Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 2
38 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 "V Reynsluakstur VW Golf Variant 4Motion: Skemmtilegur - ekki síst á malarvegum Sú kynslóö Golf sem nú selst eins og nýbakað vínarbrauð um alla Evrópu er líklega orðin tveggja ára gömul eða svo en aldrifslangbakurinn er þó nýkom- inn á markað og nýjung sem slík- ur. Á máli bílasmiðanna í Wolfs- burg heitir sá bíll Golf Variant 4Motion og er hvað snertir útlit og innréttingu eins og langbakurinn (Variant) sem státar af framhjóla- drifinu einu. Munurinn liggur fyrst og fremst í aldrifinu sem stjómast af rafeindastýrðri vökva- kúplingu miili fram- og afturása, svokölluðum fjölplötutengslum sem skynja á augabragði hverja minnstu mishröðun hjólanna und- ir bílnum og senda kraft á aftur- hjólin á broti úr sekúndu. Með því að nýta sér búnað læsivörðu hemlanna til átaksjöfnunar í sídrifinu virkar þessi rafeinda- stýring um leið sem gripstýring að vissu leyti (gripstýring = spól- vörn og skrikvöm til samans) þannig að Golf Variant 4Motion er einstaklega stöðugur í akstri, jafn- vel á lausu (hálu) undirlagi. Á bundnu, þurru slitlagi gerir aldrifsbúnaðurinn það að verkum að þar notar Golf 4Motion aðeins framhjóladrifið. Þá er hann eins og hver annar Golf Variant. Þegar skilyrði versna, eða þegar ekið er á lausum malarvegi, nýtist 4Motion-búnaðurinn til hlitar. Notaðir bílar frá HONDA og PEUGEOT seldir á Aðalbílasölunni v/Miklatorg Nlikið úrval og gott verð! Komið og litið á úrvalið Aðalbílasalan S. 551 7171 Gunnar Bernhard ehf. s.5201100 Langbakurinn er verklegastur Golf-bílanna og það á líka við um aldrifsútfærsluna, 4Motion. Myndir DV-bílar SHH Gott grip og fjöðrun Ekki verður annað um Golf 4Motion sagt en að á malarvegi er hann eins og fiskur í vatni. Jafn- vel á nýhefluðum vegi með smá- gerðri möl, sem er eins til að sjá og hann hafi verið stráður þykku lagi af Cocoa Puffs, þarf mikið að ganga á áður en hægt er að láta Golf 4Motion skransa eða spóla. Eftir að hafa þrautreynt þetta á jafnsléttum vegi að mestu var leit- uð uppi brött brekka með lausa- möl. Numið var staðar þar sem hún var hvað bröttust og tekið harkalega af stað upp í móti - nán- ast með því að stíga út af kúpling- unni. Aðeins heyrðist í möl undir bílinn smástund en svo reif hann sig upp eins og hann væri á þurru og bundnu slitlagi. Til saman- burðar var farið á þennan sama stað á venjulegum bíl aðeins með framhjóladrifi, að vísu nokkru léttari en Golfinn. Sá byrjaði með að spóla þar sem hann var kom- inn og skrika út á hlið áður en honum tókst að ná þeirri spymu Umhverfi ökumanns er mjög vel skipulagt eins og búast má við í Volkswagen og auðvelt að finna sér þægilega stellingu við stýrið. Afturhlerinn opnast vel upp og skottið aftan aftursætis er gott að flatarmáli en frekar lágt til lofts ef nota á hlffina yfir farangursgeymsl- una. Enginn vandi er að bregða sér út af hefðbundnum fólksbiialeiöum á Golf Variant 4Motion en hægt væri að óska sér þess aö vitund hærra væri undir hann. sem dugði til að byrja að róta sér upp brekkuna og fyrstu metrana fór hann á spólinu. Annað sem gerir Golf 4Motion sérlega skemmtilegan á malarvegi er að hann er með fjöðrun sem veigrar sér ekkert við ósléttum vegi. Jafnvel íhvolfar holur trítiar hann yflr án þess að þeir sem í bílnum eru verði þeirra varir svo heitið geti. Helst mætti óska sér að dálítið væri hærra undir bíl- inn; hann er frekar lágur frá vegi og hlifðarplatan sem liggur undir honum um breidd hans þvera að framan er fljót að láta í sér heyra ef hnullungar Vegagerðarinnar komast eitthvað sem heitir yfir kókópuffs-stærðina. Þriðji kosturinn er að bíllinn er ágætlega hljóðeinangraður. Einna helst er að nokkuð heyrist í vél en það má vera nokkuð áður en prófara þykir það teljandi ókost- ur. Vegardyn, sem fljótur er að þreyta, er litt til að dreifa í Golf VW GolfVariant 4Motion - helstu stærðir: Vél: 4 strokka 1984 cc, 115 hö. v. 5400 sn. mín., 170 Nm v. 2400 sn. mín. Viðbragð 0-100 km/klst 10,5 sek., meðaleyðsla skv. megin- landsstaðli 7,9 1. 