Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2000, Blaðsíða 6
22 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 -------------------Ht^gBiaag-------------- BVwlWiWr túlvui ttkní og vísínda Nýfundin vetrarbraut ekki lengur fjarlægust allra þekktra fyrirbæra: Sharon nær okkur en talið var Vetrarbraut ein nærri stjörnu- merkinu Stóra birni, sem menn töldu til skamms tima að væri lengra frá okkur en nokk- uö annað sem við þekktum, er víst nær móður jörðu en upphaflega var álitið. Sharon hefur umrædd vetrar- braut verið kölluð í hópi vísinda- manna og stafar af henni daufri skímu. Hennar varð fyrst vart í fyrra, á myndum sem teknar voru af hinum víöfræga Hubble geim- sjónauka bandarísku geimferöa- Nýjar athuganir á Sharon þykja hins veg- ar sýna að hún sé nær okkur en talið var, eða í 10 milljarða Ijósára fjarlægð. Visinda- mennírnir við JPL byggja þessar niður- stðður sínar á endur- mati á rauðvikum vetr- arbrautarinnar. Hubble-geimsjónaukinn hefur enn á ný aukiö viö þekkingu okkar á alheim- inum. í fyrra fann hann nýja vetrarbraut sem þar til nýlega var talin fjariæg- asti þekkti hluturinn t alheiminum. stofnunarinnar NASA, segja vís- indamenn við Jet Propulsion Laboratory (JPL) rannsóknar- stofnunina. Þeir segja frá rann- sóknum sínum í nýlegu hefti tíma- ritsins Nature. Vísindamennirnir ályktuðu á sínum tima að Sharon væri í um það bil 12,5 milljarða ljósára fjar- lægð frá jörðu og þar með fjarlæg- asta þekkta fyrirbærið í alheims- geimi. Ef það skyldi nú hjálpa ein- hverjum aö gera sér grein fyrir fjarlægðinni þá segja vísinda- menn JBL að það jafngildi því að horfa aftur í tímann og staðnæm- ast um það bil 600 milljónum ára eftir sköpun heimsins i Mikla- hvelli. Þá voru aðeins liðin um fimm prósent af núverandi aldri alheimsins. Nýjar athuganir á Sharon þykja hins vegar sýna að hún sé nær okkur en talið var, eða í 10 millj- arða ljósára fjarlægð. Vísinda- mennirnir við JPL byggja þessar niðurstöður sínar á endurmati á rauövikum vetrarbrautarinnar. Svo er kallaður hraðinn sem vetr- arbrautin ferðast á í burt frá jörðu við útþenslu alheimsins, að sögn Jane Platt, talsmanns JPL. Því hraðar sem hlutur fjar- lægist þeim mun meira fer ljósið frá honum yfir í rauða hluta lit- rófsins, þar sem bylgjulengdirnar eru meiri. Stjörnufræðingurinn Edwin Hubble uppgötvaði á þriðja áratugnum að því hraðar sem hlutur viröist íjarlægjast þeim mun lengra er hann í burtu. Fjarlægasti hluti alheimsins nú, þegar búiö er að steypa Sharon af stóli, er vetrarbraut eöa dulstirni sem stjarnvísindamenn staöfestu tilvist á í september síðastliðnum. Frábær tíðindi fyrir þá sem vilja halda heilsunni: Mikið kynlíf á við besta skokk Góðar fréttir fyrir þá sem ekki eru í að- stöðu til að hlaupa og skokka úti um hávetur. Karlar geta nefnilega dregið um helming úr líkunum á því að fá alvarlegt hjartaáfall eða heilablóðfall með því að hafa samfarir þrisvar til íjórum sinnum í viku. Breskir læknar eru nú Breskir læknar segja aö karlar hafi mjög gott af því aö hafa samfarir þrisvar til fjórum sinn- um I viku. Líkurnar á al- varlegu hjartaáfalli og •: heilablóöfalli minnka um hvorki meira né minna en helming. þeirrar skoðunar að hressilegt kynlíf sé jafngild líkamsrækt og til dæmis veggjatennisleikur eða langt skokk. Shah Ebrahim, prófessor við háskólann í Bristol á Englandi, segir að hjartasérfræðingar hafi orðið að endurskilgreina tengslin milli iíkamsræktar og forvarnar- starfs gagnvart hjartasjúkdómum eftir rannsókn á 2.400 karlmönn- um í bænum Caerphilly í Wales. „Áður fyrr töldum við að menn þyrftu að hamast að minnsta kosti þrisvar í viku, tuttugu mín- útur eða lengur í senn, og svitna og verða móðir,“ segir Ebrahim prófessor í samtali við frétta- mann Reuters. „Það eru all- hraustleg átök. Flestir karlar telja auðvitað að þannig sé kynlíf en flestar konur telja að það standi aöeins yfir í nokkrar mín- útur.