Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 1
15 * Föstudagur l.des. 2000 dvsport@ff.is Hverjir skara fram úr í íslenski landsliöshópurinn okkar í kvennahandbolta sést hér samankominn í Víkinni í gær á síðustu æfingunni fyrir landsleikina mikilvægu gegn Slóveníu um helgina. DV-mynd Ingó „Liðið er 100% heiit og góöur andi í hópnum en aðalatriðið hjá mér er að halda spennustiginu niöri því ef spennan er of mikil er hætt við aö við förum fram úr okkur sjálfum. Síö- an er mikilvægt að áhorfendur styðji vel við okkur og ef allt þetta veröur í lagi er ég bjartsýnn á góö úrslit fyrir íslenskan kvennahandknattleik," sagði Ágúst Jóhannsson, landsliösþjálfari í handbolta, um leiki íslands og Slóveníu í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta sem fara fram um helgina. -ÓK Albertz hetjan Þýski landsliðsmaðurinn hjá Glasgow Rangers, Jörg Albertz, var löndum sínum í Kaiserlautern erfiður í gær en hann skoraði sig- urmark Glasgow Rangers í fyrri leik liðanna í UEFA-bikarnum. Al- bertz skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok en leikur- inn fór fram í Skotlandi. Kaiserslautem var einum manni færri eftir að Svínn Jorgen Petter- son var rekinn út af sjö mínútum fyrir sigurmark Albertz. Megson sijóri mánaðarins Gary Megson, knattspyrnu- stjórinn sem vék sæti þegar Guð- jón Þórðarson tók við hjá Stoke og er nú við stjórnvölinn hjá Lárusi Orra Sigurðssyni og félög- um í West Bromwich Albion, hef- ur verið kjörinn knattspymu- stjóri nóvembermánaðar í ensku 1. deildinni. Liðið er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar eftir þrjá sigra og eitt jafntefli í siðustu fiórum leikjum. FIBA er orðið næststærst Þrjú ný ríki hafa fengið inn- göngu i FIBA, Alþjóða körfuknatt- leikssambandið. Þetta eru Mongól- ia, Nepal og Swazíland. Þar með er FIBA orðið næststærsta heims- sambandið með 211 ríki innan sinna vébanda. Aðeins Alþjóða- blaksambandið (FIVB) er stærra en FIBA en alls 217 ríki era 1 því sambandi. í þriðja sæti er Alþjóða- frjálsíþróttasambandið (IAAF) með 210 aðildarríki og Alþjóða knattspymusambandið (FIFA) er i fiórða sæti með 203 aðildarríki. -ÓK/ÓÓJ Lakers steinlá Óvænt úrslit urðu í NBA- deildinni í nótt þegar LA Lakers steinlá á heimavelli Seattle Supersonics. Seattle sigraði 121-88 á heimavelli sinum og skoraði Seattle 74 stig í fyrri hálfleik. Nýr þjálfari Seattle, Nate McMillan, byrjaði því vel í sínum fyrsta leik sem þjálfari í deildinni en hann var ráðinn eftir að Paul Westphal var rekinn í gær. Úrslit í nótt uröu annars þessi: Seattle-LA Lakers........121-88 Payton 27, Baker 20, Lewis 12, McCoy 10, Ewing 6 - 0&supl;Neal 23, Bryant 17, Harper 12, Grant 10. Atlanta-Chicago............82-91 Terry 22, Henderson 15, Wright 15, Robinson 13 - Mercer 30, Brand 22, El- Amin 16. Milwaukee-Boston .........108-97 Robinson 25, Cassell 19, Thomas 17 - Pierce 34, Walker 20, Williams 15. Denver-Houston...........105-109 McDyess 40, LaFrentz 16, Van Exel 15 - Francis 22, Mobley 22, Thomas 18. Portland-Dallas ...........95-84 Wallace 28, Smith 19, Pippen 13 - Alexander 20, Nowitzki 17. Golden State-Indiana ......99-95 Hughes 29, Mills 19, Sura 18 - 0&supl;Neal 18, MiUer 17, Best 14. -SK Þórsarar stöðvuðu ÍS Þórsarar úr Þorlákshöfn stöðvuðu fiögurra leikja sigurgöngu ÍS í 1. deild karla í körfubolta í gær með því að vinna Stúdenta, 75-85, í Kennara- háskólanum. Þór byrjaði báða hálf- leiki af krafti og náði þar upp góðu forskoti. ÍS varð fyrir áfalli i upphafi seinni hálfleiks þegar spilandi þjálf- ari liðsins, Bjarni Magnússon, meidd- ist á baki og var ekkert meira með. Atli Þorbjömsson skoraði 26 stig fyrir ÍS og Þór Árnason var með 16 og 6 stoðsendingar. Sigurbjörn Þórð- arson gerði 23 stig og Canon Baker var með 17 stig. Þetta var annar sig- ur Þórsara í röð sem höfðu áður tap- að fyrstu fimm leikjunum. -ÓÓJ Patrekur með níu Patrekur Jóhannesson og félagar hans í TuSEM Essen eru á góðu róli þessa dagana og unnu sinn sjötta sigur i sjö síðustu leikjum í gær; Essen fékk Grosswaldstadt í heimsókn og vann, 22-21, og komst þar með upp í fiórða sæti þýsku Bundesligunnar í handbolta. Patrekur var langmarkahæstur Essen- liðsins með níu mörk, þar af komu þrjú úr vítaköstum. Patrekur hefur leikið mjög vel að undanfömu, er kominn í frábært form eftir meiðsli og framganga hans á ekki síst mikinn þátt í því að liðið hefur náð í 12 af síðustu 14 stigum. -ÓÓJ Patrekur Jóhannesson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.