Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Blaðsíða 4
44 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 IjV I fallegu haustumhverfi Nessvæöisins viö Laxá í Aöaldal. Toyota Land Cruiser VX 90 - 1000 km reynsluakstur Togmikill og áreynslulaus - með nýju einbunu-dísilvélinni Land Cruiser 90 er nú kominn < með nýja disilvél, svokallaða ein- bunu- (Common Rail) dísilvél með forþjöppu og millikæli. Nýja vélin er ansi mikil breyting frá þeirri gömlu sem hélt samt ótrúlega vel sínu. Gamla vélin var 126 hestöfl og togaði 295 Newtonmetra en sú nýja skýtur honum upp í 163 hestöfl og togar 343 Newtonmetra. Einnig á sú nýja að vera mun eyðslugrennri en sú gamla, eða nota aðeins 9,5 lítra á 100 km samkvæmt Evrópustaðli. DV-bílar fengu Land Cruiser 90 í rúmlega 1000 kílómetra reynsluakst- ur á dögunum með það fyrir augum aö prófa vélina við sem flestar að- stæður. Vel búinn fyrir allar að- stæður VX er dýrasta úgáfan af dísilbíln- um og er með krómaða húna, útispegla og grill, leðurinnréttingu með rafstilltum sætum, toppgrind- arboga og viðarmælaborð fram yfir hinar gerðirnar. í bílnum eru einnig aukamælar í sérstöku hólfi Mjúk, sjálfstæö gormafjöðrun aö framan og aftan gerir hann þægileg- an í brölti utan vega. Hjartaö í bílnum er nýja 163 hestafla einbunu-dísilvélin. Hún er bæöi með millikæli og forþjöppu en í gamla bílnum þurfti aö bæta millikæli við sem aukabúnaöi. ofan á mælaborðinu. Þar er hagan- lega fyrirkomiö hallamæli, útihita- mæli, loftvog, áttavita, hæðarmæli, skeiðklukku og meðalhraðamæli. Hæðarmælirinn sýnir einnig mínustölu sem sást vel þegar ekið var í gegnum Hvalfjarðargöngin. Þótt Land Cruiser sé með svoköll- uðu sídrifi, sem þýðir einfaldlega það að hann er alltaf í fjórhjóladrif- inu, er samt enginn jepplingur hér á ferðinni heldur alvörujeppi. Hægt er að læsa millikassa og afturdrifi 100% við erfiðari aðstæður, auk þess að setja í lága drifið. Upp og niður brattar brekkur Á langkeyrslunni reyndist krús- erinn vel og er togið vel staðsett í snúningssviðinu fyrir þjóðvegaakst- ur. í bröttum brekkum, eins og Botnastaðabrekkunni og Hvalfjarð- argöngunum, þurfti aðeins rétt að bæta við olíugjöfina til að hann héldi sama hraða, og það án þess að skipta sér niður úr fjórða þrepinu. Togið er einnig gott annars staðar í snúningssviðinu og mætti ímynda sér að þessi bíll með þessari vél hentaði vel í drátt á vélsleða- og hestakerrum. Einbunuvélamar eru lágværari en aðrar disilvélar og þessi er engin undantekning. Þó er nokkur hávaði í henni á lægri snún- ingi, sérstaklega kaldri, en heyrist lítið frá henni þegar bíllinn er kom- inn á meiri ferð. Dekkin sem voru undir reynsluaksturbílnum voru af Courser-gerð, 31 tomma, og vora mjúk og þægileg og ekkert sérlega hávær þrátt fyrir nokkuð gróft munstur. Sömu drif og áður Þrátt fyrir aukin afköst vélarinn- ar eru sömu drif í honum og áður og hafa einhverjir sett spumingar- merki viö það, sérstaklega þegar kemur að breytingum. Framleið- andinn brást við því með því að bæta við tölvukerfi bílsins sem sér þá um að ekki komi of snöggt átak á drifin. Annars er oftar um að kenna klaufaskap heldur en öðru þegar drif brotna. Algengast er að drif brotni á mikið breyttum bílum þeg- ar slegið er af eftir mikið átak en drif þola mun minna átak afturábak en áfram. Þess vegna ættu menn aldrei að reyna um of að ná jeppum úr festu með því að aka þeim afturá- bak, svo maður tali nú ekki um að draga bíla upp úr í afturábakgím- um. Örlítil verðhækkun Með nýju vélinni er óhætt að segja að Land Cruiser 90 sé aftur kominn mjög ofarlega á „Most Wanted“-lista jeppaeigenda. Þrátt fyrir að hafa haldið vel sínu með gömlu vélinni er mikill munur á honum með vél sem skilar 37 hest- öflum í viðbót og mun meira togi. Einnig virðast tölur framleiðenda um eyðslu vera nokkuð lagi - í eng- um sparakstri var hann með tæpa 12 lítra í eyðslu sem er nokkuð gott. Aðeins 100.000 kr. verðhækkun var á bílnum með nýju vélinni sem er r— 'XJKT Afturhlerinn opnast á hliö með aft- urhjólinu og er því gott aö athafna sig fyrir aftan bílinn. Auövelt er aö hagræöa aftursætum eftir hentug- leikum. Þegar gera á bílinn betri Veríð framsýni i Upprunahlutir í mörgum helstu bilategundum heims O Gírkassalegur O Driflegur ° Hjóiaiegur veljið öryggi og endingu ■O Hjólalegusett Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík Sfmi: 540 7000 • Fax: 540 7001 - Pað borgar sig að nota það besta Tæknilegar upplýsingar: Land Cruiser VX 90 Vél: Einbunu-dísilvél með forþjöppu. Vélastærð: 2982 rúmsentímetrar. Hestöfl: 163/3400 sn. Tog: 343 Nm/1600-3200 sn. Drif: Sítengt aldrif. Læsing: 100% driflæsing að aftan. Gírar: 4 þrepa sjálfskipting með krciftstillingu. Lengd: 4755 mm. Breidd: 1820 mm. Hæð: 1875 mm. Veghæð: 245 mm. Eigin þyngd: 1980 kg. Hjólbarðar 265/70 R16. Felgur 16 tommur. Hröðun 0-100 km: 12,5 sek. Hámarkshraði: 170 km. Eyðsla skv. Evrópustaðli: 9,5 lítrar. Farangursrými: 1594 lítrar með sætin niðurfelld. Hemlar að framan: diskar. Hemlar að aftan: skálar. Fjöðrun að framan: sjálfstæð gormafjöðrun með tvöfoldum spyrnum. Fjöðrun að aftan: Sjálfstæð gormafjöðrun með hliðarstífu. Beygjuradíus, innri: 5,7 metrar. Eldsneytistankur: 90 lítra. Verð: 3.995.000 kr. Umboð: P. Samúelsson hf. nokkuð vel sloppið en bíllinn kostar i ódýrastu útgáfu frá kr. 3.145.000. -NG Plúsar: Jafnt og gott tog, næg- ur kraftur. Mínusar: Meiri hávaði frá ein- bunuvél en gengur og gerist á lægri snúningi. Mælaboröiö er viðarklætt og efst eru ýmsir mælar sem koma sér vel í jeppaferðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.