Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 3
20 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 21 Sport Sport Þýski handboltinn: 8 mörk Heiðmars - dugðu ekki til að bæta stöðu Wuppertal Þrátt fyrir að Heiðmar Felixson hefði skorað átta mörk fyrir Wupper- tal í þýsku Bundesligunni í gær tókst liði hans ekki að vinna. 24-27 tap fyr- ir Grosswallstadt þýðir að Wuppertal situr í næstneðsta sætinu og er reynd- ar heilum sex stigum frá því að sleppa úr fallsæti. Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Magdeburg sem vann Minden, 32-23, og komst upp í annað sætið, einu stigi á eftir Flensburg en á leik til góða. Gústaf Bjamason skoraði fjögur mörk fyrir Minden. Róbert Sig- hvatsson skoraði þrjú mörk er Bayer Dormagen vann Lemgo, 20-19. Lið Ró- berts og Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara þess, vann þar með sinn þriðja leik í röð og komst úr fallsæti. Flensborg er á toppnum eftir 26-23 sigur á Eisenach í gær en Essen, lið Patreks Jóhannessonar, leikur við Kiel í síðasta leik 16. umferðar í kvöld. -ÓÓJ Shaq útskrifast Miðherjinn tröllvaxni, Shaquille O’Neal sem yfirgaf háskóla sinn Louisiana State University einu ári áður en hann útskrifaðist til að spila í NBA-deildinni árið 1992, hefur loksins klárað öll próf og mun útskrifast með pomp og prakt á fóstudag. Shaq gaf móður sinni loforð, þegar harrn hætti skólanum, um að hann myndi klára skólann og þótt það hafi tekið átta ár hefur hann nú staðið við sitt. „Ég hefði aldrei getað trúað því hversu erfitt þetta var,“ sagði O’Neal. Vegna út- skriftarinnar mun Shaq missa af leik Los Angeles Lakers og Van- couver Grizzlies á fóstudaginn en forráðamenn félagisns veittu hon- um góöfúslega leyfi til að vera við- staddur útskriftina. -ósk Þreföld hefnd - Mosfellingar unnu Stjörnuna í 3ja sinn í vetur og fóru áfram í bikarnum „Ég er mjög ánægður með aö vera kominn í undanúrslit. Það voru kaflar í síðari hálfleik þar sem við vorum að spila fantavel og þaö er ánægjulegt hvað liðið er að smella vel saman núna. Vörnin var að vísu ekki burðug í fyrri hálf- leik en hún kom svo í þeim seinni,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftur- eldingar, eftir að hans menn höfðu sigrað Stjörn- una í Garðabæ, 29-23, í 8- liða úrslitum bikarkeppn- innar. Munurinn á liðun- um var samt meiri en þessar tölur gefa til kynna. Það var jafhræði með liðunum framan af en Stjaman hélt fyrst og fremst í við Aftureld- ingu á tvennu; slakri vöm Mosfefl- inga og stórleik skyttunnar ungu, Bjama Gunnarssonar. Sóknarleik- ur Mosfellinga var aftur á móti mun betri en hjá Garðbæingum og því fékk undirritaður strax á til- Bjarki Sigurðs- son skoraði níu mörk í gær. finninguna að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Afturelding myndi endanlega stinga af. Liðið náði fyrst tveggja marka forystu um miðjan fyrri hálfleik, 7-9, hélt henni til leikhlés og hafði þá yfir, 13-15. Smátt og smátt seig Aftur- elding síðan fram úr í síð- ari hálfleik, mest fyrir það að vörnin fór i gang, sem og Reynir markvörður sem varði þá m.a. þrjú vítaköst með stuttu milli- bili. Og þegar mosfellska hraðlestin fór svo á fulla ferð sáu Garðbæingar aldrei til sólar. Þeir gáfust smátt og smátt upp á með- an Stjaman jók muninn og