Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2000, Blaðsíða 2
■ llfið....
T M M II
Vikan 24. nóvem ber til 30. névember
Ifókus
Þríeykið Englar Kalla er vel búið
hátæknivopnum og farartækjum og
býr yfir ómældum hæfileikum á sviði
bardagalista og dulargerva. Kynþokk-
inn lætur líka á sér kræla þegar þær
Natalie (Cameron Diaz), Dylan
(Drew Barrymore) og Alex (Lucy
Liu) vinna verkin sín mannkyni öllu
til góðs, og kvenkyni. Þær sameina
sannarlega kosti mellna og íslenskra
fjárhunda, tryggð og hlýðni, gagnvart
Bosley (Bill Murray), yfirmanni sin-
um.
Hver er þessi Charlie?
Hinum íjalhnyndarlega og bráðgáf-
aða Eric Knox (Sam Rockwell),
stjómarformanni Knox-tæknifyrirtæk-
isins, er rænt af eigin skrifstofu. Hann
hefur hannað mjög tæknilegt kerfi sem
ber kennsl á einstaklinga eftir radd-
blæ, af meiri nákvæmni en fmgrafór
og andfýla hafa nokkurn tímann gert.
Af einhverjum óskiljanlegum ástæð-
um getur þessi þekking leyst ragnarök
úr læðingi í fórum óprúttinna glæpona
og því verður að bjarga Knox hið
fyrsta. Grunur fellur umsvifalaust á
keppinaut hans á samskiptamarkaðn-
um, Roger Corwin (Tim Curry), hjá
Rauðstjömukerfum ehf., sem á stærsta
net gervihnatta á jarðkringlunni. í dul-
argervum japanskra tehóra, maga-
dansara og kappaksturskvenna, reyna
þær að komast á sporið og uppgötva að
málið er flóknara en gert var ráð fyrir.
Þær era sjálfar í logandi hættu, og það
sem meira er, svo er Charlie líka,
hver sem hann nú er.
Eintómt fjör
Drew Barrymore þáði eitt þriggja
aðalhlutverka og varð jafnframt með-
framleiðandi myndarinnar. Hún hóaði
í vinkonu sína Cameron Diaz. Þær
stöllur töluðu saman í tvo tíma, eða
þar til farsími Diaz varð batteríslaus.
„Þetta verður eintómt ijör. Engar byss-
Þeim fer fækkandi sem muna eftir.Kate Jackson,
Farrah Fawcett og Jadjyn Smith og sakna
viðveru þeirra á hvíta tjaldinu. Þær léku
m ofurkvendin þrjú sem fóru að þorpurum
með ofbeldi í sjópvarpsþáttunum
Charlie’s Angels |m miðjan áttunda
A áratuginn. Þeirra hlutskipti varð að
* leika í kvikmyndabúningum skáld-
sagna Danielle Steel
-■■■■ 4 . og Sidney
mrnm, Sheldon og
■f myndum sem
■ hafa undirtitil-
Jj|^: inn: The Story
of... Nú er
• hins vegar
lUtt g kvikmynd eftir
m m y f þáttunum með
bMÉ - jKk heitustu gell-
M |Hb Æf-I unum í Hollí-
Wf vúdd í farar-
n broddi. Hún
■B' IHI ' *:•/; JL verður
frumsýnd í
Regnbogan-
um með
ur, bara stelpur sem nota kung-fu og
sparka í rassa,“ sagði Barrymore á
sannfærandi máta og Diaz stóðst ekki
mátið. Næsta verkefni Barrymore var
að finna leikstjóra. Aftur leitaði hún í
vingarð sinn og fann þar ungan og
upprennandi listamann, McG að
nafni. McG hafði aldrei leikstýrt mynd
í fullri lengd en er margverðlaunaður
fyrir tónlistarmyndbönd sín. Hún
sagði honum frá hugmyndinni í gróf-
um dráttum. Þegar McG mætti á fund
framleiðenda var hann illa sofinn, og
hafði notað andvökuna til að finpússa
rammann sem hann vildi festa
Englana í. Hann gekk um gólf og lýsti
hverri töku fyrir sig. Allir viðstaddir
vora yfir sig hrifnir og stráksi var ráð-
inn á staðnum.
Sérþjálfaðir englar
Þá vantaði einungis þriðja engilinn.
