Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2000, Blaðsíða 4
■nna 18 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 á góð úrslit fyrir íslenskan kvennahandknattleik, segir Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðiö í hand- knattleik mætir því slóvenska í tveim- ur leikjum í undankeppni HM sem fram fer á Ítalíu 2001 nú um helgina og fer sá fyrri fram í kvöld. Ágúst Jó- hannsson landsliðsþjáifari hefur á að skipa ungu liði en andstæðingarnir eru óþekkt stærð. Liðin hafa mæst einu sinni áður, árið 1992, og þá sigraði islenska liðið, 22-19, en langur timi er liðinn síðan og lítið hægt að segja um styrkleika liðsins í dag. „Ég veit að þær spiluðu við Frakka í fyrra úti í Frakklandi og töpuðu aðeins með tveimur mörkum þannig að þær eru með mjög sterkt lið,“ sagði Ágúst þegar DV-Sport hafði tal af honum. „Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðars- son dæmdu þennan leik og sögðu lið þeirra sterkt. Annars hef ég mjög litlar upplýsingar um liðið, það er mjög há- vaxið ef tekið er mið af leikmannalist- anum en Slóvenía er hluti af gömlu Júgóslavíu þannig að það er ljóst að róðurinn verður erfiður. Ég tel okkur hafa sterkt landslið samanborið við síðustu ár. Við höfum náð að vinna vel í okkar hlutum og höf- um nýtt okkur tímann til að vinna í okkur sjálfum og ég hef verið ánægður með það og ekki haft áhyggjur af litlum upplýsingum um andstæðingana. Mér fmnst við vera vel undirbúin en það er spuming hvort að það sé raunhæft að stefna á sigur. Ég lít fyrst og fremst á þessa leiki sem jákvæða fyrir kvenna- handboltann, að við sjáum gott landslið sem spilar góðan handbolta, spilar skipulagðan sóknarleik og ákveðinn varnarleik, það er góður sigur fyrir handboltann Ég þjálfa að sjálfsögðu til að sigra og fer í hvem leik með því hug- arfari en hvað gerist verður bara að koma i ljós. Það hefur verið stígandi í deildinni hér heima og það skilar sér út í lands- liðið. Það var margt jákvætt í æfinga- leikjunum gegn Sviss en það kom kannski á daginn að það vantaði ákveðna reynslu og yfirvegun til að halda forskotinu sem við náðum í þeim leikjum og af einhverjum sökum töpuð- um við því niður. Við erum með ungt og óreynt lið og leikmenn hafa spilað fáa leiki. Við komum til með að spila varnar- leikinn framarlega en lykillinn að þessu er að við spilum sterkan varnar- leik, náum góðri markvörslu og skorum úr hraðaupphlaupum okkar. Síðan þarf sóknarleikurinn að vera rólegur og ag- aður. Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af því hversu hávaxnir Slóvenamir eru en ég hef eingöngu stillt upp í 3:2:1 vörn og reynt að vinna í því og trúi því að það sé besta vörn okkar í dag. Hvað Slóven- arnir koma til með að spila veit ég ekki, hvorki í vörn eða sókn, en við höfum farið mjög vel i gegnum allar vamarað- ferðir gegn okkar sóknarleik og það er alveg á hreinu að við reynum að hanga á boltanum og klára sóknimar í góðum færum. Við þurfum að stjórna hraðan- um í leiknum og spila á þeim hraða sem hentar okkur best. -ÓK Miðfjarðará næsta sumar: Að mestu fluga í laxveiðiánum, sem við teljum okkur gera með því að leyfa fluguveiðina meira,“ sagði Ámi enn fremur. Fleiri og fleiri laxveiðiár leyfa eingöngu fluguveiði. Við höfum heyrt að fleiri veiðiár verði gerðar að fluguveiðiám á næstu vikum. Ýmislegt hefur verið gert í veiðihúsinu við Miðfjarðará fyrir næsta veiðitímabil. Húsið hefur verið tekið í gegn að stórum hluta. -G.Bender Lítil sem ekkert verður leyft að veiða á maðk í Miðfjarðará næsta sumar og flugan verður þar allsráðandi. DV-mynd ÁB Maðkveiði hefur verið hætt í einni veiðiánni í viðbót en það er Miðfjarðará í Húnavatnssýslu. „Við ætlum að auka fluguveiðina í Miöfjarðará og það strax