Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2000, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 11. DESEMBER 2000
25
DV
Sport
Léttir og Grindavík áfram
ÍA vann stórsigur á Létti, 93-57, á Akranesi.
Trausti Freyr Jónsson skoraði 18 stig fyrir ÍA og
Sveinbjörn Ásgeirsson 17. Ingi Karl Ingólfsson
skoraði 15 stig fyrir Létti.
Grindavik sigraði Þór Þorlákshöfn, 88-110, í
Þorlákshöfn en heimamenn voru yfír í hálfleik,
43-42. Grindvíkingar kæffærðu síðan Þór í byrjun
seinni hálfleiks. Grindvíkingar hittu 16 af 27 i 3ja
stiga skotum. Kim Lewis spilaði ekki með
Grindvíkingum, hann er meiddur og spilar ekki
meira fyrir jól. Stigahæstir hjá Grindavík voru
Guðlaugur Eyjólfsson með 29 (6 af 10 í 3ja) og Páll
Axel Vilbergsson með 20 stig. Gamon Baker var allt
í öllu hjá Þór og skoraði 45 stig.
-BG/JKS
19 þriggja stiga körfur
ÍR vann Selfoss í bikarkeppni í körfuknattleik, 96-64,
í gærkvöldi. Leikurinn var hinn fjörugasti fyrir þá
áhorfendur sem mættu, með skemmtilegum sóknarleik,
nítján þriggja stiga körfum og fjölmörgum fallegum
sendingum og troðslum.
Einnig vörðu ÍR-ingar nokkur skot Selfyssinga
glæsUega. Allir leikmenn virtust vera komnir til að
hafa gaman af leiknum og það sama má segja um
dómarana.
Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 24, Eiríkur Önundarson 21,
Cedrick Hoimes 20, Halldór Kristmannsson 10, Sigurður
Þorvaldsson 8, Benedikt Pálsson 7, Ólafur Sigurðsson 2, Ólafur
Þórisson 2 og Rúnar Sævarsson 2.
Stig Selfoss: Leon Perdue 21, Ólafur Guðmundsson 14, Þorkell
Bjamason 7, Marvin Valdimarsson 6, Gestur Guðjónsson 6,
Þorkell Haraldsson 5 og Guðmundur Á. Böðvarsson 5.
- KR-ingar skelltu Njarðvíkingum á útivelli, 83-89
„Ég er mjög stoltur af mínum
mönnum. Vörn og fráköst var það
sem átti aö leggja áherslu á en
það gekk ekki fyrr en í 4. leik-
hluta. Með frábærri vörn í lokin
kom sjálfstraustið í sókninni.
Ólafur Jón, fyrirliði hefur verið
veikur frá því á flmmtudag og því
þurftu aörir að stíga upp sem þeir
og gerðu,“ sagði Ingi Þór Stein-
þórsson, þjálfari KR, í leikslok.
Heimamenn byrjuðu betur í leikn-
um og voru að leika frábæra vörn
í fyrri hálfleik.
Teitur Örlygsson var að leika
vel i sókn og vörn og Brenton var
atkvæðamikill í sókninni og skor-
aði 20 stig í fyrri hálfleik. Vöm KR
var slök í fyrri hálfleik og i sókn-
inni virtist sjálfstraustið ekki vera
til staöar og Jón Arnór Stefánsson
og Keith Vassel voru þeir einu
sem tóku af skarið. Ingi Þór virt-
ist þó hafa lesið yfir sínum mönn-
um í hálfleik því KR
byrjaði á að skora fyrstu 5 stigin
en þá kom Teitur Örlygsson til
sögunnar og skoraði tvær 3ja stiga
körfur á stuttum tíma og munur-
inn hélst því í 7 til 10 stigum út
leikhlutann og staðan 65-57 er 4.
leikhluti hófst. Þá hófst kafli í
leiknum hjá KR-ingum þar sem
þeir skoruöu 9 stig í röð, Hermann
Hauksson skoraði 3ja stiga körfu
og kom þeim í 65-66 og KR yfir í
fyrsta sinn í leiknum. Frá þeim
tíma var sjálfstraustið hjá þeim
röndóttu.
