Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Blaðsíða 10
30
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2000
Sport
WM^m.
• Í
ENGLAND
Arsenal-Newcastle...........5-0
1-0 Henry (13.), 2-0 Parlour (16.), 3-0
Kanu (52.), 4-0 Parlour (86.), 5-0
Parlour (90.).
Bradford-Tottenham .........3-3
1- 0 King (1.), 1-1 Lawrence (9.), 1-2
Campbell (21.), 1-3 Armstrong (54.),
2- 3 Windass (70.), 3-3 Carbone (89.)
Charlton-Manchester United . 3-3
1-0 Bartlett (10.), 1-1 Giggs (42.), 1-2
Solskjær (43.), 1-3 Keane (63.), 2-3
Bartlett (79.), 3-3 Robinson (85.),
Chelsea-Derby...............4-1
1-0 Eiður Smári Guðjohnsen (10.), 2-0
Eiður Smári (16.), 3-0 Poyet (37.), 4-0
Zola (54.), 3-1 Riggott (56.)
Manchester City-Everton .... 5-0
1-0 Wanchope (10.), 2-0 Howey (23.),
3- 0 Goater (42.), 4-0 Dickov (54.), 5-0
Naysmith (67. sjálfsm.)
Southampton-Leeds............1-0
1-0 Beattie (43.)
Sunderland-Middlesborough . 1-0
1-0 Gray (54.),
West Ham-Aston Villa.........1-1
1-0 Carrick (15.), 1-1 Hendrie (37.)
Coventry-Leicester ..........1-0
1-0 Bellamy (40.)
Liverpool-Ipswich ...........0-1
0-1 Stewart (45.)
Man. Utd 17 12 4 1 44-13 40
Arsenal 17 10 4 3 29-13 34
Ipswich 17 9 3 5 24-17 30
Leicester 17 8 5 4 17-13 29
Sunderland 17 8 5 4 18-16 29
Liverpool 17 8 3 6 32-24 27
West Ham Í7 6 7 4 23-18 25
Aston Villa 16 6 7 3 19-14 25
Tottenham 17 7 3 7 25-26 24
Newcastle 17 7 3 7 18-21 24
Chelsea 17 6 5 6 32-24 23
Leeds 16 6 4 6 22-23 22
Charlton 17 6 4 7 24-27 22
Everton 17 6 3 8 19-28 21
S’hampton 17 5 5 7 22-28 20
Man. City 17 5 2 10 23-30 17
Coventry 17 4 3 10 16-32 15
Derby 17 2 7 8 20-35 13
Bradford 17 2 6 9 12-28 12
Middlesbro 17 2 5 10 19-28 11
1. deild
Bamsley-Sheffield Utd.......0-0
Birmingham-Wimbledon .... 0-3
0-1 Francis (30.), 0-2 Euell (42.), 0-3
Francis (78.)
Blackbum-Q.P.R..............0-0
Bolton-Crewe................4-1
1- 0 Frandsen (20.), 2-0 Marshall (22.),
2- 1 Sorvel (31.), 3-1 Guðni Bergsson
(44.), 4-1 Nolan (89.)
Crystal Palace-Watford.....1-0
1-0 Morrison (60.),
Huddersfield-Wolves.........3-0
1-0 Ndlovu (51.), 2-0 Facey (86.), 3-0
Ndlovu (90.)
Norwich-Gillingham .........1-0
1-0 Llewellyn (78.),
Nottm. Forest-Porstmouth . . . 2-0
1-0 Scimeca (11.), 2-0 Bart-Williams
(65.)
Preston-Burnley ............2-1
0-1 Moore (26.), Macken (51.), 2-1 Al-
exander (67.)
Sheffield Wed.-Stockport .... 2-4
1-0 Morrison (9.), 1-1 Fradin (14.), 2-1
Ekoku (15.), 2-2 Cooper (28.), 2-3
Cooper (56.), 2-4 Fradin (72.)
Tranmere-Grimsby 2-0
1-0 Parkinson (51.), 2-0 Koumas (67.),
W.B.A-Fulham . 1-3
0-1 Davis (4.), 0-2 Davis (28.), 1-2
Lyttle (71.), 1-3 Stolcers (87.)
Fulham 21 16 4 1 50-12 52
Bolton 22 12 6 4 37-22 42
Birmingh. 21 12 4 5 32-21 40
W.B,A. 22 12 4 6 29-24 40
Watford 20 12 3 5 38-22 39
Nott. Forest 21 12 3 6 33-22 39
Preston 21 11 5 5 28-22 38
Burnley 21 11 5 5 25-22 38
Blackbum 21 10 6 5 31-22 36
Sheff. Utd 22 10 5 7 24-22 35
Wimbledon 21 8 6 7 30-23 30
Crystal P. 22 7 5 10 31-33 26
Portsmouth 22 6 8 8 24-28 26
Bamsley 22 7 5 10 26-32 26
Wolves 22 5 8 9 22-26 23
Tranmere 22 6 5 11 26-33 23
Norwich 21 6 5 10 19-27 23
Gillingham 22 5 7 10 25-34 22
Sheff. Wed 22 6 3 13 28-42 21
Crewe 22 6 3 13 17-31 21
Stockport 22 4 7 11 28-41 19
Grimsby 20 5 3 12 16-30 18
Q.P.R. 21 2 11 8 23-35 17
Huddersf. 21 3 5 13 18-31 14
John Robinson fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Manchester United á laugardaginn var. Félagar hans í Charlton ráða sér ekki heldur fyrir kæti. leikurinn var
hinn fjörugasti. Manchester United náði tveggja marka forystu en liðsmenn Charlton gáfust ekki upp og jafnaði Robinson undir lokin. Reuters
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu um helgina:
Eiður Smári í ham
- skoraði tvívegis fyrir Chelsea í stórsigri á Derby. United náði aðeins jöfnu gegn Charlton
Eiður Smári Guðjohnsen var á
skotskónum og átti stórleik hjá
Chelsea. Hann var búinn að skora
fyrstu tvö mörk liðsins eftir aðeins
16 mínútna leik gegn Derby County.