leikur endaði með sjö marka sigri eins og áður sagði. Mosfellingar hafa sýnt töluverð batamerki eftir slaka byrjun og léku á tímabili eins og þeir gerðu hvað best í fyrra. Ef fram heldur sem horflr verða þeir erfiðir and- stæðingar í bikarnum þó að deild- in sé kannski ekki lengur í mynd- inni hjá þeim. Bjarki, Gintaras, Gintas og Reynir Þór léku allir mjög vel. Stjörnumenn voru alls ekki sannfærandi í leiknum. Sóknar- leikurinn var oft ráðleysislegur og menn vora lítið að leika fyrir hver annan enda fékk hinn sterki línu- maður þeirra, Eduard Moskalenko, úr ákaflega litlu að moða í leikn- um. Bjami Guiyiarsson var þeirra langbesti maður og á tímabili fór allt inn hjá honum. Mörk Stjörnunnar: Bjarni Gunnars- son 8, Amar Pétursson 4/1, Eduard Moskalénko 3, David Kekelia 2, Magnús Sigurðsson 2/1, Sigurður Viðarsson 1, Björgvin Rúnarsson 1, Konráð Olavson 1. Varin skot: Birkir Ivar Guðmunds- son 15. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sigurðs- son 9/2, Gintaras Savukynas 7, Gintas Galkauskas 7, Magnús Már Þórðarson 3, Hjörtur Amarson 2, Þorkeli Guðbrands- son 1. Varin skot: Reynir Þór Reynis- son 17/3. -HI 2. deildarlið Selfoss vann Gróttu/KR í tvíframlengdum leik: Selfossgryfjan - annað 1. deildarlið féll bar úr bikarnum%^ „Þó ég sé aldrei fuflkomlega sátt- ur er ég gífurlega ánægður með strákana sem lögðu sig 100% fram í 80 mínútur í kvöld," sagði Einar Guðmundsson, þjálfari 2. deildar- liðs Selfoss sem sló 1. deildarlið Gróttu/KR út úr bikarkeppni HSÍ á Selfossi i gærkvöldi. Lokatölur voru 31-30 eftir tviframlengdan há- spennuleik. Selfyssingar fara ekki troðna slóð inn í 4-liða úrslitin því þeir lögðu Valsmenn í 16-liða úr- slitum. Harður leikur Selfyssingar fóru betur af stað I leiknum og héldu eins til tveggja marka forskoti fram á síðustu mínútur hálfleiksins. Leikurinn var harður og Grótta/KR lenti í vandræöum með hávaxna og snarpa sóknarmenn Selfyssinga en aftur á móti gengu sóknarkerfi Gróttu/KR illa upp enda Selfoss- vömin vel vakandi og fóst fyrir. Fyrir aftan Selfossvörnina stóð svo Jóhann Guðmundsson og varði frábærlega, afls 11 skot í fyrri hálf- leik og 27 afls. Grótta/KR komst þó betur og betur inn í leikinn en Sel- fyssingar voru einbeittir og grimmir og hleyptu þeim aldrei fram úr sér. Þórir Ólafsson gaf heimamönn- um tóninn í upphafi siðari hálf- leiks með tveimur mörkum og mest náðu Selfyssingar þriggja marka forskoti, 15-12, en þá kom kafli hjá þeim þar sem sóknimar nýttust ekki, skotin voru ónákvæm og ótímabær. Gróttumenn nýttu sér þetta vel og jöfnuðu, 15-15, og eftir það var jafnt á öllum tölum til loka venjulegs leiktíma, 20-20. Grótta/KR komst þó aldrei yfir því Selfyssingar voru yfirvegaðir og héldu haus þó að þeir misstu menn út af á mikilvægum augnablikum. í fyrstu framlengingu skoruðu bæði lið þrjú mörk og þrátt fyrir að Gróttumenn tækju bæöi Valdi- mar Þórsson og Pauzoilis úr um- ferð fékk ekkert stöðvað Selfyss- inga sem gáfu Gróttu/KR ekkert og fór þar fremstur Valdimar sem geislaði af sjálfsöryggi. Eftir fyrri framlengingu var staðan 26-26 og enn var framlengt. Þegar hingað var komið höfðu taugar leikmanna verið þandar til hins ýtrasta og ekki minnkaði álagið nú enda gerðu bæði lið mis- tök í upphafi seinni framlengingar sem