Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2000, Blaðsíða 12
■jf; 30 MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2000 x> : ► Mikil verðlækkun ► Mikið úrval bíla ► Fyrsta afborgun i apríl 2001 í dag NBA-deildin um helgina: 15 ár án sigurs - Sixers gengur ekki vel í Alamodome Philadelphia 76ers komu í Ala- modome, heimavöll San Antonio, með besta vinningshlutfalli í deild- inni á laugardag en það hjálpaði liöinu ekki til að vinna á þeim draugi sem hefur alltaf fylgt þvi þar. Sixers hafa ekki unnið á heimavelli Spurs í tæp 15 ár, ekki síðan Julius Erwing, Charles Barkley og Moses Malone leiddu þá til sigurs i janúar 1986 og á því varð engin breyting um helgina. Sjö leikmenn Spurs komust í tveggja stafa tölur í stigaskorun í leiknum á meðan Allen Iverson og Theo Ratliff voru einir um það hjá Sixers. Spurs hafa nú unnið alla heimaleikina sína sjö í vetur. Sacramento tók Seattle í bakarííð í miklum stigaleik, 125-101, sem jafnframt var mjög harður og meðal annars þurfti gæðablóðið Patrick Ewing að fara í sturtu í þriðja leik- hluta eftir að hafa lent í rifrildi við dómara. Charlotte vann flmmta leik sinn í röð þegar liðið mætti Cleveland. Baron Davis náði annarri þrennu sinni í síðustu þremur leikjum með Homets og Lamond Murray skoraði 30 stig fyrir Cavs sem unnið höfðu þrjá síðustu leiki sína. Milwaukee Bucks hafa enn ekki sigrað á útivelli eftir leiki helgarinn- ar en þeir töpuðu fyrir Washington Wizards sem reyndar hafa sjálfir ekki verið að spila neitt sérstaklega vel og eru neðstir í Atlantshafsriðl- inum með 4-10. Chris Whitney var sterkur á lokasprettinum hjá Wiz- ards, skoraði átta af síðustu 13 stig- um liðsins og þar af úr flmm víta- skotum í röð á síðustu mínútunni. Orlando Magic sigraði Atlanta Hawks í annað sinn án stiarnanna tveggja, Grants Hills og Tracys McGradys, og Cuttino Mobley kom af bekknum hjá Houston og skoraði 21 stig gegn Miami Heat. Stockton heiöraöur Joe Smith skpraði 20 stig á 20 mín- útum í fyrsta leik sínum með Detroit Pistons í sigri á Vancouver á föstu- dag þar sem Pistons náðu að skora flest stig sín í leik í vetur eða 118. Þetta var sjöundi tapleikur Grizzlies í röð. John Stockto var heiðraður á fóstudag fyrir að hafa jafnað met Johns Havliceks, sem lék með Boston á árum áður, fyrir flesta leiki spilaða með sama félaginu eða 1270. Stockton og félagar héldu upp á tímamótin með 11. sigri þeirra í röð á New Jersey Nets. Paul Pierce setti persónulegt stigamet með 41 stigi þegar Boston vann Orlando á heimavelli. Jason Kidd bætti við áttundu tvöfóldu tvennu sinni á tímabilinu í 11. heimasigri Phoenix í röð. -ÓK Patrick Ewing og félögum í Seattle SuperSonics gekk vel á föstudaginn gegn Clippers en þurftu að lúta í lægra haldi á laugardag fyrir Kings í miklum stigaleik. Reuter NBA-DiIlDIN Úrslit á laugardag: New York-Toronto ..........75-79 Sprewell 20, Johnson 11, Houston 10 - Carter 25, Jackson 14, Oakley 12, Willimson 12, Davis (18 frák.). Orlando-Atlanta...........114-92 Miller 23, Hudson 21, Amaechi 15, Outlaw 10 (12 frák.) - Terry 21, Hend- erson 15, Wright 12. Miami-Houston..............80-91 Jones 18 (5 stolnir), Mason 16 (10 frák.), Grant 15, Hardaway 15. - Mobley 21, Francis 15, Thomas 13. Charlotte-Cleveland ......109-98 Mashburn 30, Campbell 23, Davis 14 (10 frák., 11 stoðs.) - Murray 30, Miil- er 17, Weatherspoon 13. Washington-Milwaukee . . 