Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Qupperneq 2
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 18 tölvui tíkni og vísinda Beta-prófanir á Mac OS X: Fámennur en hávær hópur kvartar - en meirihlutinn viröist sáttur Nú þegar nokk- uö er liðið á beta-prófanir á nýja stýrikerf- inu, Mac OS X, sem koma á út á Makkann snemma næsta árs, hafa nokkrar kvartanir borist frá „fámennum en háværum hópi“ Makkavina eins og talsmaður Apple-fyrirtækisins orð- aði það. Nýja stýrikerfið hefur tekið stakkaskiptum frá gamla stýrikerf- inu sem hefur lítiö breyst í ein 16 ár,og búið að breyta útlitinu mikið. Svo mikið hefur því verið breytt að heyrst hafa raddir um að Windows sé oröið líkara gamla Makkastýri- kerfinu heldur en Mac OS X. Afleið- 0 0 0 Finder íki Ife ! * i ; A | j ® 23 Compuler Home , Favoriles Apps Docs -j j Users Sitems í* MyComputer = QD Mac OS X Network Server Audio CD FireWíre Drive 'vmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmm Mac OS X er afar breytt frá fyrri stýrikerfum Makkans eins og sést á leitar- vélinni hér fyrir ofan. k, _____b__________________ Finnur Báröarsson, umsjónarmaö- ur Makka.is, segir Makkasamfélagiö hér heima bfða í ofvæni eftir Mac OS X. ingamar eru þær aö heittrúaðir Makkanotendur hafa sumir hverjir hakkað sig inn í hugbúnaðinn og breytt verkun sumra hluta eða bætt inn gömlum pörtum. Vini manns rænt Makkavinurinn Angus Mclntyre lýsti angist sinni á vefsíðu Macln- Touch, vefmiðils sem sérhæfir sig í fréttum af Makkanum. Hann sagði m.a: „Þegar ég vinn á Mac OS X líð- ur mér eins og gömlum vini hafi veriö rænt af geimverum. Eitthvað hefur náð stjóm á tölvunni minni og ég veit ekki hvað það er.“ Hann bætir við að þaö versta við þetta sé að líða eins og algjörum byrjanda upp á nýtt. Hann hefur notað og for- ritað fyrir Makkann í tíu ár en sit- ur nú fyrir framan tölvuna og skil- ur hvorki upp né niður og finnur ekki gömlu góðu íkonana sína. Stýrikerfi aldarinnar Ken Baraskin, yfirmaður markað- setningar á Mac OS X, segir kvart- anir koma frá fámennum en hávær- um minnihlutahópi innan Makka- samfélagsins. Hann segir enn frem- Nýja stýrikerfið hefur tekið stakkaskiptum frá gamla stýrikerfinu sem hefur lítið breyst í ein 16 ár og búið að breyta útlitinu mikið. Svo mikið hefur því verið breytt að heyrst hafa raddir um að Windows sé orðið lík- ara gamla Makkastýri- kerfinu heldur en Mac OSX. ur aö flestir sem hafi prófað stýri- kerfið líki vel. „Fólk elskar það. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá langflestum." Það virðist líka vera sem svo að þeim sem ekki lík- ar við stýrikerfið verði hreinlega að venjast hinu breytta útliti. Finnur Bárðarsson, umsjónar- maöur Makka.is, segist ekki hafa heyrt kvartanir hér heima frá fólki sem sé að prófa Mac OS X. Þvert á móti séu flestir ánægðir með breyt- ingamar og mikil eftirvænting ríki i Makkasamfélaginu hér á landi. Hann er sammála útskýringu Apple-fyrirtækisins að hér sé lík- lega um fámennan en háværan hóp sé að ræða. Finnur varar þó fólk við sem notar Makka en er ekki búið að sjá Mac OS X því breytingarnar sé miklar og af hinu góða og fullyrðir að þetta eigi eftir að verða stýrikerfi aldarinnar. Álit ehf. opnar nýjan vélasal Býður upp á nýja þjónustu - svokallaða kerfisvistun (ASP) Álit ehf. hefur nú opnað véla- sal í Múlastöð- inni við Ár- múla. Álit leig- ir vélasalinn af Landssímanum og afhenti Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Sím- ans, Guðna B. Guðnasyni, fram- kvæmdastjóra Álits, aðgangskort að vélasalnum við hátíðlega at- höfn fimmtudaginn 7. des. Með opnun starfseminnar í Múlastöð telur Álit sig geta boðið betri þjónustu í rekstri tölvukerfa fyr- ir viðskiptavini. Einnig býöur Álit nú nýja þjónustu sem felst í vistun tölvukerfa (ASP) auk þess sem vélasalurinn uppfyllir allar öryggiskröfur sem gerðar eru til starfsemi slíkrar þjónustu, að því er segir í fréttatilkynningu. Tilgangurinn með rekstri véla- salarins er að mæta sívaxandi eft- irspurn fyrirtækja um að fela þriðja aðila rekstur og umsjón tölvukerfa sinna. Fyrirtæki sem tengjast vélasal Álits munu þannig fá afnot af miðlægum bún- Tilgangurinn með rekstri vélasalarins er að mæta sívaxandi eftirspurn fyrirtækja um að fela þriðja aðila rekstur og umsjón tölvukerfa sinna. Fyrir- tæki sem tengjast vélasal Álíts munu þannig fá afnot af miðlægum búnaði og notendakerfum sem eru í vélasalnum. aði og notendakerfum sem eru í vélasalnum. Álit veitir síðan þjónustu sem felur i sér daglega