stöfuðu af taugaveiklun. í þessari framlengingu tók Jóhann markvörður leikinn aftur í sínar hendur og varði 7 skot á 10 mínút- um og munar um minna. Selfyss- ingar komust í 28-27 fyrir hálfleik og byrjuðu síðan með boltann í seinni hálfleik. Þórir Ólafsson skoraði úr fyrstu sókn Selfoss og þar með má segja að sigurinn hafi verið í höfn. Grótta/KR náði að minnka mun- inn í eitt mark en Selfyssingar bættu í og héldu fengnum hlut til loka. Lokatölur voru 31-30. „Þetta var erfiður leikur og mik- ill varnarleikur, eins og sést á töl- unum. Þegar komið er i framleng- ingu skiptir miklu máli að gera hlutina einfalt og líka að halda haus þegar spennan og lætin eru svona mikil. Fara að skjálfa ~ Við gerðum það og stóðum við það sem ég hafði alltaf trú á; að við myndum sigra,“ sagði Einar þjáif- ari. „Við ætlum alla leið í þessari keppni, við bökkum ekkert núna. Stuðningur áhorfenda skiptir okk- ur líka miklu máli, 1. deildarliðin fara að skjálfa í fullu húsi á Sel- fossi." Jafnbestir í liði Selfoss voru markvörðurinn Jóhann Guð- mundsson og Valdimar Þórsson. Þá sýndi Þórir Ólafsson frábær til- þrif og vörnin var þétt með turn- ana þrjá, Pauzoilis, Harald Geir og Mikalonis fyrir miðju, og baráttu- ljónið Ómar Helgason sér við hlið en hann átti frábæran leik. Hjá Gróttu/KR var Davið Ólafsson bestur en hann sýndi snifldartakta í hominu, vel studdur af Hilmari Þórlindssyni sem nýtti vítaskotin vel. Þá varði Hlynur Morthens vel. Mörk Selfoss: Þórir Ólafsson 9, Valdimar 'Þórsson 8/1, Robertas Pauzoilis 6, Ramunas Mikalonis 6, Haukur Guðmundsson 1, Haraldur Geir Eðvaldsson 1. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 27/1. Mörk Gróttu/KR: Hilmar Þórlindsson 10/6, Davíð Ólafsson 7, Alexander Petersons 7, Atli Þór Samúelsson 3, Gísli Kristjánsson 2, Sverrir Pálmason 1. Varin skot: Hlynur Morthens 15/1. -GKS - «■r: Nafn:..................................................... ........Sími Heimilisfang____________________________________________________________ Sendið til: íþróttamaöur ársins DV - Þverholti 11 105 Reykjavík - jókst enn með 24-23 sigri á Fram í átta liða úrslitum SS-bikars karla Haukamönnum gengur allt í hag- inn þessa dagana og hafa þeir mjög sterku liði á að skipa. í gærkvöld hrintu þeir enn einni hindruninni úr vegi þegar þeir skelltu Fram, 23-24, í Safamýrinni í hörkuleik þar sem bar- áttan var allsráðandi allan leikinn. Leikurinn var á köflum harður en engu að síður sýndu bæði liðin ágæt- an handbolta lengstum. Þama fóru tvö bestu lið landsins og hvorugt þeirra ætlaði að láta sinn hlut. Eftir skarpan lokakafla voru það Haukamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar en Fram- arar, sem geta engum um kennt nema sjálfum sér hvernig fór, sátu eftir með sárt ennið. í fyrri hálfleik var leikurinn lengst- um í jafnvægi. Haukar byijuðu betur en Framarar komust smám saman inn í leikinn og náðu yfirhöndinni um miðjan hálfleikinn. Þegar á leið náðu heimamenn mest þriggja marka for- ystu. Haukamenn tóku Gunnar Berg Viktorsson strax i upphafi úr umferð og á stundum var sóknarleikur Fram- ar ráðleysislegur. Framarar leystu samt úr þeim vanda þegar á hálfleik- inn leið. í hálfleik leiddu Framarar með tveimur mörkum, 13-11. Haukamir mættu mjög beittir til síðari