107-100 Howard 24 (11 frák.), Hamilton 18, Strickland 15 - Allen 37 (4 stolnir), Cassell 22, Thomas 12. Dallas-Denver............108-84 Nowitzki 24 (13 frák.), Nash 19, Davis 15. - McDyess 19 (10 frák.), Posey 12, Pack 10. San Antonio-Philadelphia . . 96-76 Anderson 16, Daniels 16, Elliott 12, Robinson 12, Duncan 10 (3 varin) - Iverson 21, Ratliff 19 (3 varin), Kukoc 9. Portland-New Jersey ......86-84 Wallace 25 (3 stolnir), Pippen 14, Smith 13, - Williams 17, MArbury 15, Gill 15. L.A. Clippers-Phoenix . 89-95 (frl.) Odom 20 (11 frák., 3 varin), Dooling 13, Miles 13 - Marion 26 (10 frák.), Robin- son 25, Elie 15. Golden State-Minnesota .. 114-93 Hughes 18, Jamison 18, Mills 17 -Gar- nett 22 (12 frák.), Avery 12, Mitchell 11. Sacramento-Seattle......125-101 Stojakovic 29, Webber 24 (14 frák., 5 varin), Turkoglu 17 (12 frák.) - Payton 26, Ewing 14, Patterson 14. Úrslit á föstudag: Atlanta-Philadelphia ......67-76 Henderson 17, Terry 13 (8 stoðs.), Maloney 11 - Iverson 21 (2 varin), Snow 14, Ratliff 12 (14 frák., 5 varin). Boston-Orlando...... 103-98 (frl.) Pierce 41, Walker 25 (14 frák.), Stith 10 - McGrady 26, Armstrong 16 (10 stoðs.) Amaechi 16, Outlaw (9 stoðs, 7 varin). Cleveland-Miami ...........85-80 Jones 19 (4 varin, 5 stolnir), Hardaway 17, Mason 16 - Weatherspoon 16 (12 frák.), Gatling 15, Ilgauskas 14 (6 var- in). Detroit-Vancouver ........118-96 Stackhouse 31, Smith 20, Williams 10 - Abdur-Rahim 29 (12 frák.), Jones 16 (7 stoðs.), Bibby 11 (9 stoðs.). Indiana-Washington........99-87 Rose 23, Miller 17, Harrington 16, O’Neal 14 (12 frák.) - Hamilton 25, Howard 15 (14 frák.), Richmond 13. Milwaukee-Charlotte .... 90-106 Allen 21, Cassell 18, Thomas 11 - Wesley 24, Mashbum 20, Davis 13 (11 stoðs.). Denver-San Antonio.......102-92 Van Exel 27 (13 stoðs., 9 frák.), McDyess 20 (5 varin) - Duncan 21 (14 frák.), Anderson 15, Robinson 12 (5 varin) Phoenix-Golden State......80-74 Marion 19 (16 frák.), Kidd 18 (13 stoðs., 4 stolnir), Robinson 13 - Hughes 18 (11 frák.), Jamison 17, Sura 16. Utah-New Jersey ...........97-85 Malone 20, Manning 12, Marshall 11, Stockton 10 (12 stoðs.) - Marbury 21, Gill 19, Martin 15. Seattle-L.A. Clippers.....98-81 Payton 23 (11 stoðs., 5 stolnir), Patter- son 16, Baker 14 - Odom 14, Mclnnis 12, Olowokandi 10 (15 frák.). L.A. Lakers-Minnesota . . 115-108 Bryant 29, O’Neal 28 (16 frák., 4 varin), Fox 15 - Brandon 27, Gamett 19, Szcz- erbiak 15. Eftir leiki laugardagsins era 76ers efstir í Atlantshafsriðlinum með 11-2 (84,6% vinningshlutfall) og Knicks i öðm sæti með 8-6 (51,7%). I miðriðlin- um er Cleveland efst með 9-4 (69,2%) en fast á hæla þeim kemur Charlotte með 9-6 (60%). Miðvesturriðillinn er hnífjafn á toppnum þar sem Utah er efst með 9-3 (75%), þá næst San Antonio með 9-4 (69,2%) og loks Dallas í þriðja með 9-5 (64,3%). í Kyrrahafsriðlinum em Suns efstir með 10-3 (76,9% vinn- ingshiutfall) og Sacramento Kings em aðrir með 9-3 (75%). Chicago em með slakasta hlutfallið til þess, 1-11, eða 8,3%. -ÓK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.