Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2000, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 20 Tæknival hf. býður nýja þjónustu: Gamlar tölvur upp f nýjar Tæknival hf. byrjaði í sein- ustu viku að bjóða upp á nýja þjónustu i tölvuverslun sinni. Hún byggist á því að nú geta fyrirtæki, stór og smá, end- urnýjað tölvurnar sínar með því að láta gömlu tölvurnar upp í nýj- ar. Tryggvi Þorsteinsson, sölustjóri fyrirtækjamarkaðs, segir að hér sé um nýjung að ræða, bæði hér- lendis og erlendis. „Ég veit ekki til þess að þetta kerfi hafi verið notaö áður. Við höfum reyndar tekið gamlar tölvur upp í nýjar en ekki skipulega og ekki með þeim hætti sem nú er um að ræða.“ Verö fer eftir eftirspurn Tryggvi heldur áfram: „Við ger- um þetta í samstarfi við fyrirtæk- ið Compaq Financial Service(CFS), dótturfyrirtæki Compaq tölvuframleiðandans. Þetta virkar þannig að þegar fyr- irtæki koma til okkar til að end- urnýja tökum við saman hve margar tölvur þeir eiga, hvaða tegund, gerð og þess háttar. Síöan sendum við upplýsingarnar út til CFS og þeir gera tilboð í pakkann. Þannig má segja að við séum ein- faldlega bara milliliður milli við- skiptavinarins og CFS.“ Fyrir- tækjum býðst einnig sá valkostur aö leigja tölvur frá Tæknival. Þá yrði sama kerfið notað, gömlu tölvurnar seldar úr landi. Tryggvi segir verðið sem fáist fyrir tölvurnar alveg fara eftir framboði og eftirspurn. „CFS sel- ur tölvurnar áfram til landa sem ekki eru kannski jafnlangt komn- ...—. : l'ÖIVUÍ1 - aðeins ætlað fyrirtækjum AB sögn Tryggva fer verð fyrir tölvurnar alveg eftir eftir- spurn úti í hinum stóra heimi. hvort eftirspurn er mikil eða lítil eftir þeim tölvum sem fyrirtæki þurfa að losna „Ureltar" tölvur fylla oft heilu og hálfu herbergin hjá fyr- við « TryggVi ^æt- irtækjum í landinu og ekki slæmt aö geta fengiö smá jr þvj vjð að gj^j pening fyrir þær (staö þess aö borga fyrir förgun. sé ejngöngu um að ar í tölvuvæðingunni og við ís- ræða tölvur. Einnig sé tekið við lendingar. Þaö fer því alveg eftir prenturum og öðrum tölvufylgi- hlutum. Aðspurður segir hann það alveg koma til greina að taka við öðrum tölvutegundum en Compaq. Það verði bara vegið og metið hverju sinni. Allir græöa Hugmyndin á bak við þetta nýja kerfi er að allir græði á því. Að sögn Tryggva kemur þetta viö- Þetta virkar þannig að þegar fyrírtæki koma til okkar til að endur- nýja tökum við saman hve margar tölvur þeir eiga, hvaða tegund, gerð ogþess háttar. Síðan sendum við upplýsingamarút til CFS og þeir gera til~ boð tpakkann. skiptavinunum vel þar sem þeim gefst kostur á losna við gömlu tölvurnar, sem oftar en ekki fylla heilu herbergin, fyrir smá pening í stað þess að þurfa að borga fyr- ir förgun á græjunum. Einnig græða fyrirtæki í öðrum löndum sem styttra eru á veg komin í tölvuþróuninni þar sem þau fá fullkomlega heilar tölvur fyrir lít- inn pening. Tryggvi bendir á að þessi þjónusta sé einnig umhverf- isvæn, þar sem ekki þarf lengur að urða tölvurnar. Aðspurður segir Tryggvi þessa nýju þjónustu Tæknivals einung- is hugsaða fyrir fyrirtæki. „Það segir sig sjálft að það tekur því varla að bjóða CFS eina tölvu í einu heldur er þetta