hálfleiks og voru fyrr en varði búnir að jafna og komast yfir. Hauka- vörnin var mjög sterk og áttu Framar- ar í miklu basli með að brjóta hana á bak aftur. Haukar náðu mest þriggja marka mun, 16-19, og virtist liggja í loftinu að þeir væru að gera út um leikinn. Framarar voru ekki af baki dottnir og jöfnuðu leikinn, 20-20. Á ný ná Haukarnir í tvígang tveggja marka forystu, 20-22, og 21-23. Lokakaflinn var mjög spennandi því Framarar minnka muninn í 23-24 og fengu síðan kjörið tækifæri til að jafna þegar 13 sekúndur voru eftir. Þá var Halldóri Ingólfsson vikið af velli og einum Vorum miklir klaufar „Við vorum miklir klaufar og þá alveg sérstaklega á síöustu tíu mínútum leiksins og sigurinn datt Hauka-megin. Fyrri hálfleikur var vel leikinn af okkar hálfu. Síðari hálfleikurinn var mikil barátta og týpískur bikarslagur. Nú getum við einbeitt okkur alfariö að íslandsmótinu en því er ekki að leyna að við ætluðum okkur lengra í bikamum og því er mjög sárt að sitja eftir en við erum að mínum dómi ekki með slakara lið en Haukar," sagði Róbert Gimnarsson, línumaðurinn sterki úr Fram, eftir leikinn. „Haukarnir voru einfaldlega heppnari en við og sigurinn féll þeim i skaut. Við vorum hins vegar miklir Waufar en svona er handboltinn,” sagði Róbert. -JKS færri tókst Fram-liðinu ekki að jafna. Vilhelm Bergsveinsson tók ótímabært skot þegar sex sekúndur lifðu á klukk- unni, leiktíminn fjaraði út og Hauka- menn fögnuðu glæstum sigri. Sóknarleikur Framara varð liðinu að fafli í leiknum. Liðið saknar tilfinn- anlega leikstjómanda en Guðmundur Helgi Pálsson hefur verið frá í vetur vegna meiðsla. Björgvin Þór Björg- vinsson hefur verið að hlaupa í hans skarð en Björgvin er sterkur homa- maður og þar á hann heima. Vörn og markvarsla Framara var með ágætum og er Sebastian Alexandersson kom- inn í sitt fyrra góða form i markinu. Gunnar Berg Viktorsson var í strangri gæslu en er samt alltof ragur við að skjóta þegar færið gefst. Rúss- inn Maxin Fedioukine er mjög sterkur og komst vel frá leiknum. Róbert Gunnarsson er alltaf drjúgur á lín- unni. Haukarnir voru i heildina betra liðið í þessum leik. Mannskapurinn er þéttur og vinnur vel saman og það er greinilegt á öllu að Viggó Sigurðsson er á góðri leið með þetta lið. Rúnar Sigtryggsson var bestur Haukamanna, sterkur og skoraði grimmt fyrir utan. Jón Karl Bjömsson skoraði mörk úr horninu á mikflvægum augnablikum. Hafldór Ingólfsson og Óskar Ármanns- son voru einnig góðir. Mörk Fram: Maxim Fedioúkine 9/6, Gunn- ar Berg Viktorsson 3, Njöröur Ámason 3, Björgvin Þór Björgvinsson 3, Róbert Gunn- arsson 2, Guöjón Finnur Drengsson 2, Ingi Þór Guðmundsson 1. Varin skot: Sebastian Alexandersson 17/2. Mörk Hauka: Rúnar Sigtryggsson 8, Jón Karl Björnsson 4, Aliaksandr Shamkuts 3, Óskar Ármannsson 3, Halldór Ingólfsson 3/1, Þorvarður Tjörvi Ólafsson 2, Einar Örn Jónsson 1. Varin skot: Bjarni Frostason 10, Magnús Sigmundsson 2. -JKS Mátti ekkert slaka á „Ég held að þegar upp er staðið hafi það verið baráttan sem færði okkur þennan sigur. Við vissum það fyrir leikinn að þetta yrði viðureign upp á líf eða dauða. Við mætum einbeittari til leiks en Framarar og áttum skilið að fara lengra. Það mátti ekkert slaka á í þessum baráttuleik og það vissum viö, héldum