Margar leikkonur Yoru búnar að lýsa
áhuga sínum á að starfa með gellunum
Barrymore og Diaz. Þrátt fyrir það var
leitinni haldið áfram þar til framleið-
endur römbuðu niður á Lucy Liu.
Leikkonurnar þrjár lásu handritið yfir
saman og þóttust smellpassa saman.
Kínverski bardagasérfræðingurinn
Cheung-Yan Yuen tók stelpumar í
þjálfun og kenndi þeim kynstrin öll af
spörkum, kýlingum og fantabrögðum
og skemmtu þær sér konunglega við
hinar krefjandi æfingar. Bill Murray
leikur yfirmann englanna, Bosley, og
er eins konar fiórði maður sérsveitar-
innar. Honum fannst frábært að fá að
leika holdgerving Bandaríkjanna.
„Mér var hvorki boðið hlutverk í
Superman né Jefferson in Paris og því
þótti mér þetta upplagt,“ sagði hann
um sitt hlutskipti.
Komungur dópisti
Leikkonumar þrjár eru allar með
þeim vinsælustu í Hollívúdd af yngri
kynslóðinni. Barrymore er erfingi
mikils ættarveldis í Hollívúdd og
Steven Spielberg hélt á henni undir
skím. Hún hafði leikið í sinni fyrstu
sjónvarpsauglýsingu áður en hún var
orðin eins árs og sjö ára að aldri var
hún orðin kvikmyndastjarna eftir leik
sinn í stórmynd Spielberg, E.T. Næstu
ár festi hún sig i sessi sem yngsti
drykkju- og eiturlyfjasjúklingur í
Englaborg og þurfti tæpan áratuga
langan afréttara. Hennar helstu mynd-
ir eru E.T., Firestarter, Never Been
Kissed, Ever After, The Wedding
Singer, Everyone Says I Love You,
Batman Forever og Scream, meðal
annarra.
Módelið að baki grímunni
Diaz hefur orðið mörgum pjakkn-
um tilefhi til ótimabærs sáðláts. Hún
flakkaöi um heiminn við módelstörf
frá 16 ára aldri, en sótti um og fékk
hlutverk í stórmyndinni The Mask og
lék þar við hlið Jim Carrey. Þá var
hún 21 árs og ekki aftur snúið með
leikferilinn. Næstu myndir hennar
voru smærri í sniðum en sú fyrsta, en
nú er hún aftur byrjuð að sjást í stór-
myndum og það leiðist fæstum, enda
hefúr hún verið valin efiiilegasta og
kynþokkafyllsta leikkona af öllum
heldri kvikmyndablöðum og spek-
úlöntum kvikmyndaheimsins. Helstu
myndir Diaz eru Any Given Sunday,
Being John Malkovich, Very Bad
Things, There’s Something About
Mary, A Life Less Ordinary, My
Best Friend’s Wedding, Head Above
Water og Mask.
Fjöihæf listakona
Liu hreppti hlutverk Lísu í Undra-
landi í háskólauppfærslu þar sem hún
sóttist eftir aukahlutverki. Þetta blés
henni kapp í kinn og ýtti leikferli
hennar úr vör. Hún hélt til Los Angel-
es og fékk fljótlega gestahlutverk í
Beverly Hills 90210. Mörg svipuð hlut-
verk fylgdu í kjölfarið, en að lokum
var hún ráðin í fúllt starf sem lögfræð-
ingurinn úrilli, Ling Woo, í hinum
geysivinsælu grínþáttum um Ally
McBeal. Áhugamál Liu eru bardaga-
listir ýmsar og áhættuíþróttir, auk
þess er hún fiölhæfúr listamaður. Hún
hefur best sést í myndunum Shang-
hai Noon, Play It to the Bone, True
Crime, Payback, og Jerry Maguire.
Hér sjást sigurvegararnir í tvífarakeppni Fókus vegna frumsýningar Charlie’s Angels. Fjöldi stúlkna tók þátt í keppninni
sem fór fram í Kringlunni á dögunum og hljóta sigurvegarnir veglega vinninga, m.a. Nokia GSM síma. Frá vinstri eru
Regina Jónsdóttir, 17 ára sem Cameron Diaz, Sólveig íris Sigurðardóttir, 19 ára sem Lucy Liu og Jóhanna Þorkelsdóttir,
22 ára sem Drew Barrymore.