Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2000, Qupperneq 10
28
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2000
Sport unglinga
i>v
Handbolti stúlkna:
- að mati Agústs Jóhannssonar, þjálfara A-landsliðs kvenna ásamt U2Q og U18
Handbolti kvenna hef-
ur heldur betur verið í
framfor síðustu ár og sér
ekki fyrir endann á því
ennþá. Það er greinilegt
að stakkaskipti hafa orð-
ið hjá félögunum hvað
kvennaboltann varðar
og er HSÍ engin undan-
tekning á því.
Stelpumar eru farnar
að fá betri þjálfara og
þar af leiðandi fá þær
betri tækni og grunn.
Þá hafa þær verið að fá
betri æflngatíma hjá sín-
um félögum þó svo alltaf
megi það batna. Það
sem kannski á stæstan
hlut í framförum
kvennahandboltans er
metnaður þeirra stúlkna
sem eru að koma upp.
Hafa metnað
Yngri stelpurnar hafa
margar hverjar gríðar-
legan metnað og æfa oft
og vel. Fjölmargar af
ungu stelpunum eru þeg-
ar famar að spila stór
hlutverk með meistara-
flokki síns félags þrátt
fyrir að vera að spila
með yngri flokkum og
yngri landsliðum. Það
sem heillar marga er
hugarfar stúlknanna og
Agúst Jóhannsson þjálfar öll kvennalandsliöin í handbolta og ætti
aö vita manna best hvaða stelpur bíöa handan viö hornið.
hafa margar sett stefn-
una á atvinnu-
mennsku og ekkert
annað. HSÍheldurúti
öflugu starfi I sam-
bandi við yngri lands-
liðin og eru tvö yngri
landslið að æfa stíft
undir handsleiðslu
Ágústs Jóhannssonar
sem einnig þjálfar A-
landslið kvenna.
Nægur efniviður
Það er ljóst að
kvennahandboltinn á
nógan efnivið sem
mun halda þróuninni
áfram og fékk ung-
lingasíðan Ágúst Jó-
hannsson til að til-
nefna 10 efnilegustu
stúlkur landsins sem
fæddar eru 1981 og
síðar. 9 af þeim tíu
sem Ágúst telur efni-
legastar eru þegar
farnar að spila með
meistaraflokki en mis-
jafnlega stór hlutverk.
Eitt er víst að allar
þessar stúlkur eiga
framtíðina fyrir sér og
með réttu hugarfari
ættu allir vegir að
verða þeim færir.
-BG
Berglind Iris Hansdottir lyftir hér
íslandsmeistarabikarnum i 2,
flokki i vor en hun er efnifegasta
handknattleikskona landsins. að
mati Agústar Johannssonar
kvennalandsliðsþjalfara.
DV-mynd Oskar
Topp tíu listi Agústs
1. Berglind Hansdóttir (fædd 1981), markvörður úr Val
„Berglind er frábær leiðtogi og þegar orðin besti leikmaður meistaraflokks Vals
þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára. Hún æflr mikiö og hefur gríðarlegan metnað. Hún
er mikii keppnismenneskja með hárrétta hugarfarið. Einnig hefur hún mikla
hæfileika og verður toppmarkvörður í framtíðinni."
2. Ásdís Sigurðardóttir (1983), hægri hornamaður
úr KA
„Ásdís hefur mikla hæflleika og ber ekki virðingu fyrir
neinum andstæðingi. Hún er þvflík keppnismanneskja og er að
mínu mati besti vinstri hornamaðurinn sem við eigum í dag.
Hún er sterkur varnarmaður og er fljót fram í
hraðaupphlaupin. Það hlýtur að vera einsdæmi að leikmaður
spiii með A-landsliði íslands ásamt U20 og U18.“
3. Sigrún Gilsdóttir (1982), línumaöur úr FH
„Sigrún kemur úr mikilli handboltafjölskyldu og er systir
Héðins Gilssonar. Hún er gríðarlega vaxandi leikmaöur.
Sigrún er likamlega sterkur leikmaður og mjög útsjónarsöm.