út, og unnum að lokum góðan og dýrmætan sigur,” sagði Haukamaðurinn Halldór Ingólfsson í samtali við DV eftir leikinn. „Við höfðum trú á okkur sjálfum og ætlum úr þessu alla leið í keppninni. Við eigum erfitt prógramm þess dagana og nú bíður okkar Evrópuleikur í Noregi um næstu helgi. Það skiptir miklu að allir komust heilir frá þessum leik sem var mjög erfiður í alla staði. Við verðum að leggja okkur alla fram gegn Sandefiord um næstu helgi og alls ekki sofna á verðinum,” sagði Halldór. -JKS Paö voru rnikil læti i Safamyri i gær. A storu myndinni sest Anatoli Fedioukine gefa sinum mörnnum raöleggingarr fyrir næstu sokn en á innfelidu myndinni sést Viggo Sigurösson i sviðsljosmu þegar var nalægt þvi aö sjjoöa upp ur i lok leiksini DV-myndir E.ÓI. \ TiKsyiitSraíl ifMsat ■ ■ I \ ■ ■ pmmi I Hiti og harka - hjá HK og ÍR í Digranesi í gærkvöld HK vann ÍR, 20-19, í miklum baráttuleik í Digranesi í gærkvöld. Það sást á báðum liðum í upphitun að þau ætluðu sér áfram en annað liðið varð að detta út og það var hlutskipti gestanna en HK er komið í undanúrslit SS- bikarsins. ÍR-ingar skoruðu fyrsta mark leiksins og það var í eina skiptið sem þeir voru yfir í leiknum. Vörn heimamanna var sterk í upphafi og Hlynur varði vel fyrir aftan. HK var komið 5 mörkum yfir, 8-3, og hefðu heimamenn getað verið með meira forskot þar sem Hrafn í marki ÍR- inga varði tvö víaköst frá Óskari Óskarssyni á fyrstu 10 mínútunum. Jón Kristjánsson, þjálfari ÍR, ákvað að sefia Einar Hólmgeirsson hægra megin og skoraði þessi 18 ára Sverrir Björns- son var með átta mörk hjá HK. piitur næsu 3 mörk ÍR-inga. Gestirnir náðu að minnka muninn í 2 mörk fyrir háifleik, 9-11, og jöfnuðu síðan 16-16 um miðjan seinni hálfleik. Við tóku spennandi lokaminútur og var mönnum heitt í hamsi jafnt innan vallar sem utan. Heimamenn vora þó sterkari og innbyrtu sigur en gestirnir geta sjálfum sér um kennt hvernig þeir fóru með dýrmæt hraðaupphlaup á síðustu mínútum leiksins. Gaman aö vera kominn í undanúrslit Hjá HK var Sverrir Bjömsson mjög góður í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 7 af 8 mörkum sínum í leiknum. Hlynur stóð sína vakt í markinu og væri nú ekki slæmt fyrir HK-liðið ef þessi fyrrum landsliðsmarkvörður kæmist í sitt gamla form. Einar Hólmgeirsson var bestur í liði ÍR og Bjami Fritzson nýtti sín færi vel. Aðrir vora nokkuð frá sínu besta og eru bikarleikir ekki besti tímapunkturinn fyrir það. „Þessi leikur var eins og bikarleikir eiga að vera. Við vorum með undirtökin í leiknum en þeir vora aldrei langt undan. Bæði lið voru að spila fínan varnarleik en þó nokkuð var um mistök hjá báðum liðum sem er eðlilegt í svona leikjum. Vörnin hjá okkur hefur verið ágæt undanfarið en sóknarleikurinn verður stundum stirður. Það er eins og það vanti ákveðinn neista í sóknina. Það er gaman að vera kominn í undanúrslit í bikarnum en við eigum erfiðan leik fyrir höndum á laugardaginn og vonandi að þessi sigur gefi okkur sjálfstraust," sagði Páll Ólafsson, þjálfari HK, eftir leikinn. Mörk HK: Sverrir Björnsson 8, Jalieski Garcia 4/3, Ágúst Guðmundsson 2, Óskar Elvar Óskarsson 2, Stefán Freyr Guðmundsson 1, Alexander Amarson 1, Guðjón Hauksson 1, Samúel Árnason 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 