“ Karlarnir sem tóku þátt í tíma- mótarannsókninni í Caerphilly þurftu að svara alls kyns spurn- ingum, meðal annars um hvort þeir stunduðu kynlíf einu sinni, tvisvar, þrisvar eða oftar í viku. Breskir læknar eru nú þeirrar skoðunar að hressilegt kynlifsé jafngild líkamsrækt og tll dæmis veggjatennís eða langt skokk. Enginn karlanna hafði fengið al- varlega sjúkdóma. „Við komumst að raun um það, þegar við fylgdumst með körlun- um næstu tíu árin á eftir, að helmingi minni líkur voru á því að þeir sem höfðu fengið kynferð- islega fullnægingu þrisvar eða oftar í viku fengju hjartaáfall eða heilablóðfall," segir Ebrahim. Prófessorinn greindi frá niður- stööum rannsóknarinnar á heimsþingi um heilablóðfall sem haldið var í Ástralíu í síðasta mánuði. Vísindamenn gera gagnlega uppgötvun: Skopskyn á heima í framheila Það skyldi þó aldrei vera að í heilanum á okk- ur sé einhvers konar brandara- hom ef svo má að orði komast. Allavega telja vís- indamenn sig hugsanlega hafa fund- ið skýringuna á því hvers vegna sumir heilablóðfallssjúklingar missa skopskynið. „Lítill hluti í framheila okkar virðist gegna lykilhlutverki þegar geta okkar til aö skilja brandara er annars vegar," segir Dean Shibata í læknadeild háskólans í Rochester í Bandaríkjunum. „Enda þótt tilgangur skops og hláturs sé enn að miklu leyti óþekktur, þrátt fyrir vangaveltur þar um í tvö þúsund ár, er skop- skynið lykilþáttur í persónuleika okkar og það getur getur gegnt mik- ilvægu hlutverki í að vega upp á móti neikvæðum tilfínningum, eins og ótta,“ segir Shibata enn fremur. „Enda þótt tilgangur skops og hláturs sé enn að miklu leyti óþekktur, þrátt fyrir vangaveltur þar um í tvð þúsund ár, er skopskynið lykilþáttur ( persónuleika okkar." Á þingi röntgensérfræðinga á dögunum greindu Shibata og sam- starfsmenn hans frá rannsókn þar sem þeir notuðu segulómtæki til að kortleggja virkni í heila þrettán manna sem fengu að kynnast skopi á íjóra mismunandi vegu. “Fáar rannsóknir hafa verið gerð- ar á vistarveru skops í heilanum en líklegt er að jafnmikilvægt verði að skilja grundvöll jákvæðra tilfinn- inga og hinna neikvæðu," segir Shi- bata. Billy Crystal er heimsfrægur spaugari. Líklega er hverjum þeim hollast aö láta kíkja á heilann í sér sem hættir skyndilega aö hlæja aö bröndurum gam- anleikarans góökunna. Hann segir að i framtíðinni gæti svo farið að geðlæknar beittu heilaskönnun reglulega við meðferð á fólki með lyndisraskanir, eins og þunglyndi. Slíkir sjúkdómar hafa oft í fór með sér að sjúklingamir glata skopskyninu. Sá hluti heila okkar sem vinnur úr bröndurunum sem við kunnum að heyra tengist einnig öðrum þátt- um i hegðun okkar, svo sem félags- legri og tilfinningalegri dómgreind og skipulagningu. L j'jJlJ •jj Karlar hlusta með öðrum heilahelmingi Kannski er fund- in skýringin á því hvers vegna kon- um finnst karlar þeirra aldrei heyra þegar við þá er talað. í ljós hefur nefnilega komið að karlar hlusta aðeins með öðrum helrn- ingi heilans en konur með báðum. Hvort það þýði aftur að annað kynið hlusti betur en hitt er enn óútkljáð, að sögn vísindamanna við læknadeild Indianaháskóla í Bandaríkjunum. Tuttugu karlar og tuttugu kon- ur voru fengin til að hlýða á upp- lestur úr skáldsögu. Á meðan var heilastarf þeirra rannsakað með segulómtæki. Hjá meirihluta karl- anna var aðeins virkni í gagn- j augageiranum vinstra megin en i hjá meirihluta kvennanna var j virkni í báðum gagnaugageirum. Ekki er vitað af hverju þessi munur stafar, hvort hann er til kominn vegna uppeldis eða hvort heilinn er þannig gerður. segir einn vísindamannanna. Kóngafiörildi fá stærra svæöi Yfirvöld í Mexíkó hafa þrefaldað I stærð mikilvægs griðasvæðis þar sem hin við- kvæmu og fallegu kóngafiðrildi hafa vetursetu. Svæði þetta er í fjallaskógum í miðhluta landsins. Um eitt hundrað milljón kóngafiðrildi halda suður á bóg- inn frá Kanada á hverju hausti og láta ekki staðar numið fyrr en þau koma til skóglendisins í Michoac- an-héraði i Mexíkó. Nýleg rann- sókn sýndi fram á að um 44 pró- sent kjörlendis fiðrildanna hafði horfið frá árinu 1971. Með sama áframhaldi hefði kjörlendið allt horfið á næstu fimmtíu árum. Mexíkósk yfirvöld greindu hins vegar frá því í nóvember að þau hefðu stækkað griðland fiðrild- anna úr sextán þúsund hekturum í 56 þúsund hektara. Ný tækni til brjósta- skoðunarsannar sig ILjmuaLy.iiiuiii Tækni til brjósta- ,. j , skoðunar, sem byggist á tölvu- notkun, greindi •mmmrnmmm tuttugu prósent fleiri tilfelli krabbameins í brjósti í tilraun sem gerð var á konum sem ekki höfðu nein einkenni. Tækni þessi var þróuð fyrir nokkrum árum en það er ekki fyrr en nú sem verið er að prófa hana á fólki. Vísindamenn viö heilbrigðis- stofnun í Plano í Texas leituðu að brjóstakrabba í tæplega þrettán þúsund konum og notuðu tölvu- tæknina til að túlka hverja brjóstamynd. Alls fundust 49 til- felli krabbameins þar sem enginn grunur var um slíkt. Þrjátiu og tvö tilfellanna voru greind bæði af tölvunni og röntgensérfræðingn- um, níu tilfelli uppgötvuðust af röntgenfræöingnum einum og tölvutæknin greindi átta tilfelli. Að sögn vísindamanna var krabbameinið, sem fannst fyrir tilstilli tölvutækninnar, á frum- stigi þegar auðveldast er að fást við það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.