Hún er mjög góð í sókn og nýtir færin sín vel á línunni. Hún er
einnig fóst fyrir í vöminni."
4. Ragnhildur Guðmundsdóttir
(1984), vinstri skytta úr FH
„Ragnhildur er dóttir Guðmundar Karlssonar, þjálfara
meistaraflokks karla hjá FH, og á því ekki langt að sækja
handboltahæffleikana. Hún er gríðarlegt efni og stór og
sterkur leikmaður. Það nýtir hún sér vel og hefur mikinn
sprengikraft. Hún er einnig mjög klár, góður karakter og mjög
gott að þjálfa hana.“
5. Elfa Hreggviösdóttir (1983), vinstri
hornamaður úr Val
„Mjög efnfleg stelpa. Sterk maður gegn manni og góður
vamarmaður. Skuggalega fljót og nýtir sér hraða sinn vel í
hraðaupphlaupum. Elfa er komin með mikla reynslu þrátt
fyrir að vera mjög ung og sú reynsla nýtist henni vel. Er
ávallt með góða skotnýtingu."
6. Martha Hermannsdóttir (1983), leikstjórnandi
úr KA
„Hún er góður leikstjórnandi sem hefur bætt sig mikið
undanfarið ár. Hún er líkamlega sterk og spilaði stórt
varnarhlutverk i U20 landsliðinu í fyrra. Hennar helsti styrkur
í sókninni em gegnumbrotin."
7. Unnur Guðmundsdóttir (1983), vinstra
horn úr Fylki
„Þessi stelpa hefur mikinn metnað og er gríðarlega fylgin
sér. Hún er góður vamarmaður. Það verður gaman aö sjá
hana næsta vetur ef Fylkir byrjar með meistaraflokk kvenna.
Eins og er er hún að spila með unglingaflokki hjá Fylki. Unnur
er sterk maður gegn manni og siðan spilar hún góða vöm. Hún
æfir mikið og það á eftir að koma henni langt.“
8. Jenný Asmundsdóttir
Haukum
(1982), markvöröur úr
„Jenný er óútreiknanleg í markinu. Það getur verið hennar
ókostur stundum en síðan getur það verið hennar kostur þvi
það er vonlaust að lesa hana í markinu, maður veit aldrei
hverju hún tekur upp á. En enga að síður er hún góður
markmaður og hefur öðlast mikla reynslu með yngri
landsliðum islands. Hún æfir mikið og hefur rosalegt
keppnisskap."
9. Jóna Margrét Ragnarsdóttir (1983), hægri
skytta úr Stjörnunni
„Góður sóknarmaður og hefur sýnt mikinn 'styrk í vetur.
Er einstaklega fjölhæf og getur farið í hægra homið líka. Hún
hefur gott auga fyrir spili og getur matað línumanninn vel.
Hún er með góða skothönd og eru skotin hennar mjög flölhæf.
Uppstökkið hjá henni er gott og hún er mikið efhi.“
10. Kristín Gústafsdóttir
(1983), hægra horn/leikstjórnandi úr Fram
„Það vissi enginn hver hún var í fyrra en Kristín hefur komið
rækilega á óvart í vetur. Hún hefur staðið sig frábærlega. Hún
er mjög klár leikmaður og mjög fljót. Kristín er fjölhæf og er
nánast jafnvíg á hægra homið og leikstjórnandann."
Þœr sem skipa næstu tiu sæti hjá Ágústi eru Anna Guðmundsdóttir (1982), skytta
úr Val, Kolbrún Franklin, (1982), leikstjómandi úr Val, Eyrún Káradóttir (1982),
vinstri skytta úr KA, Hafdis Hinriksdóttir (1981), hægri skytta úr FH, Ámý ísberg
(1981), hægri skytta úr Val, Harpa Vífilsdóttir, (1982) hægri homamaður úr FH, Ásta
Agnarsdóttir (1983), vinstri homamaður úr Víkingi, Tinna Jökulsdóttir (1983), vinstri
skytta/leikstjómandi úr Fylki, Unnur Johnsen (1984), vinstri skytta úr Stjömunni og
Þórdís Gunnarsdóttir (1983), markvörður úr Fylki. -BG
*