Jymmy Floyd Hasselbaink, aðal-
markaskorari Chelsea á tímabilinu,
byrjaði í þessum leik að taka út
þriggja leikja bann. Eiður Smári
var nálægt því tveimur minútum
eftir annað markið að fullkomna
þrennu sína en skalli hans hafnaði í
stönginni. Eiður Smári gerði varn-
armönnum Derby oft erfitt fyrir
með hraða sínum og leikni.
Fékk góöa dóma
í breskum fjölmiðlum fékk Eiður
Smári góða dóma fyrir frammistöðu
sína og fékk víðast hvar átta i ein-
kunn af tíu mögulegum.
Charlton kom Manchester United
í opna skjöldu með beittum og
hvössum leik. Charlton náði foryst-
unni en United skoraði næstu þrjú
mörk þannig að útlitið var ekki
alltaf gott hjá Charlton. Leikmenn
Charlton gáfust aldrei upp og voru
tveimur mörkum undir um miðjan
síðari hálfleik. United féll í þá
gryfju að draga sig til baka og fyrir
vikið gerðust sóknir Charlton æ
þyngri. John Robinson jafnaði met-
in fyrir heimamenn fimm mínútum
fyrir leikslok. Roy Keane gerði
þriðja mark United og var þetta
hans fyrsta mark fyrir liðið í vetur.
Fabien Barthez lék ekki með
United og stóð van der Gouw í
markinu. Auk Frakkans vantaði þá
Dwight Yorke, Teddy Sheringham,
Paul Scholes og Dennis Irwin sem
allir voru hvíldir.
Arsenal, sem vann stórsigur
Newcastle, minnkaði forskot United
um tvö stig. Thierry Henry opnaði
markareikninginn í fyrstu alvöru
Giafranco Zola og Eiður Smári
Guðjohnsen skoruðu þrjú af fjórum
mörkum Chelsea.
sókn liðsins og hefur Frakkinn
skorað tíu mörk í deildinni. Ray
Parlour var þó maður leiksins en
hann gerði þrennu í leiknum, tvö
síðustu mörkin á lokakaflanum.
Mark eftir 10 sekúndur
Ledley King hjá Tottenham
skráði nafn sitt á spjöld úrvalsdeild-
arinnar þegar hann skoraði eftir að-
eins tíu sekúndna leik sem er met.
Tottenham komst í 1-3 en heima-
menn knúðu fram jafntefli með
marki Benito Carbone einni mín-
útu fyrir leikslok.
Manchester City, sem ekki hafði
unnið sigur í sex leikjum í röð,
hrökk heldur betur í gang þegar Ev-
erton kom i heimsókn á Main Road.
Áður en yfír lauk voru leikmenn
City búnir að koma knettinum
fimm sinnum í markið hjá Everton.
James Beattie er iðinn við að
skora fyrir Southampton og í sigrin-
um gegn Leeds skoraði hann sitt
sjöunda mark í sex leikjum. Sigur-
inn var Dýrðlingunum afar mikil-
vægur en Leeds náði ekki að fylgja
eftir glæstum sigri á Lazio i Evrópu-
keppninni.
West Ham og Aston Villa skildu
jöfn í hörkuleik á Upton Park. Hinn
efnilegi Michael Carrick kom West
Ham yfir með glæsilegu skoti af 20
metra færi. Jöfnunarmark Lee
Hendrie hjá Aston Villa var ekki
síðra, skot af löngu færi.
Bryan Robson og Terry Venables
stýrðu saman í fyrsta skipti liði
Middlesbrough gegn Sunderland.
Þeir félagar eiga mikið verk fyrir
höndum að koma Boro á sporið og
upp úr neðsta sætinu í deildinni.
Michael Gray skoraði eina mark
heimamanna sem klifra hægt og bít-
andi upp töfluna.
Liverpool tapaði heima
Liverpool lék illa og olli áhang-
endum sínum vonbrigðum gegn
Ipswich og tapaði liðið sínum fyrsta
leik á Anfield Road í vetur. Það var
Marcus Stewart sem skoraði eina
markið á 45. mínútu. Þetta var annar
sigur Ipswich á Anfield í 29 viður-
eignum. Hermann Hreiðarsson lék
með Ipswich og stóð sig ágætlega.
Coventry vann kærkominn sigur
þegar Leicester City kom í heimsókn
á Highfield Road. Bellemay skoraði
mark heimamanna í fyrri hálfleik.
Arnar Gunnlaugsson var ekki I
leikmannhópi Leicester.
-JKS
Kanu finnur hér leiö fram hjá Aaron Hughes, leikmanni Newcastle, á Highbury.
Arsenal lék Newcastle sundur og saman og vann aö lokum stórsigur.