Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2000, Qupperneq 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 2000 DV______________________________________________________________ ~ Útlönd Titringur aö lokinni misheppnaöri loftslagsráöstefnu SÞ: Franskur ráðherra kallar Prescott karlrembusvín Dominique Voynet, umhverfis- ráðherra Frakklands, og John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, deila nú hart um það hver eigi sökina á því að ekki tókst samkomulag á loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi um helgina. Prescott segir að það sé Voynet að kenna að ekki var samið um hvemig draga mætti úr losun gróðurhúsalofttegunda. Voynet svaraði Prescott fullum hálsi í gær og sagði að orð hans bæra vott um karlrembu og subbu- skap. Ráðherrarnir tveir hafa þegar fengið stuðning helstu pólitískra bandamanna sinna. Deilan þykir til marks um hve erfitt löndum Evrópusambandsins reynist að vera samstíga í erfiðum málum. Loftslagsráðstefnan í Haag, sem stóð í tvær vikur, fór út um þúfur vegna ágreinings Bandarikjanna og Evrópusambandslandanna um leiðir til að berjast gegn gróður- húsaáhrifunum. Bandarísk stjórnvöld vildu að hluti þess koldíoxíðs sem skógar og ræktarland binda yrði tekinn með i reikninginn þegar ákveðið yrði hversu mikið þau þyrftu að Heitt í kolunum á loftslagsráöstefnu í Haag Dominique Voynet, umhverfisrádherra Frakklands, reynir aö kæla sig á loftslags- ráöstefnu SÞ í Haag um helgina meö því aö nota hiö fræga samkomulag frá Kyoto 1997 sem blævæng. Voynet deilur nú hart viö John Prescott, aöstoöarfor- sætisráöherra Bretlands, um hver hafi klúöraö ráöstefnunni. draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Evrópusambandið hafhaði hins vegar samkomulagi sem Prescott hafði milligöngu um og sagði að það gengi ekki nógu langt. Frakkar eru í forystu Evrópu- sambandsins um þessar mundir og það kom í hlut Dominique Voynet að hafna tillögu Prescotts. Prescott sagði að Voynet hefði guggnað og bætti við að hún heföi verið þreytt og ekki skilið flókin málefnin. Voynet sagði að ummæli Prescotts væru ekki boðleg. „Þetta var lágkúrulegt og subbulegt. John Prescott hefur sýnt og sannað að hann er mikið karlrembusvín," sagði Voynet í viðtali við franska útvarpið. Á fundi meö fréttamönnum sið- ar sagði Voynet að með orðum sínum hefði Prescott hvorki gert sjálfum sér né henni greiða og heldur ekki málstað Evrópusam- bandsins. Dominique Voynet, sem er leið- togi franskra græningja, þykir hörð í hom að taka og lendir af þeim sökum oft í útistöðum við stuðningsmenn ríkisstjómar sósí- alistans Lionels Jospins. Jean Chretlen Forsætisráöherra Kanada og Aline, eiginkona hans, greiöa atkvæöi. Frjálslyndir sigr- uðu í Kanada Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur Jean Chretiens forsætisráð- herra, sigraði í þingkosningunum í gær þriðja kjörtímabilið í röð. Chretien hafði, þvert á ráð ráðgjafa sinna og þingmanna, boðað til kosn- inga þótt enn væri eftir eitt og hálft ár af kjörtímabili hans. Chretien vildi hagnýta sér gott gengi í fylgiskönnunum og koma í veg fyrir að Kanadabandalagið, sem er til- tölulega nýr flokkur, næði að festa sig betur í sessi. Kanadabandalagið er þjóðernis- flokkur með rætur í vesturhluta Kanada. Hann hlaut ekki mörg at- kvæði í austurhluta landsins þar sem frjálslyndir fengu meira fylgi en í kosningunum 1997. I köidum klaka Töframaðurinn David Blaine ætlar aö reyna aö halda til í 58 klukkustundir inni í sex tonna ísklumpi í New York. Hann fær vatn og súrefni um slöngu. Bílstjórinn hvarf með 400 milljónir Jafnvirði 400 milljóna íslenskra króna var rænt úr peningaflutn- ingabíl í Glostrup utan við Kaup- mannahöfn í gærmorgun. Annar bílstjóranna hvarf með ránsfeng- inn. Bílstjórinn, sem er 24 ára, var ráðinn til starfa hjá öryggisfyrir- tækinu fyrir mánuði. Hann vissi að í gær myndi hann flytja peninga frá helgarsölu 250 danskra stór- markaða frá öryggisfyrirtækinu i banka. Þegar hann átti að beygja til vinstri beygði hann í staðinn til hægri. Þegar starfsfélagi hans í flutningabílnum gerði athugasemd tók hann upp byssu. Hann stöðvaði flutningabilinn á fáfomum vegi þar sem aðstoðarmaður beið hans með flóttabíl. Bílstjórinn batt starfsfé- laga sinn fastan við stýrið. Síðan fluttu hann og aðstoðarmaður hans féð yfir í bílinn sem þeir höfðu tek- ið á leigu á sunnudeginum. Hálfri klukkustund síðar fann kona, sem var að skokka, hinn bilstjórann sem var bundinn við stýri peninga- flutningabílsins. Flóttabíllinn fannst síðdegis í gær í nokkurra kilómetra fjarlægð frá Glostrup. Þjófurinn og aðstoöar- maður hans höfðu flýtt sér svo mik- ið að þeir gleymdu um 1 milljón króna í bílnum. Lögreglan er vongóð um að finna ræningjana og telur að þeir geti enn verið í Danmörku. Ekki eru nema tveir mánuðir síðan flutn- ingafyrirtækið var stofnað. NSDV-55 Samanstendur af DVD spilara, útvarpi og dolby digital magnara • Spilar alla diska: CD - CDR - CDWR - DVD •Magnari 5x40W RMS •1x50 djúpbassi •DTS Digital Surround • Dolby digital 5.1 útg. •Meiri tengimöguleikar Verð 119.900 stgr Verðlaun og prófútkoma: UK - What Hi-Fi? tæknitímarlt: NSF-10 Hljomflutningstæki •2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni * Eínn diskur •Aðskilinn bassi og diskant •Stafræn tenging •Tvískiptur hátalari (2 way) •Djúpbassi Verð 59.900 , _____________NS-9 Hljómflutningstæki •2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni •Einn diskur • Aðskilinn bassi og diskant • Stafræn tenging •Tvískiptur hátalarl (2 way) • Djúpbassi • Hátalarar líka til í rósavið Verð 64.900 stgr Líttu vlð í glœsilegri hljómtœLjaJeild olthar að Lógmúla 8 og ræJJu við sölumenn. B R Æ Ð U R N Lágmúla 8 • Simi 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.