15. Mörk ÍR: Einar Hólmgeirsson 6, Bjami Fritzson 5/1, Ólafur Sigurjónsson 3/1, Ingimundur Ingimundarson 2, Kári Guðmundsson 1, Brynjar Steinarsson 1, Erlendur Stefánsson 1/0. Varin skot: Hrafn Margeirsson 13/2. -BG í gœrmorgun var dregió í fjóröu umferð Evrópukeppni fé- lagsliða. Sextán lið voru 1 hatt- inum og sá leikur sem vekur mesta athygli er leikur Liver- pool og AS Roma. Fyrri leikir fjórðu umferðar fara fram 15. febrúar en seinn leikirnir viku seinna. Fjórða umferð Evrópukeppni félagsliða: Porto (Portúgal) - Nantes (Frakklandi), Liverpool (Englandi) - AS Roma (Ítalíu), AEK Aþena (Grikklandi) - Barcelona (Spáni), VfB Stuttgart (Þýskalandi) - Celta Vigo (Spáni), Alaves (Spáni) - Inter Milan (Ítalíu), Rayo VaUecano (Spáni) - Girondins Bordeaux (Frakklandi), PSV Eindhoven (Hollandi) - Parma (italíu) ,Slavia Prag (Tékklandi) - Kaiserslautem (Þýskalandi). Eric Snow, leikstjómandi Philadelphia 76ers, fór I gær í uppskurð á ökkla og mun að ÖU- um líkindum verða frá i tvo mánuði. Snow hefur spUað vel I vetur, skorað 12,2 stig og gefiö 6,6 stoðsendingar. Brasilíski framherjinn Ron- aldinho, sem er aðeins tvítugur að aldri og leikur með Gremio í heimalandi sínu, mun að öUum líkindum ganga tU liðs við franska liðiö Paris St. Germain þegar leikmannamarkaðurinn í Frakklandi verður opnaður aft- ur á þriðjudaginn í næstu vUtu. Líklegt þykir að Ronaldinho muni kosta Parísarliðið um 35 mUflónir punda. Valur Fannar Gislason úr Fram hefur verið kaUaður inn í landsliðshópinn fyrir æfmga- mótið á Indlandi þar sem Siguróur Örn Jónsson er að fara í uppskurö á hné. -ósk Nafn íþróttamanns Hvern velur þú? Aö venju gefst lesendum DV- Sport kostur á því aö velja íþróttamann ársins. Allt sem les- endur þurfa að gera er að fylla seðilinn út og senda hann til DV- Sport, Þverholti 11, 105 Reykja- vík. Fylla þarf seðilinn út með fimm nöfnum íþróttamanna sem fá ákveðinn stigafiölda eftir því 1 hvaöa sæti þeir lenda. Þeir sem hafa áhuga á aö vera með í kjörinu að þessu sinni þurfa að senda inn kjörseðla og þurfa þeir að berast DV-Sport fyrir miðnætti þann 21. desem- ber nk. Úrslitin í kjörinu verða síðan tilkynnt á síðum DV-Sport í fyrsta blaði eftir jólahátiðina þann 27. desember. Auk þess að verðlauna íþrótta- mann ársins að mati lesenda DV- Sport, verður einn kjörseðill dreginn úr innsendum seðlum. Heppinn lesandi DV-Sport hlýtur glæsileg verölaun. Fljótlega verður greint frá hver verðlaun- in verða, annars vegar íþrótta- manns ársins og hins vegar les- endans. íþróttamaður ársins hjá lesendum DV-Sport hlýtur veg- iegan verðlaunagrip og önnur glæsileg verðlaun að auki. Auk þess að geta sent inn kjör- seðla til DV geta þeir sem áhuga hafa tekið þátt í kjörinu á íþróttavefnum á Vísi.is strax á mánudaginn eftir næstu helgi. Þar verður boðið upp á stóran nafnalista íþróttamanna sem náð hafa góðum árangri á árinu sem senn er liðið sem þátttak- endur geta síðan raðað í fimm sæti. Rétt er að taka fram að hver lesandi getur sent inn ótakmark- aðan fiölda atkvæðaseðla ef áhugi er til staðar. Skilyrði er hins vegar að þeir kjörseölar séu eins og seðillinn sem hér er birt- ur að ofan. Ekki er hægt að senda inn nöfn fimm íþrótta- manna á venjulegu blaði. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.