Njarðvíkingar voru komnir í
villuvandræði og er 2 mínútur
voru eftir voru allir leikmenn
Njarðvíkur á vellinum með 4 vill-
ur. Það má svo segja að úrslitin
hafi ráðist er rúm mínúta var eft-
ir og staðan 80-82 og vandræði i
sókn KR sem endaði með því að
Logi Gunnarsson slæmdi hendi í
boltann og út af. Skotklukkan var
endurræst og eftir fundarhöld
ákváðu Kristinn Albertsson og
Helgi Bragason að það væru 12
sekúndur eftir af tímanum en
raunin var sú aö
það gat vart staðist því skömmu
áður en boltinn fór út af kallaði
Ingi Þór, þjálfari
KR, til sinna manna að þaö væru 6
sekúndur eftir og þær fóru niður í
2 áður en knötturinn fór út af. Út
frá þessu skoraði Steinar Kaldal
og þá má segja að björninn hafi
verið unninn. Njarðvíkingar
reyndu hvað þeir gátu en tíminn
var of naumur og lokatölur 83-89
KR i vil.
Stig Njarðvíkur: Brenton
Birmingham 26, Teitur Örlygsson
21, Jes Hansen 12 (13 fráköst),
Friðrik Ragnarsson 10, Logi Gunn-
arsson 10, Ragnar Ragnarsson 2,
Halldór Karlsson 2.
Stig KR: Keith Vassel 23 (8 frá-
köst), Jón Amór 18, Magni Haf-
steinsson 12,
Hermann Hauksson 10, Steinar
Kaldal 9, Tómas Hermannsson 2,
Amar Kárason 1. -EÁJ
Valsmaöurinn Guömundur Björnsson, sem skoraöi 13 stig, er hér umkringdur Haukamönnum. Gestirnir unnu sigur
í Grafarvoginum og eru komnir áfram í bikarnum DV-mynd KK
Bikarkeppnin í körfuknattleik:
Hamar sterkur í
Hveragryfjunni
- baráttusigur gegn Tindastóli
DV, Hverageröi:
„Þetta var mikil barátta," sagði
Pétur Ingvarsson, þjálfari Ham-
ars, og hefði sigurinn geta lent
hvar sem er. Tindastóll er með
mjög gott lið og það er gaman að
vera búinn að vinna alla leiki á
heimavelli á þessu tímabili sagði
Pétur að lokum. í liði Hamars
leika þrír stráka frá Sauðakrók og
var þetta að sjálfsögðu mjög sætur
sigur fyrir þá.
Eini ljóti bletturinn á leiknum
voru dómarar leiksins, þeir Krist-
inn Albertsson og Jón Halldór Eð-
valdsson, þeir höfðu engin tök á
leiknum og voru allan leikinn að
reyna að bæta fyrir ranga dóma
sem þeir dæmdu á leikmenn
beggja liða.
Leikurinn var mjög haröur og
fengu t.d. Hamarsmenn 27 villur
og Tindastóll 18. Þetta var þó eins
og bikarleikir eiga að vera, spenn-
andi frá byrjun til enda.
Bestir í liði Hamars voru Chris
Dade og Pétur Ingvarsson en Pét-
ur tók á skarið í lok leiksins og
hélt Hamri inni í leiknum.
Hjá Tindastóli var Shaun Myers
og Svanur Birgisson bestir.
Stig Hamars: Chris Dade 32, Pét-
ur Ingvarsson 22, Skarphéðinn
Ingason 6, Ægir Jónsson 6. Hamar
tók 34 fráköst og voru Chris og
Svavar Páll með 7 hvor
Stigahæstir hjá Tindastóls-
mönnum voru Shaun Myers með
25 stig og Svanur Birgisson skor-
aði 13 stig. Tindastóll tók 29 frá-
köst og var Shaun með 12.
-EH
Davis sterkur
- þegar Keflvíkingar lögðu Skallagrím
Borgnesingar komu til Kefla-
víkur í annað sinn á þremur
dögum og gestunum tókst að stríða
Keflvíkingum framan af leik, rétt
eins og á fimmtudag, en lokatölur
voru 105-91. Keflvíkingar byrjuðu
betur og skoruðu 10 fyrstu stig
leiksins. Gestirnir réttu þó sinn
hlut en heimamenn höfðu 21-15
forystu eftir fyrsta leikhluta.
Keflvíkingar virtust ætla að klára
leikinn um miðjan annan leikhluta
og höfðu þá 19 stiga forskot en
hálfleikstölur voru 51—42.
Það var fyrst og fremst vegna
stórleik Sigmars Egilssonar í
leikhlutanum að munurinn var
ekki meiri og skoraði hann 16 stig í
fyrri hálfleik. I seinni hálfleik var
eins og Keflvíkingar færu í stutt
frí, Tomilovski hélt Davis í aðeins 2
stigum og 2:3 svæðisvörn Kefl-
víkinga var alls ekki kröftug og
gestimir gengu á lagið og staðan
var 72-70 er fjórði leikhluti hófst.
