Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Side 1
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
17
Ensíma-
rannsóknir
á íslandi
Bls. 20-21
Kynlíf í
skokks
Bls. 22
PlayStation
Á myndinni hér til
hliðar gefur að líta
snjallkortið hans
Bills Gates,
Microsoft-mógúlsins
umdeilda, sem var til sýnis á tölvu-
sýningunni SafeNet 2000 sem haldin
var í höfuðstöðvum Microsoft í Red-
mond í Washingtonríki. Þar sýndi
Gates m.a. hvernig snjallkort geta
verulega aukið innra öryggi fyrir-
tækja með því að hindra aðgang
þeirra sem ekki hefðu slík kort að
tölvum fyrirtækjanna.
Snjallkort eru nú þegar komin í
notkun að takmörkuðu leyti í Finn-
landi og Kanada. Fyrirtækið Auð-
kenni hf. hefur verið stofnað hér á
landi í kringum útgáfu snjallkorta
og var fyrr í vetur viðtal við fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins, Guð-
laug Sigurgeirsson þar sem hann
útlistaði m.a. þá möguleika sem
kortin bjóðá upp á. Meðal þess sem
hann sagði var að til að byrja með
yrðu sjálfsagt sérkort fyrir hverja
verkun, eitt fyrir bankaviðskipti
o.s.frv. Hins vegar benti hann á að í
framtíðinni yrði mögulegt að geyma
allar persónuupplýsingar á kortinu,
s.s. sjúkrasögu, bankaupplýsingar
og aðrar persónuupplýsingar.
Fingrafór eða augnhimnuskönnun
væru notuð til að staðfesta réttan
eiganda. Á meðal þess sem hægt
verður að nota kortin í eru kosning-
ar í gegnum Netið.
Sérfræðingar á sviði tækni- og
internetöryggis sátu SafeNet 2000
ráðstefnuna og ræddu hnattrænt
samstarf á sviði verndar persónu-
upplýsinga neytenda, gæslu upplýs-
inga og öryggismál Netsins, sem og
innanhússneta fyrirtækja.
GPS í baráttuna við aukakílóin
Svissneskir visinda-
menn hafa nú fundið
nýja notkunarmögu-
leika fyrir GPS-stað-
setningartæknina og
það er að hjálpa þeim er þjást af
offitu að brenna aukakílóunum.
Sendar eru festir við ofiltusjúk-
lingana og fylgst er með ferðum
þeirra. Með þessari aðferð ætla vís-
indamennimir að reikna út orku-
eyðslu og hreyfingu viðkomandi
ofFitusjúklinga. Yves Shutz, prófess-
or við Lausanne-háskóla, segir að
með GPS sé hægt að fylgjast með
staðsetningu, hraða og hreyFmgum
fólks. „Með þessu móti getum við
sýnt fólkinu fram á hvað það eyðir
mörgum kaloríum yfir daginn og
við dagleg störf auk æfmga.“ Það er
trú Yves og kollega hans að fólk fái
meira aðhald með þessu móti og
geri sér grein fyrir því að það er
betra að labba stigann heldur en að
taka lyftuna.
mmummmmmmumKmmmmmmmtmmummamamummamamm
Genamengin næsta efnahagssprengja
Nathan Myhrvold,
fyrrverandi yfir-
tæknifulltrúi hjá
Microsoft, telur að
genamengi manns-
ins sé næsta stóra efnahagslega
sprengjan sem muni ríða yfir
heiminn líkt og tölvurnar og Net-
ið hafa verið þangað til núna.
„Rannsóknir á genamenginu
mun hafa jafnmikil áhrif og tölvu-
byltingin. Þær hafa möguleikann
á því að endurskapa efnahagskerfi
heimsins nákvæmlega eins og
tölvurnar gerðu.“ Að mati Myhr-
vold var kortlagning genamengis
mannsins aðeins upphafið. Næsta
skref verði að kortleggja hvern
einasta einstakling, sjúkdóma-
valdandi lífverur, plöntur og allt
annað lífrænt í lífríki jarðar.
Hann bendir á að þótt upphaf-
lega kortlagningin hafi kostað
mikinn tíma og mikla peninga þá
eigi sífellt öflugri tölvur eftir að
flýta fyrir rannsóknum með
hverju árinu þar. Hann spáir
svipaðri þróun og varð með tölv-
urnar þar sem lögmál Moores
gerði ráð fyrir að vinnslugeta
tölva myndi aukast um 60% á ári.
Microsoft
mn.0rm
Allt milli himins ogjaröar...
Smáauglýsingar
550 5000
Skoðaðu smáug.lýsingarnar á