Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Side 1
15 íl UEFA-BIKARINH Úrslit í gærkvöld: 2. umferð - fyrri leikir Tirol Innsbruck - Stuttgart . . 1-0 Lillestrom - Alaves ........1-3 Hertha Berlín-Amica Wronki 3-1 Inter Milan - Vitesse.......0-0 Rauöa Stjarnan - Celta Vigo . 1-0 OFI Krít - Slavia Prag.....2-2 AEK Aþena - Herfolge.......5-0 Basel - Feyenoord ..........1-2 Halmstad - 1860 Munchen . . . 3-2 Parma - Dinamo Zagreb......2-0 Espanyol - Grazer...........4-0 Liverpool - Slovan Liberec . . . 1-0 Lausanne - Ajax ............1-0 Wisla Krakow - Porto.......0-0 Rayo Vallecano - Viborg .... 1-0 Nantes - MTK Búdapest......2-1 Boavista - Roma ............x-x Bordeaux - Celtic..........1-1 Lokamotiv - ASK Inter ......1-0 Club Brugge - St. Gallen .... 2-1 Blcsnd í poka Rúnar Kristinsson var í byrjunar- liði Lilleström sem tapaði fyrir spænska liðinu Alaves á heimavelli. Rúnar fór síðan af leikvelli á 78. mín- útu. Eyjólfur Sverrisson lék ekki meö Hertha Berlín en liðið vann pólska liðið Amica Wronki á Ólympíuleik- vanginum í Berlín. Aðeins 13 þúsund áhorfendur voru á leiknum. Emilie Heskey tryggði Liverpool sig- ur á Slovan Liberec tveimur mínút- um fyrir leikslok. Robbie Fowler mis- notaði vítaspyrnu. Tékkneska liðið lék skynsamlegan leik og verður síð- ari leikurinn örugglega Liverpool erf- iður. Celtic stendur ágætlega að vígi eftir jafntefli við Bordeaux á útivelli. Það var Henrik Larsson sem jafnaði fyr- ir skoska liðið úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. -JKS Naumur sigur fí Emeilie Heskey landaði sigrinum fyrir Liverpool skömmu fyrir leikslok í fyrri leiknum gegn Slovan Liberec í UEFA-bikarnum á Anfield Road í gærkvöld. Reuters Winne ekki með KR Nú er orðið endanlega ljóst að Skotinn David Winnie kemur ekki aftur til íslandsmeistara KR í knattspyrnu. Ekki er þó útilokað að kappinn leiki hér á landi næsta sumar því lið af höfuðborgarsvæðinu í 1. deild hafa lýst yfir áhuga á að fá hann í sínar raðir. Winne er ekki að leika í Skotlandi í vetur en hann ákvað að taka sér alveg hvíld frá knattspyrnuiðkun. -JKS Geir komst ekki í úrslit Geir Sverrisson komst ekki í úrslit í 200 metra hlaupi á ólympíumóti fatlaðra í Sydney í gær. Hann hljóp í und- anúrslitum á 23,50 sekúndum og varð í 9. sæti. Gunnar Öm Ólafsson synti 200 metra skriðsund í undanrásum á 2:22,01 mínútum og komst ekki í úrslit. Pálmar Guð- mundsson synti 200 metra skriðsund á 2:23,45 mínútum og komst ekki í úrslit. -JKS Kiel tapaði Þýskalandsmeistararnir Kiel í handknattleik töpuðu á heimavelli fyrir Wallau Massenheim, 26-28, í úrvalsdeildinni í gærkvöld. Kiel hafði eins marks forystu i hálfleik, 13-12, en gestimir léku mjög vel í síðari hálfleik, þó enginn betur en markvörðurinn Zoran Djoric. Wis- lander og Perunicic skoruðu 7 mörk hvor fyrir Kiel og þeir Immel og Rose 7 mörk hvor fyrir WaOau. Magdeburg og Wallau eru efst með 16 stig. -JKS Gísli víkur úr þjálfarastólnum Jón Arnar Magnússon. Jón Arnar Magnússon frjálsíþróttamaður er ekki hættur að keppa og hefur ákveðið að halda áfram í minnst tvö ár en hins vegar er samstarfi hans og Gísla Sigurðssonar þjálfara lokið. „Verk- efni okkar Gísla var einfaldlega búið og nú er ég hka kominn suður en hann enn fyrir norðan. Það er líka alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Það þýðir ekkert að hætta. Ég ætla kannski að hluta að þjálfa mig sjálfur en ætla að leita til sérfræð- inga og reyndra manna í greinunum hér heim. Ég er búinn að vera með einn þjálfara lengi og flest- ir aðrir í þessu eru með fleiri en einn. Ég hef náð mér vel af meiðslunum og læknisskoðun sýndi að ég er við hestaheilsu," sagði Jón Amar í gær. -ÓK Undankeppni HM kvenna í handknattleik: Báðir leikirnir við Slóvena hér á landi Samningar hafa tekist um að báöir leikir íslands og Slóveníu í und- ankeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik fari fram hér á landi. Leikið verður 1. og 3. desember. Sigurvegarinn úr þesari viðureign mætir síðan þjóð frá úrslitakeppni Evrópumótsins sem verður í desem- ber í Rúmeníu en leikimir verða í mai á vori komanda. Verkefnið gegn Slóvenum er verðugt en spennandi. Undirbúningur fyrir leikina hefst af fullum krafti þegar hlé verður gert á deildinni 12. nóvember en hún hefst að nýju eftir áramótin. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.