Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2000, Blaðsíða 1
19 s Erfið staða hjá Skagamönnum Aðalfundur Knattspyrnufélags Akraness var haldinn í gærkvöldi. Samþykkt var að skipa þriggja manna nefnd sem í sitja þeir Haraldur Sturlaugsson, Gylfi Þórðarson og Gísli Gíslason og verður hlutverk nefndarinnar að fara yfír rekstur félagsins og fjármál og á hún að skila tillögum fyrir framhaldsaðalfund sem haldinn verður í lok janúar. Smári Guðjónsson formaður sagði að staða félagsins væri mjög erfið, meðal annars vegna minni tekna frá Evrópukeppni og íslandsmóti og svo væri það orðið allt of algengt að leikmenn færu á milli félaga án greiðslu. 1 máli Andrésar Ólafssonar, gjaldkera félagsins, kom fram að samkvæmt bráðabirgðauppgjöri félagsins væru tekjur áætlaðar verða um 45 m.kr., rekstrargjöld fyrir utan fjármagnsgjöld 53 milljónir og fjármagnsgjöld væru um 4 m.kr., því væri tapið um 12 milljónir króna. Fjármagnskostnaður félagsins er að sliga félagið, hann er svipaður og allar tekjur félagsins frá þátttöku í Evrópukeppni. Eignir félagsins í dag eru áætlaðar um 52 milljónir og skuldir um 60 milljónir og því er eigið fé félagsins orðið neikvætt um 8 m.kr. Meðal skulda félagsins eru eftirstöðvar stúkubyggingar, 14 milljónir kr„ og stór skuld við Búnaðarbanka íslands. -DVÓ Signý styrkir Stúdínur Körfuknattleikskonan Signý Hermannsdóttir, sem nú stundar nám og körfubolta með Cameron-háskólanum í Bandaríkjunum, mun leika með kvennaliði ÍS í úrslitum Kjörisbikarsins um helgina. Signý er leikmaður ÍS og hefur verið það síðan 1996 en fór til náms erlendis um síðustu áramót. Hún kemur til með að styrkja lið ÍS mjög mikið um helgina. Signý hefur leikið átta leiki með Cameron í ár og skorað 11 stig að meðaltali á aðeins 20,5 mínútum. Signý hefur auk þess tekið 4,6 fráköst og hitt úr 58,3% skota sinna en hún er stigahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hafa verið aðeins tvisvar sinnum í byrjunarliðinu. -ÓÓJ - fremst meöal jafningja á frábæru ári hjá fötluðum íþróttamönnum Það var mikið um dýrðir á Hótel Sögu í gær þegar íþróttasamband fatlaðra útnefndi íþróttamann og íþróttakonu ársins 2000. Sundfólk stal senunni í gær því sundkappinn Bjarki Birgisson var valinn íþróttamaður ársins og sund- konan Kristín Rós Hákonardóttir var valin íþróttakona ársins. Þetta er í sjötta skiptið sem Kristín Rós verður þessa heiðurs aðnjótandi. Fern verölaun Mikið var um að vera hjá fótluð- um íþróttamönnum á árinu en há- punkturinn var Ólympíumótið sem fram fór í Sydney í október síðast- liðinn. Þar fór Kristín Rós Hákonar- dóttir, 27 ára gömul sundkona úr íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, hamförum og krækti sér í fjögur verðlaun, tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun auk þess sem hún setti eitt heimsmet, i 100 metra skriðsundi, og tvö Ólympíumet. Þetta var fjórða Ólympíumót Kristínar en hún vann einnig fern verðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta árið 1996. Kristín Rós vann einnig fern gullverðlaun á Opna Norðurlandamótinu i Greve í Danmörku og á Opna breska meistaramótinu í ShefField á Englandi. Eitt heimsmet Bjarki, sem er aðeins átján ára gamall og æfir með íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavik, tók þátt i sínu fyrsta Ólympíumóti. Hann keppti í einni grein í Sydney, 100 metra bringusundi, og endaði í sjöunda sæti. Bjarki setti eitt heimsmet á ár- inu, í 200 metra bringusundi á Sundmeistaramóti íslands 16. júlí síðastliðinn. -ósk Anna Lena Björnsdóttir fékk Guö- rúnarbikarinn fyrir frábær störf í þágu fatlaðra íþróttamanna. Anna Lena heiðrud íþróttasamband fatlaðra veitti í fyrsta skipti Guðrúnarbikarinn í gær. Sá bikar, sem gefinn er af Öss- uri Aðalsteinssyni til minningar um eiginkonu hans, Guðrúnu Páls- dóttur, er veittur konu sem stjóm íþróttasambands fatlaðra telur að hafi unnið fórnfúst starf í þágu fatl- aðra. Að þessu sinni var það Anna Lena Bjömsdóttir, íþróttakennari úr Reykjanesbæ, sem hlotnaðist þessi heiöur. Anna Lena, sem hefur þjálfað hjá íþróttafélaginu Nes í Reykjanesbæ i fjölmörg ár auk þess að starfa sem íþróttakennari í Bjöl- brautaskóla Suðumesja, hefur unn- ið frábært starf og meðal annars komið á tengslum meðal nemenda í fjölbrautaskólanum og fatlaðs íþróttafólks í Reykjanesbæ. Blómlegt starf er í íþróttafélaginu Nes og hafa stjórnendur félagins verið einstaklega duglegir við að virkja sjálfboðaliða til að vinna með fótluðu krökkunum. -ósk Yndislegt ár Hin frábæra sundkona Kristín Rós Hákonardóttir var glöð í bragði eft- ir útnefhinguna. „Þetta ár er er búið aö vera stórkostlegt og ánægjulegt að enda árið með þessum titli. Ég fórnaði miklu fyrir Ólympíumótið, tók mér meðal annars frí frá námi til þess að koma sem best undirbúin und- ir Ólympíumótið og það var gaman að uppskera fern verðlaun eftir alla vinnuna sem ég var búin að leggja á mig. Mér gekk vel í mótum fyrir Ólympíumótið og fann þá að ég átti góða möguleika í Sydney,“ sagði þessi mikla íþróttamanneskja sem ætlar að taka sér kærkomna hvíld áð- ur en hún ákveður hvort hún heldur áfram að keppa. -ósk Mikil upplifun Sundmaðurinn Bjarki.Birgisson, sem er aðeins 18 ára gamall, var val- inn íþróttamaður fatlaðra í fyrsta sinn. „Það er frábært að fá þennan tit- il en hápunktur ársins er samt sem áður Ólympíumótið í Sydney. Það var stórkostlegt og mikil upplifun að standa á bakkanum og bíða eftir startinu í fyrsta sundinu. Ég var svo stressaður fyrir sundið að ég svitn- aði allur og þurfti að fara í róandi nálastunguaðferð. Árið er búið að vera einstakt og ég ætla að nota tækifærið og þakka þjálfurum mínum fyrir allt sem þær hafa gert fyrir mig. Þær eiga mjög stóran þátt í góðu ári,“ sagði Bjarki Birgisson, íþróttamaður ársins hjá fótluöum. -ósk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.