næsta sumar," sagði Árni Baldursson hjá Veiðifélaginu Lax-á í samtali við DV-Sport í vikunni, en veitt verður á maðk í ánni í júní og eitthvað fram í júlí. „Þetta er okkar svar við minni laxveiði og það þarf að hafa áhyggjur af henni. Við viljum viðhalda laxastofnum Rúm 86% kepp- enda utan LÍA Eftirfarandi bréf hefur borist DV-Sport til birtingar: „Skrif DV Sport um ís- lenskt mótorsport hefur hing- að til verið mjög gott og gam- an að sjá hve vel þessu sporti er þar fylgt eftir. Ekki það að ekki megi alltaf gera betur því áberandi hefur verið hvaða keppnir fá mesta um- fjöllun og hvaða greinar kom- ast ekki að á síðum blaðsins. Furðu mína vekur hins vegar sú grein er birtist mánudaginn 13. nóvember og fjallar um lokahóf LÍA, Landssambands íslenskra akstursfélaga, árið 2000. Grein þessi er skrifuð af virt- um mótorsportfréttamanni sem fylgst hefur með sport- inu í sjálfsagt tvo áratugi, ef ekki lengur. Það eitt og sér ætti að vekja furðu fyrir þá sem lásu þessa grein því að aldrei hefur birst í DV önnur eins lygi um starfsemi þá sem er í íslensku mótorsporti í dag. Gagnrýnd er reglugerð dómsmálaráðherra um akst- ursíþróttir og látið lita út sem svo að allt 1 einu séu fé- lög að halda keppnir eftir sín- um eigin reglum. En ekki hvað? Öll þau félög sem starfa utan sem innan LÍA hafa alla tíð búið til sínar reglur sjálf eða lagað þær að íslenskum aðstæðum. Stór- lega er ýkt að flest öflugustu félögin, og er ég hér ekkert að setja út á þau félög er upp eru talin f umræddri grein né rýra þeirra starf, hafi fylkt sér undir merki LÍA því einungis þau þrjú félög sem talin eru upp í greininni voru í raun og veru keppnis- haldarar hjá LÍA. Samtals kepptu hjá þeim 65 keppend- ur á meðan þau félög er yfir- gáfu og/eða voru hrakin frá LÍA eru 11 og hjá þeim keppti 401 á þessu ári. Þetta segir okkur það að 86,05% allra keppenda í mót- orsporti á íslandi keppa utan LÍA. Með von um að annar eins ósómi verði ekki birtur aftur í ykkar annars mjög góða DV-Sport blaði. Björgvin Ólafsson, framkvstj. Torfærusambands íslands." r mmmmmmmtaammm egirleikir fyrir unga ím aldna. Taktu þátt 1 elnum þelrra eða ðtlum og þú galif orðið heppln(n) meft Leppin. Glmsilegir vinningar behsl. |eppm 10 kassar af Leppin drykk 10 Leppin pakkar 5 pör af hjólaskóm 3 hlaupahjól 5 lan Rush áritaðar Liverpool treyjur 20 Leppin bolir og 20 Leppin brúsar o.fl. Spurningar: 1. Vissir þú að Leppin inniheldur ekkert koffein eða önnur óæskileg efni? Já nei 2. Hver af eftirtöldum liðum nota Leppin? Landslið Islands í knattspyrnu Landslið íslands í handknattleik Landslið (slands í körfuknattleik (slandsmeistarar KR í knattspyrnu 3. Vissir þú að flókin kolvetni gefa langvarandi orku og raska lítið jafnvægi blóðsykurs? Já nei 4. Vissir þú að margir nota Leppin til að aukaathyglis- getu og einbeitingu í námi og/eða starfi? Já nei 5. Hefur þú prófað Leppin vöru? Já nei Ef já, hvernig líkaði þér? (10 best, 1 verst) 6. Myndir þú mæla með Leppin sem hollum og svalandi orkudrykk? Já nei Fylltu út svarseðilinn og settu í merktan Leppin kassa eða /Q) sendu í pósti merktan „Heppin(n) með Leppin", 7vÆ3) Pósthólf 150, 200 Kópavogur. Dregið verður úr svörum 8. desember 2000. Allir sem skila einnig inn strikamerki af Leppin vöru fara ^ í pott þar sem dregið verður um 3 veglega Leppin pakka | að verömæti 15.000 krónur hver. Ef þú sendir okkur jafnframt skemmtilega „Leppin sögu“ | getur þú unnið pakka sem inniheldur: Skíöagalla, hjólaskó, . reddy vörur, Naffta vörur, And1 skó og Leppin vörur. Verðmæti „sögu“ pakkans er yfir 50.000 krónur. I Haft verður samband við alla vinningshafa. Nafn: Heimilisfang: Sími: Netfang: Kennitala: BBI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.