt er afstætt og í þessu tttliti sem öðrum er nauðsynlegt að hyggja að því hvað fæst fyrir peninginn. Svo verður líka spuming hve vel gengur að fá bflinn - ef viðtökur almennt verða eins og við Ölfu 156 má búast við afllöngum af- greiðslutíma. -SHH SACHS KÚPLINGAR Þegar gera á bílmn betri Verið framsýn! veljið öryggi og endingu Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík Sími: 540 7000 • Fax: 540 7001 Upprunahlutir i mörgum helstu bilategundum heims Pað borgar sig að nota það besta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.