5 gíra handskipting, sítengt aldrif. Leng - breidd - hæð: 4149-1735-1444 mm, hjólahaf 2518 mm. Eigin þyngd: 1338 kg. Hjólastærð: 195/65x15. Verð: 1.849.000 kr. Umboö: Hekla hf. 4Motion og vindhljóð er heldur ekki að marki, a.m.k. ekki þá góð- viðrisdaga sem DV-bílar höfðu 4Motion með höndum. Frísk vinnsla Variant 4Motion er boðinn hér með tveggja lítra vél sem skilar 115 hö. og 170 Nm. Af þessum töl- um má ráða að vélin er bráðrösk og þegar maður hefur rifjaö upp hvemig dæmigert Volkswagen- og Audi-drif- og gírhlutfall virkar (þarf talsverðan snúning á tveim lægstu gírunum) er bíllinn frískur og skemmtilegur með þessari vél. Fyrst í stað virkaði Golf Vari- ant 4Motion frekar þröngur til hliðanna en það vandist fljótt og varð ekki til óþæginda. Allgott er að setjast inn í hann og stiga út úr honum, hann er alls ekki það lægsta sem gerist í þeim efnum. Þetta á einnig við um aftursætið og þar er fótarými vel viðunandi þó framsæti séu stillt fyrir full- vaxna. Farangursrými með aftur- sæti uppi og hlífina yfir hefur all- gott flatarmál en er frekar lágt undir loft, mælist aðeins 245 en eykst um helming ef hlífin er tek- in frá. Með aftursætin lögð niður er heildarfarangursrými 1099 1. Til ókosta telst að handbremsa er beint undan armhvílu á öku- mannssæti sem einnig kreppir að þegar stinga þarf bílbelti í fest- ingu. í heildina séð er Golf 4Motion afar skemmtilegur og léttkeyrandi bíll og, eins og að ofan segir, ein- staklega fótviss. Verðið, 1.845.000 krónur, ætti ekki að fæla neinn miðað við það sem gerist með helstu keppinautcma, aldrifslang- baka í þessum stærðarflokki. -SHH Ford Focus 1,6 hlaðbakur - bíll ársins austan hafs og vestan og „besti litli hlaðbakurinn sem nokkurn tíma hefur verið fram- leiddur", að dómi blaöamanns What Car? Mynd: DV-bílar Teitur Ford Focus hleður upp viður- kenningum Bíll ársins 2000 í Bandaríkjunum hefur verið valinn: Ford Focus. Fordumboðið á íslandi hefur kynnt þessa staðreynd i stórum auglýsing- um og minnt á að Ford Focus varð bíll ársins í Evrópu 1999 og er þannig fyrsti bíllinn til að fá þessa viðurkenningu beggja vegna At- lantsála sem er afrek í sjálfu sér. í auglýsingu Brimborgar er einnig minnt á að hann fékk gullna stýrið í sínum flokki í fyrra. En kannski hefur hann fengið bestu meðmælin í „kveðju-umsögn“ Pete Tullin í What Car?, þegar What Car? losaði sig við Focus 1,6 hlaðbak eft- ir 18.000 mílna (28.900 km) akstur á einu ári, en þessi bíll var einn af starfsmannabílum blaðsins. Um- sögn sína byrjar Pete Tullin svona: „Við skulum ekki tala neina tæpi- tungu. Focus er besti litli hlaðbak- urinn sem nokkum tíma hefur ver- ið framleiddur, enginn undanskil- inn. Og 1,6 útgáfan er best þeirra allra. Nokkur á móti? Ég held ekki.“ Litlu síðar segir Tullin: „Það er ekki hægt að segja að Focus hafi bara fært markpóstana fyrir litla hlaðbaka. Miklu nær væri að segja að hann hafi rifið þá upp og fleygt þeim út fyrir áhorfendapallana." Við hér á DV-bílum erum talsvert varkárari í orðum heldur en þessi breski félagi okkar. En lítum á stutt dæmi frá 27. maí sl.: „í umsögn um Ford Focus í DV- bílum í febrúar 1999 sagði m.a. þetta: „Það sem fyrst og fremst situr eftir í huganum eftir reynsluakstur á Ford Focus er hversu líflegur og snarpur billinn er. 1,6 litra vélin skilar 100 hestöflum sem nýtast afar vel vegna þess hve léttur bíllinn er. Jafnframt liggur hann mjög vel og ökumaðurinn hefur á tilfmningunni að hann geti hvenær sem er brugð- ist fyrirhafnarlaust við þeim kring- umstæðum sem upp kunna að koma. Hann er svo afbnikill að hann spólar sig upp á malbiki þegar tekið er af stað ef maður hefur ekki á sér sérstakan vara og man eftir þessum krafti. Þetta er þó ekki vara- samt nema í þeim tilvikum sem maður er að fara inn á aðra götu í 90 gráða beygju eða svo - þá er betra að ætla sér ekki of mikið og slaka dálltiö betur á hægri fætinum." Eftir viðkynningu við Focus 2,0 Trend má bæta því við að með tveggja lítra vélinni er Focus enn skemmtilegri akstursbíll. Það mun- ar um 30% aflaukningu í hestöflum og 20% í snúningsvægi. Líklega er óhætt að segja um 2,0 Trend að hon- um verður aldrei afls vant.“ -SHH Rover Mini Á meðan Mini-bíll BMW vekur mikla athygli á bílasýningunni í Birmingham hefur aðalhönnuður Rover, Peter Stevens, látið frá sér fyrsta uppkast af því hvemig nýjasti smábill þeirra gæti htið út. Þar er ekki margt sem minnir á gamla bíl- inn, ólíkt BMW-bílnum, og er hann mun framúrstefnulegri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.