umsjón og rekstur á hug- og vél- búnaði. Með þessu móti eiga fyr- irtæki að geta einbeitt sér frekar að kjarnastarfsemi í stað þess að byggja upp slíka aðstöðu sjálf með tilheyrandi kostnaði og auk- inni þörf fyrir sérfræðinga við uppbyggingu og rekstur tölvu- kerfa. Þessi þróun er að ryðja sér til rúms í þróuðum upplýsinga- samfélögum víðs vegar um heim. Vélasalurinn er tengdur við varaaflsbúnað og er meö sjálf- virkt eldvarnarkerfi, upphækkað kerfisgólf og kæli- og öryggiskerfi sem tryggir að kerfin halda áfram vinnslu þrátt fyrir raf- magnsleysi eða truflanir. Við hönnun og uppbyggingu kerfa i salnum var öryggi, skalanleiki og sveigjanleiki hafður að leiöar- ljósi. Til að tryggja rekstrarör- yggi í upplýsingavinnslu eru all- ur búnaður og grunnþjónusta höfð tvöföld. Guöni B. Guönason, framkvæmdastjóri Álits efh., tekur hér viö aö- gangskorti aö vélasalnum frá Agnari Má Jónssyni, framkvæmdastjóra sölu- sviös Símans. Enn um FinePix Það gleymdist að minnast á að FinePix 40i myndavélin sem var í DV-heimsprófi í síðasta blaði er hægt að kaupa í Ljósmyndavörum, Skipholti 31. Einnig er vert að benda á FinePix 4700 zoom eða FinePix 4900 zoom myndavélarnar fyrir þá sem vilja meiri stjórn en „point & shoot“ (miða og mynda). Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér betur þessar vélar er bent á vef- slóðimar www.fuiifilm.is eða vv ww.steves-digicains.com (sem er ein besta heimasíðan um stafrænar myndavélar). Fyrir þá sem almennan áhuga hafa á ljósmyndun er sérstakiega bent á að fá í hendur stafræna myndavél. Það er mjög þægilegt að geta tekið mynd og skellt henni beint inn í tölvuna, unnið hana til og sent hana með póstforriti til vina og vandamanna eða prentað út. Að lokum ein ábending fyrir þá sem eru að leika sér með stafrænar myndavélar. Stundum er hægt að nota svokallaða filtera til að breyta myndum þegar þær eru teknar, EKKI nota þá! Það er mun betra að taka myndina eðlilega en nota síðan forrit (Photoshop, Photopaint eöa önnur forrit) til að breyta myndun- um, litum eða áferð. Álltaf er best að eiga upprunalegu myndina óbreytta. -HÞG Astsjúkur naggrís opnar heimasíöu Naggrísinn Sooty, sem ætt- aður er úr Himalajafjöllun- um en er borinn og barnfæddur i húsdýragarðin- um Little Friends Farm í Suður- Wales, hefur fengið sína eigin heimasíðu eftir ótrúleg afrek með hinu kyninu. Sagan er sú að Sooty hvarf einn daginn og fannst ekki fyrr en tveim dögum seinna í miðjum hóp 24 kven- kyns einstaklinga af sömu teg- und sem einnig eiga heimili í húsdýragarðinum. Þegar hann var færður i sitt eigið búr svaf hann í tvo heila sólarhringa á eftir. Ástæðan fyrir þessum mikla svefni kom í ljós 10 vikum seinna þegar „kærustur" Sooty eignuðust samtals 42 unga. Hægt er að kynnast Sooty nánar á heimasíðunni www.fai-mpark.fsnet.co.uk. Þess má geta að Sooty var gerð- ur heiðursfélagi i Stringfellow- næturklúbbnum sem er í eigu herra Stringfellows nokkurs sem mun vera með frægari kvennabósum Bretlandseyja. Opera 5 vafrinn ókeypis Nú er hægt fá Opera 5 vafrann frítt á heimasíðu Opera Software, framleiðanda vafrans. Opera-vafrinn er ólíkt stóru vö|runum tveim, Internet Explorer og Netscape, afar litill í sniðum þegar borin er saman stærð. Hægt er að fá hann í tveimur gerðum. Annar getur lesir Javamál og er sá 9,5 MB. Hinn les ekki Java og er aðeins 2MB. Það að vafrinn er svona lít- ill hefur víst lítið með gæðin að gera að sögn framleiöenda. Hann vinnur miklu hraðar en stóru vaframir frá AOL og Microsoft. Auk þess á hann að vera alveg jafn öruggur ef ekki öruggari. Aðeins er einn auglýs- ingaborði á vafranum fría sem getur ekki talist mikil truflun. Hægt er aö nálgast eintak á www.opera.com. Microsoft kaupir leikjafyrirtæki Microsoft hefur tilkynnt að það ætli að festa kaup á tölvu- leikjafyrirtækinu Digital Anvil sem er í Austin, Texas. Skilmálar kaupanna vora ekki tilkynntir nema hvað að talsmaöur Microsoft sagði að fyrirtækiö myndi eignast réttinn á öllum leikjum sem Digital An- vil hefur gefið út eða er að þróa núna. Meðal þeirra leikja sem verið er að framleiða núna er þrívíddar geimbardagaleikurinn Freelancer sem koma mun út á næsta ári, auk annars leiks sem kemur út á X Box leikjatölvuna sem Microsoft kemur með á markað seint á næsta ári. Fyrir- tækin hafa verið í samstarfi sið- an 1997. Microsoft hefur áður keypt tölvuleikafyrirtæki, þ. á m. Bungie Software Products Corp. Það er spurning hvað bandarísk yfirvöld segja við þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.