Ari Gunnarsson hitti vel á þessum
tíma og staðan var 78-78 er 7
mínútur voru eftir. Þá vakti
Sigurður Ingimundarson sína
menn og á 4 mínútum skoruðu þeir
18 stig gegn 2 og sigurinn var því í
höfn.
Calvin Davis átti frábæran leik
hjá Keflvíkingum að vanda og tróð
hvað eftir annað. Hjá gestunum
átti Sigmar Egilsson góðan dag og
Ari Gunnarsson hitti vel.
Stig Keflavíkur: Calvin Davis 30
Guðjón Skúlason 14, Hjörtur Harðarson
13, Gunnar Einarsson 12, Magnús
Gunnarsson 11, Albert Óskarsson 10,
Birgir Öm Birgisson 7, Gunnar
Stefánsson 6, Amar Freyr Jónsson 2.
Stig Skallagríms: Warren Peebles 26,
Sigmar Egilsson 24, Ari Gunnarsson 16,
Pálmi Sævarsson 9, Evgenij Tomilovski
8, Egill Örn Egilsson 3, Alexander
Ermolinskij 3 (11 fráköst), Hafþór
Gunnarsson 2.
-EJ
Haukar áfram
„Ég var mjög óánægður með
hvemig við lékum í þessum leik
og í heildina séð var hann dapur
hjá okkur en það er alltaf gaman
að vinna og gott að vera áfram í
bikarkeppninni," sagði Jón Arn-
ar Ingvarsson, fyrirliði Hauka,
eftir sigur þeirra, 82-86, á liði
Vals/Fjölnis í sextán liöa úrslit-
um bikarkeppninnar á laugar-
daginn. Lið Vals/Fjölnis hóf leik-
inn af miklum krafti og náði
fljótlega ágætri forystu. í öðrum
leikhluta spýttu Haukamir í lóf-
ana og tókst með góðum leik að
ná tveggja stiga forystu þegar
flautað var til leikhlés. Fjóröi
leikhluti einkenndist af mistök-
um og lélegri skotnýtingu. Jón
Amar, Marel og Mike báru uppi
leik Haukanna. Það eru stór
batamerki á leik Vals/Fjölnis og
það hlýtur að fara að koma að
því að þeir haldi út heilan leik.
Herbert var þeirra bestur.
Stig Hauka: Marel Guðlaugsson
23, Mike Bargen 21, Jón Arnar Ingv-
arsson 19, Guðmundur Bragason 12,
Lýöur Vignisson 6, Leifur Leifsson 3,
EyjólfurJónsson 2
Stig Vals/Fjölnis: Herbert Arnarson
25, Guðmundur Björnsson 13, Brian
Hill 13, Bjarki Gústafsson 11, Stein-
dór Aðalsteinsson 7, Sigurbjöm
O.Björnsson 5, Brynjar Karl
Sigurðsson 5, Kjartan O. Sigurðsson 3
-SMS
Stjarnan stóð
í Þórsurum
Stjarnan kom á óvart þrátt
fyrir tap, 82-92, þegar liðið tók
á móti Þór frá Akureyri.
Stjarnan átti fullt erindi í
Þórsara þrátt fyrir að vera í
deild fyrir neðan og með smá-
heppni hefðu Garðbæingar get-
að unnið en tapaðir boltar í
lokin gerðu vonir þeirra að
engu. Þegar rúm mímúta var
eftir var staðan 82-84 gestun-
um i vil en Þórsarar skoruðu
síðustu 8 stig leiksins.
Hjá Stjörnunni voru örvar
Kristjánsson og Eiríkur Sig-
urðsson i aðalhlutverkum.
Jón Kr. Gíslason var í búningi
og spilaði liðið miklu betur
þegar hann var inná. Hjá Þór
voru Clifton Bush og Hermann
Hermannsson bestir.
Stig Stjörnunar: Örvar
Kristjánsson 25, Eiríkur Sigurðs-
son 23, Jón Kr. Gíslason 10, Jón
Þór Eyþórsson 9, Davíð Guð-
laugsson 7, Neil Þórisson 2,
Steinar Hafberg 2, Jón Magnús-
son 2, Hjörleifur Sumarliðason 2.
Stig Þórs: Clifton Bush 23, Her-
mann Hermannsson 19, Einar
Öm Aðalsteinsson 14, Magnús
Helgson 11, Óðinn Ásgeirsson 9,
Hafsteinn Lúðviksson 9, Einar
Hólm 3, Sigurður Sigurösson 1.
-BG