aðallega hugsað fyrir fyrirtæki sem eru að endurnýja tölvurnar sínar á einu bretti." Tryggi tekur þó ekki fyr- ir það að hópur fólks gæti tekið sig til og endurnýjað tölvurnar saman. Það mál yrði skoðað ef til kæmi. Síminn styrkir tölvunámskeið fyrir stúlkur: Allt frá vélbúnaði í smáforrit - kynnt fyrir stelpunum Hlutfall kvenna í tölvustörfum er lágt hér á landi sem og annars staBar og er öll viBleitni i leiBréttingarátt af hinu góBa. Síminn hefur nú gengið til samstarfs við Netstöðina Granda og haft frumkvæði að því að haldið verði sérstakt tölvunámskeið fyrir stúlkur, sem hvetja muni þær í framtíðinni til þess að velta fyrir sér innviðum tölvunnar. Aö skilja innviöi tölvunnar Markmiðið með námskeiðinu er að eftir námskeiðiö skilji stelpurn- ar helsta muninn á vélbúnaði, stýrikerfi og forritum og hvað þurfi til að þessir hlutar vinni saman. Þær læra að skilja upp- setningu PC-tölvunnar og hvaða hlutverki hinir ýmsu hlutar henn- ar gegna. Á námskeiðinu verður auk þess farið í gegnum uppsetn- ingu á Linux stýrikerfi, uppsetn- ingu á smáforritum, uppsetningu á Netinu og stillingar á vöfrurum og póstforritum. Á námskeiðinu mun Star office-kerfið verða kynnt, en líkt og Linux fæst það endurgjaldslaust á netinu. Af þessu tilefni hefur Siminn gefið Netstöð Granda tíu tölvur og 10 skjái til notkunar á tölvunám- skeiðum sem haldin hafa verið á vegum þeirra. Með þessu móti vill Síminn styrkja þá góðu vinnu sem lögð hefur verið í tölvunámskeið Netstöðvarinnar. Markmiðið með námskeiöunum hjá Granda er aðallega tvíþætt: Að skilja innviði tölvunnar og að end- urvinna gamlar tölvur og gera úr þeim nýtileg vinnutæki. Markmið- in breytast sifellt og nýjar hug- myndir kvikna í kjölfarið. Nú þeg- ar hafa um 60-70 manns sótt tölvu- námskeið hjá Netstöð Granda. Netstööin er samvinnuverk- efni Það var fyrir ári síðan sem Guð- mundur Ragnar Guðmundsson, stofnandi Netstöðvar Granda, hóf starfsemina með námskeiðum sem ætluð voru fólki á aldrinum 16-25 ára. Netstöðin er samvinnuverk- efni milli áhugamannafélagsins Netvirkni, sem er í forsvari fyrir Nefstöðinni, Reykjavíkurborgar og annarra aðila sem sýnt hafa starfseminni áhuga og lagt henni liö. Markmiðið með nám- skeiðinu er að eftfr námskeiðið skilji stelp- umar helsta muninn á vólbúnaði, stýrikerfi og forritum og hvað þurfí tíl að þessír hlutar vinni saman. Þær læra að skílja uppsetningu PC-tölvunnar og hvaöa hlutverkl hínir ýmsu hlutar hennar gegna, Netvirkni sér um að útvega kennara og fyrirlesara úr hópi fólks sem starfar á þesu sviði, skipuleggur námskeiðin, útvegar námsgögn og netlagnir. Reykjavík- urborg leggur til húsnæði og öfl- uga tengingu við Intemetið, ásamt því að fjármagna undirbúning við skipulag og gerð námsgagna. Full- trúi Reykjavíkurborgar í þessari samvinnu er íþrótta- og Tóm- stundaráð (ÍTR). Enn fremur hafa ýmsir aðilar, einkafyrirtæki og stofnanir sýnt verkefninu mikinn áhuga, gefið gamlar tölvur og hús- gögn. Notaðar eru tölvur sem ella myndu lenta á ruslahaugunum og er þannig verið að endurnýta þann tölvubúnað sem reglulega fellur til vegna endurnýjunar á tölvuflota landsmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.