Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2000, Page 1
15
dvspor t @ff. is
Þriðjudagur 31. október 2000
Nýr völlur og stúka í Grindavík
Framkvæmdir við nýjan fótboltavöll í Grindavík eru langt komnar og er verið að ljúka við að teikna fé-
lagsaðstöðuna og búningsaðstöðu sem fyrirhugað er að verði tengd við stúkuna og hafa margir talað um þetta
sem glæsilegustu knattspyrnumannvirki landsins. í vor var stofnað félag til að styðja við rekstur knatt-
spymudeildar UMFG og hlaut það nafnið GK99 og í framhaldi af því var hafin söfmm á hlutafé.
Gekk Grindavíkurbær fram fyrir skjöldu og lagði fram 50 milljónir með því skilyrði að jafnhá upphæð safn-
aðist með frjálsum framlögum og hafa nú safnast 33 milij og eru fyrirtækin í bænum með mesta hlutaféð.
Pétur H. Pálsson, formaður GK, sagði frá því að völlurinn og stúkan ættu að vera tilbúinn fyrir íslandsmót-
ið næsta vor og yrði skoðað í framhaldinu hvort byggð verði búningsaðstaða og félagsheimili sem væri þá
tengt við stúkuna. Pétur greindi frá því að áhersla væri lögð á að framkvæma aðeins í samræmi við getu fé-
lagsins á hverjum tima. Jafnframt var tekin ákvörðun um að stefnt skyldi að markvissri uppbyggingu hjá
yngri flokkunum til að skapa knattspyrnumenn framtíðarinnar og hefur Pálmi Ingólfsson verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri með þetta að leiðarljósi. Eins og gefur að skilja er þessi ákvörðun bæjaryfirvalda umdeild með-
al bæjarbúa og finnst mörgum sem knattspyman taki mikið til sín og aðrar íþróttagreinar hljóti skaða af en
þó eru flestir sammála um að þetta verði bæjarfélaginu til framdráttar og sagði Pétur að ekki væru mörg bæj-
arfélög af þessari stærð sem gætu státað af því að eiga lið í úrvalsdeild i fótbolta og körfubolta í bæði karla-
og kvennadeild og hafa menn heyrt af því að fólk flytji til bæjarins vegna öflugs íþróttastarfs. Nú um helgina
komu svo áhugasamir bæjarbúar saman til að leggja þökurnar á völlinn. -ÞGK
‘M’s
■■ - .r-ar
- ......
Viktor Kristmannsson
úr Gerplu sést hér
sýna verðlaun sín frá
Norðurlandamóti
drengja í fimleikum
um helgina. Viktor
varö fjórfaldur
meistari.
DV-mynd Hilmar Þór